Morgunblaðið - 01.04.1978, Síða 10
LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1978
Næst lá leiðin til Hans Petersen, Nóatúni 21.
Adolf Karlsson afhenti þar Ijósmyndavél, sem
framkallar myndirnar sjálf og gaf Öldu síðan
nokkur holl ráð varðandi ljósmyndun, svo sem
að halda myndavélinni kyrri, er tekin væri
mynd.
peteisen
Svo sem venja hefur verið undanfarin ár ákváðu nokkur fyrirtæki í
Reykjavík í samvinnu við Morgunblaðið að heiðra fyrsta barn ársins og
foreldra þess. Fyrsta barnið fæddist, eins og kunnugt er, á sjúkrahúsinu
á Sauðárkróki 18 mínútum eftir miðnætti á nýársnótt. Var það stúlka 18
merkur að þyngd og 51 cm að lengd.
Móðir telpunnar, Alda Valgeirsdóttir frá Ási í Hegranesi, brá sér til
Reykjavíkur fyrir skömmu og heimsótti dag einn fyrirtækin 13 sem um
er að ræða. Voru henni afhentar veglegar gjafir og er ekki að efa að fyrsti
þjóðfélagsþegninn 1978 mun njóta góðs af þeim í framtíðinni.
Morgunblaðsmenn slógust í för með Öldu þegar hún veitti gjöfunum
viðtöku, og eru myndirnar hér á síðunni teknar við þau tækifæri.
‘wt. í -%
Þá var komið við í Skartgripaverzlun Jóns og
Óskars að Laugavegi 70. Alda valdi sér þar
vandaða veggklukku að gjöf, en fyrsti
þjóðfélagsþegninn 1978 fékk silfurhnífapör
með myndum af Mikka mús og Andrési önd og
myndaramma úr silfri. Sögðu þeir félagar Jón
(t.h.) og Óskar að sams konar hnífapör hefðu
verið gefin barnaspítala Hringsins og hefði þá
brugðið svo við að matarlyst sjúklinganna
jókst um helming.
Fyrst lá leiðin í Kjötmiðstöðina við Laugalæk,
þar sem Hrafn Bachman afhenti Öldu veglega
matarkörfu. „Þú hefur þá nóg að gera í dag,“
varð Hrafni að orði við það tilefni.
Það er stutt að fara frá Laugavegi 70 til númer
20, en þar er Karnabær með eina a£ verzlunum
sínum. Eftir langa umhugsun ákvað Alda að
velja sér Akryl-peysu, í ljósbrúnum lit, og
gallabuxur af nýjustu gerð, náttúrulega bláar.
Hér á myndinni þakkar Alda Grími Bjarnasyni
fyrir sig, íklædd skrúðanum.
Ránargötu 29, a, sími 25896.
í svo til miðju Bankastrætinu er
Mæðrabúðin og þar afhenti Ásta
Jónsdóttir fyrir hönd Blábers
laglega barnakerru, sem brjóta má
auðveldlega saman. Ætti því ekki
að væsa um fyrsta barn ársins,
þegar það fer í gönguferð með
móður sinni.
LJOSMYNDAVORUVERSLUN
LAUGAVEGI 1 78 SIM! 8581 1
Suðurlandsbraut 8
Við Laugaveg 178 er ljósmynda-
stofa Mats Wibe Lund til húsa og
þangað var haldið næst. Mats
afhenti Öldu þar gjafabréf upp á
ókeypis ljósmyndun af telpunni og
foreldrum hennar, sem og litlu
telpunni heiðursskjal fyrir góða
frammistöðu hjá ljósmyndaranum.
Úr Kjötmiðstöðinni lá leiðin upp í
Fálkann við Suðurlandsbraut 8.
Guðmundur Karlsson í reiðhjóladeild-
inni afhenti Öldu þar snotran barna-
stól, svo litla telpan ætti að geta setið
til borðs.
V C' 'v- ;-5