Morgunblaðið - 19.03.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.03.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 19. MARZ 1978 23 Minning: Svafa Þórleifsdóttír fyrrum skólastjóri Kveðja frá Kvenfélagi Akrancss. ..Við ævinnar lok bor ást og dyggð sinn ávöxtinn þúsundfald- an". Ævistarf mikilhæfrar konu er lokið. Látin er í hárri elli Svafa Þórleifsdóttir fyrrv. skólastjóri. Hún var fvrsti formaður og elsti heiðursfélagi Kvenfélags Akra- ness. Svafa Þórleifsdóttir var sannur fulltrúi aldamótakynslóð- arinnar. Hún sá á vordögum lífsins ótæmandi þarfir þjóðarinn- ar. Unga, gáfaða þrestsdóttirin frá Skinnastað, full af góðum hug- .sjónum, ákvað að gerast kennari, og helga líf sitt æskunni í landinu. Varð hún einn hinn kunnasti og farsælasti skólafrömuður okkar tíma. Það var Akranesi mikil gæfa þegar hún var ráðinn skólastjóri hér við barnaskólann árið 1919. Hún flutti með sér ferskan blæ í bæjarlífið . Þeim blæ bregður enn stundum fyrir, þótt liðið sé hátt á fjórða áratug síðan hún flutti héðan. Þann þátt, sem Svafa átti í að móta félags- og menningarlíf hér í bæ verður aldrei fullþakkað. Um skeið var hún skólastjóri þriggja skóla á Akranesi. Hún var mikill æskulýðsleiðtogi, og mörg hin ungu félaKasamtök áttu sannan hollvin og ráðgjafa þar sem hún var. Árið 1926 stofnar hún, ásamt fleirum góðum konum, Kvenfélag Akraness, og var kjörin fyrsti formaður þess og skipað það sæti þar til hún flytur héðan árið 1944. Skömmu síðar var hún kjörin heiðursfélagi félagsins. Það var mikið lán í'yrir hið unga félag að fá að njóta forystu jafn fjölgáfaðrar félagsmálakonu. Ótal verkefni biðu hins nýja félags. Undir stjórn hennar tókst að skapa þann félagsanda, að allar konur sem gengu í félagið, unnu þar af fórnfýsi og dugnaði, að líknar- og menningarmálum fyrir byggðarlagið. Störf hennar í þágu félagsins verða ekki rakin hér, en öll einkenndust þau af réttsýni og festu. Hennar var sárt saknað þegar hún flutti héðan. Oft sendi hún félaginu hvatningarorð og árnað- aróskir. í tilefni af 90 ára afmæli hennar þann 20. október 1976. stofnaði Kvenfélag Akraness, að tilhlutan Samhands borgfirskra kvenna, sjóð til heiðurs henni, sem ber nafnið: „Heiðurssjóður Svöfu Þór- leifsdóttur". Tilgangur sjóðsins er að prýða Dvalarheimilið á Höfða á Akra- nesi. Sjóður þessi er varðveittur hjá Kvenfélagi Akraness. Fjár til sjóðsins höfum við aflað með kortaútgáfu og einnig er sjóðurinn opinn fyrir gjöfum og áheitum. Sérstök bók er útbúin til að skrá nöfn gefenda svo og nöfn viðtak- enda. í dag gefur kvenfélagið í þennan sjóð minningargjöf um hina látnu heiðurskonu. Nú við leiðarlok þakkar Kvenfé- lag Akraness af alhug fyrsta formanni sínum, Svöfu Þórleifs- dóttur, frábært brautryðjenda- starf, en kærastar eru þakkirnar frá þeim konum, sem enn starfa í félaginu, og stóðu við hlið hennar og störfuðu á fyrstu árum þess. Þeim verður hún ætíð ógleyman- legur persónuleiki: Áhrifa hennar mun lengi gæta í störfum Kvenfélags Akraness. Nú er það okkar að varðveita þar, þann félagsanda og félagsþroska, sem hún skóp þar af örlæti sínu og visku. Minning hennar mun lifa með Kv,enfélagi Akrahess. Ástvinum hennar biðjum við hlessunar. A.E. Kveðja frá Menningar- og iniiiniiigarsjóði kvenna og Kven- réttindafélagi íslands. Á morgun kveðjum við einn af forustumönnum í félagsmálum íslenskra kvenna — Svöfu Þór- leifsdóttur. Hún lést í Borgarspít- alanum þann 7. mars s.l. 91 árs að aldri. Svafá var fædd á Skinnastað + Þökkum öllum sem á einn eöa annan hátt hafa sýnt okkur samúö viö lát eiginkonu minnar. SIGURÁSTAR GUÐVARÐSDÓTTUR Laugateigi 58, sem lést 6. þ.m. í Borgarspítalanum. Þá viljum viö þakka alla þá miklu og innilegu hjálp, sem laaknar og sjúkraliö veittu henni. Þorvaldur Brynjólfsson, börn, tengdabörn og barnaböm. t Ollum þeim, sem sýndu samúö, vináttu og hlýhug, viö andlát og útför systur minnar, KRISTÍNAR STEFÁNSDÓTTUR, faeri ég mínar bestu þakkir. Sérstakar þakkir til Elli- og hjúkrunarheimilisins Sólvangs, fyrir góoa umönnun og hjúkrun. Elísabat Erlendsdóttir, Austurgötu 47, Haf narfirði. t Þökkum auðsýndá samúð viö andlát og útför sonar okkar og bróöur GESTS RÚNARS GUÐMUNDSSONAR JEgisíou 107. Ásta Björnsdóttir, Guömundur