Morgunblaðið - 06.04.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.04.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. APRÍL W78 Kann m j ög vel við^ mig í þessu starfi r S r — segir fyrsti kventjollvörðurinn á Islan KVENFÓLK er sífellt að hasla sér völl í atvinnugreinum par sem karlmenn hafa áður verið einráðir. Nú hefur fyrsti kventollvöröurinn tekið til starfa, 23 ára gömul Reykjavíkurstúlka, Jóhanna Guð- bjartsdóttir. — Ég kann mjög vel við mig í þessu starfi, sagöi Jóhanna þegar Mbl. sló á þráöinn til hennar í gær þar sem hún var viö vinnu á Tollpóststofunni í Reykjavík. Jóhanna kvaöst hafa sótt um starfiö á s.l. hausti en áður vann hún viö almenn skrifstofustörf á Tollpóst- stofunni. Hún sagöist hafa fengið starfið og heföi hún fljótlega hafiö nám í Tollskólanum og gengiö vel. — Frá því ég lauk námi í fyrri hlutanum hef ég unniö viö ýmislegt í tollipum til þess aö kynnast sem flestu, bæöl í vöruskoöuninni og skiþaskoöuninni. Þetta er skemmti- legt og fjölbreytt starf en ekki líkamlega erfitt en hins vegar þarf maður aö leggja á sig töluvert bóklegt nám, sagði Jóhanna. Konur hafa áöur starfaö viö farþegaskoöun á Keflavíkurflugvelli er Jóhanna er fyrsta konan, sem pegnir starfi tollvarðar viö Tollgæzlu Islands. Jóhanna við störf sín í Tollpóst- stofunni í gær. Ljósm. Mbl. Kristján. 6 félög hafa boðað verkföll í útskipun Vinnuveitendasambandi ís- lands höíðu í gærdag borizt verkfallsboöanir varöandi vinnu í útskipun til út* flutnings frá eftirtöldum félögum. Vöku í Siglufirði írá og með 12. þessa mánaðar, Verkalýðs- félagi Akraness frá og með 13. þ.m., Verkalýðsfélagi Vest- mannaeyja frá og með 12. þ.m., frá Verkalýðsfélagi Raufarhafnar frá og með 13. þ.m. og Verkamannafélaginu V egaskemmd- ir norðanlands HLÝVIÐRIÐ hefur valdið örum leysingum og vatna- vöxtum víða um land. Nokkuð var farið að bera á vegaskemmdum norðanlands. Aö sögn vegaeftirlitsmanna voru vegaskemmdirnar aðallega í Eyjafirði. Þar þurftu vegavinnu- menn að vinna í alla fyrrinótt við að koma niður ræsum og um tíma lokaðist vegurinn við flugvöllinn á Akureyri og þurfti að setja þar niður aukaræsi. Á Vestfjörðum var unnið kapp- samlega við að verja vegina skemmdum með því að ræsa út vatn og einnig var sömu sögu að segja frá Þórshöfn, þar sem voru miklar leysingar og menn voru í óðaönn að moka úr ræsum. Þá símaði fréttaritari Mbl. í Lengsta gæzlu- varðhaldið enn framlengt GÆZLUVARÐHALD manns er setið hefur inni í 90 daga vegna rannsóknar víðtæks fíkniefna- máls var í ga>r enn framlengt um 10 daga. Gæzluvarðhaldsúrskurði þessum var ekki áfrýjað. Gæzlu- varðhald manns þessa er orðið hið lengsta sem hér þekkist í tengslum við fíkniefnamál. Siglufirði og kvað þar nú snögg- leysa snjóa. Brögð væru að því að tekið væri að flæða inn í bílskúra sem stæðu í hlíðinni og með stórvirkum vinnuvélum hefði verið unnið að því í gær að hreinsa götur bæjarins en á þeim hefðu verið svellalög allt upp í 3 fet. Dagsbrún í Reykjavík frá og með 13. þ.m. Verkalýðsfélagið Frami á Seyðisfirði hefur annars vegar boðað verkfall varðandi út- skipun á loðnumjöli og fiski- mjöli frá og