Morgunblaðið - 19.03.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.03.1978, Blaðsíða 28
V -fcS 28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. MARZ 1978 Sumir versla dýrt — aðrir versla hjá okkur. Okkar verð eru ekki tilboð heldur árangur af hagstæðum innkaupum Lambakjöt: Úrbeinaðir hryggir fylltir / ófylltir. Urbeinuð læri fyllt / ófyllt. Urbeinaðir frampartar, fyltir / ófylltir. Lambabuff. Londonlamb. Léttreyktir hryggir. Nýreykt: Hangilæri. Úrbeinað hangilæri. Hangiframpartar. Úrbeinaðir hangiframpartar. Nýsviðin svið. Hreinsuð svið. Kjúklingar: Holdakjúklingar. Kjötkjúklingar. Grillkjúklingar. Kjúklingalærí. Kjúklingabringur. Rjúpur hamflettar. Rjúpur óhamflettar. IMýtt svínakjöt: Hryggir. Kótelettur. Læri. Bógar — úrbeinað og með beíni. Reykt svínakjöt: Hamborgarhryggir. Hnakkar. Læri. Bógar. Bayonnesskinka — úrbeinaö og með beini. STARMÝRI 2 AUSTURSTRÆTI 17 Vöðvar. Buff. Gúllas. Hakk. Karbonaði. Nýreykt folaldakjöt. Saltað folaldakjöt. Opið laugardaginn fyrir páska frá kl. 9—12. Innanlærisvöðvar. Mörbráð Fillet. Allt í páskamatinn Konráð Þorsteinsson kaupmaður - Minning F. 31. ájfúst 1919 D. 10. mars 1978 Konráð Þorsteinsson fæddist á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal, rausnarlegu myndarheimili í einni fegurstu sveit landsins. Foreldrar hans voru hjónin Margrét Ó. Jónasdóttir og Þorsteinn Konráðs- son. Bæði komin af traustum bændaættum. Margrét var rómuð fyrir hlýju, góðvild og vinfesti. Heimilið var henni allt, hún gerði það hlýtt og bjart og þar ríkti regla og eining. Sjálf var hún eins og sólargeisli. Þorsteinn var að þessu leyti líkur konu sinni, en hann átti fleiri áhugamál en búskap. Hann var fræðimaður og safnari að upplagi, sem skildi að engin þjóð má slíta rætur þær sem tengja hann fortíðinni. Hann unni mjög tónlist og var organleikari í sóknarkirkju sinni í 40 ár. Hann var þjóðhaga smiður eins og margir í ætt hans, greindur, ritfær og vel orðhagur. Úr þessum jarðvegi var Konráð sprottinn og upp alinn. Hann erfði mikið af eiginleikum foreldra sinna, var greindur, trygglyndur, söngvinn, hnyttinn í tilsvörum og hrókur alls fagnaðar í vinahópi. Foreldrar Konráðs fluttust til Reykjavíkur árið 1938. Konráð fór þá í Verzlunarskóla Islands og útskrifaðist þaðan með góðri einkunn. Á skólaárum sínum gekk hann í Farfuglafélag íslands. Þar var hann dáður fyrir lipurð, hjálpsemi og skemmtilegt viðmót. Einn félagi hans þar sagðist aldrei gleyma Konráði, hve skemmtileg- ur hann var þegar hann var með gítarinn sinn og spilaði og söng. Stundum gerði hann jafnvel bragi um félaga sína. Þá voru kvöldin fljót að liða í fjallaskála við kertalog. Að Verzlunarskólanum loknum fór Konráð til Parísar og stundaði þar frönskunám um skeið. Hann var mikill ferðamaður. Þrá hans var að kynnast sem flestu og nema sem flest. Tungumál voru hans uppáhalds námsgrein og sótti hann mörg námskeið í þeim. Hann vildi ekki aðeins skoða löndin, sem hann ferðaðist um, heldur líka komast í samband við fólkið. Meðal annars komst hann vel niður í spánskri tungu, en til Spánar fór hann oft á síðari árum sér til hvíldar. Fram til 1965 vann Konráð við skrifstofustörf, en það ár keypti hann matvöruverzlunina Hlíða- kjör ásamt undirrituðum. Árið 1950 kvæntist hann Steinunni Vilhjálmsdóttur og tveimur árum siðar hófust þau handa um að byggja