Morgunblaðið - 19.03.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.03.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 19. MARZ 1978 VERÖLD Raunir stórlaxanna Eftir að mannræningjar í Evrópu hættu aö nenna að ræna stjórnmálamönnum og sneru sér í staðinn að kaupsýslumönnum, sem eru vitanlega miklu verðmætari, varð mikil og skyndileg gróska í atvinnuvegi, sem hafði verið fá- mennur og vanræktur fram að því; það er „kaupsýslumannavernd". Snöggfjölgaði mönnum í þeirri atvinnugrein eftir að Jíirgen Ponto, stjórnarformaður Dresdner Bank, var veginn að heimili sínu í Frankfurt og Hanns-Martin Schleyer, formanni vesturþýzka vinnuveitendasambandsins var rænt og hann síðar myrtur. Nú er svo komið, að kaupsýslu- menn víða um heim óttast ekkert fremur en mannræningja og morð- ingja (nema hvort tveggja séu). Hermdarverk eru orðin óhugnan- lega algeng í mörgum löndum, og eru sums staðar framin hryðju- verk dögum oftar. Bandaríski flugherinn hefur tekið saman tölur um hryðjuverk framin frá því í ársbyrjun 1970 og fram í nóvember í fyrra. Þar eru hryðju- verk talin ein 1800 — og eru þó undanskilin hryðjuverk í Norð- ur-írlandi, ísrael og Bandaríkjun- um. Morð voru 512, mannrán 363 og551 líkamsárás. 80% mannráns- tilrauna heppnuðust, og 43% þeirra, sem rænt var, voru kaup- sýslumenn. Hanns-Martin Schleyer var rænt í septemberbyrjun í fyrra. Um miðjan október var þota frá Lufthansa á leiðinni frá Mallorca til Frankfurt tekin herskildi; í henni voru 82 farþegar'og áhöfnin fimm manns. Ræningjarnir kröfð- ust 15 milljóna dollara lausnar- gjalds, en að auki að 13 tilgreind- um hermdarverkamönnum yrði sleppt úr fangelsi. Sá leikur fór þannig, að vesturþýzk landgöngu- liðssveit í Sómalíu bjargaði far- þegunum og áhöfninni en felldi þrjá ræningjanna og særði hinn fjórða. Því næst gerðist það sem kunnugt er, að þrír hinna föngnu hermdarverkamanna, sem ræn- ingjarnir höfðu heimtað í skiptum fyrir farþegana, frömdu sjálfs- morð — að því er yfirvöld segja — í klefum sínum í fangelsinu í Stuttgart. En skömmu seinna fannst lík Hanns-Martin Schley- ers og hafði verið skiíið eftir í bíl. Þetta olli því, að mikil skelfing greip um sig meðal þýzkra fjár- mála- og kaupsýslumanna og er leið að árslokum var svo komið að í hvert sinn er þeir þinguðu var að minnsta kosti einn lífvörður í fylgd með hverjum fundarmanni. Biðu lífverðirnir jafnan saman utan við fundarsal og höfðu gætur hver á óðrum! Lífvænlegt fyrir líf- verðina Það er dýrt að halda lífvörð. Það Þarf fjóra til að gæta eins manns allan sólarhringinn, og það kostar allt að jafnvirði 120.000 dollara (rúmar 30 millj. ísl. kr.) á ári. Talið er, að nærri 1000 kaupsýslu- manna í Vestur-Þýzkalandi einu sé gætt þannig allan sólarhring- inn. En auk þess kaupa einnig margir konum sínum og börnum gæzlu. Hér í Köln, og einnig í Frankfurt, Dússeldorf, Hamborg, París, Nizza og Milano, eru lífverð- ir jafnvel orðnir stöðutákn. Má oft ráða virðingu manna og þýðingu af því hve margir lífverðir þeirra eru. Minnir þetta orðið á endurreisnar- tímann þegar höfðingjar fóru hvergi nema í fylgd varða vopn- aðra rýtingum. I vestur-Þýzkalandi eru ein 400 löggilt „lífvörzlufyrirtæki" og þús- undir