Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.03.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1978 61 Hafnarfirði, tveir synir í Þor- lákshöfn, tveir eru bændur í Arnarfirði, í Bakkadal, næsta dal utan við Hvestudal, og þannig mætti telja áfram. En eru þá ekki barnabörnin orðin þó nokkuð mörg? Jú, það kom á daginn að þau eru ekki færri en börnin, jafnvel heldur fleiri sögðust þau halda og ekki var farið lengra út í þá sálma. En nú var búið að gera skil kaffi og kökum og þá var að líta á húsakost: Bjarni lýsti honum með nokkrum orðum um leið og við gengum um: „Við búum hér í húsi sem reist var um aldamótin og á sama tíma eða um svipað leyti voru reist þrjú hús sömu gerðar hlaðin en viður í sperrum og þaki og kom hann tilsniðinn frá Noregi. Með húsunum kom einnig maður til að setja þau upp og tók það ekki marga mánuði og ég held að ég geti fullyrt að þessi hús séu með þeim rammbyggðari sem þá gerðust. Utihús voru hér lítil er ég tók við og hófst ég handa um byggingu þeirra svo það er fyrst nú komið að okkur sjálfum, en ég er langt kominn með að reisa hús yfir okkur svona í ellinni." Ekki er nú að sjá nein ellimörk á þeim hjónum eða merki um að þau hafi unnið hörðum höndum um ævina, en verkin sýndu það þó. Fjárhús er nú fyrir um 500 fjár með hlöðu áfastri, fjósið er einnig áfast og súrheysturnar eru ekki færri en þrír, en aðallega segist Bjarni verka í súrhey fyrir kýrnar. í fjósinu mátti einnig sjá nokkur hross. „Þau eru nú svo sem ekki notuð ýkja mikið, svolítið við smölun, en annars verðum við aðallega að hlaupa á eftir fénu.“ Nú er komið að íbúðarhúsinu nýja og er það ekki minna en 150 fermetrar og í kjallara undir því hefur hann bíla- og véla- geymslu. Ekki vildi Bjarni neinu spá um það hvenær þau myndu flytja í húsið, en eftir á að múrhúða að innan og ganga að öðru leyti frá því. Enn er ekki allur húsakostur upptalinn, en það er lítil heimilsisrafstöð. Kynt er upp með rafmagni á Fremri-Hvestu og í hlíðinni rétt ofan við bæinn er lítið hús og lágreist, sem hýsir þessa stöð og hefur Bjarni unnið að breyting- um, sem gerir vatnsöflun til hennar öruggari og eftir þá breytingu á stöðin að geta annað allri raforkuþörf heimilisins og búsins. Drekkur dýrustu mjólk En hvernig er háttað mjólkur- flutningum héðan? „Héðan er flutt mjólk þrisvar sinnum í viku til Patreksfjarðar, en ég er eini mjólkurbóndinn hérna megin Arnarfjarðar og ekki eru eftir nema einn eða tveir norðan fjarðarins. Því má telja líklegt að við hér drekkum dýrustu mjólk sem hægt er að fá. Þessi mjólkursala hófst á árinu 1958 en áður voru kýr hér á hverjum bæ.“ Veður var sæmilegt þessa dagstund sem blm. staldraði við í Hvestudal, en ekki var mikið um sól. „Sólin, já, hana sjáum við ekki í nokkra mánuði á vetri, eða frá því um 20. eða 22. október og kemur hún aftur. 16. febrúar. Aður fyrr fannst okkur hún endilega sjást einum degi seinna og viljum því halda að hún hafi fært sig fram um einn dag og sennilega er skaparinn að hugsa um blómin hjá konunni," sagði Bjarni, en hún hefur vægast sagt búið vel að þeim hvað varðar alla blómarækt, enda sagðist Bjarni ætla að koma upp smágróðurhúsi við nýja húsið. Þá er komið að lokum þessar- ar heimsóknar og rabbsins við þau hjónin í Hvestudal, hjón sem ekki hafa talið það eftir sér að reisa stórbú og byggja það upp frá grunni og koma 15 börnum til manns. FERDASKRIFSTOFAN URVAL Eimskipafélagshúsinu simi 26900 Sólarlandaferð fyrir25.0001o: útborgun Ferðaskrifstofan Úrval hefur nú tekið upp sérstakt afborgunarkerfi til að gera sem flestum kleift að njóta úrvalsferða til sólarlanda. Ef þú greiðir 25.000 króna innborgun fyrir þann 1. maí næstkomandi geturðu fengið að greiða eftirstöðvarnar með fimm jöfnum afborgunum eftir heimkomu þína. Meðalverð á 2ja vikna sólarlandaferð Kr. 115.000.00 Innborgun — 25.000.00 Eftirstöðvar Kr. 90.000.00 Mánaöarleg afborgun ca Kr. 19.000.00 Tilboð þetta stendur til 30. apríl 1978 í sólarlandaferðir farnar í apríl, maí, júní og júlí. Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu okkar. Þinn bíll 15. apríl n.k., - sértu hinn heppni áskrifandi Dagblaðsins. Verðmæti er 4.4 miljónir króna. Gerstu áskrifandi að Dagblaðinu strax í dag. Áskriftarsími 27022. Opið til 10 í kvöld. BIAÐIÐ frjálst, aháð dagblað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.