Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1978 nútíma dulsálarfræði. Þarna í Dur- ham gerði ég meðal annars tilraunir um fjarhrif milli manna og skrifaði um það doktorsritgerð mína; Eg beitti þeirri aðferð að finna fjarhrif- in með því áð mæla líkamlegar breytingar sem eru samfara geð- brigðum en ýmislegt bendir til þess að greina megi með slíkum mæling- um að fjarhrif eigi sér stað milli manna. Með rannsóknir Karlis Osis í höndunum vildu menn gjarnan framkvæma sams konar rannsóknir á öðrum hópi, sem væri annarrar trúar og byggi við aðrar aðstæður en Bandaríkjamenn og gerði sér aðrar hugmyndir um lífið eftir dauðann. Indverjar urðu fyrir valinu og var ég ráðinn til að hafa veg og vanda af rannsókninni í Indlandi. Að þessari, rannsókn vann ég svo aðallega á árunum 1972 og 73 ásamt Karlis Osis. — Hvernig var þessi rannsókn framkvæmd? „Við höfðum þann háttinn á, að við heimsóttum allmörg stór sjúkrahús á Norður-Indlandi. Starfsfólki, læknum og hjúkrunarkonum var „Sjötug kona hafði séð látinn bónda sinn nokkrum sinnum meðan hún var sjúk og einn daginn sagði hún fyrir um andlát sitt. Hún sagði bónda sinn hafa birzt í glugganum og bent sér að koma út úr húsinu. Sagöi konan að maðurinn vitdi að hún færi með honum. Dóttir konunnar og fleiri ættingjar voru viðstaddir, Þegar konan sagði fyrir um dauða sinn, tók fram líkklæöi sín og lagðist svo fyrir. Klukkustundu síöar Lézt hún. Hún virtist róleg, sátt við dauðann og reyndar fús. Áður en hún sá bónda sinn hafði hún aldrei minnzt á skjótan dauða sinn. Læknir hennar var svo forviða, Þar sem hann taldi engar sjúkdómsástæður fyrir láti hennar, að hann lét kanna, hvort hún hefði hugsanlega tekið inn eitthvert eitur. Engin merki Þess fundust og í húsinu fundust engin lyf eða eitur.“ Þessi frásögn og aðrar slíkar sem birtast með Þessu viðtali eru Þýddar úr bók Karlis Osis og Erlends Haraldssonar; Það sem Þau sáu á dauðastundinni. safnað saman, við héldum þar tölu og útskyrðum fyrir þeim tilgang rannsóknarinnar og síðan fékk hver og einn miða, þar sem spurt var um, hvort viðkorhandi hefði reynslu úr starfi sínu af sjúklingum sem höfðu orðið fyrir ofskynjunum á banabeði. Við spurðum líka um sjúklinga, sem höfðu nær andast en náð sér aftur og loks spurðum við um óeðlilegar breytingar á andlegri líðan sjúklinga rétt fyrir andlátið. Við áttum svo löng og ítarleg viðtöl við þá, sem kváðust hafa komizt í kynni við slík tilfelli í starfi sínu, en í allt áttum vi viðtöl við um 500 lækna og hjúkrunarkonur. I þessum viðtölum var stuðzt við langa lista af spurningum varðandi þessi tilfelli, þar sem við spurðum auk sýninnar sjálfrar um ásig- komulag og líðan sjúklingsins, lyfja- gjöf, sjúkdóm, sótthita, hvort sjúklingurinn bjóst við bata eða dauða sínum ef vitað var um það. Eins spurðum við læknana um álit þeirra á gangi sjúkdómsins. Það kom í ljós, að þessar sýnir urðu stundum þegar hvorki læknir né sjúklingur áttu von á dauðanum. Þá spurðum við um það, hvaða áhrif þessar sýnir eða reynsla hefðu haft á sjúkling- inn.“ — Hvað fenguð þið mörg tilfelli? „I síðari könnun sinni í Banda- ríkjunum hafði Osis átt viðtöl við 442 lækna og hjrúkrunarfkonur um slík tilfelli og á Indlandi fengum við 435 tilfelli. Ut úr þessu komum við með 714 tilfelli um sýnir á banabeði auk 163 tilfella þar sem sjúklingar höfðu verið nær dauða en lífi, en snúið aftur til lífsins. „Skyndilega opnaði hún aug- un. Hún kallaði nafn eigin- manns síns sem var látinn, og sagöist vera að koma til hans. Hún brosti svo fallega og friðsamt, rétt eins og hún væri að hverfa í fang Þess, sem henni Þætti vænst um. Hún sagði: „Guy, ég er að koma.“ Hún virtist ekki vita af návist minni. Þaö var engu líkara en hún væri í allt öðrum heimi; eins og eitthvað dásamlegt hefði lokizt upp fyrir henni og hún væri að reyna eitthvað yndislega fallegt.” Við unnum síðar úr þessum tveimur rannsóknum saman.