Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1978 Reyndu reykostinn með ávöxtum - eða hrauðmat. """'V Reykostur er réttnefndur fulltrúi Norðurlanda í ábætisostaflokknum okkar - þakinn dillfræjum og gefið reykbragð með reyksalti. Hvor tveggja ævaforn hefð í norrænni matreiðslu (samanber islenska hangikjötið og sænska gravlaxinn). Jafnvígur á veisluborðinu sem hversdags. • Sérstök stilling fyrir straufrl efni — auðveldari notkun. • BlO-kerfi — lengir þvottatimann fyrir óhreinan þvott. • Ryðfritt stál f tromlu og vatnsbelg — lengri endingartimi. • 3falt öryggi á hurð — örugg fyrir börn. • 3 hólf fyrir þvottaefni og mýkingarefni. • Lósigti að framan — auðvelt aö hreinsa — útilokar bilanir. • Vinduhraði 520 snún/mfn — auöveld eftirmeöferð þvottar. • Vökvademparar — mjúkur, hljóðlaus gangur. • 60cm breið, 55cm djúp, 85cm há. • Islenskur leiðarvísir fylgir hverri vél. Vörumarkaöurinn hf. Armúli 1a — Sími 86117 Electrolux þvottavélin er til á lager á þessum útsölustöðum: AKRANES: Þórður Hjálmarsson, BORGARNES: Kf Borgfirðinga, PATREKSFJÖRÐUR: Baldvin Kristjánsson ÍSAFJORÐUR: Straumur hf., BOLUNGARVtK: Jón Fr Einarsson, BLONDUÖS: Kf. Húnvetninga, SIGLUFJÖRÐUR: Gestur Fanndal, ÖLAFSFJÖRÐUR: Raftækjavinnustofan sf AKUREYRI: Akurvik hí., HOSAVtK: Grlmur og Arni, VOPNAFJÖRÐUR: Kf. Vopnfiröinga, EGILSSTAÐIR: Kf. Héra&sbúa, ESKIFJÖRÐUR: Pöntunarfélag Eskfirftinga HÖFN: KASK, ÞYKKVIBÆR: Friftrik Fri&riksson, VESTMANNAEYJAR: Kjarni sf., KEFLAVtK: Stapafell hf. i;u;< Ti:ou \ wh sh ER MESTSELm MWTTÁ YÉUX ÍS YÍMÓÐ 1 árs ábyrgð Electrolux þjónusta. Hagstæð greiðslu- kjör. Electrolux - Mannlífið er merki- legt i Lundúnaborg fjórar á karlinn í einu, ýmist á hattinn, axlirnar eða útrétta hand- leggina. Hann var mestan tímann að færa dúfurnar af handlegg sér yfir á yngri kynslóðina sem var örlítið óframfærin við að laða fuglinn til sín. Dúfurnar eins __________og búrkettir___________ Einhvern veginn fannst mér að það sem fram fór á torginu væri hálf kyndugt. Þarna koma pabbarnir og mömmurnar með krakkana, láta þau hafa korn í dollu til að gefa fuglunum. Þegar einhver fuglinn bragðar á góðgætinu er instamatic-vélin þegar á lofti og myndum smellt. Kveður þá gjarnan við: „Þetta var fín mynd, við setjum hana í fjölskyldualbúmið." Utaf fyrir sig er það gott að bera umhyggju fyrir dýrunum og gefa þeim bita við og við í harðindum. En dúfurnar á Trafalgar þurfa senni- lega fæstar á aukalegri fóðrun að halda. Þær eru flestar feitar og makindalegar vegna vellystinganna. Þær minna mann flestar á búrketti. Fótboltinn snar Dáttur _________í Þjóðlífinu___________ Knattspyrnan er snar þáttur í brezku þjóðlífi og hefur verið um áratuga skeið þó að uppgangur rugby sé mikill síðustu ár. Má nánast segja að sá sé aumur sem til Lundúna fer á keppnistímabilinu án þess að bregða sér á einn leik. Ég vatt mér á tvo leiki, annan á velli Arsenal og hinn á velli Tottenham. Það var mikil stemmning á ieikjunum, þó að draumalið áhang- endanna væru aftarlega á merinni í keppninni um Englandsmeistaratit- ilinn. Þegar um klukkustundu fyrir leik kvað við söngur, klapp og hvatningarhróp innan af vellinum. Ekki var stemmningin minni utan vallar. Ahangendur stóðu í hópum og hrópuðu slagorð og fyrir utan bjórkrá við völlinn sungu hálf- eða alfullir áhangendur hástöfum. Hvað hafa mennirnir gaman af leiknum svona blindfullir, hugsaði ég með sjálfum mér þegar ég fikraði mig inn í gegnum mannþröngina og upp í sæti. Fyrir utan völlinn, í hornum og skúmaskotum áttu trefla-, húfu- og merkjasalar góðan dag. Athygli mína vakti fyrir utan veggi vallanna að þar voru lögreglumenn í stórum hópum og margir voru á hestum, öllu stærri en þeir íslenzku, til að bregðast við ef eitthvað brigði út af. Lögreglumennirnir á hestunum þrengdu ólmum áhorfendunum í mjóar raðir að inngöngudyrum vallanna. Báðir leikirnir voru ágætlega leiknir, en oft sést þó til skemmti- legri sviptinga í þessari heimsfrægu deild. Það var fróðlegt að virða karlana í kring fyrir sér meðan á. leiknum stóð. Þeir ýmist rugguðu sér fram og aftur eða tóku kippi afturábak og til hliðanna allt eftir því hvað gerðist á vellinum. Maður heyrir mikið talað um óeirðir og læti í sambandi við ensku knattspyrnuna, og varð ég því fyrir hálfgerðum vonbrigðum með leikina að því leyti. A aðeins öðrum þeirra voru menn með einhverja pústra. Þurfti að fjarlægja nokkra ólátaseggi, en mér skildist að það sem þarna gerðist væri fyrir neðan meðallag. Er þetta sérkennilegt því annar leikurinn var svokallað „London-derby“ og áhorf- endur hátt í 50 þúsund. Eins dauöi er ________annars brauð_____________ Eins dauði er annars brauð, segir máltækið. Átti það fyllilega rétt á sér að loknum leikjunum. Vonir margra brustu en á sama tíma fögnuðu aðrir sem þeir hefðu unnið stórt í happdrætti. Vandræði undirritaðs í sambandi við leikina hófust ekki fyrr en að þeim loknum. Þá þustu tugþúsundir manna að næstu neðanjarðarlestar- stöð, og myndaðist þá örtröð og langar biðraðir. Einn var sá sem hafði greinilega gaman af fólks- strauminum að leik loknum á White Hart Lane. Það var heimilishundur- inn í nálægu húsi sem stillti sér út í glugga og virti spekingslega fyrir sér fólkið. Við og við gelti hann og sendi frá sér hijóð, eins og hann væri að láta í ljós velþóknun sína með leikinn og fólkið fyrir neðan. Þar kom að því að maður þurfti að kveðja Lundúnir. Borgin er einstök og mannlífið líka. Af mörgu er þar að taka, en á stuttum tíma kemst enginn yfir mikið. Hversdagsleikinn þar er sérstæður og auðvelt að eyða mörgum stundum í að virða hann fyrir sér. Kannski leitaði maður langt yfir skammt með því að fara til London til að skoða mannlíf. Það er örugglega líka merkilegt allt í kringum mann dags daglega á Fróni. En hvað um það, maimlífið er merkilegt í Lundúna-borg. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐDJU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.