Morgunblaðið - 19.03.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.03.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. MARZ 1978 29 15 ára rændi banka Vcstur-Berlín 17. marz. AP. LÖGREGLA Vestur-Berlínar sagði í dag, að henni hefði tekist að hafa uppi á 15 ára gömlum dreng, sem rændi banka í einu hverfa borgarinn- ar og komst undan með 33.500 mörk, eða jafnvirði um 6.1 milljónar króna. Ungi bankaræninginn á að hafa sagt við einn gjaldkera bankans: „Nú er alvara á ferðum," og beint að honum plast-skammbyssu. Gjaldker- inn elti stráksa og sagði síðan lögreglu hvar hann væri að finna. • • Oldungadeild á fjölbrautastigi? FULLTRÚAR Sjálfstæðisflokks- ins í fræðsluráði Reykjavíkur hafa lagt fram í ráðinu tillögu þar sem fræðslustjóra, stjórnarnefnd Fjöl- brautaskólans í Breiðholti og skólameistara er gert að kanna hvort tímabært sé að stofna „öldungadeild" við skólann. Könn- unin beinist ekki síður að verkleg- um greinum en bóklegum. Tillaga þessi var síðan samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum. — Minning Svafa Framhald af bls. 23 lendis og erlendis. Hún taldi kennsluna sitt eiginlega ævistarf, en segja má að sú þjónusta, sem hún rækti við ýmis félagasamtök og þá fyrst og fremst kvennasam- tökin, hafi einnig jafngilt fullu ævistarfi. Áður en Svafa lauk kennara- prófi hafði hún kennt í heimasveit sinni og víðar, en lengstan kennsluferil átti hún á tveimur stöðum, Bíldudal og Akranesi og hafði á hendi skólastjórn á báðum stöðum. Á Akranesi var hún um skeið bæði skólastjóri unglinga- og iðnskóla og er víst eina konan, sem gegnt hefur þeim embættum sam- tímis. Þar starfaði hún lengst, eða frá 1020 til 1944. Félagsmálastörf hóf hún einnig heima í Öxarfirði og um tvítugt vsy hún formaður kvenfélagsins þar. Hvar sem hún dvaldist var hún í forustusvéit kvennasamtaka, en hún tók einnig mikinn þátt í öðrum félagshreyfingum, svo sem ungmennafélögum, bindindisfélög- um og barnaverndarfélögum, auk kennarasamtakanna. Hún var formaður Kvenfélags Akraness frá 1926—1944 og for- maður Sambands borgfirskra kvenna frá 1930—1944. Árið 1944 ákvað hún að skipta um starf, sennilega mest vegna heilsubrests, sem hrjáði hana alla ævi, og réðst hún þá framkvæmdastjóri Kvenfé- lagasambands íslands og fluttist til Reykjavíkur. Það fyrsta sem skráð er í fundargerðum K.í. um Svöfu er frá landsþinginu 1938. Þá ræðir hún um að K.í. verði að afla sér trausts valdhafanna, svo að því verði falið að fjalla um lagasetningar, er varða starfssvið kvenna. Tilefni ummælanna var það, að lög um húsmæðrafræðslu höfðu verið sett án samráðs við kvennasamtökin. Var Svafa kosin í nefnd, er sk.vldi ganga á fund ríkisstjórnarinnar og mótmæla slíkum vinnubrögðum. Þann sama metnað hafði Svafa fvrir hönd íslenskra kvenna á öllum sviðum og fram kemur í viðhorfi hennar til þessa máls. Þær áttu að sýna og sanna, að svo væri máium best borgið, að þær væru með í ráðum. Frá þessum tíma mun Svafa hafa setið hvert landsþing K.í. meðan kraftar leyfðu og hafði hún mikil áhrif á mótun stefnu sam- bandsins og starfshætti, bæði sem fulltrúi og starfsmaður. I fundar- gerð landsþings árið 1943 segir, að þáverandi formaður, Ragnhildur Pétursdóttir, hafi óskað að hætta formennsku og bent á Svöfu sem eftirmann sinn. V’egna einróma áskorana hélt Ragnhildur þó áfram starfi sínu um skeið, en Svafa var kosin í stjórn á þessu þingi. Eftir að hún var ráðin framkvæmdastjóri ferðaðist hún víða um landið, stuðlaði að stofnun nýrra félaga, samræmdi lög félaga og héraðssambanda og flutti konum hvatningarorð til samstöðu og samstarfs. Að fjórum árum liðnum sagði hún lausu fram- kvæmdarstjórastarfinu, en ekki rofnuðu tengsl hennar við K.