sér einbýlishús á fallegum stað í Smáíbúðahverfinu. Þar vann Konráð allar sínar frístundir við að koma húsinu upp, enda var vilji hans og orka stærsti fjársjóðurinn til framkvæmdanna. Einnig naut hann mikillar aðstoðar tengdaföð- ur síns, sem var húsasmiður. Á öllum frágangi hússins úti og inni, sem og lóðarinnar, gat kunnungur séð áhrifin frá bernskuheimili hans í snyrtimennsku og góðum smekk. Þau hjón eignuðust 4 börn, einn son og þrjár dætur. Sonurinn var elztur og bar nafn föðurafa síns, en hann misstu þau 8 ára gamlan. Hann var greindur og fallegur drengur, óvenju rólegur og yfirvegaður í fasi. Ég hygg, að í djúpbláu augunum hans hafi Konráð séð drauma sína rætast. Á skrifborði Konráðs stóð jafnan aðeins ein mynd. Hún var af drengnum hans og á haná mátti aldrei rykkorn falla. Dæturnar eru: Marta, 24 ára, nýútskrifuð sem líffræðingur, Sigrún, 21 árs, trúlofuð Olafi syni Guðmundar Guðmundssonar í Víði, og eiga þau 3ja ára son, Þorstein Konráð, sem var augnayndi afa síns. Þriðja dóttirin er Steinunn Ósk, 14 ára. Konráð og Steinunn slitu sam- vistum árið 1964. Heimilið var leyst upp og húsið selt. Það voru Konáði þung spor. Árið eftir keyptum við verzlunina Hlíðakjör. Konráð sá um allan rekstur hennar og gerði það með prýði. Hann ávann sér traust viðskipta- vina sinna með sanngirni, lipurð og vöruvöndun. Um svipað leyti keypti hann sér einstaklingsíbúð á Austurbrún 2, sem hann gerði vistlega og hlýlega og þar bjó hann til hinztu stundar. Fyrir nokkrum árum fékk Kon- ráð aðkenningu af kransæðastíflu og náði sér aldrei til fulls eftir það. í mótlæti lífsins, sem fæstir komast hjá, nautihann uppörvunar systkina sinna, vina og síðar dætranna og átti hjá þeim athvarf. Á engan er hallað þótt nefndar séu í þessu sambandi sérstaklega þær systur hans Unnur og Hulda. Sumarið -1976 treysti Konráð sér ekki lengur til þess að veita verzluninni forstöðu. Seldum við þá hana. En ekki undi hann lengi aðgerðarle.vsinu og réð sig í starf þegar hann fann þrek sitt vaxa. í því starfi var hann er hann féll um miðjan dag. Konráð verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni á morgun. Ég votta dætrum hans, systkin- um og vinum mína dýpstu samúð. Eftir eigum við öll minningu um góðan dreng. Guðlaugur Guðmundsson. Bygginganefnd vegna Grensás- sundlaugarinnar BORGARRÁÐ Reykjavíkur hefur samþykkt að sett verði bygginga- nefnd vegna gerðar sundlaugar við Grensásdeildina, og skulu eiga sæti í nefndinni borgarverkfræð- ingur eða fulltrúi hans, yfirlæknir Grensásdeildar og þrír fulltrúar tilnefndir af heilbrigðismálaráöi. Kínverjar sprengja Tokýo. 17. marz. AI\ KÍNVERJAR tilkynntu í dag. að tilraun þeirra með kjarnorku- vopn. sem gerð var á miðvikudag. hefði heppna/.t vel. Þá sagði í tilkynningunni, „að allir þeir sem vinna að rannsókn- um og framleiðslu á kjarnorku- vopnum vildu leggja sitt af mörk- um til að endurbæta varnarkerfi Kína og gera það nútímalegra“. í tilkynningunni yar ekki minnzt á frekari kjarnorkutilraunir, og heldur ekki sagt hvar hin nýaf- staðna tilraun hefði verið gerð. Bandaríkjamenn tilkynntu á miðvikudag, að Kínverjar hefðu sprengt kjarnorkusprengju í gufu- hvolfinu yfir norðvesturhluta landsins. Sprengjan, sem talin er hafa verið um 20 kílótonn, var hin 23. sem Kínverjar hafa sprengt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.