Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 20
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1978 MATTERHORN, Mötn »em Whymper og félagar hana fóru er merkf 5 é myndinni. Matterhorn kfífið í fyrsta sinn árið 1865 Eftir SIGHVAT BLÖNDAHL Þaö fyrsta, sem flestum dettur í hug þegar Sviss kemur upp í hugann er MATTERHORN. Þetta mikla fjall, þó ekki sé það hið hæsta í Sviss, er sá tindur sem langmesta athygli og aðdráttarafl hefur fyrir aðkomu- menn jafnt sem Svisslendinga. Jafnt á þetta við um fjallgöngumenn sem aðra ferðamenn sem til landsins koma. Troðfullar járnbrautarlestir af ferðafólki þjóta jafnan framhjá fjöllunum Weisshorn, Dom og Monte Rose, án þess að þeim sé veitt sérstök athygli, en það eru hæstu tindar Sviss, en um leið og „Hornið“ birtist fyllast menn aðdáun. Flestir ferðamenn koma að fjallinu við Alpabæinn Zermatt í Sviss en einnig er hægt að komast að því frá ítalska bænum Breuil. Við fyrstu sýn virðist aðkomumönnum jafnan sem þetta mikla fjall sé með öllu ógengt og þannig var það ekki klifið fyrr en komið var fram yfir miðja 19. öld, þegar menn fóru í fyrstu að hugsa um það í alvöru, að hugsanlegt væri að komast á tindinn og það var á árinu 1858 sem fjallgöngumenn gerðu fyrstu tilraun til að klífa þennan mikla tind, en það voru nokkrir ítalir sem það reyndu frá ítalska bænum Breuil. Tilraun þeirra mistókst og urðu þeir fljótlega að snúa frá. Svo var einnig með allar tilraunir fjallgöngumanna allt fram til ársins 1865, en frægasta tilraunin á þessum tíma var leiðangur Bretans Thomas S. Kennedy, sem reyndi að klífa tindinn veturinn 1862 en mun erfiðara er um vik að vetrarlagi. Það fór því svo, að Kennedy og menn hans urðu að hverfa frá er þeir höfðu klifið um þrjá fjórðu hluta fjallsins, eins og aðrir á undan þeim. Það var svo í júlímánuði 1865 sem Bretinn Edward Whymper kom til Zermatt með það í huga að klífa Matterhorn, en hann hafði þá áður nokkrum sinnum komið og dvalið við rætur fjallsins til að kynna sér allar aðstæður sem bezt. Til liðs við sig fékk Whymper sjö menn sem voru allt frá algjörum viðvaningum í fjallgöngum í þaulvana garpa eins og Lord Douglas, sem hafði unnið ýmis' afrek á sviði fjallgangna. Félagarnir átta lögðu upp frá Zermatt að morgni hins 13. júlí 1865 á fögrum sumarmorgni. Til að hafa jafnvægi í ferðahraða var hópnum skipt þanng niður í fjallalínur, að einn vanur og einn lítt reyndur voru bundnir saman. Á fyrsta degi var ekki ætlun þeirra félaga að komast mjög hátt heldur að komast að rótum fjallsins á svonefndum Hörnlihrygg, en sá hryggur gengur upp eftir mest öllu fjallinu og skilur að hinn gífurlega bratta norðurvegg fjallsins og austurhliðina, en á seinni árum er það einmitt eftir þessum hrygg sem flestir fjallgöngumenn klífa fjallið. Um hádegi þennan sama dag höfðu fjallgöngumennirnir, fundið ákjósanlegan stað til að tjalda, en tveir þeirra, Croz og Peter gamli, héldu lítið eitt áfram til að kanna aðstæður þar fyrir ofan til að spara tíma daginn eftir þegar áfram yrði haldið. Hafizt var handa um að grafa fyrir tjaldinu sem komið var fyrir á nokkuð hvassri brún, sem endaði í snjóhengju. Um þrjú-leytið þegar Croz og Peter komu til baka að því er virtist mjög æstir, héldu félagar þeirra að þar með væri þessi leiðangur þeirra á enda þar sem ófært væri að halda áfram, en þegar þeir félagarnir komu nær var það önnur saga sem þeir sögðu, þeir höfðu fundið mjög góða leið upp eftir fjallinu, sögðust jafnvel hafa getað farið á tindinn og niður aftur á innan við einum sólarhring. Þetta var því ekki lítil uppörvun fyrir hópinn, sem notaði það sem eftir var dagsins til að undirbúa uppgönguna, þ.e.a.s. taka til ,þá hluti sem nauðsynlegir voru og skilja eftir annað sem ekki þurfti nauðsynlega við til þess að útbúnaðurinn yrði sem léttastur. Þar sem aðeins eitt tjald var með í ferðinni varð það hlut- skipti fimm félaganna að koma sér fyrir um nóttina undir berum himni með ábreiður yfir sér, en það er einmitt sá háttur sem hafður er á í nútímafjallgöngum þar sem ekki er hægt að koma tjöldum við, að fjallgöngumenn koma sér fyrir í svonefndum „biwakk“-skjólpokum sem eru gerðir sérstaklega fyrir þess