Morgunblaðið - 30.03.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1978
29
Unniö aö eftirliti viö F-4 þotu
V arnarliðið
fær nýjar þotur
Hitasaekiö flugskeyti
Vegna fyrrnefndrar takmörk-
unar á fjölda starfsmanna,
koma fjölskyldur þeirra sem
sendir eru til starfa við 57.
flugsveitina yfirleitt ekki hing-
að til lands. Það þýðir að menn
fást síður til starfa um lengri
tíma en 2 ár og oftast aðeins í
lágmarkstíma sem er eitt ár.
Það veldur þannig frekari erfið-
leikum að alltaf eru að koma
nýir menn sem þjálfa þarf við
aðstæður hér og aðrir eru að
búa sig til brottfarar að dvöl
lokinni hér.
Það má með sanni segja að
yfirmaður flugsveitarinnar R.J.
Slowey hefur elcki setið auðum
höndum það tæpa ár sem hann
hefur dvalið hér.
Ekki er að efa, að það er mjög
mikilvægt fyrir' íslendinga að
einmitt þessi flugsveit skuli
vera staðsett hér og vonandi
kunna landsmenn að meta það
sem skyldi
Stefán Sa'mundsson
Radar flugskeyti
Um þessar mundir er að koma
til landsins fyrsta flugvél af
gerðinni F-4 E Phantom, og á
þessu ári er ráðgert að 57.
flugsveit bandaríska flughersins
skipti á eldri gerð af Phantom
og noti eingöngu hina nýju gerð.
Þetta markar tímamót í sögu
þessarar flugsveitar, sem hefur
verið staðsett hér á Keflavíkur-
flugvelli síðan 1954. Fram til
ársins 1973 voru notaðar flug-
vélar af gerðinni F-102A Delta
Dagger, en þá tóku við F-4
fiugvélar sem flugsveitin fékk
til afnota fyrst allra orrustu-
flugsveita í bandaríska flug-
hernum.
1973 hafði flugsveitin haft
afskipti af 1000 flugvélum í
nágrenni landsins sem ekki
höfðu tilkynnt flug sitt fyrir-
fram til flugstjórnarmiðstöðva
og stofnuðu þannig öllu farþega-
flugi í hættu með nærveru sinni.
í 011 þessi skipti var um að ræða
rússneskar herflugvélar.
í viðbragðsstöðu
Hvort sem er að degi eða
nóttu og í hvaða veðri sem er,
ösla tvær F-4 þotur út úr
flugskýlum sínum innan fimm
mínútna frá því að merki er
gefið um að óþekkt flugvél
nálgist landið sem þurfi nánari
athugunar við.
Boð um slíkar flugvélar ber-
ast oft frá stöðvum í Noregi eða
frá radarflugvélum á flugi, svo
pg frá radarstöðvum hér á
Islandi. Greina má slíkar flug-
vélar í a.m.k. 400 km fjarlægð,
en F-4 flugvélarnar geta farið
þá vegalengd á rúmum 5 mínút-
um. Þetta svarar til flugs yfir
þvert Island með um 2500 km
hraða á klukkustund. Flugþol
þotnanna er 3 klst., sem við
góðar aðstæður endist til 3700
km flugs.
Flugskeyti F-4
flugvélanna
Tvenns konar flugskeyti geta
F-4 flugvélarnar borið, en að
auki hefur hin nýja gerð F-4E
fallbyssu. Flugvélarnar geta
samtímis borið 4 „Sidewinder“
hitasækin flugskeyti og/eða 4
„Sparrow" radarstýrð skeyti.
F-4 þoturnar eru þannig
vopnaðar til að geta barist við
skip, kafbáta og flugvélar, en
geta þar að auki grandað
mörgum tegundum flugskeyta.
Radarbúnaður þotnanna er einn
sá fullkomnasti sem til er, enda
■~ór
R.J. Slowey, yfirmaöur flug-
sveitarinnar.
Hvað gerir
57. flugsveitin?
Flugsveitinni er ætlað það
hlutverk að verja Island sem
aðila í Nato svo og að sjá um
könnunarflug á stóru svæði
umhverfis ísland. Þegar árið
Ur fundarsal flugsveitarinnar
hald vélanna einnig mun erfið-
ara, svo oft þarf að leggja nótt
við dag til að endar nái saman.
Nú skyldi maður halda að
þetta kæmi niður á afköstum og
hæfni flugsveitarinnar, en hver
er réyndin?
Viðurkennd færasta
orrustuflugsveit
Bandaríkjahers
Á hverju ári er einni flugsveit
Bandaríkjahers veitt verðlaun
fyrir alhliða bestu frammistöðu
á öllum sviðum starfsemi sinn-
ar. Síðasta ár fékk 57. flugsveit-
in þessa viðurkenningu og má
slíkt undrum sæta miðað við
aðstæður. Það er augljóst að í
þessa flugsveit hljóta að veljast
bestu starfsmenn sem völ er á
innan bandaríska flughersins.
Skemmst er þess að minnast að
þegar valdir voru geimfarar hjá
NASA, höfðu margir þeirra
einmitt starfað hér með þessari
flugsveit.
ræður það nákvæmni flugskeyt-
anna og er að auki eitt af
siglingatækjunum.
Ein flugvél af gerðinni F-4C
kostar um 4 milljónir dollara
eða einn milljarð króna, en hér
eru 13 slíkar flugvélar.
Starfslið 57.
flugsveitarinnar
Sveitinni er sniðinn mjög
þröngur stakkur hvað snertir
fjölda starfsfólks vegna tak-
markana á heildarfjölda þeirra
sem vinna hér á vegum hersins.
Þessi flugsveit er nærri fjórð-
ungi mannfærri en samsvarandi
flugsveit annars staðar. Ekki er
þar með öll sagan sögð, því
veðurskilyrði hér eru með ein-
dæmum léleg fyrir þjálfunar-
flug þeirra 15 flugmanna og 15
kerfisfræðinga sem skipa áhafn-
ir flugvélanna, þannig að erfitt
er að halda þeim í þjálfun í
samræmi við þær kröfur sem
gerðar eru.
Þessi veðrátta gerir allt við-