Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1978 43 Ætlar að halda eitthvað áfram enn um sinn Valbjörn verður 44 ára í sumar og þetta verður hans 27. sumar í keppni. Hann tekur nú ekki þátt í jafn mörgum greinum og áður en ennþá er hann að vinna, nú síðast fyrir örfáum vikum varð hann Islandsmeistari í stangarstökki innanhúss, stökk 4,15 metra. Það er alveg með ólíkindum hvað Valbjörn er ennþá í góðu formi, kominn á þennan aldur. Það má eiginlega segja það sama um Valbjörn og Johnny gamla Walker að báðir eru orðnir gamlir í hettunni „but still going strong". En hvað hefur Valbjörn hugsað sér að verða lengi með ennþá? — Þetta hefur nú verið hálfgert gutl hjá mér tvö síðustu árin. Eg hef ekki æft af neinni alvöru heldur nánast verið eins og trimmari. Ég hef svolítið verið að þjálfa og núna er ég t.d. að þjálfa bráðefnilega stúlku, Helgu Hall- dórsdóttur. Það má eiginlega segja að ég fái beztu þjálfunina við að sýna henni æfingarnar og segja henni til. Nú, ég hef alltaf gaman af að keppa og skelli mér annað slagið með í baráttuna og ég ætla að halda því eitthvað áfram. Vantar húmor í íþróttina — Og að lokum, Valbjörn, þegar þú berð saman frjálsar íþróttir í gamla daga þegar þú varst að byrja og í dag. Eru frjálsíþróttir í framför? — Nei, því miður. ég tel mig geta talað hér af nokkurri reynslu, því ég hef keppt í þessu frá árinu 1951 og var í landsliði frá 1954 til 1976 eða í 22 ár. Það er enginn vafi á því að frjálsíþróttirnar voru miklu skemmtilegri hér áður fyrr. Það var miklu meiri léttleiki yfir íþróttinni þá og margir miklir karakterar, sem stunduðu frjálsar íþróttir. í dag vantar allan húmor í íþróttina. Mend eru alltof einstrengingslegir og einblína um of á kerfin. I gamla daga var æft af krafti þegar æfingar voru en nú er þetta dútl eftir kerfum og farið hugsunarlaust eftir kerfunum í einu óg öllu jafnvel þótt það henti kannski ekki viðkomandi íþrótta- manni. Það er allt öðruvísi fólk, sem stundar frjálsíþróttir í dag en áður fyrr. Mér finnst allt of áberandi sá hugsunarháttur með- al íþróttafólks að krefjast alls af öðrum en minnst af sjálfum sér. Það er heimtuð betri aðstaða af ríki og borg, meiri peningar og svo er þess krafizt að forystumennirn- ir geri hitt og þetta. Þessi heimtufrekja hefur orðið til þess að það er alltaf að verða erfiðara að fá sjálfboðaliða til'að sinna forystustörfum fyrir frjálsar íþróttir. Og ef við lítum á framfarir í frjálsum íþróttum í heiminum í dag sjáum við að við íslendingar höfum ekki fylgt þessari þróun eftir. Þeir einu, sem standa sig eitthvað, eru menn, sem brotizt hafa út úr kerfunum og æfa upp á eigin spýtur, svo sem Hreinn Halldórsson, Erlendur Valdimarsson, Óskar Jakobsson og Vilmundur Vilhjálmsspn. Hér þarf að verða breyting á. Iþrótta- fólkið þarf að æfa minna og markvissara, henda öllum kerfum og umfram allt að hafa gleði og ánægju af íþróttinni og það þarf að gera kröfur til sjálfs sín. Gamli félagarígurinn verður að víkja og menn innan hverrar íþróttagrein- ar eiga að reyna að æfa sem mest saman. Og mikilvægast er að gefast ekki upp þótt á móti blási heldur að bíta bara á jaxlinn og freista þess að gera betur. Þetta gerðum við í gamla dag og reyndist vel. - SS. Á hjólum yfir hafió meó allar vörutegundir: KÆLIVÖRU, FRYSTIVÖRU, STYKKJAVÖRU NÆSTU FERÐIR MS BIFRASTAR Frá Hafnarfirði 29. mars. Frá Norfolk 11. apríl. Skrifstofur: Klapparstig 29. Símar 29066 og 29073 Vöruafgreiösla: Óseyrarbraut 8, Hafnarf. Sími 54422 Opið mán. - föst. kl. 8-19 FERMINGARGJAFIR Skrifborðsstólar styðja vel við bakið á skólafólkinu. 8gerðir. \ Bakpokar^ Nýja „línan" í skólatöskum. Jarðlíkön Margar stærðir. LUXO Iampar4 gerðir. Boihrmtil iKtuvs n WINSOR& NEWTON olíulitasett 4 gerðir. Vasatölvur Margar gerðir. Taflmenn 7 gerðir. f -n ' IVáT J/i ''" ^ :

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.