Morgunblaðið - 19.03.1978, Page 32

Morgunblaðið - 19.03.1978, Page 32
Al <;I/Y S!N<;ASÍMI\'N ER: 22480 JH#reunbT«ií>tí> JWareunblnötí) SUNNUDAGUR 19. MARZ 1978 ■- * -- . . 'tk% JStPfi&WíF LjÓHm. Sigurgeir í Eyjum. Loðnubátarnir hafa bókstaflega mokað loðnunni upp úr sjónum undanfarna daga. Langflestir hafa farið til Vestmannaeyja með aflann og eru allar þrær orðnar fullar. Myndin sýnir einn loðnubátanna. Stapavík SI 4, koma drekkhlaðinn af loðnu inn til Vestmannaeyja. V anskilaskuldir Akra- borgar og Herjólfs um 465milljónir króna RÍKISÁBYRGÐASJÓÐUR hefur óskað eftir því við fjármálaráðuneytið að styrkir þeir, sem á fjárlög- um eru ætlaðir útgerðum Akraborgar og Vestmanna- eyjaferjunnar Herjólfs, gangi upp í vanskilaskuldir útgerðanna, sem fallið hafa á sjóðinn. Samkvæmt upp- lýsingum Höskulds Jónsson- ar, ráðuneytisstjóra í fjár- málaráðuneytinu, hefur þessum tilmælum Ríkis- ábyrgðasjóðs verið hafnað. Hins vegar sagði Höskuldur að fjárveitinganefnd Alþing- is yrði að taka þetta mál 17 ára stúlka kærir 3 pilta fyrirnauðgun LÖGREGLUNNI í Reykja- vík barst snemma í gær- morgun nauðgunarkæra frá 17 ára stúlku. Bar hún þær sakir á þrjá pilta um tvítugt. að þeir hefðu nauðgað henni þá um nótt- ina. Rannsóknarlögregla rík- isins hóf þegar rannsókn þessa máls. Frumrannsókn málsins stóð yfir þegar Mbl. fór í prentun. Atburðurinn átti að hafa gerzt seint í nótt í húsi í Reykjavík. Samkvæmt framburði stúlkunnar slepptu piltarn- ir henni þegar þeir höfðu komið fram vilja sínum gagnvart henni. Hún fór beint heim til sín og gerði lögreglunni viðvart um at- burðinn. Voru piltarnir handteknir þegar í gær- morgun og fluttir í fanga- geymslur lögreglunnar. Þeir voru ölvaðir en yfirheyrslur áttu að hefjast yfir þeim síðdegis í gær. sérstaklega upp, næst þegar styrkir til útgerðanna verða ákveðnir. Samkvæmt upplýsingum Har- alds Andréssonar hjá Ríkis- ábyrgðasjóði hefur útgerð Akra- borgar, Skallagrímur h.f., greitt nokkuð inn á skuldina á síðast- liðnu ári. Gjaldfallin skuld vegna Akraborgar var um síðastliðin áramót 190 milljónir króna, en gjaldfallin skuld vegna Herjólfs var þá 275 milljónir króna. A síðastliðnu ári greiddi útgerð Akraborgar inn á skuld sína 8 til 9 milljónir króna, en útgerð Herjólfs ekkert. Hins vegar mun útgerð Herjólfs hafa greitt eitt- hvað inn á skuldina eftir áramót- Á fjárlögum er styrkur til h.f. Skallagríms vegna útgerðar Akra- borgar 36 milljónir króna og styrkur til Herjólfs er 45 milljónir króna, vegna stofnstyrks 10 millj- ónir og vegna mjólkurflutninga 2.5 milljónir eða samtals 57.5 milljón- ir króna. Þessar fjárhæðir hefur Ríkisábyrgðasjóður farið fram á að rynnu upp í vanskilaskuldir útgerðarfélaganna, en hefur verið hafnað. Metveiði hjá loðnubátum SÓLARHRINGSAFLINN hjá loðnubátunum á föstu- daginn var sá mesti í sögu loðnuveiðanna hér við land. Þá tilkynntu 45 bátar afla til loðnunefndar, sam- tals 21.820 lestir, en fyrra metið var tæpar 20 þúsund lestir. Loðnuna fengu bátarnir við Ingólfshöfða en þar var ágætt veiðiveður. Aflanum var landað allt frá Vopna- firði vestur um til Akra- ness. Mestu var landað í Vestmannaeyjum og voru allar þrær orðnar fullar þar. Bræðsluskipið Norglo- bal var við Hrollaugseyjar og var landað í það 4000 lestum. Áformað er að Norglobal færi sig að Vest- mannaeyjum og taki þar á móti loðnu. Ileildarloðnu- aflinn á vertíðinni er nú orðinn um 450 þúsund lestir. Frá því klukkan 20 á föstudags- kvöld til hádegis í gær tilkynntu 13 bátar afla, þar af 6 bátar frá miðnætti í fyrrakvöld til hádegis í gær og voru þeir með 2720 lestir. Bátarnir 13 voru þessir: Helga 270, Álsey 150, Þórsham- ar 480, Örn 550, Hrafn Sveinbjarn- arson 180, Þórkatla II 230, And- vari 220, Sigurbjörg 240, Guð- mundur Kristinn 290, Helga II 520, Bjarni Ólafsson 800, Eyjaver 270, Pétur Jónsson 600 lestir. Borgin dregur líka 16% frá BORGARSTJORI, Bírgir Isleifur Gunnarsson, ákvað í fyrradag, að Reykjavíkurborg