Morgunblaðið - 01.04.1978, Qupperneq 15
MORGUNBLÁÖIÐ. LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1978
15
Opid bréf til Ellerts B.
Schram alþingismanns
í tilefni af umræöum þínum um
þingfararkaup nú á alþingi í vetur,
langar mig til að senda þér
nokkrar línur. Og meö því, að ég
hef aldrei haft geð til þess að klípa
utan úr hlutunum, eða tala af
neinni tæpitungu, gæti svo, verið
að brokkgengur þætti ég á því
skeiðsvelli, s'em hugur manns yfir
rennur, í mörgum þenkingum hins
almenna borgara um áthafnir
ykkar þingmanna.
Þú segist ekki fara dult með þá
skoðun þína, að þér finnist laun
þingmanna ekki hafa verið nógu
rífleg. — I fyrsta lagi myndu
þingmenn ekki sækjast eftir illa
launuðu starfi. — í öðru lagi
myndu menn sækjast eftir öðru
starfi með þingmennskunni, og í
þriðja lagi væri lífsnauðsyn að
launin séu góð til að koma í veg
fyrir að þingmenn þurfi að standa
frammi fyrir freistingum um það,
að á þá sé borið fé.
Ég er hins vegar ekki í nokkrum
vafa um það, að miðað við allt
ábyrgðarleysi vinnu og aðstöðu
þingmanna væri ekki nokkur
minnsti vandi að fá tvo ganga af
þingmönnum — jafnvel fyrir þau
laun og fríðindi sem giltu fyrir
þessa síðustu kauphækkun ykkar,
og jafnvel allt upp í þrjá ganga,
svo vinna mætti þar á þrískiptum
vöktum, ef þurfa þætti.
I öðru lagi sé ég ekki að
þingmenn séu nokkuð ofgóðir til
að vinna fyrir sér á annan
mannlegan hátt með þingmennsk-
unni, minnsta kosti yfir hábjarg-
ræðistímann — en að vera eins
konar, eins og áður var talið,
þurfalýður á ríkisframfæri. Sé ég
heldur ekki annað en t.d. bændur
sem eru þingmenn stundi búskap
sinn á sumrin, en vel að merkja,
á fullri ríkisframfærslu á launum.
Myndu þeir ekki gera það ná-
kvæmlega jafnt, þótt þeir hefðu
milljón á mánuði í þingfararkaup.
Flestir aðrir þingmenn munu
einnig dunda við eitthvað utan
þingtímans, og sé ég á því engan
mun, hvort sem hinn svo kjarna-
ríki gyltuspeni ríkisfjárhirslunnar
mjólkar þeim þetta mikið eða hitt.
Fríðindi ykkar þingmanna, sem
þið sjálfir hafið í jötu ykkar lagt
af almannafé, eru þá einnig og
ekki síður umtalsverð, og manni
finnst nærri því stundum fyrir
neðan velsæmi heiðarlegra manna
að þiggja. Það er ekki einu sinni
að þeir þurfi að éta fyrir kaupið
sitt, Svo sem flestir aðrir, heldur
er þeim gefið að éta þar fyrir utan,
og að auki hafa frítt húsnæði, ljós
og hita, margir hverjir, síma um
allar jarðir fyrir ekki neitt, og
þurfa aldrei að borga undir
sendibréf, en sem rúsínu í allan
pylsuendann, mega þeir fljúga um
allar jarðir 24 sinnum á ári fyrir
ekki neitt. Þessir höfðingjar búa
svo til þær lostætu eða hitt þó
heldur sætabrauðsreglur
að
sonur mmn, sem sækja varð
atvinnu suður á Stokkseyri til að
verka þar útflutningsverðmæti
allan veturinn, fékk fyrir náð og
miskunn að draga frá vegna
ferðakostnaðar í atvinnu kr. 5000,
en 15 þús. krónurnar, sem hann
taldi fram, og engan veginn dugðu
þó fyrir ferðakostnaðinum, voru
strikaðar út, auðvitað allt eftir
þeim reglum, sem þið „illa laun-
Jens í Kaldalóni
uðu“ höfðingjarnir á alþingi settu.