lífvarða á þeirra vegum. Er talið, að tekjur þessara fyrirtækja hafi numið meira en jafnvirði eins milljarðs dollara (rúmlega 250 milljarða ísl. kr.) í fyrra. Er kaup lífvarða og annar kostnaður, sem þeim fylgir, þó einungis brot af heildarkostnaðinum við varnir gegn hermdarverkamönnum í Vestur-Þýzkálandi og öðrum þeim löndum þar sem þeir hafa látið mest til sín taka — ítalíu, Frakklandi, Sviss, Hollandi, Belgíu og Austurríki. Sum fyrir- tæki hafa keypt hátt settum starfsmönnum sínum brynvarða bíla með skotheldum rúðum og slíkir kosta jafnvirði 25.000 doll- ara (jafngildir nærri 6 millj. og 150 þús. ísl. kr. — en hætt er við því að verðið yrði allnokkru hærra á íslandi). Rándýr sjónvarpskerfi og alls kyns rafeindavarnir eru orðin algeng í bönkum, og aðal- stöðvar margra stórfyrirtækja hafa verið víggirtar; ef svo má segja, og byggingum breytt með miklum tilkostnaði til varnar við hermdarverkamönnum. Ýmis flug- félög, t.a.m. vestur-þýzka flug- félagið Lufthansa, sem mjög hafa orðið fyrir barðinu á hryðjuverka- mönnum hafa lagt í mikinn kostnað til verndar farþegum og svo mikinn, að jafnvel er í ráði sums staðar að krefjast sérstaks ..öryggisgjalds" af farþegum til að standa undir honum. Það er talið láta nærri, að kostnaður aí vörnum við hermdar- verkum í Vestur-Þýzkalandi ejnu hafi numið jafnvirði hundruða milljóna dollara í fyrra. Manni þykir þetta næsta ótrúleg upphæð, einkum þegar hugsað er til þess hve fáir hermdarverkamenn eru í raun og veru. Harðskeyttir hermdarverkamenn, sem nú leika lausum hala í Evrópuríkjum, eru tæpast fleiri en 50. Það eru áreiðanlega einhverjir kostnaðar- sömustu glæpamenn, sem um getur í sögunni ... — PAUL HOFFMANN. Andófsmenn Líkams- meiðingar leyfilegar Tékkneska leikritaskáldið og and- ófsmaðurinn Pavel Kohout hefur ritað Lubomir Strougal, forsætisráð- herra Tékkóslóvakíu, hárðort bréf þar sem hann mótmælir fólskulegri árás sem hann og nokkrir vinir hans urðu fyrir í Prag í lok janúarmánað- ar síðastliðins, þegar þeir hugðust ssekja dansleik sem járnbrauta- starfsmenn þar í borginni efndu til. Afrit af bréfinu, sem barst nýlega til London, verður birt í næsta hefti tímaritsins „Index on Censorship", sem eins og nafnið bendir til fjallar um ritskoðun og önnur höft á almennu tjáningarfrelsi. Bréfið lýsir á einfaldan en áhrifaríkan hátt þeim óhugnanlegu ofsóknum sem orðið geta hlutskipti þeirra Tékka sem einhvcrra hluta vegna falla í ónáð hjá stjórnvöldum. Kohout hefur bréfið með þeirri hreinskilhislegu yfirlýsingu „að eftir að hafa í eitt ár mátt sæta sífelldum ofsóknum lögreglu og yfirvalda" hafi konu hans ásamt eiginkonum nokkurra kunningja hans fundist sem þær væru búnar að vinna til þess að bregða sér á dansleik. Fyrir valinu varð árshátíð járnbrauta- starfsfólks, og vekur Kohout athygli á því að sú hafi verið venjan í Bæheimi um fjöldamörg ár að utanfélagsmönnum væri heimilt að kaupa sig inn á samkomuna. Svo fór þó að hann og förunautar hans komust aldrei í dansinn. Menn sem Kohout fullyrðir að séu meðlim- ir öryggislögreglunnar (hann og vinir hans báru kennsl á þá) tóku á móti þeim við dyrnar og vörnuðu þeim inngöngu. „Ungur maður úr öryggislögregl- unni hafði opnað fyrir mig