Morgunblaðið - 19.03.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.03.1978, Blaðsíða 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. MARZ 1978 Erindi flutt í Rótary- klúbb Reykjavíkur Frá skipasmíöastöðinni í Szczecin í Póllandi. Ameríska tímaritið „Marine Engineering Log“ kaus skipiö, sem sést í smíðum á myndinni, „Skip ársins 1975“. Það var smíðað fyrir norskt útgerðarfélag. Antoni Szymanowski sendirádunautur: Hafid og þjóðarbú- skapur Pólverja Sé miðað við um 5 þúsun.d km strandlengju íslands, kann strönd Póllands, h.u.b. 500 km löng, að virðast fremur stutt. Samt er aðstaða okkar í þessum efnum allt önnur og betri en fyrir stríð þegar við höfðum aðeins aðgang að sjó á tæpra 70 km löngu svæði. Ekki bætti það úr skák að þessi landspilda, sem þýskum stjórn- málamönnum og rithöfundum þóknaðist að kalla „Pólska hliðið", lá eins og milli steins og sleggju á milli þýska ríkisins og Aust- ur-Prússlands sem þá var kallað. Þá ber að minnast þess aö með Versalasamningunum var borgin Gdansk gerð að fríríki sem meö árunum olli sívaxandi þrýstingi og hindraði þannig að Pólland næði rétti sínum þar; og svo fór að nasistar höfðu þessa gróðrarstíu árekstra að tylliástæðu fyrir árás sinni á Pólland. Þetta ástand, stórhættulegt og skaðvænlegt pólskum hagsmun- um, varð til þess að viö ákváöum að gera okkar eigin höfn sem tryggði okkur greiðan aðgang að sjó án íhlutunar annarra. Þannig þróaðist lítið útgerðarþorp, Gdynia, á þriöja tug aldarinnar í það að veröa stór og nýtískuleg hafnarborg. Árið 1924 fóru 10 þúsund lestir af varningi um höfnina í Gdyníu; en 9.2 milljónir lesta árið 1938, og var hún þá komin fram úr bæði Gdansk og Szczecin. Árið 1945 endurheimti Pólland hinar fornu lendur sínar í vestri og noröri ásamt aðgangi að Eystra- salti á breiöu svæði, og þar meö var úr sögunni þaö ástand sem áöur hafði einatt ógnaö tilveru þess. Nú eigum við vinsamleg samskipti og samvinnu við öll ríki sem eiga landamæri aö Póllandi. Áður en ég gef stutt yfirlit um helstu þætti í þeim hluta þjóöar- búskapar Pólverja sem að sigling- um og sjávarútvegi lýtur, vil ég aðeins drepa á hve mikilvæg Eystrasaltsströnd Póllands, með hinum skínandi góðu sandfjörum sínum, er fyrir skemmtiferðastarf- semi og sem hvíldardvalarstaður. Árlega leita þangað milljónir Pól- verja og útlendinga í sumarleyfi sínu, þannig að hér er augljóslega einnig um efnahagslegan þátt að ræða sem verulegu máli skiptir. Hafnir Áraið 1945 fengum við þrjár stórar hafnarborgir: Gdansk, Gdynia og Szczecin, auk allmargra minni, en bæði borgirnar sjálfar og hafnirnar sem þær stóöu við höfðu allar orðið mjög illa úti í stríðinu, þannig að í Gdansk og Gdynia höfðu hafnarmannvirki nær gjör- eyðilagsf og um þriðjungur slíkra mannvirkja í Szczecin. Þegar var hafist handa viö að endurreisa þær, færa í nýtískulegra horf og stækka, og þetta geysiumfangs- mikla verk farsællega til lykta leitt. í stórum dráttum má lýsa þremur helstu hafnarborgum okkar og hlutverki þeirra á eftirfarandi hátt: Um Sqcqecin fara einkum flutning- ar á lausafarmi: kolum, járngrýti, kemískum efnum og korni. Úm Gdansk fara einnig aðallega send- ingar á lausavöru í heilum förmum. Þar var hafnaraöstaðan bætt á árunum 1974—75 með tilkomu hinnar gríðarstóru Noröurhafnar með tveimur fullgerðum hafnar- svæðum og er annað fyrir kola- flutninga og hitt fyrir fljótandi eldsneyti, en hið