Morgunblaðið - 01.04.1978, Síða 1

Morgunblaðið - 01.04.1978, Síða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK 65. tbl. 65. árg. LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1978 Prentsmiöja Morgunblaösins. Carter kom í gær- kvöldi til Nígeríu Rio de Janoiro. Lhros. NÍKoríu. 31. marz. AP. Routor. JIMMY Cartcr Bandaríkjaforscti var va'ntanlcsur til Lagos í Nígeríu laust eftir miðnætti. aðfararnótt laugardags. Hann mun dvelja í Nígcríu í þrjá daga og túlka sórfræðingar það svo að með því að vera þar lengst allra staða í þessari för sinni vilji hann leggja áherzlu á mikilva-gi þess að efld verði tengsl Nígeríu og Bandaríkjanna. Hann mun eiga mjög mikilvæga fundi með Obas- anjo hershöfðingja. þjóðhöfðingja Nígcríu meðal annars um verð á olíu og leiðir sem finna megi til að styrkja vináttu og samvinnu Bandarikjanna og Nígeríu. í fyrra lauk formlega langri fjand- semi sem rfkt hafði millum Nígeríu og Bandaríkjanna. Talið er fullvíst að Carter sem þar með verður fyrstur banda- rískra forseta til að fara í heimsókn til Svörtu Afríku, muni fuilvissa Obasanjo hershöfðingia Framhald á bls. 26 Nemendurnir voru barðir Plumtroo. Rht>dosíu. 31. marz. AP. UM 300 hlakkir nemendur sem ska'ruliðar ra ndu úr trúboðs- skóla skammt frá Plumtree í Rhódesiu komu aftur til for- eldra sinna í dag og sögðu frá því hvernig skæruliðarnir hefðu barið þá með byssuskeft- um og sparkað í þá með þungum hermannastígvélum þegar þeir neyddu nemendurna til að ganga 30 kílómetra vegalengd inn í Botswana. Um 100 nemendur til viðbótar komu aftur frá Botswana seinna í dag. með byssum ættu að fara til Botswana þar sem þeir ættu að segja embætt- ismönnum að þeir vildu gerast sjálfboðaliðar í skæruliðaher ZAPU, hreyfingar Joshua Nkomo er hefur bækistöð í Zambíu. Alls voru 432 nemendur numdir á brott og samkvæmt bráðabirgðatölum ákváðu 30 nemendanna og sex kennarar af átta sem var rænt með þeim að verða um kyrrt i Botswana. Embættismenn í Botswana yfir- heyrðu alla nemendurna og kennarana og spurðu þá hvort þeir vildu snúa heim. Þeir sem Framhald á bls. 26 Nemendurnir voru á aldrinum 10 til 19 ára. Sumir þeirra ældu og féllu í yfirlið af þreytu á göngunni og þeir fengu hvorki vott né þurrt í þær 40 klukku- stundir sem þeir voru á valdi skæruliðanna. Sylvester Mapfungautsi, 18 ára nemendi, skýrði frá því að 10 eða 12 vopnaðir skæruliðar hefðu ruðzt inn í Tegwani-trú- boðsskólann á miðvikudags- kvöld og miðað byssum á nem- endurna. Þeim var sagt að þeir Móðir fagnar ungri dóttur sinni. einni af fjögur hundruð börnum og kennurum. sem var ra'nt frá Tegwane-skólanum í Plumtree í Rhódesíu í fyrradag. en síðan skilað aftur í ga'r, föstudag. utan þrjátiu. sem sagt var að hefðu kosið að vera um kyrrt. hið ömurlegasta. Olían þekur þar strend- ur og hefur valdið hörmulegri eyðilegg- ingu á sjávargróðri og fuglar deyja svo tugþúsundum skiptir. Hér sjást tveir þeirra sem vinna við björgunarstörfin með fáeina af þeim fuglum sem hafa drepizt í þessu mikla slvsi. Sadat er sagður hinn gramasti við ísraela — en vill ekki „skella í lás” Kairó. Tel Aviv. Tyre. ANWAR Sadat Egypta- landsforseti mun nú á næstu dögum gefa Carter Banda- ríkjaforseta skýrslu um við- ræðurnar við Weizmann Dómur yfir Moro fallinn? llamborg. 31. marz. AP. VESTUR-þýzka blaðið Bild Zeit- ung sagði í dag a því hefði síðdegis föstudag borizt bréf sem sagt var frá fulltrúum Rauðu herdeildarinnar og hefði í bréfinu verið fullyrt að „alþýðudómstóll- inn hefði kveðið upp dómsorð sitt yfir Aldo Moro.