Gestsson, Helena Guomundsdóttir. t Þökkum innilega auösýnda samúð og vinarhug viö andlát og útför, GUDBJARGAR ÖVERBY Irá ísafirði. Alf Magnús överby, börn, tengdasonur og barnabörn. í Öxarfirði þann 20. október 1886, dóttir presthjónanna þar, Sesselju Þórðardóttur og séra Þórleifs Jónssonar. Svafa átti sæti í undirbúnings- nefndinni, sem samdi skipulags- skrá fyrir Menningar- og minning- arsjóð kvenna, en sjóðurinn var stofnaður árið 1941 með dánargjöf Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Svafa átti einnig sæti í fyrstu stjórn sjóðsins og síðan óslitið til ársins 1972. Hún var jafnframt gjaldkeri og starfsmaður hans árið 1949 — 1968. Allan þennan tíma — eða í um það bil þrjátíu ár — vann hún mikið og óeigingjarnt starf fyrir Menningar- og minningarsjóð kvenna. Hún sá til að mynda að mestu leyti um útgáfu þriggja fyrstu Æviminningabókanna. Fyrsta bindið kom út árið 1955, en hið fimmta er nú í undirbúningi. Svafa Þórleifsdóttir var góður skipuleggjari, en hún kunni líka að framkvæma verkin sem henni voru hjartfólgin. Ásamt öðrum forustumönnum KRFÍ stofnaði hún til merkjasölu vegna styrk- veitinga sjóðsins. Sjálf skipulagði hún merkjasöluna úti um landið, enda var hún þaulkunnug aðstæð- um og kvenfélögum hvarvetna vegna starfa sinna fyrir Kvenfé- lagasamband íslands. Menningar- og minningarsjóður kvenna hefur úthlutað námsstyrkjum síðan 1946 og hafa um 515 konur hlotið styrk úr sjóðnum til þessa. Það fylgdi Svöfu ævinlega ein- hver blær virðingar og myndug- leika. Hún var ekki hávaxin en þó leit maður upp til hennar. Sterk bláu augun hennar horfðu rann- sakandi á viðmælanda er hún hlýddi með athygli á frásögn eða rökleiðslur af einhverju tagi. Hún var ekki sérlega skjót til akvarð- ana en einörð í tali á mannamót- um að því er kunnugir hafa sagt mér. Ég þekkti Svöfu Þórleifsdóttur aðeins síðustu árin sem hún lifði. Nokkrum sinnum heimsótti ég hana á Elliheimilinu Grund og ræddi við hana um hugðarefni okkar beggja. Það kom mér talsvert á óvart hve vel hún fylgdist með almennum málum og sérstaklega þó starfsemi sjóðsins eftir að hún sjálf hætti afskiptum af málefnum hans. Henni var það mikið kappsmál að Æviminninga- bækurnar héldu áfram að koma út og flyttu greinargóðar frásagnir af ævikjörum íslenskra kvenna eins og hingað til. Þegar ég minntist á tilbreytingu eða nýjungar tók hún þeim með opnum huga. Menningar- og minningarsjóður kvenna á Svöfu Þórleifsdóttur mikið að þakka. En hún lagði einnig fram krafta sína í þágu Kvenréttindafélags íslands. Hún átti sæti í stjórn og ýmsum nefndum á vegum KRFI um langt árabil. Hún var"bg ritstjóri „19. júní" fyrstu ár ritsins. Svöfu Þórleifsdóttur verður ætíð minnst í íslenzkri kvennasögu. Else Mia Einarsdóttir. Margar mikilhæfar konur hafa starfað fyrir Kvenféhif;asamband Islands þau IS ár, sem liöin eru frá stofnun þess. Fáar hafa jafn lengi lagt þar hönd að verki og sú kona, sem nú er kvödd, né haft margvís- legri áhrif. Svafa Þórleifsdóttir var fædd að Skinnastað í Oxarfirði 20. október 1886, dóttir prestshjónanna séra Þórleifs Jónssonar og Sesselju Þóröardóttur. Hún andaðist í Reykjavík 7. þ.m. og varð því tösklega níutíu og eins árs gömul. Svafa hlaut góða menntun, enda mun hún hafa verið sérlega vel til náms fallin. Tæplega tvítug hóf hún fyrst kennslustorf og líklega hefur sú reynsla orðið til þess, að hún fói' í Kennaraskóla Islands og lauk ]>aðan pi'ófi 1910. Frekari menntunar í kennslufræðum afl- aði hún sér á námskeiðum hér- Framhald á bls. 29 SIMCÁ1508 sigraði næturrallið Enn einu sinni sigraði SIMCA í rall-akstri hér-á landi. Bílnum varekið stanslaust í rúmar 20klst. 950 km. leið eftir einhverjum verstu vegum og vegleysum íslands í næturralli Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur um helgina 1. og 2. okt. Hvað bilaði? Einn pústbarki. Annað? Ekkert. SIMCA bílar frá CHRYSLER FRANCE hafa nú marg sannað ágæti sitt hér á landi. Vandlátir bílakaupendur velja sér SIMCA 1307 eða 1508, sem eru traustir og góðir fímmdyra, framhjóla- drifnir og fimm manna fjölskyldubílar. Talið við okkur strax í dag og tryggið ykkur SIMCA. %ökull hff. ÁRMÚLA 36, Símar 84366 - 84491

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.