í. fyrir það. Árið 1950 hófst útgáfa tímarits- ins Húsfreyjunnar og var Guðrún Sveinsdóttir ráðin fyrsti ritstjóri hennar. Þegar hún lét af því starfi eftir þrjú ár, var Svöfu falið það verkefni og gegndi hún ritstjórn- inni til áttræðisaldurs, er hún sjálf taldi sig ekki hafa lengur þrek til að sinna því eins og hún vildi. Svafa starfaði einnig mikið í Kvenréttindafélagi íslands, var lengi í stjórn þess, framkvæmda- stjóri Menningar- og minningar- sjóðs kvenna og átti lengi sæti í bygginganefnd Hallveigarstaða. Ymis kvennasamtök gerðu hana að heiðursfélaga í viðurkenningar- skyni fvrir störf hennar og á níræðisafmæli hennar stofnuðu borgfirskar konur Heiðurssjóð Svöfu Þórleifsdóttur. Er honum ætlað það hlutverk að hlynna að dvalarheimilinu Höfða á Akranesi og er í vörslu Kvenfélags Akra- ness. Forseti íslands sæmdi Svöfu riddarakrossi fyrir félagsmála- störf hennar. Því fer fjærri að hér hafi verið gerð tæmandi upptalning á félags- störfum Svöfu, en þetta ætti að nægja til að sýna, að hún sat ekki með hendur í skauti og horfði afskiptalaus á baráttu íslenskra kvenna fyrir auknum mannrétt- indum og velferð heimila og barna. Gáfur hennar og uppeldisáhrif hljóta að hafa fallið mjög í einn farveg og skipuðu henni í fremstu ' sveit baráttunnar fyrir bættu mannlífi hvar sem hún fékk því við komið. Svafa var bráðgáfuð kona, skarpskyggn með afbrigðum, óvenjulega fljót að greina aðalatr- iði frá aukaatriðum og að leggja hvert mál Ijóst fyrir. Minnug var hún og fróð og víðlesin í bók- menntum, einkum norrænum, og þýddi mikið úr þeim málum, enda málhög og prýðilega ritfær. Hún 1 var án efa skaprík, en stillt vel og fylgdi fast eftir þeim málum, sem hún taldi horfa til framfara. Til hennár var gott að leita ráða um hvað eina, hún veitti andsvör af íhygli og velvild, var skemmtin í viðræðum hafði glöggt skopskyn og var ágætur ræðumaður. Þótt hún léti af ritstjórn Húsfreyjunn- ar, lauk ekki samstarfi okkar ritstjórnarkvenna við hana, því löngum sóttum við til hennar ráð, fræðslu og hvatningu. Samstarfið við hana var auðgandi, svo sem kynni við gáfað og gott fólk jafnan eru. Svafa giftist ekki, en ól upp einn fósturson og hjá honum og fjöl- skyldu hans dvaldist hún þar til heilsubrestur knúði hana til að leita sér athvarfs á Eliiheimilinu Grund. Hún unni mjög fjölskyldu sinni og naut einnig mikils ástríkis af þeim. Suður í Afriku heyrði ég flutta þessa bæn: „Drottinn, ég hef uppgötvað að líf mitt er letur, sem aðrir lesa daglega. Iljálpaðu mér að verða penni, sem fræðir og svíkur aldrei, skapar en eyðileggur aldrei, leitar þess, sem má vera mönnunum til góðs." Líf Svöfu Þórleifsdóttur var mjög í anda þessarar bænar. Hún var sífræðandi, hvort heldur hún starfaði sem kennari, sem félags- legur leiðbeinandi eða ritstjóri. Hún leitaði ávallt þess, sem má vera mönnSnum til góðs. Kvenfélagasamband íslands kveður hana með virðingu og þökk. Sigríður Thorlaeius. Sumir versla dýrt — aörir versla hjá okkur Okkar verð eru ekki tilboö ^ heldur árangur af f I ÍM hagstæðum innkaupumMfl Mikið úrval af páskaeggjum. 20% afsláttur. Hvergi betra verð. Ótrúlega fjölbreytt úrval af sælgæti fyrir páskana: Almonds súkkulaöihúöaöar hnetur Thin mints, súkkulaöimint Allsorts, lakkrískonfekt Coctail Jasmin, konfektkaramellur Week End súkkulaðikonfekt Smith Kendon brjóstsykur 8 teg. Verkade súkkulaöi, margar teg. Konfekt í miklu úrvali. Ný sending ,Í5ÍÍS,^,\ af dönskum kökum: M Smákökur. Rúllutertur. Lagtertur. mTertubotnar. P§|k Tartalettur. IgBi Marengstoppar. MfflM Makkarónukökur Mackintosh's QualityStreet LIQUORICE ^VIIsorts cyihnonds DERAIN :olates & Candi STARMYRI 2 AUSTURSTRÆTI 17 Bassett's

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.