“ Aftur á móti var ekki skýrt frá því hvernig það hofði hljóðað. en sagt að á sínum Framhald á bls. 26 varnarmálaráðherra ísra- els. Weizmann kom heim í dag og varð enginn árangur af ferð hans, enda hafa ísraelar ekki verið fáanlegir til að breyta afstöðu sinni í neinu. Er talið öruggt að Sadat sé nú hinn gramasti vegna ósveigjanleika ísra- ela, en hann muni engu að síður reyna áfram að gæta þess að gera ekkert það sem gæfi ísraelum ástæðu til að skella hurðinni í lás, eins og komizt er að orði. í kvöld birtist viðtal við Gur hershöfðingja, yfirmann herráðs Israels þar sem hann segir að ísraelum hafi verið kunnugt um að Palestínuhryðjuverkamenn myndu leggja til atlögu en ísraelar hafi ákveðið að láta ekki til skarar skríða gegn stöðvum þeirra vegna þess að þær hafi verið á þéttbýlu svæði og óttast hafi verið að það myndi kosta líf hundruða eða þúsunda óbreyttra borgara ef lagt hefði verið til atlögu gegn þeim. Framhald á bls. 26 Franskir hafrannsóknasérfræðingar vinna nú af krafti við könnun á flaki oiíuskipsins Amoco Cadiz og reyna að komast að því hvort nokkur olía sé enn í skipinu. Nú hafa um 220 þús. tonn af hráolíu runnið úr skipinu, sem skráð er í Líberíu og er ástandið á Brittannyströnd Methalli veikir dollarann enn London. 31. marz. AP. Reutcr. DOLLARINN snarlækkaði á gjaldeyrismörkuðum í Evrópu í dag þegar tilkynnt var um metgreiðsluhalla í Washington. Ilallinn á viðskiptajöfnuði Bandaríkjanna í febrúar nam 4,5 milljörðum dollara en hefur áður Barre falið að mynda stjóm á ný París. 31. marz. Reutor. VALERY Giscard d'Estaing Frakkiandsforseti fól í kvöld Raymond Barre fráfarandi íor- sætisráðherra að mynda nýja ríkisstjórn. Var beiðni íorseta birt sjö klukkustundum eftir að Barre og rfkisstjórn hans höfðu sagt af sér svo sem við hafði verið búizt. Ekki kom það heldur á óvart að Barre skyldi á ný falin stjórnarmyndun. Þegar Frakklandsforseti féllst fyrr um daginn á lausnarbeiðni Barres fór hann sérstaklega lof- samlegum orðum um störf hans og ríkisstjórnar hans. Flokkar þeir sem aðild áttu að síðustu ríkisstjórn og styðja for- seta fengu 291 sæti í kosningunum af 491 sæti. Enda þótt Barre hefði lítt fengizt við stjórnmál áður er talið að hann hafi átt drjúgan þátt í sigri miðflokkanna. Hann var nú kjörinn á þing fyrsta sinni, fyrir Lyonsborg. Barre hefur fengið lof fyrir að hafa tekizt að halda verðbólgu í Frakklandi undir 10% á ári og Framhald á bls. 26 orðið mestur 3.6 milljarðar doll- arar í júní 1977. Ilallinn nam 2.4 milljörðum dollara í janúar og jafnvel hinir svartsýnustu höfðu ekki búizt við að hallinn mundi aukast svona mikið á einum mánuði. En halli hefur verið á greiðslujiifnuðinum 21 mánuð í röð Fréttin getur komið af stað nýrri atlögu gegn dollaranum, sem hefur verið tiltölulega stöðugur í hálfan mánuð, þótt talið sé að ef bandaríski seðlabankinn geri rót- tækar ráðstáfanir til stuðnings dollaranum megi afstýra nýju hættuástandi. Greiðsluhalli Bandaríkjanna hefur verið ein helzta ástæðan fyrir hnignun dollarans. í Evrópu hefur stjórn Carters forseta verið Framhald á bls. 26 Hua og Teng til Thailands Peking. 31. marz. Reuter. KRIANGSAK Chamanand. forsæt- isráðherra Thailands. kunngerði í dag að þeir Hua Kuo Feng forsætis-' ráðherra Kína og Teng Hsiao Ping aðstoðarforsætisráðherra hefðu þekkzt boð um að koma þangað í heimsókn. Kriangsak hershöfðingi sagði frá þessu á blaðamannafundi sem var haldinn við lok Kínadvalar hans. Hafði hann eftir Teng að hann mýndi koma á næsta ári en ef til vill gæti Hua formaður komið á þessu ári. Ymsir samningar voru gerðir milli Thailands og Kína meðan á heim- sókn Kriangsaks stóð og m.a. um aukna samvinnu á sviði vísinda og tækni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.