þriðja — til umskipunar á málmgrýti — enn ófullgert. Síðan gerð þessara tveggja hafnarkvía lauk hafa þar athafnaö sig á sjöunda hundrað skip með 17 milljónir lesta af kolum og yfir hundrað olfuskip með 4 millj. tonna af fljótandi eldsneyti. Markmiðið er 100 milljón lestir á ári. Um Gdyniu fara einkum flutningar á stykkjavöru og farþeg- um. Þar er nú verið aö gera mjög nýtískulega aðstöðu fyrir gáma- flutninga. Skipakvíar í höfnum okkar hafa veriö dýpkaðar verulega, þannig aö árið 1970 komust þar inn aðeins 40 skip stærri en 30 þúsund burðarlestir en á síðastliönu ári hafði aöstaöan batnað svo að 400 slík skip gátu athafnað sig þar. Samtals leita á þrettánda þús- und skip árlega hafnar í þessum þremur borgum, um 60% þeirra undir erlendum fána. Heildarvörumagn það sem þarna fer um hefir farið sívaxandi, og nemur samtals yfir 750 milljón lestum frá stríðslokum. Árið 1946 náði það tæplega 8 millj. lestum — 1977 64 millj. lesta. Pólskar hafnir gegna einnig mikilvægu þjónustuhlutverki fyrir landlukt ríki eins og Tékkóslóvakíu, Ungverjaland, Austurríki, svo nokkur séu nefnd. Auk stóru hafnarborganna þriggja hafa ýmsir minni hafnarbæ- ir látið æ meir til sín taka eins og Kolobrzeg-Swinoujscie hafnarsam- stæðan, Ustka, Darlowo, svo og nokkrar útvegshafnir. Skipastóllinn Ário 1939 var kaupskipafloti Póllands samtals 120 þúsund brúttórúmlestir að stærð. Skömmu eftir stríðslok nam hann 84 þúsund lestum, og voru það aðallega skip sem fengin höfðu verið í stríös- skaðabætur. í dag eigum við um 320 stór kaupför, samtals rúmlega 4.3 millj. lesta að stærð, sem skipar Póllandi í átjánda sæti meðal 80 ríkja. Til fróðleiks má geta þess aö það tók okkur fyrst aldarfjórðung að eignast 2 millj. lesta skipastól, en stöan aðeins 5 ár að auka hann um 5 millj. lesta. Af þessu leiðir að meira en 80% allra pólskra skipa eru yngri en 10 ára, sem er langt undir sambæri- legu aldursmeðaltali skipa í heim- inum, þ.e. 61%. Þessi floti heldur uppi reglu- bundnum áætlunarsiglingum á 40 leiðum til allra heimsálfa, svo og víötækum vöruflutningum án fastr- ar áætlunar um öll heimsins höf. Á síöasta ári fluttu pólsk skip alls 36 millj. lesta af vörum. Þrátt fyrir vöxt sinn og viögang getur pólski kaupskipaflotinn þó ekki annað nema um 45% af millilandaflutningum okkar, þannig að afganginn verða erlend skip að sjá' um. Að lokum vil ég drepa á sívax- andi mikilvægi áætlunarferöa með ferjum á Eystrasalti. Nú ganga pólskar ferjur til Stokkhólms, Ystad, Kaupmannahafnar og Hels- inki. Þá má einnig nefna flaggskip okkar, Stefan Batory, eitt örfárra stórskipa sem enn halda uppi reglubundnum siglingum yfir Atlantshaf. Að þaö er enn í feröum og jafnvinsælt og raun ber vitni má einkum þakka þeim þúsundum Bandaríkjamanna af póslkum ætt- um sem ár hvert heimsækja gamla landiö. Skipasmíöa- iönaöurinn Þetta er atvinnuvegur sem Pól- verjar eru sérstaklega stoltir af og naumast var til fyrir stríö, enda iiefir vöxtur hans og viögangur síöustu þrjá áratugina verið einkar athyglisverður. Fyrsta hafskipiö sem byggt var í Póllandi, M/S Soldek, 2.500 lesta lausafarmskip, hljóp af stokkunum í nóvember 1948. Til þessa nema samanlögð afköst pólskra skipa- smíðastöðva rúmum 10 milljónum lesta af buröarþoli, þar af tæplega 1600 skip yfir 100 þungalestir hvert, af 116 mismunandi gerðum, sem smíöuð hafa veriö fyrir á annað hundrað viðskiptavini í 26 löndum. í. Póllandi eru nú 6 skipasmíða- stöðvar, 6 skipaviögerðastöövar og 8 til smíða á fljótaskipum og bátum. Samtals hafa 66 þúsund manns atvinnu í þessum iðnaði, og á annað þúsund iðnfyrirtæki af margvíslegu tagi hafa samvinnu við skipasmíðastöövarnar. 