með 7. þ.m. en sú verkfallsboðun er liður í kjara- deilu manna sem hafa unnið við útskipun á mjöli á liðnum árum en á þessari vertíð tóku loðnuverksmiðjurnar á Seyðis- firði upp nýja aðferð við útskipunina, sem felur í sér að hafnarvinnumenn fá ekki jafn hátt tímakaup og áður tíðkað- ist. Hins vegar hefur Frami boðajð verkfall við vinnu á útskipun á frystum fiski frá frystihúsunum frá og með 10. apríl n.k. Heildsölufyrirtæki kært til verðlagsdóms: Hagnaðist um sjö millj. umfram það sem leyfilegt var EMBÆTTI verðlagsstjóra hefur kært heildsölufyrirtækið John Lindsay hf í Reykjavík til Vcrð- lagsdóms fyrir of háa heildsölu- álagningu á 6 mánaða tímabili á árinu 1977 en samkvæmt gögnum embættisins lagði fyrirtækið á tæpar 7 milljónir króna umfram það sem vera átti samkvæmt leyfilegri álagningu. Embætti verðlagsstjóra hefur nú um nokkurra mánaða skeið haft þetta fyrirtæki til athugunar Verður lok- unartíma skemmtistað- anna breytt? FÉLAG gisti- og veitingahúsaeig- enda hefur óskað eftir því að endurskoðun fari fram á reglum varðandi lokunartíma skemmti- staða. Að því er Baldur Möller, ráðuncytisstjóri í dómsmáiaráðu- neytinu, sagði í viðtaii við Mbl., fara veitingahúsaeigendur fram á að afnumin verði sú regla, að dyrum veitingahúsa skuli jafnan lokað kl. 11.30, eins og nú er, heldur megi hafa húsin opin svo lengi sem húsrúm leyfir og þar til skemmtistöðunum er lokað, ýmist kl. 1 eða 2. Að því er Baldur sagði hefur ráðuneytið sent erindi þetta áfram annars vegar til umsagnar borgar- ráðs með tilliti til lögreglusam- þykktar borgarinnar og hins vegar til áfengisvarnaráðs, sem er um- sagnaraðili með tilliti til reglu- gerðar um vínveitingar. Eftir því sem fram kemur í útdrætti fund- argerðar borgarráðs frá því í fyrradag hefur bréfið verið lagt þar fram en afgreiðslu þess frestað. Að því er Baldur Möller sagði eru áratugir síðan ákvæðið um lokun skemmtistaða kl. 11.30 kom inn í lögreglusamþykkt Reykjavíkur. eða allt frá því að það kom fram við reglubundið eftirlit s.l. haust að ekki var allt með felldu hjá fyrirtækinu. Fékk embættið allar sölunótur hjá fyrirtækinu og voru þær bornar saman við staðfesta verðútreikninga, sem sendir höfðu verið embættinu. Við samanburð- inn kom í ljós að í mörgum tilvikum hafði fyrirtækið haft töluverðan hagnað umfram það sem leyfilegt var og nam hann sem fyrr segir tæpum 7 milljónum króna á tímabilinu júní til nóvem- ber 1977 að báðum mánuðum meðtöldum. Georg Ólafsson verðlagsstjóri staðfesti það í samtali við Mbl. í gær, að umrætt fyrirtæki hefði verið kært til Verðlagsdóms en vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Guðjón Hólm, framkvæmda- stjóri John Lindsays, sagði í samtali við Mbl. í gær, að honum væri alls ekki kunnugt um hvernig mál þetta væri vaxið, enda hefði honum ekki verið birt nein kæra. Hitt gæti hann fullyrt, að þarna Framhald á bls. 27 Siglufjörður: Nú skal byggja yfir dæluna SIGLFIRÐINGAR búa nú aftur við hitaveitu, pví að skipt var á nýjan leik yfir á heita vatnið sl. föstudag pegar fyrir lá, að engin alvarleg bilun hafði orðið á aöaldælunni í Skútudal Þrátt fyrir snjóflóðið. Nú