En hvað sem þó um kaup ykkar
óbreyttu þingmanna má segja, er
þá hitt sínu hroðalegra að líta yfir
launatekjur og fríðindi ráðherr-
anna. Ég ætla þó ekki að tíunda
þær hérna, en með hliðsjón að
þeim ósköpum sem þeir þurftu af
starfskröftum sér til aðstoðar á
árinu 1976, fyrlr utan alla sína
föstu starfskrafta, var á því ári
hvorki meira né minna en 2.232
menn í 432 nefndum, sem kostuðu
litlar kr. 161.190.269.
Það er að sjálfsögðu á mæli-
kvarða okkar kotbænda nokkuð
stórt í sniðum ríkisbúið okkar
Islendinga, enda sýnist manni að
fjósamennirnir á því séu nokkuð
margir, og ekkert við nögl skorið
þar mannahaldið. Það er heldur
ekki örgrannt um, að manni
finnist einn og einn þingmaður
hafa dottið í nefndarkrár, með allt
uppundir milljón í tekjur þar — að
ég ekki nefni þá sem fram úr
skara, og eru með á þriðju milljón
í nefndartekjur, og sjálfsagt ekki
of vellaunaður seðlabankastjórinn
okkar með þar á aðra milljón.
En svo virðist ekki bera sig
betur ríkisbúskapurinn en svo,
þegar upp er staðið, að það verður
að taka lán hjá hjúunum sínum —
eins konar sparimerki — eins og
af unglingunum, til að fylla upp í
að geta borgað næsta árs kaup. En
það verður líklega ekki fyrr en þið
alþingismenn eruð búnir að sam-
þykkja fóðurbætisskattinn sem
hagstjórnartæki á búskap þjóðar-
búsins, að efnin glæðast svo, að
sparimerkjainnlánin verði með
góðu móti hægt að greiða.
Nei, Ellert minn Schram. Þótt
það sé langt frá því, að ég beini
öllum þessum árásarspjótum til
þín persónulega, það dettur mér
ekki í hug, þá verður bara að
segjast hreint og beint, að óráðsía
ykkar þingmanna á stjórnun þessa
lands er orðin skelfileg. Þingmenn
sem geta núið því um nasir allra
blaðamanna á Islandi, að það sé
illa menntuð stétt, og léleg að
gildi, fyrir það eitt að bera fram
þann heilaga sannleika, að alþing-
ismenn ráði kaupinu sínu sjálfir.
Alþingismenn sem leyfa sér að
setja þau þrælalög gagnvart
nokkrum þegnum þjóðar sinnar,
og mismuna þeim á jafn svívirði-
legan hátt og þann, að svipta þá
með lagaboði ákvarðanarétti eigna
sinna, eins og þið gerðuð gagnvart
bændum. Ráðherra sem skrifar
undir launasamninga opinberra
starfsmanna upp á tugi milljarða
króna, með þeim ummælum að það
geti ekki staðist, slíkir menn eiga
ekki að rífast um kaup sitt og
hlunnindi. Þeir eiga að afhenda
forseta lýðveldisins lykilinn að
alþingishúsinu og viðurkenna van-
mátt sinn til að stjórna þjóðarbú-
inu. En að öðrum kosti að hrista
af sér slenið, rísa úr öskustónni og
sameinast um það sem einn maður
að reisa þá rafta til veglegrar
reisnar, sem nú virðast liggja
niðurbrotnir sem rusl á haug, láta
sjá, að þeir séu menn til þess og
þess umkomnir að andæfa skútu
sinni úr þeim ólgusjó óráðsíu og
sundurlyndis heilli í höfn, svo að
fagnaðarbylgja funi um þjóðarlík-
