Morgunblaðið - 19.03.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.03.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. MARZ 1978 27 Reyndu reykostinn með ávöxtum '\gs£ - eða brauðmat. Reykostur er réttnefndur fulltrúi Norðurlanda í ábætisostaflokknum okkar - þakinn dillfræjum og gefið reykbragð með rcyksalti. Hvor tveggja ævaforn hefð í norrænni matreiðslu (samanber íslenska hangikjötið og sænska gravlaxinn). Jafnvigur á veisluborðinu sem hversdags. BÚÐiN SKIPHOLTI 19 R. SIMI 29800 (S LINUR) 27 ÁR í FARARBRODDI Aðalheiður Þorsteins- dóttir - Minningarorð tvö greind og yndisleg börn, Steinunni Valdísi, 12 ára, og Pétur Þorstein, 10 ára. Aðalheiður var afburða húsmóðir og móðir, setti sér það takmark fyrst og fremst að hlúa að heimili og börnum, sem henni tókst líka með ágætum. Fyrir tveimur árum kenndi hún fyrst þess sjúkleika, sem að lokum náöi yfirhönd og dró til dauða. Kom þá í ljós sá kraftur er hún bjó yfir. Að standa meðan stætt var. Studd af sínum ágæta eiginmanni tókst henni að halda síðustu jólin heima með fjölskyldu sinni. Þegar komið er að kveðjustund er margs að minnast. í gömlum málshætti stendur: „Fáir lofa einbýlið sem vert er.“ En hér á Kleppsvegi 24 viljum við segja að fáir lofi gott sambýli, sem vert er. Að fá að standa saman og hjálpa hver öðrum, er sún bezta og dýrmætasta reynsla, sem okkur hlotnast á lífsleiðinni. Gestrisnin og hjálpsemin hjá Aðalheiði og Óskari var einstök, þangað voru allir velkomnir og úr vanda allra leyst er hægt var. Þetta viljum við þakka, og þess biðjum við þann er öllu ræður að veita eiginmanni hennar og börn- um þann styrk, sem þörfin krefur á þeim erfiðu stúndum, sem framundan eru. Þeim og öðrum aðstandendum sendi ég mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Anna Jónsdóttir Allt hvart minn tfóði Guð Kaf mér í heimi einn taki aftur við annist ok Keymi. IlalÍKr. Pétursson Á morgun kveðjum við frænku okkar hinstu kveðju, eftir erfiðan sjúkdóm sem upp kom fyrir tveimur árum siðan. Heiða, eins og hún var jafnan kölluð, hét fullu,nafni Aðalheiður Þorsteinsdóttir, var fædd 27. júní 1926 á Fögruvöllum á Hellissandi, yngst 5 systkina. Foreldrar hennar voru hjónin Pétrún Jóhannesdóttir og Þor- steinn Þorsteinsson,- sem bjuggu allan sinn búskap á Fögruvöllum og voru virt og mikils metin hjón þar vestra. Eftirlifandi eiginmanni sínum, Óskari Valdimarssyni bygginga- Þann 13. marz lézt á Land- spítalanum Aðalheiður Þorsteins- dóttir eftir langa og erfiða sjúkra- legu. Aðalheiður var fædd 27. júní 1926 á Hellissandi á Snæfellsnesi. Foreldrar hennar voru hjónin Pétrún Jóhannesdóttir frá Görð- um í Bervík og Þorsteinn Þor- steinsson frá Fagradalstungu í Saurbæ. Aðalheiður var yngst barna þeirra en hin eru: Guðrún, Þor- steinn, Jóhanna og Ingibjörg. Þorsteinn var fyrst bóndi í Fagra- dalstungu (1894—‘97) en síðar bóndi og fiskimatsmaður að Fögruvöllum á Hellissandi. Kynni mín af Aðalheiði hófsut er hún flutti að Kleppsvegi 24 með manni sínum Óskari Valdimarssyni tré- smið, frá Göngustöðum í Svarfaðardal. Þar eignuðust þau meistara, ættuðum úr Svarfaðar- dal, giftist hún 18. mars 1964. Stofnuðu þau heimili sitt að Kleppsvegi 24, sem var væði fallegt og hlýlegt. Þau voru samhent hjón og gott að koma á heimili þeirra, líka margir sem áttu leið þangað. Heiða hafði létta lund og átti auðvelt með að miðla öðrum, og í hugum okkar eigum við bjartar og hugljúfar minningar um þessa kæru frænku okkar, sem öllum vildi gott gera og ekkert mátti aumt sjá. Þeim hjónum varð tveggja barna auðið, og voru þau þeirra mesta hamingja, Steinunnar Vald- ísar, sem verður 13 ára í næsta mánuði, og Péturs Þorsteins, 10 ára, og eiga þau nú við sárt að binda að missa elskaða móðir á þessum erfiða aldri. Heiða var mikii móðir og húsmóðir og helgaði manni sínum og börnum líf sitt og krafta. Við biðjum Guð að blessa börnin hennar og gefa manni hennar heilsu og styrk til að ala upp börnin þeirra. Blessuð sé minning hennar. Frænkur sem vert er að gef a gaum! verð kr 980 38 500 19 kr Vero 930 56 Verð kr 98 5 Verð kr Eigum nú mikið úrval af frábærum ferðaútvarpstækjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.