Morgunblaðið - 06.04.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.04.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1978 3 Útflutningsbannid: Þegar frystigeymslur fyll- ast stöðvast frystihúsin og verkafólk og sjó- menn missa vinnuna LJÓST er að útflutningsbann það, sem boðað hefur verið, mun ekki bitna mikið á íslenzk- um útflutningsfyrirtækjum, ef það stendur ekki lengi. Islenzku fiskiðnaðarverk- smiðjurnar í Bandaríkjunum eiga þó nokkrar birgðir, sem endast munu í nokkrar vikur. Um saltfiskútflutning er það að segja, að ekki er gert ráð fyrir miklum útskipunum á næstunni, en ef bannið verður lengi getur það spillt fyrir útskipunum til Spánar. Morgunblaðið kannaði einnig í gær hvort mikið af loðnumjöli ætti að fara utan á næstunni. Svo mun ekki vera og í allflestum tilvikum hljóða mjöl- samningar upp á „óviðráðanleg atvik“, og verða seljendur því ekki fyrir beinu tjóni, þótt afskipunum seinki, en verkföll teljast til óviðráðanlegra atvika. Virðist því, sem út- flutningsbannið muni fyrst bitna á verkafólki og sjómönn- um úti á landi, þvi þetta fólk missir vinnu sína um leið og geymslur frystihúsanna fyllast en víða og þá sérstaklega á smærri stöðum eru geymslur litlar. „Boðuð stöðvun á útflutning bitnar fyrst og fremst á fisk- vinnslufyrirtækjum, þar sem annar atvinnurekstur mun yfir- íeitt geta haldið áfram án verulegra truflana a.m.k. fyrst um sinn,“ sagði Eyjólfur Isfeld Eyjólfsson forstjóri Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna, þeg- ar Morgunblaðið ræddi við hann. „Við höfum séð til þess, að verulegar birgðir af fiski eru nú í helztu markaðslöndum okkar, og sem betur fer mun þetta verkfall því ekki leiða til óbætanlegs tjóns á mörkuðun- um næsta mánuðinn eða tvo. Þar sem fiskbirgðir eru nú einnig verulegar í frystihúsun- um, en geymslurými flestra þeirra er takmarkað, þá mun bann á útflutningi hins vegar leiða til stöðvunar margra frystihúsa eftir 1—2 vikur. Af því leiðir þá einnig að starfs- fólkið verður atvinnulaust og þá um leið sjómenn á fiskiskipum. Talað er um að í slíkum tilvikum gætu einstaka staðir gefið undanþágu frá út- flutningsbanni. Því miður eru litlar líkur til að hægt sé að skipuleggja afskipanir á fryst- um fiski til markaðslandanna með slíku fyrirkomulagi," sagði Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson. Morgunblaðið hafði samband við nokkra forráðamenn frysti- húsa úti um land í gær. Sögðu þeir að áður en útflutningsbann- ið skylli á, yrði vafalaust reynt að flytja eins mikið út og mögulegt væri. Því miður væri ástandið víða þannig, að frysti- geymslur væru litlar og því myndu frystihúsin stöðvast fljótlega. Stöðvun þeirra þýddi einfaldlega, að starfsfólk hús- anna og sjómenn yrðu atvinnu- laus. A þessu fólki myndi útflutningsbannið fyrst og fremst lenda. Sumir forráðamenn húsanna sögðu, að einstaka frystihús myndu á næstunni aðeins taka við afla eigin skipa, til að geta haldið þeim gangandi sem lengst, og væri því hætt við að einhver hluti flotans myndi stöðvast fljótlega. Ennfremur væri hætt við að handfæra- veiðar frá méstu handfæra- verðstöðunum eins og Neskaupstað, Bolungarvík, Patreksfirði og Húsavík hæfust ekki strax vegna útflutnings- bannsins. Ennfremur væri ljóst, að frystihúsin gætu ekki tekið við skólafólki til vinnu á næstunni vegna bannsins. Allt leiddi því til þess, aö út- flutningsbannið myndi fyrst og fremst bitna á fjölskyldum verkamanna og sjómanna. „Mér virðist að boðað út- flutningsbann muni ekki hafa alvarleg áhrif á einstaka stöðum alveg strax, en