Morgunblaðið - 19.03.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.03.1978, Blaðsíða 1
Sunnudagur 19. marz 1978 Fyrir skömmu tóku nem- endur við háskóla í Kína fyrstu prófin sem þar hafa verið haldin í 11 ár. Allar götur frá 1965 hefur fáfræði mikil ríkt í Kína. Núverandi valdhafar hafa nú séð að sér og hafa á prjónunum víðtæk áform um að auka menntun í landinu. En þrátt fyrir góðan vilja stjórnarinnar sjá háskóla- menntaðir Kínverjar fram á margvíslega örðugleika við kennslu í háskólunum. Prófessor við einn háskólanna sagði nýlega að kennslan væri fyrir neðan allar hellur, og að nemendurnir uppfylltu ekki þær kröfur sem til þeirra væru væru gerðar. Fyrst í stað ætla Hua Kuo-feng formaður og stjórn hans, að leggja mesta áherzlu á raunvísindi og tæknilegar framfarir, enda gera Kínverj- ar sér vonir um að vel verði unnið að þeim málum, standi Kína jafnfætis Vesturveldun- um á þeim sviðum við lok þessarar aldar. Hefur vísinda- mönnum í Kína verið heitið styrkjum til rannsókna og tilrauna, sem og auknu frelsi. Ekki eru þó allir sammála um réttmæti áætlana Hua- Kuo-fengs, og margir hafa bent á að ráðagerðir stjórnar- innar muni aðeins auka enn þann gífurlega mun sem er á kjörum kennara og vísinda- manna í Kína. Staðreyndin er nefnilega sú að vísindamenn eyða oftast mestum tíma sínum í rannsóknir, en láta kennslu sitja á hakanum. Tungumálakunnátta vísinda- mannanna er yfirleitt frekar lé]eg, og vill því svo fara að þeir sem kunna önnur tungu- mál en kinversku, verða að sökkva sér niður í þýðingar á erlendum vísindagreinum, þannig að sem flestir kín- versku vísindamannanna geti haft gagn af þeim. Fyrir menningarbyltinguna voru háskólapróf nokkuð þung, og aðeins um 30% þeirra sem gengu til prófs náðu þeim. Nú eru breyttir tímar og Kína hefur ekki lengur efni á að fella sjö af hverjum tíu nemendum á prófum sem er aðeins of þung. Þung próf auka verulega líkurnar á því að nemendur reyni að svindla, og hafa stjórnvöld barizt með oddi og egg gegn svindli á háskóla- prófum. Nemendurnir háfa hins vegar bent á, að í kenningum kommúnismans séu atriði sem hægt sé að skilja sem hvatningu til svindls. Á sjötta áratugnum urðu nemendur að sanna hollustu sína við kommúnista- flokkinn í verki með því að ná prófi. Nemendunum hafi verið kennt að góður kommúnisti fórnaði sér fyrir heildina, og þess vegna litu þeir á árangur • „Þorpararnir 4jórir“ voru fylgjandi Því að skólakerfinu í Kína yrði haldiö óbreyttu, en valdaferill peirra fékk snöggan endi. Meðfylgjandi mynd er af veggspjaldi í Kanton í Kína og sýnir pegar „porpararnir fjórir" eru reknir í gegn með byssu- stingi. Þeir eru frá vinstri Yao Wen-yuan, Wang Hung-wen, Chan Chun-chiao og Chiang Ching. einstaklingsins, að ná prófi, sem „einstaklingshyggju", en hölluðust að lögmálum „sam- hjálpar". Þeir fundu upp á því að láta svindlmiða ganga á milli nemenda í prófum, þann- ig að tryggt væri að enginn yrði útondan. Þegar „þorpar- arnir fjórir" komust til valda, hvöttu þeir nemendur til að fylgja fordæmi eins háskóla- nemandans, sem sýndi fyrir- litningu sína á „samhjálpinni" í verki, með því að skila auðu blaði í prófinu. Árið 1965 ákvað Mao for- maður að „endurskoðunar- á við stéttabaráttuna í skólun- um. Kínverska þjóðin átti að vera „vinstri sinnuð og vak- andi“, en vinstrimenn ásökuðu menntamenn um að vera „hægrisinnaðir og vakandi". „Þorpararnir fjórir" áttu miklu fylgi að fagna meðal nemenda