1975 var metár, en þá komst heildarframleiðslan yfir milljón þungalestir. Geta má þess að það tók okkur 11 ár aö ná fyrsta milljón-lesta markinu í skipasmíði, 20 ár að ná 5 milljón lesta markinu, en aðeins sex ár í viöbót að tvöfalda það. Afköstin 1977 uröu nokkru minni en nemur þessu meti: 67 skip voru afhent, samtals 760 þúsund lestir að burðarþoli, og 55 nýsmíðuðum skipsskrokkum var hleypt af stokk- unum, samanlagt 760 burðarl. Þetta má í senn rekja til almenns samdráttar í skipasmíðum í heim- inum og þeirrar staðreyndar að sérhæfð og flókin verkefni verða æ stærri þáttur í skipasmíöum okkar, og nýjum geröum fjölgar sífellt: þær urðu 11 árið 1977. Smíða- áætlanir fyrir yfirstandandi ár taka til 66 skipa aö burðarþoli samtals 825 þúsund lestir, og meöal þeirra verða skip af 16 nýjum gerðum. í skipasmíðum eru Pólverjar í áttunda sæti meðal þjóða heims og nema þær 4.6% af heildarsmíði í heiminum, en í fyrsta sæti í smíði fiskiskipa, sem nemur allt aö 48% af heildarafköstum skipasmíða- stööva í heiminum. Hlutur þessa iðnaðar í útflutn- ingsverslun Póllands er stór og er hlutur kolaútflutningsins eins stærri, enda er þetta stærsti þátturinn í útflutningi okkar á vélum og mannvirkjum. Stærsti viðskiptavinur okkar eru Ráð- stjórnarríkin: í dag er fimmta hvert skip í kaupskipaflota Ráðstjórnar- ríkjanna smíðaö í Póllandi. Sá næststærsti er Noregur, sem er okkur sérstakt ánægjuefni meö tilliti til þess hve Norðmenn eru mikilvæg siglingaþjóö. Á síðast- liðnum 10 árum höfum við afhent Norðmönnum 63 skip, samtals 1.2 milljón lestir að burðarþoli. Sem stendur er unnið fyrir þá að því aö Ijúka raðsmíöi 12 skipa og er meðal þeirra „Bow Fortune" sem útnefnt var „skip ársins 1975" af ameríska tímaritinu Marine Engineering Log. Annað umtals- vert afrek við smíöi 55 þúsund lesta flotkvíar fyrir Götaverken-skipasmíðastööina í Gautaborg í Svíþjóð. Þær ströngu kröfur um sérhæf- ingu sem einatt verður að full- nægja leiöa til mikillar fjölbreytni í hönnun og smíði mismunandi geröa af skipum. Segja má að pólskar skipasmíðastöðvar hafi gert smíði togara, fiskveiöimóður- skipa og verksmiöjutogara — oft með mikla sjálfvirkni um borð — að sérgrein sinni. En Pólverjar smíða einnig risaskip, t.d. 117 þús. burðarlesta olíuskip sem afhent var norskum eigendum 1976. Skipasmíöastööin í Gdynia hefir til afnota þurrkví þar sem hægt er að smíða skip sem eru allt að 250 þúsund lestir að burðarþoli. Meöal annarra sérsmíöa má nefna gríöar- stór tankskip til flutninga á fljót- andi jarðgasi, gámaflutningaskip, bílaflutningaskip sem taka 3300 bifréiöar, rannsókna- og skólaskip, fljótapramma og önnur fljótaskip og báta, vandaðar skemmtisnekkj- urT og fl. Augljóst ætti að vera hve mikil- vægar við teljum pantanir íslend- inga á smíði fiskiskipa. Pólland er meðal helstu innflytjenda á vörum frá íslandi, og þá einkum vegna árlegra kaupa á miklu magni af fiskimjöli og gæruskinnum. Viö- skiptajöfnuöur okkar hefir veriö Pólverjum óhagstæður um árabil, enda varla viö því aö búast aö útflutningur á Wodka Wyborowa Baðströnd viö Eystrasalt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.