Morgunblaðið - 19.03.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.03.1978, Blaðsíða 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. MARZ 1978 í ástríkum faðmi Um þessar mundir eru liðin 60 ár frá stofnun eistneska lýðveldis- ins, en það var stofnað 24. febrúar 1918. Þá stóð heimsstyrjöldin fyrri sem hæst og Eistlendingar þurftu að berjast harðri baráttu við nágranna sína, Sovétríkin og Þýzkaland, til að viðhalda sjálf- stæði sínu. Með stuðningi Breta, Frakka, ítala og Finna tókst Eistlendingum að hrinda öllum árásum og sá dagur rann upp, að landið var viðurkennt af ná- grannaríkjunum. En það átti ekki fyrir Eistlendingum að liggja að vera sjálfstæð þjóð um langan tíma og þegar heimsstyrjöldin síðari brauzt út innlimuðu Sovét- ríkin Eistland. Síðan hefur sjálf- stæði Eistlendinga heyrt fortíð- inni til, en Eistlendingar muna þó enn sjálfstæði lands síns og hafa aldrei gefið upp alla von um að ná því takmarki að nýju. Fornieifar í Eistlandi sýna að þar hafa Eistlendintjar búið í um 3.000 ár. Eistlendinjíar tala mál, sem er með öllu óskylt slavnesku en telst ásamt finnsku og ung- versku til finnskúgríska mál- stofnsins. Eistlendingar hafa þó vissulega orðið fyrir áhrifum frá nágrönnum sínum vegna langvar- andi samskipta við þá. Fram til 1300 voru Eistlending- ar að mestu sjálfstæðir, en töpuðu þá sjálfstæði sínu og næstu 400 árin réöu fyrir þeim margir smákonungar. Árið 1709 vinna Rússar sigur á óvinum sínum í Norðurlandaófriðinum og þegar friður var saminn kom Eistland í þeirra hlut. í kjölfar byltingarinnar í Rúss- landi árið 1917 var gerð' bylting í Eistlandi sjöunda nóvémber 1917 og 21 degi síðar var þing Eistlands kallað saman og mættu allir þingmennirnir nema fimm þing- menn kommúnista. 24. febrúar 1918 lýstu Eistlend- ingar yfir stofnun sjálfstæðs lýðveldis. I sjálfstæðisyfirlýsingunni gerðu Eistlendingar tilkall til sömu landamæra og fyrir stríð, lýstu því yfir að borgaraleg réttindi þegna landsins sk.vldu vera tryggð og að landið skyldi vera hlutlaust. Þá hófust einnig tilraunir til að m.vnda starfhæfa stjórn í landinu. Daginn eftir réðust Þjóðverjar inn í landið og boluðu forseta landsins, Páts, frá völdum. Það sem eftir var vetrar og fram á vor réðu Þjóðverjar öllu í landinu, en þá tókst Eistlendingum að ná aftur völdum í landinu með stuðningi Breta, Frakka og Itala. Ósigur Þjóðverja í stríðinu batt síðan endi á tilraunir þeirra til að ná völdum í Eistlandi. Sovétmenn höfðu þó ekki gefið upp alla von um yfirráð yfir Eistlandi og Þjóðverjar voru ekki fyrr farnir úr landinu, en Sovét- menn gera innrás inn í það 28. nóvember 1918. Markmið Sovét- manna var að koma kommúnistum í stjórn Eistlands og neyða þannig Eistlendinga til að hafa náið samband við Sovétríkin. En innrás þeirra var hrundið af herjum Eistlendinga og Finnar og Bretar komu Eistlendingum til hjálpar. Á sama tíma eða í júní 1918 gerðu Þjóðverjar lokatilraun sína til að vinna Eistland en sú tilraun fór út um þúfur. Kosningar voru haldnar í Eist- landi í apríl 1919 og var kosið til þings. Þingið kaus stjórn landsins sem hófst þegar í stað handa við að rétta efnahag landsins við, en hann hafði verið grátt leikinn í stríðinu. Þegar hér var komið sögu, sáu Sovétmenn þann kost vænstan að viðurkenna sjálfstæði Eistlands og gerðu þeir það 2. febrúar 