“ 80% sýna tengd hugsanlegu framhaldslífi — Og hvað er að segja um niðurstööurnar? „Fyrst má nefna, að ýmsir höfðu haldið, að þessar sýnir fólks á banabeði stöfuðu af einhvers konar óráði af völdum lyfjagjafar eða sótthita. En þegar við fórum að rýna í upplýsingar okkar kom í ljós, að minnihluti sjúklinganna, sem sá slíkar sýnir, var undir áhrifum deyfilyfja eða lyfja, sem höfðu áhrif á hugarástand sjúklingsins. Einnig kom í ljós, að minnihluti sjúkling- anna var með sótthita eða svo háan „Hann var ekki á neinum lyfjum, hafði lágan hita og virtist ruglaður — gat aöeins með erfiðismunum svarað, Þegar yrt var á hann, en hann virtist gera sér fulla grein fyrir umhverfi sínu og okkur, sem hjá honum voru. Hann lýsti reynslu sinni bæði meöan á henni stóð og eftir á. Hann sagöist hafa fundið sjálfan sig fljúga um loftið yfir í annan heim, Þar sem hann sá guði, sem kölluðu á hann. Hann langaði að fara Þangað alfarinn og bað viðstadda um að sleppa sér. „Látið mig vera. Ég er aö deyja,“ sagði hann. Sjúklingur- inn var mjög hamingjusamur að sjá. Þetta kom tvisvar yfir hann og í bæði skiptin fullyrti hann að um raunverulega upp- lifun væri að ræða. Eftir á var hann kátur og kvaðst vilja lifa í pessum öðrum heimi. Áður en hann varð fyrir pessari reynslu, haföi hann ekki viljað deyja. Hann fylgdist náið með sjúk- dómi sínum og lét í Ijósi sterkar óskir um að læknunum tækist að lækna hann. Eftir á virtist dauðínn honum ekkert vanda- mál; hann hresstist við og var hamingjusamur með reynslu sína. Klukkustund eða tveimur tímum síðar féll hann í djúpt dá. Hann komst aldrei aftur til meðvitundar og dó tveimur dögum síðar.“ hita, að hann gæti valdíð ofskynjun- um. Þetta eitt út af fyrir sig þótti nokkuð athyglisvert." — Geturðu farið nánar út í þetta? „Já. Það kom í ljós, að fæstir þeirra, sem sáu sýnir á banabeði sínu voru undir teljandi áhrifum lyfja, sem geta valdið ofskynjunum. Aðeins um 20% voru undir ein- hverjum áhrifum og aðeins 1% undir sterkum áhrifum. Og vel að merkja — ekki að okkar mati, heldur er þarna um mat lækna og hjúkrunar- kvenna að ræða. Eins voru aðeins 8% með verulegan sótthita, sem gat valdið ofskynjunum. Þegar allt er til tínt, voru um 62% þessa fólks ekki undir áhrifum neinna ofskynjunar- vaida í víðustu merkingu þess orðs. Þetta fannst okkur mæla á móti því að um venjulegar ofskynjanir væri að ræða.“ — Hver voru helztu einkenni þessara sýna? „Þær stóðu yfirleitt stutt, helm- ingur þeirra innan við 5 mínútur, aðeins 17% lengur en í klukkustund. Annað einkenni sýnanna var að þær gerðust yfirleitt rétt fyrir andlátið, um helmingur þeirra innan sex stunda fyrir andlát en þessi tími styttist verulega ef miðað er við það hvenær sjúklingar missa meðvitund í síðasta sinn en ekki dauðastundina sjálfa. Um innihald sýnanna er það að segja, að í flestum þeirra eða 80% „Hún umlaði eitthvað. Ég hlustaði grannt, pví ættingjar hennar héldu að hún væri að reyna að segja mér eitthvað. Svo sagöi hún mér, að látin móðir hennar hefði komið til sín og sagt henni að fylgja sér til lands Guðs. Þegar ég sagði ættingjunum Þetta, báðu Þeir mig að segja henni að hún ætti að vera kyrr, Því Þeir tóku Þetta sem slæman fyrirboða; aö hún væri að deyja og viö Því væri ekkert hægt að gera. Sjúkling- urinn kvaðst vilja fara og hún virtist hamingjusöm yfir Því. „Ég er að fara. Mamma kallar á mig. Ég er að fara til Guðs.“ Þetta urðu hennar síðustu orð. Fyrir Þetta hafði Þessi sjúkling- ur látið uppi vonir um að hún myndi ná fullri heilsu á ný.“ birtust látnir ættingjar eða vinir og stundum trúarlegar verur, en um fimmtungur sýnanna var af fjar- stöddum lifandi mönnum. Hvað þessar svonefndu trúarlegu verur varðar, fékkst sjaldan nákvæm lýsing á þeim, tíðast var talað um skínandi eða bjartar verur sem menn gáfu svo nafn í samræmi við 'trú sína, kristnir menn nefndu þessar verur Krist eða engla, þeir sem aldir v'oru upp viö önnur ti;úarbrögð notuðu önnur nöfn, en innihald þessarar tegundar sýna virtist okkur mun líkara en nöfnin sem þeim voru gefin. Þannig voru um 80% þessara sýna á banabeði tengd hugsanlegu fram- haldslífi, látnum mönnum og verum annars heims.