útidyrnar og að virtist af einskærri kurteisi", skrifar Kohout, „en sem við gengum út — og það þótt ég hefði ekkert af mér brotið — vatt hann sér að mér og lamdi mig fyrirvaralaust í andlitið, milli eyrans og gagnauga. Ég féll í tröppuna og var ósjálf- bjarga næstu mínúturnar". Að sögn bréfritara var það næsta verk öryggisliðanna að tjá óbreytt- um lögregluþjónum, sem þarna voru staddir, að hann væri drukkinn, og að óska þess jafnframt að hann yrði fluttur í sjúkraskýli fyrir alkohól- ista. Þegar þangað kom krafðist Kohout þess að ganga undir blóð- rannsókn til þess að sanna að hann væri allsgáður. „Læknirinn hló þegar ég óskaði eftir tryggingu fyrir því að ekki yrði skipt um blóðsýnishorn. En honum fannst þetta samt augljóslega ekki alveg eins skoplegt þegar lðgreglan spurði hann símleiðis hvert blóð- prufa mín yrði send til rannsóknar". Kahout var ekki sá eini sem komst í hann krappan þetta kvöld. Tvær af konunum sem voru í hópnum voru barðar og kallaðar „hórur".Og leik- ritaskáldið Vaclav Havel, leikarinn Pavel Landovsky og iðnverkamaður að nafni Jaroslav Kukal voru reknir af dansleiknum og síðan handteknir. Kohout segir enn í bréfi sínu: „Ég er með öðrum orðum bara óbreyttUr borgari sem hefur hvorki samúð með hermdarverkamönnum né hvetur menn til þess að hafa í frammi ofbeldi til þess að hindra byggingu atómorkuverka. Eg er einfaldlega friðsamur rithöfundur — og þá staðreynd er ég jafnvel með þessu bréfi að reyna að undirstrika. Mér er forboðið að stunda það starf Undir högg aö sækja „Gamalgrónir fordómar" Af algengum afbrotum eru ein sérstök aö því leyti hve fáir afbrota- mannanna eru dæmdir. Þetta eru nauöganir. Margt ber til þess, aö erfiölega gengur að koma lögum yfir nauögara, en einkum þó tvennt: í fyrsta lagi er oft erfitt aö sanna sökina, en í ööru lagi hyllist lögreglan oft til þess að taka málstað afbrota- mannanna, þótt undarlegt megi virð- ast, og viröa t.d. að vettugi líkur sem hún mundi telja sterkar í málum af öðru tagi. Valda þvt' væntanlega gamalgrónir fordómar. Er algengt aö konur, sem verða fyrir barðinu á nauogurum, kvarti um það að lögregl- an komi fram við þær í yfirheyrslum eins og þær séu glæpamennirnir en ekki fómarlömbin. Hún auömýki þær á aila lund, gefi í skyn aö þeim hafi ekki veriö jafnleitt og þær láti, og sleppi nauögurum, ef þeir játa ekki, Læknishjalpl Það er líkast til hvergi jafnalgengt og í Bandaríkjunum, að læknar séu lögsóttir og dæmdir fyrir mistök í starfi. Þeir eiga sífellt kærur yfir höfði sér. Það hefur orðið til Þess m.a., að peir eru margir svo varir um sig, að Þeir neita mönnum jafnvel um hjálp, ef tvísýnt er um árangur, vegna ótta við málssókn. Hinn kunni útvarps- og sjónvarpsmaður Michael Jackson gerði petta að umtalsefni ekki alls fyrir löngu og sagði eftirfarandi sögu af eigin reynslu þessu til dæmis: Víð hjónin vorum að koma heim úr Evrópuferð. Um Það bil er flugvélin var komin miðja vegu yfir Atlantshafíð veiktist konan mín hastarlega, og varð hún fljótt svo Þjað, að hún poldi varla við. Það kom í Ijós, að Það voru tveir bandarískir læknar í hópnum á fyrsta farrými, og voru Þeir beðnir að koma strax. En peir komu ekkí. Þegar Þeir fréttu hvað konunni leið