1920. Það var Lenín sem lýsti því yfir í ræðu að Sovétríkin viðurkenndu Eist- land, en jafnframt sagði hann að það væri ekki í verkahring verka- manna og hermanna Rauða hers- ins að steypa stjórn Eistlands, heldur ættu öreigar Eistlands að gera það sjálfir. Var ljóst af orðum Leníns að þó Sovétmenn ætluðu ekki að blanda sér opinberlega í málefni Eistlands, h.vgðust þeir styðja eistneska kommúnista í baráttu þeirra gegn réttmætum valdhöfum lapdsins. Næstu árin viðurkenndu ná- grannaríki Eistlands sjálfstæði þess og slíkt hið sama gerðu stórveldin Bretland, Bandaríkin, Frakkland, Italía og Þýzkaland. Eistlendingar gengu í Þjóðabanda- lagið og gerðu margvíslega samn- inga við Lettland og Lithaugaland sem og Sovétríkin. Má segja að utanríkisstefna Eistlendinga hafi á þessum árum verið byggð á þremur atriðum: gagnkvæmum samskiptum við hin löndin (Let- land og Lithaugaland), góðri sambúð við Sovétríkin og sam- starfi við þjóðir Þjóðabandalagins. Sumarið 1939 horfði mjög til ófriðar í Evrópu. Þjóðverjar kröfð- ust þess að vesturhluti Póllands yrði innlimaður í Þýzkaland, en Vesturveldin lýstu því yfir að þau myndu ábyrgjast landamæri Pól- lands. Vesturveldin og Sovétríkin héldu fund í Moskvu síðla sumars 1939 þar sem ræða átti um leiðir til að verja landamæri Póllands. Stuttu áður höfðu orðið utanríkis- ráðherra skipti í Sovétríkjunum og Mólotov tekið við því embætti af Litvinor. Þótti það ills viti því Molotov var tortrygginn í garð Vesturveldanna. I níu daga sátu fulltrúar Vesturveldanna og So- vétríkjanna á fundum, en þá slitu Sovétríkin viðræðunum. Tveimur dögum síðar eða 23. ágúst 1939 lýstu Sovétríkin því yfir að þau hefðu gert griðasáttmála við Þýzkaland. Var þar kveðið á um skiptingu Austur-Evrópu í áhrifa- svæði ef til styrjaldar kæmi. Áttu Sovétríkin að fá í sinn hlut austurhluta Póllands, baltnesku löndin og Bessarabíu. Skommu eftir innrás Þjóðverja í Pólland lýstu Sovétmenn því yfir að Eistland stefndi öryggi Sovét- tákjanna í hættu. Rökstuddu þeir skoðun sína með því að benda á að pólskur kafbátur sem kyrrsettur hafði verið í höfninni í Tallin, komst frá Eistlandi. Sovézki flot- inn sigldi inn í landhelgi Eist- lands, Rauði herinn fylkti liði við landamærin og sovézkar flugvélar rufu margoft lofthelgi Eistlands. Þegar hér var komið sögu lýsti Mólotov utanríkisráðherra Sovét- ríkjanna því yfir að Eistlendingar væru alls ófærir um að verja landamæri sín. Nú vildu Sovét- menn að samningaviðræður um hernám Eistlands hæfust, sem þær og gerðu seint í september 1939. Stóðu þær yfir í nokkra daga, en þá skrifuðu bæði löndin undir samning þar sem kveðið var á um að Sovétmenn skyldu hafa 25.000 manna her á hernaðarlegum mikilvægum stöðum í Eistlandi, og fá afnot af flugvöllum landsins og höfnum. Sovétmenn skyldu þó hverfa á brott með her sinn er stríðinu lyki. Þá var ennfremur kveðið á um í samningnum að yrði annað landið fyrir árás skyldi hitt veita því aðstoð. Er fréttist um samningsgerðina um allan heim, þótti mönnum einsýnt að Sovétmenn hefðu í hyggju að innlima Eistland, og í blaðinu New York Times segir um þennan atburð: „Með undirritun samningsins við Sovétmenn er litla baltneska ríkið komið undir stjórn Sovétríkjanna um aldur og ævi.