Morgunblaðið - 19.03.1978, Síða 17

Morgunblaðið - 19.03.1978, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. MARZ 1978 17 V erður grænlenzka ullin seld hingað? og kaupa Grænlendingar hey hér? Tveir ungir Grænlendingar voru hér um daginn á hraðri íerð, komnir hingað til að ræða við ýmsa sérfræðinga um ýmis sér- mál í grænlezkum landbúnaði með það fyrir augum að efla enn það samstarf sem komið er á milli Islendinga og Grænlendinga. Annar þessara ungu manna heitir Kaj Egede og starfar hann á vegum Sambands grænlenzkra sauðfjárræktarfélaga, hinn er Kristian Motzefeldt, sem er for- stöðumaður tiiraunastöðvar grænlenzkra landbúnaðarins f Upernaviarssuq við Julianeháb. Þá daga sem þeir félagar voru hér létu þeir vissulega hendur standa fram úr ermum, en þeir héldu för sinni áfram á miðviku- daginn til Kaupmannahafnar. I stuttu samtali við þá félaga, skömmu áður en þeir háldu til Kaupmannahafnar, sögðust þeir vera harðánægðir með ferðina hingað og viðræður við hérlenda menn. Þeir kváðust hafa notið mjög mikilvægrar aðstoðar Gísla Kristjánssonar ritstjóra. Hefði hann t.d. undirbúið samtöl þeirra við ýmsa aðila hér í Reykjavík og á Akureyri. Eitt af því fyrsta sem við gerðum hér, sögðu þeir, var að eiga fund með Ingva Þorsteinssyni, magister, sem hefur yfirumsjón með gróðurfarsrannsóknum á sauðfjárræktarsvæðum í Suðvest- ur-Grænlandi. Þeim rannsóknum verður haldið áfram á sumri komanda. Þá höfðu þeir farið að sauðfjárbúinu að Hesti í Borgarfirði og heimsótt rannsóknastöð landbúnaðarins að Keldnaholti. Sagði Motzfeldt að þeir í Grænlandi myndu geta haft mikil not af þeim fóðurrannsókn- um er hér hefðu verið stundaðar. Kvaðst hann undrast árangur rannsóknanna. Með því að hafa aðgang að þessum rannsóknagögn- um auðveldar það og flýtir stór- lega fyrir um rannsóknastörf heima í Grænlandi, sagði Motz- feldt. Hann sagði frá því í þessu stutta samtali við Mbl. að mikill og vaxandi áhugi væri fyrir aukinni sauðfjárrækt í Grænlandi. Eru þessi mál nú allnokkuð til umræðu þar um þessar mundir. Hann sagði, að hinir ungu fjár- bændur heima í Crænlandi, sem hefðu numið á sauðfjárbúum íslenzkra bænda, hefðu mikið lært á sviði sauðfjárræktar sem þeir hefðu hafið í heimajörðum sínum og mundu reynast dugandi bænd- ur. Þá fóru þeir félagar norður til Akureyrar til að kynna sér starf- semi ullariðnaðarins í Sambands- verksmiðjunum þar. Fyrir nokkrum árum hefði sú spurning vaknað, hvort ekki mætti koma á viðskiptum við ullarverk- smiðjurnar á Akureyri. Hefði ferðin þangað núna verið fram- hald af viðræðum um þau efni. Höfðu þeir rætt við forstjóra Gefjunar. Kváðu þeir Sambands- menn hafa tekið þeim vel og hefðu viðræður við þá verið mjög gagn- legar. Við höfðum áhuga á því, sagði Egede, hvort hugsanlegt sé að skapa hér markað fyrir græn- lenzka ull. Um leið voru líka ræddir möguleikar á því, að Sambandsverksmiðjurnar tækju við ullarframleiðslunni og fram- leiddu lopa og band úr henni til framhaldsvinnslu í Grænlandi. Skipulagningu á flutningi ullar- innar til Akureyrar sögðu þeir félagar vera sérstakt viðfangsefni, sem myndi koma til kasta K.G.H. (Konunglegu Grænlands- verzlunarinnar), sem annast um siglingar til og frá Grænlandi. Ullarframleiðslan í Grænlandi nú, sögðu