Morgunblaðið - 19.03.1978, Síða 1

Morgunblaðið - 19.03.1978, Síða 1
58. tbl. 65. árg. SUNNUDAGUR 19. MARZ 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Bhutto dæmdur til dauða Islamahad. Pakistan. 18. marz. AI*. Routor. FYRRVERANDI forsatisráð- hcrra Pakistans. Zulfikar Ali Bhutto. var á laugardag dæmdur til honsinKar fyrir að fyrirskipa morð á pólitískum andstæðingi. Fjórir ákærðir samstarfsmcnn Bhuttos hlutu cinnig dauðadóm. Var öllum gcfinn sjö da«a frestur til að áfrýja til hæstarcttar. Úrskurður allra fimm dómar^ anna, sem skipuðu dómstólinn, var samhljóða. Voru Bhutto og félagar hans viðstaddir, er dómurinn var kveðinn upp í Lahore. Ali Bhutto var steypt af stóli 1 átakalausri valdatöku hersins þann 5. júlí sl. en hefur setið í fangelsi síðan 17. september. Auk fyrrnefndrar ákæru var Bhutto sakaður um spillingu og misnotk- un embættisaðstöðu, en hann var við stjórnvölinn samfellt í fimm og háift ár. Ef dæma má eftir vitnaieiðslum skipaði Bhutto þremur lögreglu- mennum að drepa einn af forystu- mönnum stjórnarandstöðuflokks- ins, Þjóðarbandalagsins, Ahmed Raza Kahn. Faðir Khans, Nawab Mohammed Ahmed Khan, var drepinn af byssumönnum í laun- sátri. Þremur árum eftir dráp Khans yngri er sagt að Bhutto hafi fyrirskipað dráp föðurins. Fyrr- verandi yfirmaður öryggissveita ríkisins, Masood Mahmood, vitn- aði á móti Bhutto í yfirheyrslun- um. Bhutto er af ríkri aðalsætt og fæddist 5. janúar 1928. Hann sótti háskóla í Berkeley í Bandaríkjun- um og í Englandi. Afskipti af stjórnmálum hóf hann 1958 en þá var hann skipaður viðskiptaráð- herra þáverandi herstjórnar undir forvstu Mohammed Ayub Khan. Carter hardur í varnarmálum St. Simons Island. Georgíu — 18. marz — Reuter. CARTER ítrekaði í morgun að hann hygðist ckki láta Sovétríkin eða nokkurt annað ríki yfirgnæfa hcrnaðarmátt Bandaríkjanna. Rctt cftir að forsetinn lct þcssi ummæli falla í ra'ðu um varnamál í gær voru birt harðorð mótmæli Sovctstjórnarinnar. scm sagði að yfirlýsingin væri uggvænleg. I hcnni fælist hótun og hún bæri vott um fráhvarf frá dét- ente-stefnunni. í ræðu sinni í gær sagði Carter meðal annars, að reyndist nauð- s.vnlegt að tryggja frekar varnar- mátt Bandaríkjanna mundi hann ekki hika við að gera nauðsynlegar ráðstafanir og taka í notkun útbúnað þann, sem að gagni mætti koma. Forsetinn áréttaði þessi ummæli í morgun, og sagði að hér væri ekki um neina hótun að ræða heldur yfirlýsingu um einfaldar staðreyndir. Þá hefur hann sagt að stuðningur við détente-stefnuna muni minnka í Bandaríkjunum ef Sovétmenn sýni engin merki þess að þeir ætli að draga úr hinni gífurlegu framleiðsluaukningu á eldflaugum og hætta hernaðaraf- skiptum sínum í Afríku og víðar á erlendri grund. Carter kvaðst ekki mundu undirrita nýjan SALT-samning nema hann tryggði ótvírætt hernaðarlegt jafnvægi. Al’-síntamvncl Aldo Moro fyrir framan gunn- fána Rauðu herdeildíirinnar svonefndu. Myndin er tekin á Polaroid-vél með svart-hvítri filrnu, en hún barst um hádeg- isbilið á laugardag. Lögreglan telur víst að fylgsni mannræn- ingjanna sé á sömu slóðum í Róntaborg og Moro var rænt á síðastliðinn fimmtudag. Moro talinn heill á húfi - Engar kröfur komnar Róm — 18. marz — AP-Reuter. RÓMARBLAÐINU 11 Messaggcro barst í dag mynd af Aldo Moro, ásamt yfirlýsingu frá Rauðu hcrdcildinni. Yfirlýsingin hefur ckki verið birt cnn sem komið cr. Olíuslys vekur Frökkum óhug Brest. Frakklandi. 