“ Því miður hefur sagan sýnt að greinarhöfundur hafði rétt fyrir sér. Það reyndist heldur ekki vera ætlun Sovétríkjanna að láta við septembersamninginn sitja og vorið 1940 settu þeir Eistlending- um úrslitakosti. 16. júní var sendiherra Eistlands í Moskvu boðaður í utanríkisráðuneytið og honum afhentir úrslitakostir og krafinn um svar innan átta og hálfs tíma. Kröfur Sovétríkjanna voru þær að þeir kröfðust þess að komið yrði á fót nýrri stjórn í Eistlandi, sem væri fús til að standa við samning landanna frá því haustið áður og í öðru lagi að fleiri hermenn yrðu fluttir til Eistlands svo Sovétmenn gætu haft eftirlit með framkvæmd samningsins. Ástæðurnar fyrir því að Sovétmenn settu fram úrslita- kosti voru þær að Eistland hafði ekki sagt upp hernaðarsamningi sínum við Lettland, Eistland hafði hug á að leggja Lithaugaland undir sig, Eistland hafði átt leynilegar viðræður við önnur lönd í desember 1939 og í marz 1940, Eistland hafði náið samband við herráð hinna baltnesku ríkjanna og í Eistlandi var gefið út tímarit, „Revue Baltique", sein studdi hernaðarbandalag baltnesku land- anna. Hið sanna var að „Revue Baltique" var tímarit sem fjallaði um menningarmál og að aldrei hafði verið minnst á hernaðarmál í greinum er í tímaritinu birtust. Sovétríkin höfðu engan lagaleg- an rétt til að setja Eistlendingum úrslitakosti, né heldur gátu þeir vísað til neinna alþjóðasamþykkta. Þvert á móti voru Sovétmenn með þessu að brjóta ákvæði í samningi landanna frá því 1932, þar sem sagði að samningsaðilar hefðu engan rétt til að fara með her á hendur hinum, hvorki í landvinn- ingaskyni né heldur vegna ólíkra stjórnmálaskoðana. Þegar hér var komið sögu fóru Sovétríkin að vinna að innlimun Eistlands, en til að ná því markmiði þurfti að breyta kosn- ingalógunum og boða til kosninga. Lögum samkvæmt áttu að líða að minnsta kosti 35 dagar frá því kosningadagurinn yrði ákveðinn og þar til kjörið yrði. Þingið hafði samþykkt að kosningar skyldu fara fram dagana 14. og 15. júlí, en nú ákváðu Sovétríkin að kosningar skyldu verða 5. júlí. Ákvörðun Sovétstjórnar batt enda á rétt eistneskra dómstóla til að ákveða kjördaginn og kommúnist- ar fengu alla stjórn kosningamála í sínar hendur. Eistneska þjóðin hafði því aðeins þrjá og hálfan dag til að velja frambjóðendur sína, en eigi að síður tókst henni það. Kommúnistar sem höfðu vonast til þess, að hinn stutti frestur myndi gera Eistlendingum ókleift að velja frambjóðendur urðu því fyrir miklum vonbrigðum er ljóst var að svo færi ekki. Því ákváðu komm- únistar að hver frambjóðandi skyldi leggja fram stefnuskrá. Þr^tt fyrir að frambjóðendurnir hefðu aðeins nokkra ktukkutíma til að semja stefnuskrá sína tókst þeim það, en kommúnistar höfðu álls ekki hug á því að leyfa Eistlendingum að bjóða sig fram í nafni annarra en kommúnista og því fór svo að sumum frambjóð- endum var skipað að hælta og aðrir voru neyddir til þess. Opinberar tölur um kosningaúr- slitin sýna að 84.1% kusu og þar af 92.8% kommúnista. Eftir kosn- ingarnar voru flestir ráðherrar stjórnarinnar sem og aðrir helztu Kortið af Sovétríkjunum hér fyrir ofan sýnir hinn illræmda Gulag-eyjaklasa. sem Solsjenitsyn hefur skrifað um. Staðir þeir sem merktir eru með X eru þrælkunarbúðir. en þeir sem merktir eru með + eru geðveikraha'li,. sem andófsmenn hafa fengið að kynnast náið í gegnum árin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.