háttar aðstæður. Rétt fyrir dögun söfnuðust fjall- göngumennirnir allir saman fyrir utan tjaldið og bundu sig saman í fjallalínu, nema hvað einn leiðangursmanna, bróðir Peters, sneri við til Zermatt þar sem hann treysti sér ekki til áframhaldandi ferðar. Það voru því Croz og Peter gamli sem voru leiðsögumenn til að byrja með og innan stundar voru þeir komnir á sjálfan Hörnli- hrygginn og blasti þá við þeim hinn geigvænlegi norðurveggur fjallsins. Er áfram var haldið voru það þeir Hudson og Whymper sjálfur sem voru í forystu þar sem brattinn fór stöðugt vaxandi, en þeir voru ásamt Lord Douglas reyndustu menn ferðarinnar. Undir hádegi voru fjallgöngu- mennirnir komnir í tæplega 4300 metra hæð eða að þeim' stað sem neðan frá sýnist vera algjörlega óklífanlegur, eða þar sem Hörnli- hryggurinn endar raunverulega og nauðsynlegt er að færa sig úr austurhlið fjallsins yfir í norðurhlið- ina. Nú fór gamanið fyrst að kárna, brattinn varð gífurlegur og nú hreyfði sig aðeins einn í einu en hinir voru við öllu búnir ef eitthvað brygði útaf. Þessa síðustu 200 metra voru þeir félagarnir um 5 klukkutíma að klífa, en það seinkaði þeim töluvert mikið að tveir úr hópnum voru algjörlega óvanir og þurftu stöðugr- ar aðstoðar við, en um fimmleytið stóðu þessir sjö fræknu fjallgöngu- menn fyrstir allra á tindi Matter- horns. Á þessum sama tíma er rétt að leiða hugann að þeim sjö ítölsku fjallgöngumönnum, sem fjórum dög- um fyrr höfðu lagt af stað frá ítalska bænum Breuil til að verða fyrstir manna til að klífa þennan mikla tind. En það hafði valdið Whymper og félögum hans miklum áhyggjum og hugsuðu þeir stöðugt um „menn- ina á tindinum", þ.e.a.s. Italana, en þegar upp kom voru þess engin merki að þeir hefðu verið þar á undan og þegar betur var að gáð voru þeir aðeihs 200 metrum neðar í fjallinu á uppleið. Það var Itölunum því geysimikil vonbrigði er þeir sáu Whymper og félaga á tindinum og eftir skamma stund sneru ítölsku fjallgöngumennirnir við og héldu áleiðis niður þar sem þeir höfðu tapað kapphlaupinu. Er Whymper og félagar höfðu dvalið á tindinum í um klukkutíma, notið útsýnisins og komið fyrir fána á stöng var farið að hugsa til niðurferðar. Að síðustu var ákveðið að rita nöfn allra félaganna á blað og setja í flösku til að skilja eftir. Að lokum var ákveðið, til að gæta fyllsta öryggis, að aðeins einn í einu skyldi hreyfa sig á niðurleiðinni, en hinir skyldu vera við öllu búnir. Er félagarnir höfðu farið um 100 metra niður á við varð óhappið, fremsti maðurinn féll og þeim þremur, sem næstir voru honum, tókst ekki að stöðva hann og byrjuðu að falla niður fjallið, en Whymper og Peter gamla tókst að tryggja sig og að stöðva fallið en þá gerðist hið hræðilega, að línan hrökk í sundur og Croz, Lord Douglas, Hudson og Hadow hentust af stað niður kletta- vegginn og varð þar engum vörnum við komið. Hinir þrír, sem éftir voru, Whymper, Peter gamli og sonur hans, stóðu eins og frosnir í sömu sporum í hálfa klukkustund og þorðu þeir Peters-feðgar ekki að hreyfa sig hið minnsta svo skelkaðir voru þeir. Þá tók sonurinn til við að hrópa: „Við erum glataðir, við erum glataðir," og ekki bætti það úr þegar Peter gamli fór einnig að hrópa. Það var svo ekki fyrr en Whymper hafði tekizt að sefa Peter að þeir ákváðu að halda niður á leið. Hægt og sígandi í hálfgerðum hryllingi fikruðu þeir sig áleiðis niður og undir kvöldið gengu þessir ferðlúnu og sorgmæddu félagar álútnir inn í Zermatt, þar sem geysilegur fjöldi fólks beið þeirra. Síðan þetta afrek var unnið eru liðin 112 ár og á þeim tíma hefur gífurlegur fjöldi fjallgöngumanna klifið þettu fallega fjall og er það sennilega nafnkunnasta fjall heims sé Mount Everest undanskilið, en það er hæsta fjall heims. Matterhorn hefur verið klifið frá öllum hliðum og upp alla hryggi þess og meira að segja hefur einn og sami maðurinn klifið alla hryggi fjallsins hvern á fætur öðrum. Sumarið 1976 stigu íslendingar fyrst fæti á tind fjalls- ins, en það voru félagar Hjálpar- sveitar skáta í Reykjavík og litlu seinna nokkrir félagar Hjálparsveit- ar skáta í Vestmannaeyjum, sem það gerðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.