amann eftir þann hryllingsrosa,
sem óneitanlega hefur nætt um
framvindu allra mála að undan-
förnu. Til þess buðust þið alþingis-
menn af fúsum og frjálsum vilja,
að stjórna því fleyi, sem við
köllum í líkingum hina íslenzku
þjóð, og í þeirri einföldu trú að það
mætti ykkur takast og þið væruð
til þess menn, gaf þjóðin ykkur
umboð, en að bregðast því trausti
umbjóðenda sinna er að mínu mati
svo stórt mál og örlagaríkt, að
undrum sætir, að sömu mennirnir
skuli leyfa sér að biðja um slíkt
umboð aftur, ef þið ekki reynist
þeim vanda vaxnir, að til farsælla
lykta megið þið því verki ljúka, svo
að viðunandi verði. Ég held t.d. að
þið alþingismenn verðið að skilja
það, að útilokað er að nokkurt
fyrirtæki geti borið það uppi með
venjulegum rekstri að borga
23—30% vexti af allri þeirri
óhemjukrónutölu sem velta verður
til hinna smæstu hluta, hvað þá
heldur hinna stærri. Ef þið sjáið
enga leið haldbærari til að tryggja
sparifé þjóðarþegnanna en að
leggja þessar óbærilegu dráps-
klyfjar á alla þá sem á lánum
þurfa að halda, sem þó jafnvel
ekki duga til raungildis höfuð-
stólsins, hvað þá að um raunvexti
sé að ræða, held ég, að að því geti
komið, að þetta verði það haft, sem
geti riðið öllu starfi til sjálfsbjarg-
ar að fullu.
Þann 20. febrúar skrifar þú hina
ágætustu grein í Morgunblaðið um
verðbólgiidrauginn. Þar segir þú:
Niðurstaðan verður sú, að fæstir
leggja trúnað á það sem sagt er og
stjórnmálamenn minnka enn í
áliti fyrir einhliða málflutning.
Þetta er ekki í ósvipuðum dúr og
ég hef verið að ræða hér að
framan, og er þessi grein þín mjög
svo málefnaleg. Einnig i sama
blaði er grein eftir Jónas Haralz,
bankastjóra, sem virkilega ber
vott um skynsamlega yfirvegun,
enda þótt einnig að leiðarahöfund-
ur sá er hann minnist á hafi
nokkuð til síns máls. En það er
merkilegt að vitandi vits, og af
flestum af yfirlögðu ráði, skuli hin
mest ráðandi þjóðfélagsöfl vinna
beinlínis á móti þeim óbrigðulu
lögmálsfræðum, sem grundvallast
á stöðugu verðlagi.
Með bestu kveðju.
Jens í Kaldalóni.
KEFLAVÍK — SUÐURNES
Mallorca
Ibisa
Portúgal
Jóhann Ingi Gunnarsson
fararstjóri Úrvals verður til
viðtals um val sólarlanda-
ferða og sýnir litskugga-
myndir. Laugardaginn 1.
apríl kl. 10—12 f.h. og
14—17 e.h., ískrifstofu
Nesgarðs Faxabraut 2.
FEROASKR/FSTOFAN
URVAL
Eimskipafelagshusinu simi 26900
Suðurnesjaumboð:
Nesgaröur h.f.,
Faxabraut 2,
Keflavík, sími 3677.
CHRYSLER
SIMCAI00^
SUÐURLANDSBRAUT 10. SlMAR: 83330 83454
Viltu selja, viltu skipta,
viltu nýjan eða viltu notaðan bíl?
Við höfum úrval af notuðum bílum og nýjum í okkar glæsilega sýningarsal.
Viðskiptavinir okkar, geta hreinsaö bílinn sinn innan dyra sér að
kostnaðarlausu. Komiö til okkar strax í dag, ef ekki til annars, en aö skoða
húsakynnin. Getum bætt við bílum á söluskrá.