sem gjarna vildu eyða mestum tíma sínum í að berjast á móti kapítalistunum, og einn „þorparanna" sagði að menn þyrftu ekki að geta lesið til að gera byltingu, og að hann vildi fremur „verkamenn án menningar" en „mennta- menn og menningu“. And- stæðingar hans sneru orðum hans gegn honum sjálfum og sökuðu hann um að vilja halda verkalýðnum í skefjum með því að gera hann fáfróðan. I dag er hin fleyga setning forsætisráðherrans fyrrver- andi, Chou En-lais, „að virða kennara og elska nemendur" í fullu gildi. Menntamennirnir sem svo mikill styr hefur staðið um, hafa að nýju tekið við embættum sínum. Héðan í frá munu einkunnir nemenda verða látnar gilda, óháð því úr hvaða stétt nemendur eru. Einkaháskólar, sem hafa verið opnir þessi dimmu 11 ár, eru Fyrstu háskólaprófin í 11 ár í Kfna sinnum" sem voru búnir að koma sér vel fyrir í Kína, skyldi velt úr sessi og það varð „réttmæt að bylta". „Rauða hernum" voru gefnar skipanir um að elta uppi alla „borgara" og starfsmenn kerfisins, og fyrstu fórnarlömb þeirra voru kennararnir. Agi hvarf, próf voru afnumin og skólum lokað í tvö ár. 1968 voru skólar í Kína opnaðir að nýju, en kennsla var nú gerbreytt frá því sem verið hafði. Mao hafði ákveðið að gera verkalýðnum og menntamönnum jafnt undir höfði, og nefndir skipaðar af bændum og verkamönnum réðu öllu um ráðningu kenn- ara og námsefni í skólum. Inngönguskilyrði í háskóla kröfðust þess að fólk væri mannlegt en ekki menntað. í dæmigerðum kínverskum skóla fór helmingur námstím- ans í að athuga „hugsanir" Maos, helmingur af því sem eftir var fór í að læra af verkamönnum, hændum og hermönnum, en aðeins tæp- lega fjórðungi námstímans var varið í kennslu á lestri, skrift og reikningi. Aðaláherzlan var lögð á það, að nemendur lærðu af reynsl- unni. Gott dæmi um það er nemendurnir sem sendir voru á sjúkrahús í Shanghai til að læra skurðlækningar. Eftir að þeir höfðu verið á sjúkrahús- inu í tvo mánuði, var ætlast til þess að þeir væru fullfærir um að taka botnlanga úr sjúklingi. Nemendur sem útskrifuðust úr menntaskóla fóru ekki beint í háskóla, heldur voru þeir fyrst sendir út á lands- byggðina til að læra af bænd- um, og það var ekki fyrr en þeir höfðu njokað skít í þrjú ár, að þeir áttu möguleika á inngöngu í háskóla. Fæstir þeirra fengu háskólavist... Rótttæku „þorpararnir fjór- ir“ reyndu eftir megni að viðhalda sömu skipan á skóla- kerfinu. Þeim fannst sköpun- argáfa ónauðsynleg ef hún rakst á „stjórnmálahugleið- ingar“ í verksmiðjum, og á sama hátt fannst þeim nám- fýsi grunsamleg ef hún rakst nú öryggir fyrir „þorpurun- um“. Því hefur opinberlega verið lýst yfir að allt að 31% þeirra sem ná menntaskólaprófi muni fá inngöngu í háskóla, og þurfi ekki að vinna þrjú ár á bóndabæ, til að fá inngöngu. Margir menntamenn telja að þetta hlutfall muni verða mun hærra, og prófessor einn lét hafa eftir sér að líklega yrði það um 40% og gæti jafnvel farið upp í 50%. Loks nú hefur Kína snúið baki við þeirri stefnu að ala upp róttæka fáfræðinga, og í framtíðinni eiga allir kínverj- ar að vera menntaðir sósíalist- ar. Menntunin mun auðvelda hinum ungu að þroskast „sið- ferðilega, menntunarlega og líkamlega". Þessi stefna er tileinkuð Mao. En sá maður sem fyrstur kom fram með hana er hinn aldni afturhaldsseggur Kon- fúsius. Hann er hataður af Mao-istum sem segja hann „voðalegan, lævísan og mjög spilltan."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.