Morgunblaðið - 06.04.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.04.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. APRIL 1978 Dr. Jón Sæmundur Sigurjónsson hagfræðingur: Erfitt er að skilgreina hug- takið atvinnuleysi, svo að við- hlítandi sé og algilt. Oftast fer það eftir þjóðfélagsgerð og fyrirkomulagi atvinnuleysis- trygginga í hverju landi fyrir sig, hvað upp er á teningnum hverju sinni í þeim efnum. Til eru dæmi um lönd, þar sem atvinnuleysi er skilgreint svo þröngt, eins og t.d. í Sviss, eða yfirleitt ekki skilgreint, eins og t.d. í Sovétríkjunum, að ætla mætti að þessi lönd hafi náð einstökum árangti í baráttunni við atvinnuleysið, enda þótt fjöldi manna sé í reynd við engin eða einungis fánýt verkefni. Ýmist vantalið ... í Sviss, þai* sem fjórði hver vinnandi maður er erlendur ríkishorgari, komast einungis Svissíendingar á atvinnuleysis- skrá og það aðeins í mjög takmarkaðan tíma, Einungis þeir, sem þiggja atvinnuleysis- bætur og eru á viðkomandi skrá eru taldir þar atvinnulausir. Þeir, sem missa rétt til þessara bóta áður en atvinna gefst, verða að lifa á sparifé sínu eða sveitastyrk og teljast ekki leng- ur til atvinnuleysingja. Ef er- lendur ríkisborgari missir at- vinnu sína í Sviss fær hann engan stuðning og er gert að hafa sig á brott og kemur aldrei til með að fylla hóp atvinnuleys- ingja þar í landi. I Sovétríkjunum er atvinnu- le.vsi einfaldlega ekki til skv. lögum, sem breytir þó engu um þá staðreynd, að allstór hópur manna þar er án starfs og verulegur fjöldi fólks er hafður í fánýtum störfum. Deila má um, hvort uppbyggilegra sé fyrir viðkomandi að ganga til starfs, sem bæði hann og aðrir sjá að er gagnslaust og fánýtt eða hreinlega þiggja bætur frá viðkomandi stofnun meðan á atvinnuleysi stendur. ... eða oftalið________ Á hinn bóginn eru svo til dæmi um lönd, þar sem atvinnu- leysi er í raun minna en tölur benda til. Hér á Islandi þekkjum við þess dæmi, þótt ekki sé víðar leitað, að atvinnuleysisbótaþegi neitar boðnu starfi, ef hann metur langtímabætur meir en tímabundið starf. Á þýzka vinnumarkaðnum eru á þriðju milljón útlendinga, sem allir eiga rétt á bótum við missi atvinnu sinnar. Af einni milljón skráðra atvinnuleysingja í Þýzkalandi eru um 10% útlend- ingar. Tala starfandi útlendinga í landinu er meira en helmingi hærri en tala atvinnulausra Þjóðverja. Á sama tíma voru um tvö hundruð þúsund lausar stöður í landinu. Landfræðileg skipting og kunnáttukröfur koma í veg fyrir það að hægt sé að setja allar þær stöður. Það er því hugsanlegur möguleiki þar sem þannig stendur á, að lausar stöður geti jafnvel verið fleiri, en sem nemur tölu atvinnu- lausra, þ.e.a.s. þar sem kerfi atvínnuleysistrygginga verndar menn við því að taka hvaða stöðu sem laus er og í boði er og veitir þeim jafnframt rétt, til að þiggja aðeins þá stöðu, sem er í samræmi við þekkingu þeirra og starfsgrein og í þolanlegri ná- lægð við heimili þeirra. Atvinnuleysi er því ákaflega teygjanlegt hugtak, sem virðist að mestu leyti háð þjóðfélags- gerð. Tilveruréttur atvinnuleys- istrygginga er ótvíræður og nauðsynlegur, en hvorki er ástæða né þörf að fara hér nánar út í þá sálma. Helztu verkefni slíkrar stofnunar eiga eða ættu að vera