Morgunblaðið - 19.03.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.03.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. MARZ 1978 49 Lýðveldið Eistland 60ára Konstantin Pats, forseti lýðveldisins Eistlands, ásamt sonarsonum sínum Matti ok Enn. Þeir voru allir sendir í fangclsi í Sovétríkjunum. ráðamenn landsins handteknir og fluttir í fangelsi og þrælkunarbúð- ir í Sovétríkjunum þar sem þeir létust flestir. Strax að valdatöku kommúnista í Eistlandi lokinni hófust þar í landi miklar hreinsanir. Allir þeir er gegnt höfðu starfi forseta í Eistlandi, þann tíma er landið var sjál'fstætt, voru handteknir og sendir í fangelsi í Sovétríkjunum. Aðeins einum heppnaðist að flýja til Svíþjóðar áður en lögregla handtók hann, annar framdi sjálfsmorð við komuna til Sovét- ríkjanna, en hinir átta eyddu allir þeim ævidögum er þeir áttu eftir ólifaða í fangelsum í Sovétrikjun- um. Meðal hinna átta var Konstant- ín Páts, er var forseti Eistlands er landið var innlimað í Sovétríkin. Um hann er það eitt vitað að hann var sendur í fangelsið í Kasan,.en það hefur einnig gizt skáldið Natalia Gorbonenskoja. Asamt Páts voru send með honum til Sovétríkjanna sonur hans, tengda- dóttir og tvö barnabörn. Frá honum hefur ekkert frétzt utan það, að í gegnum Rauða krossinn komu þær fréttir að hann hefði látizt árið 1956. Hvar og hvenær árs veit enginn, en Páts vár þá áttræður að aldri. Síðastliðið sumar bárust frá Sovétríkjunum þrjú bréf sem sannað er að Páts hefur ritað. Þau eru árituð til ýmissa aðila og hafa þau verið 20 ár á leiðinni. Hér á eftir fara bréfin í fullri lengd. „Síðan árið 1940 hefur mér verið haldið án dómsákvörðunar og án nokkurrar ákæru í fangelsi í Rússlandi í sjúkrahúsi fyrir fá- tæka Gyðinga, þar sem ég, sem forseti lýðveldisins Eistlands, hef verið undirokaður og smánaður á allan hátt og lifi mínu verið ógnað. Sökum vaxandi elli og erfiðra lífsskilyrða, sem ekki verða með orðum lýst, hefur heilsu minni hnignað mjög mikið. Það er erfitt að lýsa því hversu miskunnarlausu ofbeldi hefur verið beitt gegn mér, allar persónulegar eignir mínar sem ég hafði með mér hingað hafa verið teknar af mér. Mér hefur jafnvel verið neitað um að bera mitt eigið nafn Hér er ég aðeins kallaður númer 12. Ég hefi jafnvel ekki leyfi til að skrifast á við fjölskyldu mína eða þiggja nokkra hjálp frá henni. Maturinn hér er vondur. Ég er orðinn veikburða, sjón mín og heyrn hafa dofnað. Mótmæli mín varðandi það, að mér er haldið hér án lagalegrar undirstöðu, eru höfð að engu. Bráðum verð ég áttræður. Ég á fáa ævidaga eftir. Ég fæddist frjáls, því langar mig til þess að deyja frjáls. Enginn dómur hefur verið felld- ur yfir mér, ég hef lifað sem frjáls mannleg vera og ég óska þess að enda ævidaga mína í frelsi. Ég er enn forseti lýðveldisins Eistland og ég hef réttinn (orð ekki læsilegt) að vænta meðferðar sem því hæfir, þar eð föðurland mitt er frjálst og sjálfstætt ríki. Ég vona að heilbrigt almenningsálit muni veita því vernd og styrkja mannleg réttindi mín og stuðla að því, að mér verði sleppt úr þessu hræði- lega fangelsi, þar sem grimmilegt ofbeldi og takmarkalaust ranglæti ræður ríkjum. Ég er hér sem forseti lýðveldisins Eistlands. Annað bréf Páts er tileinkað þjóð hans og hljóðar svo: Samlandar. Ég sendi ykkur kveðju mína, ykkur sem heyið baráttu ykkar í heimalandi okkar, einnig í rúss- neskum fangelsum, erlendis og á útlegðarstöðum ykkar og óska ykkur alls góðs og stöðugs anda og kraftar í ykkar réttlátu and- spyrnu. Bráðum verðum við allir frjálsir. Ég sendi einnig stöðuglyndum hetjum andspyrnunnar í Lettlandi og Lithaugalandi og öllum land- flóttamönnum kveðju mína. Ég er hreykinn, okkar staðfasta þjóð, ver hugrökk og örugg og kappkosta að ná okkar mikla marki, sem er í því fólgið að heimili okkar verði frjáls í frjálsu landi. Þriðja bréf sitt áritar Páts til framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Ég