Morgunblaðið - 19.03.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.03.1978, Blaðsíða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. MARZ 1978 NÝJUNG: NÓTAÐ VARMAPLAST „Snjógrip er lausnin" Senn fer að snjóa. Enginn þarf lengur að skríða undir bílinn, tjakka hann upp eða færa úr stað til þess að koma á keðjum. „Snjógrip er lausnin" Eitt handtak, síðan ekur þú brosandi af stað, án átaka og erfiðis. Bílavörubúðin Fjöðrin h.f. Skeifunni 2, sími 82944. w unum VARÐSKIPIN gegna hin- um fjölbreytilegustu störf- um svo sem kunnugt er, svo og vitaskipið Árvakur. Skipunum er úthlutaö ákveðnum svæðum til eftirlits og eitt af pví sem sinna parf aö vetrarlagi er að fylgjast með Ijósabauj- unum víðs vegar við land- ið og t.d. berja af peim ís. Þessi Ijósabauja hefur aó vfsu ekki snúizt við en ísinn þarf að berja af og e.t.v. lagfasra eitthvaö. Ljósm.: Jón Ásgeirsson. Þegar búið er að hreinsa af baujunni er hún sett aftur við legufærið. Jón Ásgeirsson stýrimaður á Árvakri tók þessar myndir sem hér eru birtar fyrir stuttu er þeir voru á ferð vestur með landi en þá var eitt aðalverkefnið að berja ís af Ijósa- baujum og sagði Jón að þaö hefði verið mikið verk, aö margar Ijósa- baujurnar hefðu snúizt við vegna ísingarinnar og því þyrfti að byrja á að taka þær um borð og berja af þeim áður en þeim væri komið fyrir aftur við legufæri. — Við þurftum að fara um allan Breiöafjörðinn og víða um í Faxa- flóanum, sagði Jón Ásgeirsson, en í frostakaflanum nýlega snerust þær margar viö. Það eru yfirleitt einhver skip sem eru á ferðinni og láta okkur vita, en þegar þessar baujur snúast viö þá slokkna aö sjálfsögöu á þeim Ijósin því þetta eru gasljós og þarf oft að gera við þau og lagfæra. i einni ferö vestur á land fyrir skömmu var farið með olíu og vistir í Galtarvita, en þar er olíu jafnan dælt í land einu sinni á ári. — Það nægrr að fara einu sinni á hverju ári með olíu í Galtarvita, segir Jón, og þegar það er gert siglum við eins langt upp að landi og mögulegt er, en síðan er skotið út gúmbáti og línu skotið í land og olíunni dælt í land í geymi sem er rétt ofan við fjöruborðið. Þá þurfum við einnig að færa vitaveröinum vistir og það er gert að jafnaði einu sinni í mánuði, en fyrir kemur að hann verður samt að bíða því stundum er ólendandi við vitann dögum og jafnvel vikum saman. A Árvakri er 15 manna áhöfn og skipherra er Sigurjón Hannesson. Frá Galtarvita. Árvakri er siglt upp undir land, allt aö 300 metrum frá landi og síðan er gúmbátur settur á flot og fer hann meö vistír til vitavarðarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.