“ Hjálp yfir landamærin Leiddu þessar rannsóknir eitthvað í ljós um tilgang þessa látna fólks eða þessara vera með því að birtast fólki? „Það var einkenni þéssara sýna, að þetta látna fólk og þessar verur gáfu í skyn eða sögðust vera komnar að sækja viðkomandi sjúkling. Þær ætluðu að vísa honum veginn eða hjálpa honum yfir um, ef ég má taka svo til orða, 75—80% þessara sýna voru þessa eðlis." — Hvernig brugðust sjúklingarn- ir við? , „Yfirleitt brugðust ákaflega vel við þessum sýnum. Mikill meirihlut sjúklinga var fús til fararinnar og þessi reynsla varð mjög oft til þess að viðhorfið til dauðans gjörbreytt- ist. Hins vegar var nokliur hópur, sérstaklega á Indlandi, sem ekki vildi verða við þessari leiðsögn. Ég held að á Indlandi hafi það verið allt aö fjórðungur, sem ekki vildi fara, en það vildu bandarísku sjúklingarnir nær undantekningarlaust." — Funduð þið einhverja skýringu á þessum mun? „Við fundum enga tilhlýðilega skýringu. Við létum okkur detta í hug, að einhver áhrif kynni það að hafa, að Indverjar deyja mun yngri en Bandaríkjamenn. Munurinn á meðalævi þeirra er 15—20 ár. Þessi skýring er þó.ekki fullnægjandi að mínu mati.“ — Þessar sýnir á banabeði; voru þær algengari hjá einum aldurshóp en öðrum? „Nei. Sýnirnar takmörkuðust ekki við aldrað fólk til dæmis. Það var fólk á öllum aldri, sem varð fyrir þessu. Jafnvel börn sáu svona sýnir. Og að sjálfsögðu bæði karlar og konur. Nú er það hugsanleg skýring að hér sé um einhvers konar óskasýnir að ræða, löngun deyjandi manna til að sjá ástvini sína. Ef svo væri sýnist eðlilegt að ætla að sýnir af látnum ættu þá að vera tiltölulega tíðari meðal þeirra sem eru undir áhrifum kunnra ofskynjunarvalda. Svo er þó ekki. Látnir ástvinir komu ekki oftar fyrir í sýnum þeirra sem „Áttatíu og sex ára gamall maður hafði fengið hjartaáfall. Hann sá móöur sína og Jesús koma til sín. Hann talaði til peirra og rétti fram hendurnar. Hann virtist ekki vita af mér hjá sér. Hann talaði við móður sína (hún var látin) eins og hann myndi tala við hana, ef hún stæði Ijóslifandi hjá honum. Og hann sagði: „Jesús, yfirgefðu mig ekki. Ég er að koma.“ Hann lokaði augunum og virtist sofa. Svo sagði hann: „Eg sé Þig. Ég er að koma.“ Svo sneri hann sér við eins og hann liti til einhvers: „Mamma, ég er að koma.“ Síðan sofnaði hann. Sjúklingurinn varð rórri, virtist missa áhugaann á lífinu og dó sólarhring síðar.“ eru undir áhrifum ofskynjunarvalda, þar ber fremur meira á sýnum af lifandi mönnum og verum og atburð- um þessa heims. Svo virtist sem ofskynjunarvaldar minnkuðu fremur en hitt líkindi á sýnum af látnum mönnum og trúarlegum verum, sem og líkurnar fyrir því að þau gæfu beinlínis í skyn að þau birtust til að sækja hinn sjúka mann til annarrar tilveru." Trú á annað líf jók ekki á sýnir — Hvað með áhrif trúar á fram- haldslíf? „Við reyndum að athuga samband trúar á framhaldslíf og sýna. Um þetta var erfitt að afla upplýsinga. I flestum tilfellum vissu læknar og hjúkrunarkonur næsta lítið um þessi viðhorf sjúklinganna. í nokkrum tilfellum fengum við þó nánar upplýsingar og var þá oftast um það að ræða, aö læknir eða hjúkrunar- kona höfðu stundað góðan vin eða sína nánustu. Þar kom í ljós, að 12 sjúklingar, sem ekki höfðu trúað á líf eftir dauðann, urðu samt fyrir þessum sýnum. Um innihald sýn- anna er það að segja að trú á annað líf jók ekki tiltölulegan fjölda sýna af látnum. Með öðrum orðum; fólk trúað á annað líf sá látna menn og lifandi í svipuðu tíðnihlutfalli og þeir sem ekki trúðu á tilveru annars lífs eftir andlátið." — En hvað um þá, sem sneru aftur til lífsins? „Þeir voru mikill minnihluti þess-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.