atvinnusköpun og atvinnutrygging, atvinnu- miðlun og svo í síðasta lagi greiðsla bóta meðan á atvinnu- leysi stendur. Sérstaða Þróunarlandanna Það mætti halda, að þróunar- löndin væru því algjör gósen- lönd fyrir atvinnuleysistrygg- ingar, því eitt helzta vandamál þessara landa er hið yfirþyrm- andi atvinnule.vsi, sem tröllríður þessum löndum. Rannsóknar- nefndir frá Alþjóða vinnumála- stofnuninni, I.L.O., í Genf hafa oftlega staðfest beint atvinnu- le.vsi í þróunarlöndunum, sem nemur langt yfir 20% allra vinnufærra manna. í allsherjar- rannsókn, sem gerð var í Kólumbíu á seinni hluta síðasta til skógar og þarf að burðast um máttfarinn og lasburða, er ekki vinnufær. Þetta er einfaldur vítahring- ur, sem þó segir sína sögu. Vitað er, að fæðuskortur getur haft langvarandi áhrif á einstakling- inn. Barn vannærðar móður fæðist í flestum tilfellum með einhvers konar skemmdir, sem marka það út lífið. Það fæðist langt undir meðalþunga og skortir mikið á í þroska. Magn og tími framboðs móðurmjólkur er minni hjá slíkri móður, en það er í flestum tilfellum eini möguleikinn fyrir ungabörn að fá hin nauðsynlegu eggjahvítu- Jón S. Sigurjónsson. t Hugleiðingar um atvinnuleysi — með sérstöku tilliti til vanda þróunarlandanna Erindi flutt á fundi hjá Rótarýklúbbi Reykjavíkur áratugar reyndist þriðji hver vinnufær maður atvinnulaus. Vandamál skilgreiningar at- vinnuleysis í þróunarlöndunum er nokkuð annars eðlis en í þróuðum löndum. Þar er nauð- syn nánari skilgreiningar í beint eða opið atvinnuleysi og svo falið — sýnilegt eða ósýnilegt — atvinnuleysi. Opið eða beint atvinnuleysi í þróunarlöndunum er skv. hinum almenna skilningi fvrir hendi, þá er maður er hreint og beint starfslaus — án atvinnu. Falið atvinnuleysi er hins vegar, eins og tekið var fram, bæði til sýnilegt og ósýnilegt. Hið sýnilega falda atvinnu- leysi er mjög algengt í landbún- aði og er einnig það tilbrigði, sem algengast er í sovétskipu- lagi. Allt of margir verkamenn eru við sama verkefni. Afrakst- ur vinnunnar hvorki e.vkst né minnkar, þótt bætt sé við verkamönnum eða þeim fækkað að einhverju leyti. Hið falda ósýnilega atvinnu- leysi er títt í þróunarlöndunum og kemur einnig fyrir í þróuðum löndum, en það er tilfellið, þegar vel lærðum mönnum er of lítið borgað fyrir vinnu sína, vinnu- tíminn er of stuttur miðað'við stærð verkefnis, eða ef vel menntaðir menn eru í of lítil- fjörlegum stöðum miðað við hæfni þeirra og kunnáttu. Það virðast öfugmæli, en einmitt í þeim löndum, þar sem verkefnin virðast nær óþrjót- andi, er atvinnuleysið það farg, sem allt virðist niður sliga og þessi lönd fá vart undir risið. Ahrif næringar Ástæðurnar eru í flestum tilfellum augljósar: Gífurleg fólksfjölgun, sem stendur í neikvæðu hlutfalli við verð- mætamyndun samfara mennt- unarleysi, kunnáttule.vsi, matar- leysi, getuleysi — bjargarleysi. Sá maður, sem ekki hefur vinnu, hefur ekki brauð og getur ekki brauðfætt aðra. Sá, sem ekki hefur mat, eða hefur aðeins lélega fæðu, hlýtur fyrr eða seinna að bíða tjón á heilsu sinni. Sá, sem ekki gengur heill efni, að móðirin veiti því næga mjólk í byrjun. Þegar vel lætur, gerist það iðulega að börn séu höfð yfir þrjú ár á brjósti og fara fyrst eftir þaö að líða