sný mér til Sameinuðu þjóðanna og alls hins menntaða heims með beiðni úm hjálp til handa þjóðum Eistlands, Lett- lands og Lithaugalands sem Rúss- ar, er hafa lagt þær undir sig, beita miskunnarlausu valdi sem gæti haft tortímingu þessara þjóða í för með sér. Ég lýsi því yfir að innlimun baltnesku ríkjanna sem átti sér stað árið 1940 er hrottalegt brot á alþjóðalögum og fölsun á frjálsum vilja hinna innlimuðu þjóðar. Bjargið þessum þjóðum frá algerri tortímingu og leyfið þess- um þjóðum að ákveða eigin örlög af frjálsum vilja. Komið á fót skrifstofu á vegum Sameinuðu þjóðanna í baltnesku löndunum, svo að þegnar baltnesku landanna undir stjórn þeirra og eftirliti geti af frjálsum vilja látið í ljós sannan vilja sinn með þjóðaratkvæði. Megi Eistland, Lettland og Lithaugaland verða frjáls og sjálfstæð ríki. Páts hefur sjálfur undirritað öll bréfin og auk þess merkt þau með fingrafari sínu, enda hafa sérfræð- ingar, er athugað hafa bréfin, orðið sammála um að þau væru skrifuð af Páts sjálfum og engum öðrum. Ekki er vitað um örlög annarra ráðamanna Eistlands utan eins, Arnolds Susis, en Solsjenitsyn minnist á hann í fyrsta bindi Gulag-eyjanna, blaðsíðu 202. Þar segir hann meðal annars: „Fyrstu næturnar eftir að sovézki herinn hélt inn í Tallin, voru allir menntamenn teknir fastir á heim- ilum sínum. Fimmtán þeirra voru sendir í Lúbjanka-fangelsið, en aðeins einn hafður í hverjum klefa. Þeir voru ákærðir eftir grein 58.2 og glæpur þeirra var að vilja ráða málum sinum sjálfir." Fyrir heimsstyrjöldina síðari bjó í Eistlandi rúmlega ein milljón manna, við lok hennar aðeins helmingur þess íbúafjölda. Sovét- menn gerðu sér snemma ljóst að til að innlimun Eistlands væri fullkomin yrðu þeir að skipta um fólk í Eistlandi. í því skyni voru hundruð þúsunda Eistlendinga sendir til annarra hluta Sovétríkj- anna, eða skráðir í herinn. Þannig fækkaði sífellt Eistlendingum sjálfum, en í stað þeirra komu aðrir íbúar Sovétríkjanna. I djig er svo komið að helmingur íbúa Eistlands er aðfluttur. Þó svo Eistland hafi verið innlimað í Sovétríkin fyrir næst- um 40 árum, er langt frá því að Sovétmenn treysti íbúunum. Vandlega er fylgzt með athöfnum þeirra og gerðum, jafnt heima fyrir sem og á vinnustað. Venju- lega er á hverjum vinnustað einn eða fleiri útsendarar sovézku leynilögreglunnar, og er þeim ætlað að fylgjast með athöfnum allra Eistlendinga, sem þar vinna. Er nú svo komið að Eistlendingar eiga í mestu vandræðum með að talast við, um daginn og veginn án þess að útsendarinn heyri og telji eitthvað saknæmt þar á ferð. En það er ekki aðeins á vinnustað sem leynilögreglan reynir að fylgjast með Eistlendingum. Yfirleitt er einnig hafður útsedari í íbúða- hverfum og ber hann þá ábyrgð á tilteknum fjölda íbúa í hverfi sínu. Þannig reynir sovézka leynilög- reglan að vaka yfir hverju fótmáli Eistlendinga, og er ekki lengi að grípa í taumana, ef eitthvað út af ber. Eins og kunnugt er liggur Eistland að Eystrasaltinu. Lega landsins hefur oft bakað Sovét- mönnum nokkur vandræði, sakir þess að tiltölulega stutt er frá strönd Eistlands til Svíþjóðar. Því hefur Sovétstjórn farið þá leiðina að loka strandlengjuna af, og verður hver sá er þangað hyggst fara að hafa sérstakt leyfi, ef hann þá fær það á annað borð. Frá Eistlandi er einnig stutt yfir til Finnlands, en þangað þýðir lítið fyrir flóttamenn að flýja, því Finnland og Sovétríkin hafa gert með sér samning, þar sem kveðið er á um að alla þá, er flýja frá Sovétríkjunum til Finnlands, beri að framselja Sovétmönnum. En það er hægt að komast frá Sovétríkjunum öðru vísi en að flýja. Fréttir frá Sovétríkjunum, frá árinu 1976, birtist viðtal sem APN átti við Boris Sjumilin, varautanríkisráðherra Sovétríkj- anna. Þar segir Sjumilin eftirfar- andi um brottflutning frá Sovét- ríkjunum: „Sovézk löggjöf er í samræmi við alþjóðasamning um borgaraleg og pólitísk réttindi, sem sam- þykktur var