þeir, er 35—40 tonn á ári. Nú eru alls um 75 sauðfjárbænd- ur í Grænlandi suðvestanverðu, bændur, sem hefðu allt framfæri sitt af sauðfjárbúskap. Þeir Egede og Motzfeldt sögðu, að engum blöðum væri um það að fletta að sauðfjárbúskapur ætti Hinir græn- lenzku fulltrúar Motzfeldt (t.v.) og Egede, á herbergi sínu á Hótel Sögu. framtíð fyrir sér í Eystribyggð þ.e.a.s. í Narssaq og Julianeháb- svæðinu. Sumarhagar væru þar góðir og víðáttumiklir. En skórinn kreppir að þegar afla skal heyfóð- urs til vetrarins. Það er hey- skorturinn heima, sem stendur sauðfjárræktinni fyrir þrifum. Þeir félagar sögðu það vera álit sauðfjárræktunarmanna að kanna þyrfti möguleika á því að leysa heyvandamálið á þann hátt að kaupa íslenzkt hey. Ef þetta tækizt yrði verðið viðráðanlegt og flutningskostnað- ur mætti auka sauðfjárrækt Grænlendinga verulega. Sögðust þeir álíta að þetta mál yrði kannað enn frekar á næstunni. A Akureyri gafst þeim félögum tækifæri til að heimsækja Til- raunastöðina að Möðruvöllum *í Hörgárdal og heimboð þágu þeir til hjónanna Aðalsteinu og Gísla Björnssonar hreppstjóra á Grund. Þá hafði Gísli Kristjánsson, ritstjóri gefið þeim félögum kost á að hitta hér að máli í Norræna húsinu alla þá Grænlendinga, sem hér eru ásamt nokkrum húsbænd- um grænlenzkra sauðfjárræktar- nema. Voru þar og viðstödd L. Storr aðalræðismaður og kona hans frú Svava Storr. Aður en þeir héldu af landi brott skruppu þeir til að hitta að máli þá tvo ungu Grænlendinga, sem hér eru á fjárbúum við nám, að Miðdal í Kjós og að Hallkelsstöð- um í Grímsnesi. Sv.Þ. Sómalskir herfangar. myndir verði tiltækar, þó að allur heimurinn standi á öndinni vegna þeirrar hættu, sem átökin við Horn geta haft í för með sér, en um skeið virtist, sem þau gætu breiðzt út og orðið kveikjan að nýrri heimsstyrjöld. En sú hætta leið hjá, eins og kunnugt er, þegar Bandaríkjamenn neituðu að taka þátt í þessum hernaði. Hafa ýmis félagasamtök hér á landi verið að hugsa um að fordæma þá fyrir það, en af því mun þó vart verða úr þessu. Þess ber og að geta, að Leiklist- arskólinn hyggst setja átökin á svið við fyrsta tækifæri og leggja þannig áherzlu á hetjulega baráttu Sómala gegn ofurefli heimsvalda- sinna. Þá er einnig gert ráð fyrir, að þingmenn Alþýðubandalagsins leggi, ásamt tveimur eða þremur þingmönnum Samtakanna og Framsóknarflokksins, fram á Al- þingi þingsályktunartillögu, þar sem lýst er yfir fullum stuðningi við smáþjóðina og hernaður Rússa og Kúbumanna fordæmdur. Mun tillagan að öllum líkindum verða lögð fram eftir páskana, að því er Gils Guðmundsson hefur skýrt frá. Nefndirnar Þá hafa verið settar á stofn þessar nefndir: Samstarfsnefnd um frið við Horn í Afríku (formaður Jón Snorri Þorleifsson), Friðarnefnd Horns (formaður Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir), Sómalíunefndin (formaður Svava Jakobsdóttir), Ogadennefndin (formaður Vé- steinn Ólason), Samstarfsnefnd um fullt sjálf- stæði Eritreu (formaður Andri ísaksson), Friðarráð Horns í Afríku (for- maður Stefán Jónsson), íslenzk-sómalska nefndin (for- maður Hildur Ilákonardóttir) og Menningartengsl íslands og Sómalíu (MÍS, formaður Guð- steinn Þengilsson). Fleiri nefndir verða væntanlega stofnaðar innan tíðar, s.s. Sam- starfsnefnd