skort á eggjahvítuefnum, auk þess sem þörfinni fyrir fjölbreyttari fæðu er ekki sinnt. Fyrir atvinnusköpun er þetta að því leyti mikilvægt, að uppgötvað hefur verið orsaka- samband milli alvarlegs nær- ingarskorts móður og unga- barns annars vegar og minnk- aðrar námsgetu, deyfðar og sinnuleysis hins vegar. Það, sem oft er talið leti og ódugnaður á einnig oft rætur sínar að rekja til beins næring- arskorts, sem oftlega hefur veikindi í för með sér, eins og f.vrr var getið. Tilraunir, sem gerðar voru á amerískum stúdentum sýndu þetta greini- lega. Þeir voru settir á matar- skammt brasilíansks alþýðu- fólks i nokkurn tíma og ekki leið á löngu, þar til þessir Iífsglöðu náungar höfðu misst allan þrótt og framtakssemi, sem áður hafði annars einkennt þá. Þjóðfélag og trú Þjóðfélagsástæður geta haft letjandi áhrif á dugnað og ástundun. Landbúnaðarverka- maðurinn, sem missir allan afrakstur vinnu sinnar til iðju- lauss lénsherra, sem lifir í vellystingum praktuglega, sér enga ástæðu til að hafa sig sérstaklega í frammi. Svipað er á döfinni á samyrkjubúum innan sovétskipulagsins er bændur sýna dugnað sinn og atorku þá fyrst er þeir fá smá landsskika til eigin afnota og skila þaðan margfaldri upp- skeru miðað við afköst sam- yrkjubúsins. Flest trúarbrögð heims, einn- ig reyndar kristin trú, boða fátækt og nægjusemi. Dugnaður og iðjusemi kristinna mót- mælendatrúarmanna er undan- tekning á þessu sviði, en þeim þætti í trúarbragðasögu heims hafa verið gerð góð skil af þýzka þjóðfélagsfræðingnum Max Weber. Hið trúarlega fátæktar- boð getur verið svo sterkt, að dugnaður er litinn óhýru auga. í ofanálag kemur svo sá þáttur forlagatrúar, sem sýnir fram á fánýti framtakssemi, þar eð allt sé fyrirfram ákveðið og ekkert við því að gera. Þjóðfélagslegt óréttlæti, veikindi og önnur óáran eru ekkert til að æsa sig út af, því guðleg máttarvöld hafa fyrirfram ákveðið, að svona skuli það vera. Það er eftirtektarvert, að þeir trúar- hópar í þróunarlöndunum, sem sýna sérstaka sjálfsbjargarvið- leitni og dugnað, eru yfirleitt randhópar, sem brotist hafa út úr eigin umhverfi, sem annars einkennist af sinnuleysi. Þannig er ástatt um kaþólska Sikiley- inga í Brasilíu, Parsa á Indlandi, Kínverja í Indónesíu og Hindúa í Afríku, o.fl. Þáttur fjölskyldunnar Atvinnuleysistryggingar, eins og þjóðir Vestur-Evrópu þekkja þær, eru varla til í þróunarlönd- unum. Þannig tryggingar grundvallast á þróttmiklu at- vinnulífi og eru aðeins megnug- ar að greiða bætur í mjög takmarkað tímabil og myndu ekki þola algjört atvinnuleysi stundinni lengur. Tilraun Is- lendinga 1936 að koma á þannig tryggingu í lélegu árferði í fátæku landi sýndi þetta berlega og var dæmd til að mistakast. En til að firra tímabundnum vandræðum hjá takmörkuðum hóp vinnuaflsins og svo til atvinnutryggingar geta atvinnu- leysistryggingar verið til mikill- ar blessunar. Atvinnuleysistryggingar eru þó til í öðru formi í mjög mörgum þróunarlöndum, en það er innan vébanda fjölskyldunn- ar. Ef einhver meðlimur fjöl- skyldunnar hefur góða atvinnu, hvílir á honum óumflýjanleg og sterk siðferðisleg skylda að sjá öllum öðrum farborða: Foreldr- um, bræðrum og systrum, mök- um þeirra og börnum og jafnvel þeirra systkinum og