á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hinn 16. desember 1966. Og þær takmark- anir sem við grípum stundum til eru einnig byggðar á þessum Eitt bréfa Piits sem barst til Vesturianda síðastliðið sumar. Þetta bréf er til samlanda hans. og má grenilega sjá fingrafar forsetans neðst í vinstra horni bréfsins. samningi þar sem meðal annars segir að takmarka megi rétt manna til að flytja alfarnir úr heimalandi sínu í tilfellum sem varða „öryggishagsmuni ríkisins, röð og reglu í sámfélaginu, heil- brigði íbúann^ eða réttindi og frelsi annarra". Þetta táknar að við tökum ekki ákvörðun um umsókn fyrr en viðkomandi hefur gengið fullkomlega frá samskipt- um við sína nánustu. Þá getum við einnig lagt til hliðar umsóknir frá fólki sem hefur aðgang að ríkis- leyndarmálum, eða hefur skömmu áður fengið hernaðarþjálfun á mikilvægum sérsviðum.“ Aðspurður um það hvort urnsókn um brottfararleyfi geti haft nokkur áhrif á stöðu manns á vinnustað eða annars staðar í samfélaginu, segir ráðherrann: „Yfirleitt er það ekki. Þó eru til undantekningar varðandi urnsækj- endur sem starfa í hernum eða við stofnanir, þar sem þagnarskylda ríkir. I slíkum tilfellum geta viðkomandi fengið lausn frá nú- verandi störfum og um leið aðra ábyrgðarminni stöðu. En svo oftast gerist það, að fólk, sem svona er ástatt um, grípur sjálft til ráðstafana til þess að skipta um starf hæfilega löngu áður en þa ð sækir um leyfi til brottflutnings. I Sovétríkjunum eru engar félagslegar ástæður fyrir land- flótta. Við höfum ekkert atvinnu- leysi og enga örbirgð. Sovézkir borgarar hafa tryggingu í stjórn- arskránni fyrir grundvallarmannréttindum sín- um. Lífskjör batna stöðugt. Hin lenínska stefna í þjóðernismálum tryggir öllm þjóðum jafnrétti. Þess vegna er það ekkert undrun- arefni að mestur hluti umsókna um brottfararleyfi er rökstuddur með óskum um endursameiningu fjölskyldna. Og það er einnig auðskiljanlegt að flestar slíkar umsóknir koma frá fólki af evrópskum ættum, — fólki sem rifið var upp með rótum í heims- styrjöldinni síðari. Önnur títtnefnd ástæða fyrir óskum um brottfararleyfi er hjónaband með útlendingum. A síðastliðnum árutn hafa 5.500 sóvézkir borgarar ( það er að segja allir umsækjendur) yfirgefið Sovétríkin af þessum ástæðum og setzt að í'110 mismunandi ríkjum. Af þessum hópi voru 554 karlar. Tvö þúsund sovézkir borgarar sem giftir eru útlendingum hafa ekki sótt um brottfararleyfi, þótt það sé þeim fyllilega heimilt. Og aðeins mjög lítill hlpti af umsókn- um er af öðrum ástæðum. Brottflutningur úr landi snertir örlög margra einstaklinga, og það skapa ákveðn vandamál. Við get- um litið nánar á tvennt. I fyrsta lagi varðar það endur- sameiningu fjölskyldna. Því erum við meðmæltir. En ósjaldan rek- unist við á tilfelli þar seni óskir einhvers aðila urn að flytjast úr landi „til að ná samfundu fjöl- skyldunnar" leiða í raun og veru til upplausnar fjölskyldna, sem fyrir eru, og frændsemistengsla: börn yfirgefa foreldra sína, karl- menn skilja við eiginkonur og öfugt. Hvað ber að gera í slíkum tilfellum? Við verjum náttúrlega fyrst og fremst rétt og hagsmuni þeirra Sovétborgara sem eftir sitja heima. I öðru lagi er það svo, að upp á síðkastið hefur borizt mikið af áskorunum g áköllum til sóvézkra borgara frá alls óskyldum „ætt- ingjum" í Israel. Okkur hafa borizt margar kvartanir af þessu tagi. Eftir stimplum og undirskrift- um að dæma eru þessi plögg útbúin af löglegum ísraelskum yfirvöldum. En hvernig stendur á því að svona mikill fjöldi bréfa berast til fólks, sem þekkir hvorki né telur til nokkurs skyldleika við „hinn kæra frænda“? Þannig reyna menn að hagnýta í eiginhagsmunaskyni hina mann- úðlegu hugmynd um endursamein- ingu fjölskvldna sem sett er fram bæði í Mannréttindasáttmála S.Þ. og *Lokayfirlýsingu Öryggismálaráðstefnunnar Evrópu. En hvað ætli kosti að fá Framhald á bls. 51.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.