18. marz. AP. MILLJÓNIR lítra af hráolíu þöktu strandlengju Bretagne í Frakklandi á laugardag eftir að risavaxið bandarískt olíuflutn- ingaskip. Amoco Cadiz að nafni. strandaði þar og cru Frakkar óttaslegnir yfir hugsanlcgum stórháska, sem öllu lífi í umhverf- inu kann að stafa af slysinu. Franski menningar- og um- Framhald á bls. 31 en lögreglan segir að þar komi ckki fram skilyrði mannræningj- anna fyrir því að Moro vcrði slcppt. Mjög var óttazt að Moro hcfði særzt í árásinni, og jafnvel að hann hefði látið lífið, en þcssar síðustu fregnir hafa aukið vonir manna um að hann slcppi hcill á húfi. Nokkrir menn hafa verið hand- teknir og yfirheyrðir í sambandi við ránið á Aldo Moro, en þeim hefur verið sleppt á ný að einum undanskildum, Gianfranco Mor- eno, sem er 32 ára gamall banka- starfsmaður. Æðisgengin leit var í morgun gerð að átta mönnum, sem stukku úr úr bifreið við vegartálma lögreglunnar, og lögðu síðan á flótta. Mennirnir fundust von bráðar þar sem þeir voru í felum í úthverfi Rómar, og reynd- ust þeir vera veiðiþjófar. Hringt var til II Messaggero i morgun og þess krafizt að blaða- Framhald á bls. 31 Úrslit í Frakklandi stórum háð þátttöku París. 18. marz. AP. FRANSKI forsætisráðherrann, Raymond Barrc. skoraði á laugardag á frönsku þjóðina að liggja ckki á liði sínu í seinni umferð frönsku þingkosning- anna á sunnudag. „í>að cr mikil- vægt að mcnn skilji að það er seinni umfcrðin. scm skiptir máli. Líkur á sókn Israela handan öryggisbeltisins Bciriit — SI> — 18. marz — Rcutor — AP MORDECIIAI Gur hcrshöfðingi, sem stjórnar árásum ísraelshcrs í Suður Líbanon. sagði í dag, að þeim yrði ckki hætt fyrr en Palcstínuskæruliðar létu af mótþróa sínum. Talið er að þcssi yfirlýsing hershöfðingjans sé vísbending um að ísraelsmenn ætli að sa'kja Icngra inn í Líbanon, en muni ckki halda sig á 10 kílómetra „öryggisheltinu" þar sem þeir segjast nú vera „að sópa upp síðustu leifunum af andspyrnu skæruliða“. Stórskotaliðsbardagar héldu áfram í nótt og morgun, og segjast Israelsmenn hafa beint árásunum aðallega að þeim stöðvum skæruliða, sem eldflaugaárásir hafa verið gerðar frá. Öryggismálaráð Sameinuðu þjóðanna kom saman til fundar seint í gærkvöldi til að ræða um átökin í Snður-Líbanon, og var sá fundur haldinn að beiðni stjórna Líbanons og ísraels. Fulltrúi Líbanons á fundinum krafðist þess að tafarlaust yrði hætt hernaðarátökum og ísraelskt herlið flutt á brott. Herzog, fulltrúi ísraelsstjórnar, sagði að ísraelsmenn hygðu ekki á landvinninga heldur væri tilgangurinn sá að vinna bug á skæruliðum. Bandaríkjastjórn vinnur nú að því að afla stuðnings við tillögu um að friðargæzlusveitir Sameinuðu þjóðanna verði sendar til Suður-Líbanons. Öryggisráðið hefur verið boðað til annars fundar í dag. I Beirút er haft eftir ónafngreindum leiðtoga Palestínuaraba, að þess yrði farið á leit við Kúbumenn, að þeir kæmu skæruliðum til hjálpar og „breyti Suður-Líbanon í annað Ogaden" ef ísraelsmenn neiti að hverfa á brott með herlið sitt. Fulltrúi Yasser Arafats, leiðtoga PLO, segir hins vegar að Kúbumanna verði ekki þörf í styrjöldinni, þar sem skæruliðar séu einfærir um að yfirbuga Israelsmenn. af því það er seinni umferðin. sem skcr úr um hvcrnig þing þjóðar- innar vcrður saman sctt“. sagði Barrc. Stjórnmálasérfræðingar Valery Giscards d'Estaings forseta álíta að vinstrimenn geti því aðeins borið sigur úr býtum á sunnudag, að fylgjendur stjórnarinnar sýni kosningunum lítinn áhuga og að bandalagssamningur vinstri- manna heppnist fullkomlega, þ.e. að vinstrisinnaðir kjósendur fari að fyrirmælum forystunnar. Flestum sérfræðingum kemur saman um að stjórnin muni að öllum líkindum vinna með naum- um meirihluta. Telja þeir að margir jafnaðarmenn muni snið- ganga tilmæli Mitterands og neita að kjósa kommúnista í þeim 147 kjördæmum þar sem þeir eru frambjóðendur sameinaðra vinstrimanna. Heldur blés í belg vinstrimanna á síðustu stund á laugardag, þegar tilkynnt var að atvinnuleysi hefði aukizt í febrúarmánuði og væru nú 1.042 milljónir manna atvinnu- lausar samanborið við 1.023 milljónir í janúar, en þetta eru um fimm prósent af fjölda vinnufærra manna og kvenna í landinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.