drægi af starfs- mönnum, sem ekki mættu til vinnu 1. og 2. marz síðastliöinn, og höfðu eigi gild forföll, 16% af föstum mánaðarlaunum, en ekki 32% eins og borgarstjórn hafði fyrir um hálfum mánuöi sambykkt meö 10 atkvæðum. j bréfi vinnu- málastjóra, sem dreift var fyrir verkfallið, kom fram að sam- kvæmt heimildarákvæöi í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, gæti tveggja daga forföll án gildra forfalla pýtt 32% frádrátt frá launum. Þessi ákvörðun borgarstjóra er samhljóöa því, sem fjármálaráðu- neytið hefur ákveðið, að draga 8% af launum fyrir hvorn verkfallsdag. Tillaga borgarstjóra mun formlega verða lögð fyrir borgarráö næst- komandi þriðjudag, en launaút- reikningur mun þegar hafinn sam- kvæmt henni, þar sem hann þarf að vera tilbúinn með sérstökum fyrirvara nú vegna páskahátíðar- innar, sem er að ganga í garð. Framleiðsla Kröfluvirkjunar gengur vel: N ú vantar ad- eins meiri guf u ..ÞAÐ SEM fyrst og fremst vantar núna er meiri gufu og það er nú verið að athuga hvernig afla megi fjár til frekari borana í þessu skyni." sagði Einar Tjörvi Elíasson. yfirverkfræðingur Kröfluvirkjunar. í samtali við Morgunblaðið í gær. Einar Tjörvi kvað raforkufram- leiðslu að öðru leyti ganga vel, og afköstin væru nú rétt rúmlega 6 Jarðboranir í Eyjafirði: Gódar vonir med bor- holu ad Ytri-Tjörnum TALSVERT vatn er komiö í borholu að Ytri-Tjörnum í Eyjafirði, akammt norð- an Laugalands, og standa vonir til aö par geti veriö um aö ræða allt að 30 sekúndulítra af 60 til 70 stiga heitu vatni. Tæpar tvær vikur eru síðan fyrst kom vatn i holuna um 15 til 20 lítrar, en síöan hefur vatnsmagn í henni nærri tvöfaldazt — að sögn ísleifs Jónssonar, forstöðumanns Jaröborana ríkisins. Enn hefur holan ekki verið mæld og þvi er árangur ekki Ijós með fullri nákvæmni enn. Þáð er jaröborinn Narfi, sem verið hefur viö boranir á Ytri-Tjörnum. Hins vegar hefur Dofri verið við boranir á Laugalandi og nýbúiö er að mæla þar nýjustu holuna. Aö sögn ísleifs gefur sú hola sáralítiö og er ekki virkjanleg fyrir Hitaveitu Akureyrar. Hann sagði, að enn heföi ekki veriö dælt úr þeim tveimur holum á Laugalandi, sem gefa mest vatn, samtímis. Talið sé þó, að þegar hafi fengizt um 150 sekúntulítrar og meö viöbótinni frá Ytri-Tjörnum virðist því heildarmagnið orðið um 180 sekúndu- lítrar. Talið er að það vatn, sem Hitaveita Akureyrar þarf, sé um 250 sekúndulítrar. Því er Ijóst, að smám saman virðist sem menn nálgist þaö mark. ísleifur sagði, að nú væri verið að undirbúa borun nýrrar holu í landi Ytri-Tjarna, skammt frá þessari síðustu holu, sem gefið hefur árangur. Hann kvaö ekkert hægt að fullyrða, hve margar holur þyrfti aö bora — ákvarðanir um nýjar boranir væru teknar jafnóöum eftlr því sem þörfin virtíst vera í Ijósi þess árangurs sem næst. MW og er hola 9 sú sem allt byggist á ásamt holu 11, sem er þó mjög viðkvæm. Tvær aðrar holur hafa einnig verið tengdar en gefa lítið eða alls um 2 MW. Að sögn Einars hefur hola 9 reynzt mjög vel og verið jöfn og stöðug, en þessi hola er austasta holan. Þarna voru einnig boraðar hola 3 og hola 7 og 5. Hinn fyrst nefnda gafst mjög vel í upphafi en skemmdist og einnig skemmdust fóðringar í holu 7 en hola 9 var hins vegar hin eina sem hefði verið með afskermað efra kerfi, er Einar nefndi svo. Hann kvað þess vegna augu flestra beinast að þessu svæði varðandi næstu boranir og þá að svæðinu austur undir Kröflufjall- inu, því að menn vildu fara lengra frá gosstöðvunum. Hins vegar kvað Einar geta verið einhvern ágreining um það hvar nákvæm- lega á þessu svæði ætti að bora og toguðust þar á mismunandi sjón- armið um jarðfræðilegar, jarð- hitalegar og hreinlega rekstrarleg- ar aðstæður á þessu svæði. Að öðru leyti hefur verið mjög kyrrt á Kröflusvæðinu undanfarið. Landris heldur að vísu áfram hægt og sígandi en jarðskjálftavirkni hefur verið í algjöru lágmarki um langt skeið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.