Morgunblaðið - 17.03.1978, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 17.03.1978, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1978 23 HaUdóra Þórhallsdótt- ir kennari — Minning F. 28. júní 1911 D. 9. marz 1978 Halldóra Þórhallsdóttir, kenn- ari, lést á Fjórðungssjúkarhúsinu á Akureyri þ. 9. mars s.l. eftir langa og erfiða legu. Halldóra fæddist 28. júní 1911 í Vogum í Mývatnssveit. Foreldrar hennar voru Þórhallur Hallgríms- son bóndi þar og kona hans, Þuríður Einarsdóttir. Halldóra starfrækti einkaskóla fyrir 6 ára börn í fjöldamörg ár við góðan orðstír og hafa margir Akureyringar hafið sína fyrstu skólagöngu undir hennar hand- leiðslu. Halldóra hóf starf við Glerár- skóla 1972. Það kom fljótt í ljós, að hún kunni vel til verka á sínu sviði, sem var byrjendakennsla. Hún var afskaplega nákvæm og vandvirk í öllu, sem að kennslunni laut og var sér þess vel meðvit- andi, að lengi býr að fyrstu gerð og umfram allt þyrfti að vinna þeirra og ekki í kot vísað hvað allar góðgjörðir áhrærði. Það var ekkert of gott fyrir vini, sem komu í heimsókn. Þá var allt hið besta tínt fram og haldið að gestunum. Guð leggur líkn með þraut. Það er mikil blessun fyrir þann, sem þjáist mikið og á sér enga batavon að fá að deyja. En sárt getur það verið fvrir þá nánustu, ekki hvað síst þegar kærleikur og umhyggja hefur ríkt í sambúðinni.' Við hjónin og samstarfsfólk við Glerárskóla vottum þér, Magnús, dýpstu samúð okkar. Við þökkum Halldóru samfylgdina og sam- starfið, þökkum vinarhug og vel- vild, sem alltaf mátti treysta. Blessuð sé minning Halldóru Þórhallsdóttur. Vilberg Alexandersson. Eigum fyrirliggjandi DEMPARA í flest allar gerðir TOYOTA bifreiða Aftan kr. 3.700 Framan kr. 8.200 ÓTRÚLEGA HAGSTÆTT VERÐ! TÖYOTA- -varahlutaumboðið h.T.# ÁRMÚLA 23 — REYKJAVÍK — SÍMI 3—12 — : þetta starf af alhug og kærleika. Þannig vann reyndar Halldóra að öllu, sem hún tók sér fyrir hendur og væri hún beðin um greiða stóð ekki á henni að rétta hjálparhönd. Ef hún lofaði einhverju, stóð það eins og stafur á bók og þurfti enginn, sem til hennar leitaði í vandræðum, að vera hræddur um að verða svikinn eða að hún reyndi að færast undan á nokkurn hátt. Hún var skapstór og kannski ekki allra vinur, því að hún var hlédræg og ekki gefin fyrir að trana sér fram, en hún var sannarlega vinur vina sinna. Þótt Halldóra væri hlédræg og bæri hvorki tilfinning- ar sínar né skoðanir á torg, þá hafði hún mjög ákveðnar skoðanir á flestum málum og rökstuddi þær og várði af festu og skynsemi. Þá var gaman að sjá hana og heyra ti! hennar, þegar henni hljóp kapp í kinn við að halda fram sínu sjónarmiði. Fyrir rúmum tveimur árum fór Halldóra að kenna þess sjúkdóms, sem dró hana til dauða. Hún gegndi sínu starfi af miklum dugnaði fram að þeim tíma, þegar hún gat ekki gengið fyrir þrautum. En það heyrði enginn hana kvarta eða vorkenna sjálfri sér, þótt sífellt hallaði undan fæti. Hinn andlegi styrkur hennar var feikna- lega mikill og hún talaöi oft um það að koma aftur til kennslu. Það voru einhverjar sælustu stundir hennar á fyrstu vikum og mánuð- um sjúkravistarinnar, þegar nem- endur hennar komu í heimsókn til hennar og þá var iðulega opnuð borðskúffan til að ná í éitthvað bragðgott í litla munna. Halldóra var gædd slíku æðruleysi og hugrekki í sinni sjúkdómslegu, að af bar. Hún talaði sjaldan um að sér liði illa, en væri minnst á einhvern, sem hún þekkti og sá hafði við veikindi og erfiðleika að stríða, þá átti hann samúð hannar alla. Halldóra giftist Magnúsi Ólafs- syni, sundkennara, 26. sept. 1970 og bjuggu þau í Laxagötu 6. Það var gaman að koma í heimsókn til MOBILE HIGH FIDELITY vero XiivJAUm JL A JCw Loksins getum við nú boðið S—il—F^i bllútvarps- og hsb gjrgrg mprnL Æk. if'ii Verð frá ca. ísetning samdægurs ALLT í BÍLINN ' BUÐIN Skipholti 19. R / sími 29800, (5 ■ - ' ' IV LV'V' j ......... .......mumym.... ... ................. ■ -... -.............................

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.