samt eru til undantekningar, “ sagði Sigurður Markússon fram- kvæmdastjóri sjávarafurða- deildar Sambandsins, þegar Morgunblaðið ræddi við hann. „Mér er efst í huga hvaða áhrif útflutningsbannið hefur á viðskiptasambönd okkar. Á s.l. ári var yfirvinnubann og verk- föll í 9 vikur hér á landi. Það olli miklum óþægindum hér, en þó jafnvel enn meiri hjá viðskipta- vinum okkar erlendis. Þegar svona nokkuð gerist, missum við tiltrú. Við fáum slæmt orð á okkur fyrir að afgreiða vörur aldrei á réttum tíma, eins og raunar fleiri þjóðir í Evrópu hafa á sér, “ sagði Sigurður ennfremur. Þegar hann var spurður um hvort útflutningsbannið hefði mikil áhrif á starfsemi Iceland Products í Bandaríkjunum sagði Sigurður, að hann ætti ekki von á að neinir erfiðleikar yrðu í rekstri fiskréttaverksmiðjunnar á næstu vikum. Það væri frekar annar þáttur í starfsemi fyrir- tækisins, sem menn hefðu áhyggjur af. Iceland Products seldi flök og fleiri fiskafurðir beint til kaupenda í þeim umbúðum, sem þau kæmu í frá Islandi. Ef kaupendur fengju ekki sínar pantanir afgreiddar á réttum tíma, þyrftu þeir að snúa sér annað, og aðalkeppinautar væru Kanadamenn, Danir og Norðmenn og jafnvel Færeying- ar. Þessir samkeppnisaðilar okkar hefðu ekki orðið fyrir þeim truflunum sem íslenzku fyrirtækin hefðu orðið fyrir síðustu misserin. Valgarð J. Ólafsson fram- kvæmdastjóri hjá Sölusambandi ísl. fiskframleiðenda sagði þegar Morgunblaðið ræddi við hann, að í byrjun næstu viku ætti að skipa út litlu af saltfiski til Spánar, en hætt væri við að fresta yrði einhverju af afskipunum, ef til útflutnings- bannsins kæmi. „Allt sem tefur afskipanir getur komið afar illa við okkur, því þá hætta kaupendur hrein- lega að treysta okkur. Þeir bíða með tugi manns í þurrkhúsun- um erlendis til að ganga frá blautfiskinum á markað og verða því að leita annað eftir fiski, ef við bregðumst," sagði Valgarð. Jón Reynir Magnússon fram- kvæmdastjóri Síldarverksmiðja ríkisins sagði þegar rætt var við hann, að á tímabilinu frá 15. apríl til 15. maí ætti að afskipa 5700 lestum af mjöli frá SR, og færi stærsti hluti þessa mjöls til Irans og Portúgals. Jón kvað SR ekki verða fyrir tjóni þótt til útflutningsbannsins kæmi, þar sem í samningum væri talað um „óviðráðanleg atvik“ og flokk- aðist verkfall, stríð, vélarbilun skipa, veðurofsi o.fl. undir þessa klásúlu. Roskin skipst jórafrú hlaut D AS-húsið V Pétur Sigurðsson alþingismaður afhendir Lovísu Halldórsdóttur DAS-húsið á tröppum þess síðdegis í gær. — Ljósm.i RAX Baldvin Jónsson og Pétur Sigurðsson ásamt Lovísu Halldórsdóttur og dætrum hennar við afhendingu DAS-hússins í gær. EINS og fram kom í Morgunblaðinu í gær hlaut Lovísa. Ilalldórsdóttir. Bergstaðastræti 71, DAS-húsið að Hæðarbyggð 28 í Garðabæ, er dregið var í 12. flokki happdrættisins. Forráðamenn Happdrættis Dvalarheimilis aldraðra sjómanna afhentu frú Lovísu hið 35 milljón króna hús síðdegis í gær og var Lovísa að vonum ánægð með vinninginn. Lovísa er kona Þórðar Hjörleifs- sonar togaraskip- stjóra, sem nú ligg- ur veikur í sjúkra- húsi. Að sögn Pét- urs Sigurðssonar, formanns Sjó- mannadagsráðs og Happdrættis DAS, er Þórður einn þeirra skipstjóra sem hefur verið heiðraður fyrir sjó- mennsku á sjó'- mannadaginn. Var hann einn þeirra, sem heiðraðir voru fyrir nokkrum árum. Pétur kvað Þórð vera einn af fremstu togarasjó- mönnum landsins, sem á stríðsárunum hafði verðið mikið í siglingum. Með frú Lovísu, þegar hún tók við vinningnum, voru tvær dætur hennar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.