foreldrum. Þessir aðilar hafa og sjá svo enga ástæðu til að leita sér að vinnu, heldur koma sér þægilega fyrir og eignast börn. Hver fjölskylda eignast oft milli átta og tíu börn. Helmingur þeirra deyr, en möguleiki er að koma einu þeirra heilbrigðu á legg, sem sér þá um foreldrana í ellinni og fjölskylduna yfirleitt, ef það fær vinnu. Hin hraða fólksfjölgun á sér því hinar skynsamlegu orsakir, sem byggðar eru á tryggingarsjónar- miði einstaklingsins í elli og atvinnuleysi, en hafa hræðilegar afleiðingar fyrir þjóðfélagið sem heild. Afrek læknavísindanna til varnar sóttum og ungbarna- dauða reynast líka oft býsna tvíeggjuð, því þau halda lífi og heilsu í börnum, sem ekki var búizt við að lifðu. Þau auka á stærð fjölskyldunnar, en auka ekki að sama skapi á möguleik- ana til atvinnu, nema síður sé. Hungruðum munnum fjölgar, það sem til skiptanna er minnk- ar, hungrið verður sífellt, nær- ingarsjúkdómum fjölgar og læknar þróunarlandanna sjá ekki fram úr þessu sjálfsskapar- víti. Þetta er ekki gagnrýni á læknisfræði. Læknisfræði er ekki hagfræði. Menntun væri máttur Menntunarleysi og kunnáttu- leysi koma oft í veg fyrir atvinnumöguleika. Af þeim, sem yfirleitt hafa möguleika á að komast í skóla og læra að lesa og skrifa, komast aðeins örfáir í áframhaldandi skóla. Hinir bíða með kunnáttu sína eftir atvinnu og hafa svo gleymt því lærða vegna æfingarleysis, þeg- ar atvinna býðst. Oft eru lestur og skrift alls ekki kennd á heimamáli viðkomandi, heldur notast við eins konar „lingua franca“, sem gerir allt enn erfiðara og gleymist því fyrr. Miðað við þörf framleiða þróunarlönd lögfræðinga, verk- fræðinga og heimsspekinga í stórum stíl, sem hvergi fá atvinnu. Það þykir ekki fínt að læra t.d. landbúnaðarfræði, en á þeirri menntun er yfirleitt mikil þörf. Læknar og tæknifræðingar sjá sér oft leik á borði og fara að heiman eða koma ekki heim að loknu námi, því þeirra vinnukraftur er einnig eftirsótt- ur í hinum þróuðu löndum, þar sem kaupið og lífsgæðin eru meiri. Þetta fyrirbæri nefnist „brain drain“ og er alvarlegt vandamál þróunarlandanna, því þar er skortur á rétt menntuð- um mönnum, sem gætu lagt drög og skipulagt atvinnumögu- leika fyrir hina ver stöddu landsmenn sína. Óvíss framtíð Atvinnumál þróunarlandanna eru því í vissum hnút, sem erfitt er að leysa, því ytri og innri öfl toga í sitt hvorn endann og lítil von til að á slakist, meðan þróunarlöndin leita eftir erlendu fjármagni til uppbygg- ingar á nýtízku sjálfvirkum iðnaði, sem veitir örfáum at- vinnu til framleiðslu á geysilegu vörumagni, sem ekki hefur neina eftirspurn á heimamark- aði, því þar hefur fjöldinn engan kaupkraft vegna atvinnuleysis. Lausnin hlýtur að liggja í því að lögð verði meiri áherzla á vinnuaflsþáttinn og þeim mun minna á auðmagnsþáttinn. Þetta sjónarmið kom skýrt fram á síðasta þingi F.A.O., Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sam- einuðu þjóðanna, í Róm í nóvember sl. Þessi skoðun fékk að vísu góðan hljómgrunn,, en framtíðin ein getur skorið úr, hvað ofan á verður. Víst er, að hnapphelda erlendra skulda og meira atvinnuleysis færir þróunarlöndunum enga lausn sinna vandamála um ókomna framtíð. — —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.