framhaldsskólakenn- ara og nemendanefndir ýmsar. Þá er í bígerð útgáfa á nýrri plötu með Þokkabót og mun ágóðinn af henni og annarri útgáfu Máls og menningar í ár renna til aðstoðar flóttamönnum frá hernaðarsvæðunum við Horn, svo og þeim sem misst hafa heimili sín í átökunum. A plötunni verða baráttusöngvar um hetju- skap sómalskrar alþýðu og ofbeldi heimsvaldasinna sósíalimperial- ismans í Ogaden. Þá munu Rauðsokkur í 8. marz hreyfingunni efna til kynningar- fundar og hafa boðið þremur sómölskum flóttakonum á sam- komuna. Silja Aðalsteinsdóttir mun ávarpa samkomuna og fjalla m.a. um barnabókaútgáfu í Sómalíu með hliðsjón af hernaði Rússa við Horn. Hörð mótmæli erlendis Þess má að lokum geta, að svipuð mótmælaalda hefur farið eins og eldur í sinu um flest lönd heims, þ.á m. Bandaríkin, þar sem Susan Sonntag, Marie McCarty og Jane Fonda hafa efnt til mót- mælaaðgerða, í Frakklandi undir forystu Jean Paul Sartre, í Vest- ur-Þýzkalandi, þar sem Heinrich Böll, Heinz Enzenberger og Gúnter Grass hafa haft forystu um mótmælin, í Bretlandi, Sví- þjóð, Danmörku og Noregi, þar sem ýmis samtök vinstri manna hafa myndað mótmælahreyfingar líkt og hér og hefur fjöldi nefnda verið settur á stofn í þessum löndunfog mörgum fleiri. Þá er þess að síðustu að geta, að fjöldamótmæli í Sovétríkjunum og öðrum kommúnistalöndum gegn hernaði Rússa og Kúbumanna hafa vakið heimsathygli og ekki sízt þau tíðindi, að sett hefur verið á stofn sovézk-sómölsk samstarfs- nefnd, sem berst fyrir því, að allt erlent herlið verði kallað heim frá Eþíópíu og Ogaden, og hefur nefndin haldið fjöldafund á Rauða torginu, þar sem um 120 þús. manns voru saman komin til að mótmæla ofbeldi og hernaðar- íhlutun Rússa á Ogadensvæðinu. Nefndin gekk á fund Brezhnevs og afhenti honum harðorð mótmæli gegn stefnu Sovétstjórnarinnar og Kúbumanna i Afríku og er þess krafizt, að allt heriið þessara ríkja verði kallað heim og látið Afríku- þjóðum eftir að ákveða sjálfar eigin örlög. „Heimsvaldastefnan hefur stórskaðað traust og álit Sovétríkjanna“, segir m.a. i álykt- uninni „og svert samvizku Sovét- þjóðanna. Við krefjumst þess, að Sovétríkin fari með friði, en ekki ófriði, sem stefnt getur í hættu friðsamlegri sambúð og þar með friðarviðleitni um allan heim.“ Hér í Reykjavíkurbréfi og Morgunblaðinu verður fylgzt ræki- lega með framvindu þessara mála — og vonandi á sama ógnvænlega þögnin ekki eftir að ríkja um þetta mál og innrás Rauða hersins í Ungverjaland og Tékkóslóvakíu. (Þetta Reykjavikurbréf er skrif- að með hliðsjón af grein eftir einn þekktasta dálkahöfund Breta, Bernard Levin, sem birtist nýlega í The Times, en honum þykir tvískinnungurinn í baráttu svo- nefndra róttækra vinstri manna svo augljós orðinn, að ekki sé unnt öllu lengur að komast hjá því að benda á siðferðisbrestinn í bar- áttuaðferðum þeirra. Þessi grein getur e.t.v. hjálpað einhverj- um til að átta sig á því afstæða pólitíska siðferðismati, sem beztu menn gera sig stundum seka urn „í hita baráttunnar" — og von er til þess, að þeir geti sjálfir séð sig í því hlutverki, sem þeir hafa kosið sér. Greinin er skrifuð í anda 'öfugmælavísunnar eins og aug- ljóst má vera).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.