Morgunblaðið - 06.04.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.04.1978, Blaðsíða 1
69. tbl. 65. árg. FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Weizman alltaf velkomirai SADAT EGYPTALANDSFORSETI á fundi í Kaíró í dag. Hann lýsti sig ánægðan með stefnu Bandaríkjastjórnar í Miðasturlöndum, en vildi ékki láta í Ijós hvort hann teldi Begin forsætisráðherra ísraels vera Þránd í Götu friðarumleitana. AP-símamynn Kaíró. Tel Aviv. WashinKton. 5. apríl. AP. Reuter. SADAT Egyptalandsforseti sagði í dag í Kaíró, að hann væri mjög ánægður með afskipti Carters Bandaríkjaforseta af deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs og að Bandaríkjamenn væru ekki leng- ur milligöngumenn í deilunni heldur þátttakendur að samning- unum. Sadat, sem flutti í dag ræðu á f undi með erlendum blaða- og háskólamönnum í Kaíró, vildi ekki láta uppi hvort hann teldi Begin forsætisráðherra ísraels persónulega standa í vegi fyrir friðarumleitunum á svæðinu, en sagði að Weizman varnarmála- ráðherra væri „alltaf velkominn" til Kaíró til viðræðna. Sadat kvartaði í ræðu sinni undan því hve ísraelsmenn væru ósveigjanlegir og hefðu þeir ekki horfið frá gömlum hugmyndum sínum enda þótt Egyptar hefðu breytt um viðhorf. Dayan varnarmálaráðherra ísraels kom í kvöld til Tel Aviv að lokinni heimsókn til Rúmeníu og viðræðum við Ceausescu um alþjóðamál og ástand í Miðaustur- löndum. Dayan segir Anwar Sadat forseti komuna að viðræðurnar í Búkarest hefðu verið sér kærkomið tækifæri til að útskýra stefnu stjórnar sinnar fyrir eina kommúnistarík- inu sem hefði stjórnmálasamband við ísrael. Sagði Dayan að Ceausescu nyti nokkurrar sérstöðu meðal þjóðarleiðtoga heima og væri mikils virði að hann þekkti til stefnu Israelsmanna frá fyrstu hendi, en Ceausescu mun væntan- lega á næstunni fara í ferðir til Kína og til nokkurra Arabaríkja. Alfred Atherton aðstoðarutan- ríkisráðherra Bandaríkjanna og sérlegur sendimaður Carters for- Framhald á bls. 26 Hefur ekki tekið afstöðu Washington. 5. aprfl. AP. Reuter. CARTER Bandaríkjaforseti hefur enn ekki tekið afstöðu til þess hvort nifteindasprengjan verður framleidd fyrir bandaríska herinn, að því er talsmaður forsetans sagði í dag. Hann sagði að allt tal um annað væri markleysa, en undanfarna daga hafa gengið um það sögur, að Carter hafi ákveðið að beita sér gegn því að sprengjan verði tekin í vopnabúr Bandaríkj- anna og að Hans Dietrich Gensch- er utanríkirráðherra V-Þýzka- lands, sem var í heimsókn í Washington, hafi reynt að telja hann af þeirri ákvörðun. Átti að smygla konu frá Sovét? Helsinki. 5. apríl. AP. FINNSK blöð hafa velt því fyrir sér undanfarna daga hvort handtaka tveggja Svía í lítilli flugvél í síðustu viku hafi kollvarpað þaulskipu- lagðri áætlun þeirra um að smygla sovézka verkfræðingn- um og andófskonunni Ludmiiu Agapova úr landi í Sóvétríkj- uniim. Látið hefur verið að því liggja f blöðum f Finnlandi að Hans-Göran Wickenberg sem árið 1971 reyndi að smygla sex ára gamalli stúlku út úr Tékkóslóvakíu til foreldra sinna hafi staðið á bak við þessa áætlun. Finnska rannsóknarlögregl- an skýrði frá því á þriðjudag að tveir sænskir þegnar hefðu verið handteknir fyrir að hafa brotið flugreglur við landa- mæri Finnlands og Sovétríkj- anna en þeir hefðu flogið flugvél sinni af gerðinni Piper Cup 18 inn fyrir landamæri Sovétríkjanna og síðan aftur inn í lofthelgi Finna. Hafi annar Svíanna, s'á er vélinni flaug, verið með tæp tvö prómill alkóhóls í blóðinu. Framhald á bls. 27 Hætta á nýju borg- arastríði í Líbanon Beirút. Tel Aviv, New York. 5. apríl AP. Reuter. LEIÐTOGAR múhameðstrúar- manna og kristinna hægri sinna f Lfbanon vöruðu við því í dag, að borgarastyrjöldin í landinu kynni að blossa upp að nýjii ef ekki yrði tryggilega gengið frá hverjir færu með yfirráð í S-Líb- anon eftir að herlið ísraelsmanna hverfur þaðan. Róttækar hreyf- ingar Palestínuaraba hótuðu því einnig f dag að ráðast á gæzlu- sveitir Sameinuðu þjóðanna ef sveitirnar létu það ekki afskipta- laust að ráðizt væri á herlið ísraels. Áreiðanlegar heimildir hjá Sameinuðu þjóðunum sögðu í dag, að vegna þess hve ótraustur Brezhnev fylgist með heræfingum Moskvu. 