snöggleysir snjóa í Siglufirði, að sögn Snorra Björns Sigurðssonar, bæjarritara, og ef svo fer fram sem horfir er ekki talin mikil hætta á enn einu snjóflóðinu á þessum slóöum. Strax og tækifæri gefst í sumar er ætlunin aö gera ráöstafanir til að byggja svo tryggilega yfir búnaðinn að frekari snjóflóð í Skútudal valdi ekki slíkri röskun sem Siglfirðingar hafa undanfariö mátt búa við í hitaveitumálum. A tlan tshaf sf lu gið: Pan American auglýs- ir 146 dollara f argjald Lægsta fargjald Flugleiða er 180 dollarar MIKILLA breytinga er vænzt á fluginu yfir Atlantshafið í kjölfar samninga bandartskra og brezkra yfirvalda um að flugfélög geti nú boðið ýms afsláttarfargjöld milli 16 borga í Bandarfkjunum og staða handan Atlantshafsins, en til þessa hefur aðeins verið unnt að bjóða slík fargjöld til og frá New York. Fargjaldastríðið á Atlantshafsflugleiðinni fcr stöðugt harðnandi og eru lægstu fargjöld áætlunarflug- félaga svokölluð „Budget„-far- gjöld. sem eru nú 256 dollarar fram og aftur milli London og New York, og Pan American auglýsir nú slik fargjöld aðra leiðina á 146 dollara. Lægstu fargjöld Flugleiða yfir Atlants- hafið til Luxemborgar eru nú 180 dollarar önnur leiðin- Fargjöld Laker Airways eru nú 245 dollarar fram og aftur. Þessi Budget-fargjöld eru háð þeim skilyrðum, að kaupa verð- ur farmiða með þriggja vikna fyrirvara og segir farþeginn þá til um í hvaða viku hann vill fljúga. Með sjö til tíu daga fyrirvara lætur flugfélagið far- þegann svo vita um brottfarar- dag og stund. Fargjöld Flug- leiða, sem nefnd eru kjarafar- Rekstrarfyrirkomulag Hótel Borgar óbreytt SÓTT heíur verið um leyfi Thorlacius til vínveitina í til handa Steinunni gisti- og veitingahúsinu Hótel Borg, en fyrrum veitingamaður hússins og hótelstjóri, Pétur Daníels- son, lézt sem kunnugt er fyrir nokkru. Málið kom til umsagnar borgarráðs nú sl. þriðjudag og mælti það ekki á móti umsókn- inni en endanlega af- greiðsu hlýtur umsóknin í dómsmálaráðuneytinu. Að sögn Arons Guðbrandssonar, eins af aðaleigendum Hótel Borg- ar, hefur Steinunn starfað lengi á Hótel Borg eða sl. 10—12 ár og hin síðustu var hún hægri hönd Péturs heitins Daníelssonar. Frá andláti Péturs hefur hún annast daglegan rekstur hótelsins í samráði við eigendur, Qg sagði Aron að því hefði verið talið rétt að hún hefði vínveitingaleyfið. Aron sagði, að ekki væru fyrirhug- aðar neinar breytingar á rekstri Hótel Borgar að sinni. Hins vegar væru nú tveir af 4 aðaleigendum nýlega látnir og hinir tveir teknir að reskjast, svo að óvíst væri hvað yrði þegar lengra liði frá. gjöld, eru háð þeim skilyrðum, að mesti fyrirvari á bókun er 42 tímar fyrir brottför frá Luxem- burg og 48 tímar fyrir brottför frá Bandaríkjunum. Farþegar Laker Airways verða að kaupa miða sína á brottfarardetri. Með harðnandi samkeppni hefur gildissvið þessara sér- stöku afsláttarfargjalda stækkað mjög og auglýsir Pan American þau nú til og frá ýmsum borgum á meginlandi Evrópu, en í Mbl. í gær birtist einmitt frétt um deilur vegna Budget-fargjalds Pan Am milli Berlínar og New York.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.