litu peir á mig mað hlutfekningarsvip og sögðust pví miður ekki treysta sér tif að koma nélægt Þessu. Þeir bættu Því við, að sér Þætti Það ákaflega leitt, en lítið hægði mér við Það. Mér var reyndar Ijóst, að Þeir Þættust hafa fullgildar ástæður Dótt Þeir nefndu Þær ekki; svo gat farið, að konan dæi áður en vélin lenti og Þá áttu Þeir málssókn á hættu. Þeir höfðu vítanlega báðir tryggt sig við málssóknurn vegna mistaka í starfi. En Þeír víssu, að tryggingafélögin mundu líta Það óhýru auga, að Þeir skiptu sér af svona tvísýnu „tilfelli" og kynnu að hækka iðgjaldið eða segja upp tryggingunni. Sem betur fór hafðist uppi á itölskum lækni aftar í vélinni. Hann reyndist áhyggjulaus um málssókn og kom hann undir eins. Það kom Þá á daginn, að konan mín var með lungnabólgu. Sjúkrabíl og hjúkrunarfólki var stefnt út á flugvöll, konan mín komst Þegar í sjúkrahús, og henni varð bjargað. Bandarískir læknar hafa lækkað mjög í metum hjá almenningi á undanförnum áratugum og ber margt til Þess. Joseph Califano, heilbrigðismálaráðherra Bandaríkjanna, gerði Þetta að umtalsefni í ræðu ÍH Sumir hugsa fyrst og fremst um peningana, segir heilbrigöisráð- herrann. Millarnir í hvítu sloppunum sem hann hélt í læknafélaginu í Los Angeles og rakti Þar nokkrar helztu orsakir Þess, að tiltrú bandarísks almennings og virðing fyrir læknum hefði minnkað svo mjög sem raun ber vitni. Kvað Califano lækna sjálfa eiga alla sök á Því og hlífði Þeim ekki. Hann kvað pá marga hugsa um peninga fyrst og fremst, Þeir hreiðruðu um sig í úthverfum Þar sem byggi efnafólk er borgaöi læknishjálp rausnarlega; aftur á móti vantaði ails staðar lækna í innborgum og úti á landsbyggðinni vegna Þess, að „minna væri upp úr sjúklingum Þar að hafa". Tekjur læknastéttarinnar hefðu numið 26 miiljörðum dollara áríö 1976, og hefði heilbrigðiskostnaður hækkað nærri tvisvar sinnum meira en framfærslukostnaður. Klykkti Califano út með Því, að læknum væri fyrir beztu að bæta ráð sitt í tíma — ella mundu yfirvöld taka til sinna ráða. Læknasamtökin ráku upp ramakvein við bessa ádrepu. Komst einn málsvari peírra svo að orði, að Califano hefði fýst yfir stríði á hendur læknum. En Það er Ijóst, að yfirvöldin hafa fullan stuðning almennings til Þess stríðs. Það kom t.a.m. í Ijós í víðtækri skoðanakönnun, sem fram fór nýlega, að traust almennings til lækna hafði minnkað um 30% á undanförnum áratug. í annarri könnun kom á daginn, að fólk hefur Það helzt á móti læknum, aö beir séu fégráðugir, og telur það höfuöorsök Þess hve heilbrigðiskostnaður hækkar mjög. Og nokkuð er Það, að læknastéttip er tekjuhæst atlra starfsstétta í Bandaríkjunum. Meðaltekj- urnar eru 75.000 dollarar (u.Þ-b. 19 millj ísl. kr.) en margir sérfræðingar eru Þrefalt tekjuhærri. Af öðrum helztu umkvörtunarefnum almennings má nefna Það, að lækniskostnaöur er ákaflega misjafn og fer eftir pví hvar í landinu eða hvar í borgum er; enn fremur, að læknar skeri fólk oft upp að nauðsynjalausu einungis til að hafa af Því fé (ónauðsynlegar skurðaðgerðir eru taldar 2.4 milljónir á áril), Þeir hirði ekki um að koma í veg fyrir sjúkdóma, Þótt hægt væri o.s.frv. _ y/ILLIAM SCOBIE,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.