Morgunblaðið - 19.03.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.03.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 19. MARZ 1978 HUG- VEKJA L EFTIR SÉRA JÓN AUÐUNS Meö pálmum haföi Jesú veriö fagnaö. Meö gleöi- söngvum viö borgarhliöiö. Dagurinn líöur, og til smá- bæjarins Betaníu, ör- skammt fyrir utan Jerúsal- em, leggur Jesús meö lærisveinunum leiö sína þegar kvelda tekur, og trúlega er þaö í húsi systr- anna þar, Mörtu og Maríu, sem Jesús á náttstaö þær fáu nætur, unz hann er handtekinn. Um kveldiö er haldin veizla í húsi efnaös borgara, Símonar í Betaníu. Hann er veizluglaður maöur og ekki sízt þetta kveld, þegar aö boröi hans situr hinn marg- umtalaoi spámaöur frá Nasaret, sem vakiö heföi geysilega athygli meö inn- reiö sinni til Jerúsalem um morguninn. Símon fagnar og gestir hans eru glaöir, — allir nema einn, og hann er harmþrunginn. Þetta er gömul saga og hún er líka ný, aö gleðin og sorgin sitji hliö viö hliö, glaour og hryggur aö sama boröi án þess annan gruni, hvaö býr í huga hins. Geymir þú enga slíka minn- ingu úr eigin reynslu, minn- ingu um stund, er þér var þannig innan brjósts, aö umræouefni hinna glööu snertu þig ekki vegna þess aö í hjarta þínu sat harmur. Þú sazt hjá þeim og varst þó óralangt í burtu, í raun í öörum heimi en þeir. þóknun horfa til hennar augu hinna dyggöugu borg- ara, en hún hiröir ekki um þaö. Hún sér ekki þetta fólk og skeytir engu vanþóknun og ísköldu augnaráöi. Hneigöu höfðu en hröðum skrefum gengur hún rak- leiöis að gestinum frá Nas- aret. Þar lyftir hún skikkju sinni dýrindis alabasturs- bauki, brýtur baukinn. Veizlusalurinn fyllist sam- stundis dýrölegum ilmi, þegar konan hellir smyrsl- unum úr bauknum yfir höfuð Jesú. Veizluglaumur- inn hljóðnar. Þögn undrun- ar eöa annars meira fyllir salinn, og allra augu bein- ast aö konunni. En af augum hennar hrynja höf- ug, brennheit tár á fætur Jesú, sem liggur að austur- lenzkum siö en ekki situr viö boröiö, í fáti grípur hún hár sitt og þerrar þögul fætur hans. Síöan hraöar hún för sinni út. Nú er þögnin í veizlusal Símonar oröin þrúgandi löng, og loks fá menn ekki lengur oröa bundizt. Læri- sveinarnir álasa konunni fyrir þá tilgangsiausu eyðslusemi aö sóa þannig dýrmætum alabastursbauki og dýrum nardussmyrslum, sem allt heföi mátt selja fyrir mikla peninga og gefa fátækum. Jesú þegir alla þessa stund, en nú svarar hann lærisveinunum: Fá- tæka hafiö þiö alltaf hjá Að kveldi pálma- sunnudags Milli þeirra heima tveggja getur oröiö torsótt leið. Þannig er ástatt í veizlu- sal Símonar í Betaníu að kveldi pálmasunnudags. Þetta er viröulegt sam- kvæmi og hinn eini, sem hryggur er, gætir þess að drepa ekki í dróma gleði þess glaða fólks, en skyndi- lega gerist atburður, sem menn höföu ekki búizt við. í salinn gengur óvæntur og óboöinn gestur, kona, sem bæjarbúar margir þóttust kunna misjafnar sögur af, — eitt syndugt götunnar barn. Meö ískaldri van- ykkur til að líkna þeim, en álasiö ekki konunni. „Gott verk gjörði hún mér." Hvaó er það, sem Jesús þykir svo óumræðilega vænt um í verknaði þessar- ar konu, að hann segir hinum glöðu en undrandi veizlugestum, að um gjörv- allan heim, hvar sem boð- skapur sinn veröi fluttur og kristið fagnaðarerindi boð- aö, skuli þess verða getiö, sem konan geröi þetta kveld, pálmasunnudags- kveldiö í húsi Símonar í Betaníu, — að því er bezt veröur vitaö. Hann kom þangaö hrygg- ur eftir fagnaðarlætin viö borgarhliöin um morgun- inn. Veizlugleðin, sem hon- um var þó af góðum huga búin í húsi Símonar, sigrar ekki hryggðina, sem í hjarta hans býr. En að baki hinnar óvæntu, fögru athafnar syndugrar konu fann hann þaö ástúöarmagn, sem fór eldi um sálu hans. Er það þá svo, aö þessi ókunna kona hafi raunveru- lega skiliö Jesúm betur en allir aörir í veizlusalnum, og séö lengra inn í sálardjúp hans en þeir? Skildi þessi kona Krist? Hver skilur hann? Samþykktir kirkju- þinga og preststefna, álykt- anir kirkjufundanna, fullyrö- ingar trúarjátninganna, kennisetningar guöfræö- innar, — allt er þetta tilraunir manna til að gera sér skiljanlega grein fyrir leyndardómi, sem þeir ráöa ekki viö. Hvenær spuröi hann sjálfur: „Skilur þú mig?" Nei, en hann spuröi Pétur: „Elskar þú mig?" Og hann spuröi Pétur þrisvar þannig. Grænar greinar eru tákn þessa dags. Af pálmablöö- um ber hann heiti. En honum fylgir einnig annaö tákn, sem ástæöa er til að ætla, aö Jesú hafi einnig þótt mikils um vert: Ala- bastursbaukurinn, þótt ekki dragi dagurinn nafn af honum. Eins og ilmur smyrslanna fyllti húsið, þegar konan braut baukinn, svo á ilmur tilbeiðslunnar aö fylla hús hjarta þíns, þegar þú horfir á myndina hans, sem hóf þennan dag viö gleöi- söngva og fagnaðarlæti lýðsins, en lauk honum í veizlusal Símonar, þar sem sátu undrandi, þögulir menn meöan ilmurinn fyllti húsiö eftir að alabasturs- brotin höfðu veriö borin burt og konan var farin. Nafn hennar hafa hinir helgu höfundar ekki hirt um aö geyma og e.t.v. hefur Jesús ekki þekkt það. Ilmurinn hverfur. Ómur- inn deyr. En lífið er eih'ft þótt allir pálmar deyi. Minnstu þess og mundu það, aö á vegum eilífðar átt þú þín örlög meö honum, sem baukurinn var brotinn fyrir í Betaníu foröum. ÞORSKANET I NEPTUNUSHF® Tryggvagötu 2 Sími:21380 Fyrirliggjandi í miklu úrvali • Viöarþiljur • Loftaklæðning • Rásaður krossviöur • Harðplast • Pírálar (renndir) í handriö, ásamt handriða- og botnlistum. Ennfremur: þurrkað Oregon Pine, Pitch Pine, Amerískur Redwood, Iroko, Ramin, Abachi. PALL ÞORGEIRSSON & CO Armúla 27 — Reykjavík. Símar 34-000 og 86-100. Saab — Autobianchi Viöskiptamenn, nýtt verkstæöi veröur opnaö aö Bíldshöföa 16 20. marz. s***, BDÖRNSSON ±^0. BÍLDSHÖFÐA 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.