5. aprfl. Reuter. AP. BREZHNEV forseti Sovétríkj- anna fylgdist í dag með mjög umfangsmiklum heræfingum sovézka hersins við landamæri Kína, sem litið er á sem svar Sovétmanna við þeirri ósk Kín- verja að fækkað verði í hinu fjölmenna herliði Sovétríkjanna við landamærin. Fylgdist Brezhnev með því, er fótgönguliðssveitir, skriðdrekar og flugvélar tóku þátt í orrustu sem sett var á svið skammt frá borginni Khabarovsk sem er aðeins um 40 kílómetra frá landa- mærum Kína og ánni Ussuri, þar sem allmargir sovézkir og kín- verskir hermenn féllu í landa- mæraskærum árið 1969. Talíð er að Sovétmenn hafi 43 stórar herdeildir á þessum slóðum eða alls um hálfa milljón hermanna. Að loknum æfingum óskaði Brezhnev hermönnunum til hamingju með góða frammistöðu og vel heppnaðar æfingar, og hrósaði þeim fyrir „frábæra skot- fimi með öllum tegundum vopna". Þessi ferð Brezhnevs er fyrsta langferð hans út fyrir Moskvu um langt skeið og þykir bera vott um bætt heilsufar hans. Með honum í förinni var Ustinov varnarmála- ráðherra. Heræfingarnar sem Brezhnev fylgdist með þykja í aðra röndina vera nokkur ögrun við Kínverja en þeir fóru þess á leit fyrir nokkru við Sovétstjórnina að teknar yrðu upp viðræður um bætta sambúð milli rikjanna samhliða því sem fækkað yrði í her Sovétríkjanna við landamærin. líbanski herinn væri og vegna innbyrðis átaka í röðum Palestínu- manna og ósveigjanleika ísraels- manna yrði hlutverk gæzlusveita S.Þ. mjög flókið 'og erfitt. Gæti gæzluliðið átt það á hættu að verða fyrir skothríð í þeim bardög- um sem enn geisuðu í landinu þótt litlir væru. Af þessum sökum og til að ráða betur við hlutverk sitt kynni svo að fara að fjölga þyrfti Framhald á bls. 26 Páfagarður andvíg- ur skiptum á Moro og hryðjuverkamönnum Róm. Torino. 5. aprfl. AP. Reuter. MÁLGAGN Páfagarðs, Osservatore Romano, tók í dag undir afstöðu ítölsku ríkisstjórn- arinnar um að ekki kæmi til greina að skipta á hryðjuverka- mönnum „Rauðu herdeildanna" svokölluðu og Aldo Moro fyrrver- andi forsætisráðherra jafnvel þótt það gæti kostað hann lífið. Sagði blaðið, að þessi afstaða byggðist m.a. á þeim siðferðilegu og pólitfsku gildum sem Moro sjálfur tryði á, enda þótt þeirra sæist ekki merki í "bréf um þeim sem Moro er sagður hafa skrifað f prfsundinni og sent kollegum sínnm í ftölskum stjórnmálum. Páll páfi VI. sagði sl. sunnudag, að Páfagarður væri þess albúinn að hafa milligöngu um samninga við ræningja Moros og stjórnmála- menn úr ýmsum flokkum hafa lýst sig reiðubúna að standa fyrir því að kaupa Moro frelsi með greiðslu lausnargjalds án þess að ítalska ríkið þurfi að koma þar nærri. Allir flokkar í ítalska þinginu eru hins vegar sammála um, að ekki komi til greina að semja um að skipta að Moro og hryðjuverka- mönnum. Við réttarhöldin í Torino í dag Framhald á bls. 26 Frakkland: Stjórnin er nær óbreytt París. 1». aprfl. Reuter. AP. RAYMOND Barre forsætis- ráðherra Frakklands myndaði í' dag nýja ríkisstjórn í landinu og lagði ráðherralista sinn fyrir Giscard d'Estaing for- seta. Engar verulegar breyt- ingar hafa verið gerðar á stjórninni, utan það að Barre lætur nú af fjármálaráðherra- Framhald á bls. 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.