Morgunblaðið - 19.03.1978, Side 31

Morgunblaðið - 19.03.1978, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. MARZ 1978 31 — Moro . . . Framhald af bls. 1 maður yrði sendur eftir myndinni af Moro og boðskap Rauðu her- deildarinnar, sem væri að finna í myndatökuklefa á torgi í miðborg Rómar. Samskonar fyrirmæli höfðu komið síðdegis á föstudag, en þau reyndust gabb. Myndin er tekin á Polaroid-myndavél, en að því er séð verður er Moro ósærður. Lögreglan segir að í yfirlýsingu Rauðu herdeildarinnar standi að Moro hafi verið „handsamaður og lokaður inn í fangelsi alþýðunnar". Þá er honum lýst sem „áhrifa- mesta leiðtoga, hugmyndafræðingi og óumdeildum skipuleggjanda harðstjórnar kristilegra demó- krata, sem hafi kúgað þjóðina síðastliðna þrjá áratugi." Lögreglan fann í morgun tvær bifreiðar, sem talið er að hafi verið notaðar við ránið á Moro. Áður hafa fundizt aðrar tvær bifreiðar á sömu slóðum, sem eru í námunda við staðinn þar sem árásin var gerð á Moro og verði hans í fyrradag. I bílum þeim, sem fundust í morgun, er rafeindaút- búnaður, sem gerir það að verkum að hægt er að skipta um skrásetn- ingarnúmer án þess að bílstjórinn fari út úr bílnum. Lögreglan hefur fengið ýmsar ábendingar og upplýsingar frá fólki, sem varð vitni að mannrán- inu. Telur lögreglan sig hafa í höndum nákvæma lýsingu á sex mannræningjanna, auk þess sem kona nokkur náði ljósmynd af vettvangi ódæðisins í sömu mynd og það átti sér stað. Enn er ekki ljóst hvort ljósmyndin sýnir mannræningjana. — Olíuslys . . . Framhaid af bls. 1 hverfismálaráðherrann, Michel D'Ornano, skýrði frá því, að um fimm kílómetra strandlengja ná- laégt Portsall væri þegar olíu- menguð og væri um 15 til 20 kílómetra olíubelti á hreyfingu frá flaki skipsins. Hann kvað mergð af dauðum fiski fljóta á yfirborðinu. Hreinsunarsveitir börðust örv- æntingarfullri baráttu við að hafa hemil á olíubrákinni frá skipinu. Eigendur skipsins hafa verið beðnir að leggja hreinsunarmönn- um liö og er nú verið að vinna að því að dæla afgangi olíunnar úr geymum skipsins. Þrír af fimmtán tönkum skips- ins rifnuðu, er Amoco Cadiz sigldi á sker á föstudag. Tankar þessir höfðu inni að halda um 90 milljónir lítra af olíu, sem er meira en þriðjungur af öllum farmi skipsins. Amoco Cadiz var á leið frá Persaflóa til Le Havre, þegar stýrisútbúnaður skipsins bilaði á Ermarsundi. Áhöfn skipsins, fjörutíu og einum, var bjargað. V erkam annasam- bandið skorar á verkafólk að fá ráðningarsamning Verkamannasamband íslands hef- ur sent frá sér frétt par sem segir að sambandiö vilji minna allt verkafólk, sem vinni við fiskvinnslu, á að frá 1. marz hafi kauptryggingardögum fjölgað um einn og séu nú fimm í viku. Þá vill Verkamannasambandið einnig skora á allt verkafólk í fisk- vinnslu að nota þann rétt sem samningar veita til þess aö gera ráöningarsamning og losna á þann hátt við erfiðleika í sambandi við atvinnuleysisbætur. Móðir okkar, KATRÍN MARÍA MAGNÚSDÓTTIR frá Böðvarsdal í Vopnafiröi andaðist í Borgarspítalanum að- faranótt laugardags. Börn hinnar látnu. Uómcwol Sjðjnarkaðstorg á íslandi Eigum fyrirliggjandi DEMPARA í flest allar gerðir TOYOTA bifreiða ÓTRÚLEGA HAGSTÆTT VERÐ! ^TOYOTA-varahlutaumboðið h.T.# ÁRMÚLA 23 — REYKJAVÍK — SÍMI 3—12 Framan kr. 8.200 Aftan kr. 3.700 Ferming í Hafnarfirði Ferming Fríkirkjunnar í Hafnar- firði í dag (pálmasunnudag) kl. 2 síðd. Prestur Síra Magnús Guðjónsson. Stúlkur Auður Auðunsdóttir. Arnarhrauni 21. Elísabet Sigíúsdóttir. Heiðvang 56. Ilanna A. Guðmundsdóttir. Álfaskeiði 84. íris Jónsdóttir. Mávahrauni 4. Ingibjörg Sigurðardóttir. Ilverfisgötu 42, Selma Jóhannesdóttir. Kelduhvammi 7, Sigurbjörg Anna Ársælsdóttir. Vestur braut 12. Tinna Rut Njálsdóttir. Norðurbraut 41. Piltar: Ágúst Þór Pétursson, Öldugötu 42, Ármann Guðbrandur Ármannsson, Grænu- kinn 27, Magnús Árnason, Ölduslóð 6, Stefán Hjörleifsson, Erluhrauni 11, Sveinn Eyþórsson, Hraunbrún 6, Víðir Stefánsson, Arnarhrauni 36, Þorlákur Guðbrandsson, Öldugötu 2. Nýtt grænmeti 300 ferm. blóma- og grænmetismarkaður Heimilisblómavöndurinn Vorlauka- markaður á Græna Torginu Dahlíur Begóníur Anemónur Liljur Gladíólur Bóndarósir íris Fressíur þessa helgi er: 5 stk. túlípanar á aðeins kr. 700

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.