Morgunblaðið - 06.04.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.04.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. APRIL 1978 15 7 efstu menn sjálfstæð- ismanna í Grindavík Fréttabréf úr Reykhólasveit Útlit fyrir sel- veiði í lágmarki Framboðslisti sjálístæðis- manna í Grindavík vegna bæjar- stjornarkosninganna 28. maí n.k. hefur verið ákveðinn. Sjö efstu sæti listans skipa eftirtalini 1. Dagbjartur Einarsson fram- kvæmdastjóri. 2. Ólína G. Ragnarsdóttir hús- móðir. 3. Björn Haraldsson verzlunar- maður. 4. Guðmundur Kristjánsson verk- stjóri. 5. Eðvarð Júlíusson útgerðarmað- ur. 6. Viðar Hjaltason vélsmiður. 7. Jens Óskarsson skipstjóri. Dagbjartur ÓHna Á aðalfundi Sjálfstæðisfélags Grindavíkur, sem haldinn var 15. janúar sl. var ákveðið að viðhafa prófkjör um skipan aðalsæta framboðslistans. Jafnframt var ákveðið að hafa lokað prófkjör og voru kjörgögnin borin út til félagsmanna. Þátttaka var mjög góð og hlutu tvö efstu sætin bindandi kosningu samkvæmt prófkjörsreglum Sjálf- stæðisflokksins. I síðustu bæjar- stjórnarkosningum greiddu 277 manns D-listanum atkvæði, en listinn hlaut þá 3 menn kjörna í bæjarstjórn, þá Dagbjart Einars- son, Sigurpál Einarsson og Ólínu Ragnarsdóttur. Sigurpáll Einars- son gaf ekki kost á sér til prófkjörs að þessu sinni. Björn (iuðmundur Fyrirlestur dr. IsenbUgel Dr. Edwald IselbUgel formað- ur F.E.I.F. (Evrópusambands eigenda íslenzkra hesta) mun halda fyrirlestra og sýna kvikmyndir um notkun og meðferð íslenzkra hesta í Evrópu á fræðslufundi hjá Iiestamannafélaginu Fák í Félagsheimilinu í kvöld kl. 20.30. Pétur Behrens í Keldnaholti mun túlka fyrirlestrana. 29. marz Veðrátta hefur verið mjög umhleypingasöm og vindar blásið sterkar en gengur og gerist, enda rekur hver lægðin aðra. Kirkjusókn var góð hér um slóðir yfir páskana og þjónar séra Jón Isfeld prestakallinu, en hann og kona hans frú Auður ísfeld komu hingað í haust. Heitt vatn. Nú á að fara að bora eftir heitu vatni á Reykhólum. Fullngæja þarf heitavatnsþörf Þörungavinnslunnar, en láta mun nærri að hún hafi nú rúmlega helming þess vatnsmagns sem hún þarf til þess að rekstur sé eðlilegur. Skólinni Byrjað var á því fyrir páskana að leggja miðstöð í nýtt kennsluhúsnæði, sem verið er að vinna að og er þess vænst að það verði tilbúið til notkunar næsta haust. Áður var búið að byggja heimavistar- og mötuneytisað- stöðu. Vetrarrúningur sauðfjár. Sífellt er meiri aukning á því að bændur hér taki af fé sínu að vetri, enda er það hagur hvers bónda að geta framkvæmt þessa vinnu meðan fé er á húsi. Ullarmagn verður meira, einnig flokkast hún oft betur. Selveiði Útlit er fyrir að selveiði verði í lágmarki í ár og munu sumir selveiðibændur ekki hugsa um þá veiði að óbreyttu ástandi. Markaður virðist vera það léleg- ur að ekki svari kostnaði að veiða kópana. Hér er um vandamál að ræða sem ekki er séð fyrir endann á. Offjölgun á sel er líka vandamál, þar sem hann er keppinautur mannsins um fiskinn og óeðlileg fjölgun í selastofninum þýðir minnkandi fisk. Hræsni selaverndarmanna er undraverð. Allt dráp er ill nauðsyn. Væri ekki nær fyrir þetta fólk að efla mannhelgi. Fólki er slátrað á ómannúðlegan og viðbjóðslegan hátt. Þá þegir þetta fólk og sendir ekki einkaþotur sínar í mótmæla- skyni um hálfan hnöttinn. Selveiði- menn eru ekki sportveiðimenn og ekki í samkvæmisfötum en þeir eru engu að síður menn. Sveinn Guðmundsson. Eðvarð Jens Hollustuhættir og starfsleyfi síldar- og fiski- mjölsverksmiðja Vegna svara Matthíasar Bjarna- sonar, heilbrigðisráðherra, við fyrirspurn Benedikts Gröndals í sameinuðu þingi þriðjudaginn 7. feb. sl. um starfsleyfi fiskimjöls- verksmiðja, var af hálfu heil- brigðisnefndar Suðurnesja gerð svofelld ályktun: Fundur í heilbrigðisnefnd Suðurnesja haldinn 9. feb. 1978 í Njarðvík, harmar þau ófullkomnu svör heilbrigðisráðherra er hann gaf varðandi starfsleyfi þeirra síldar- og fiskifjölsverksmiðja sem starfræktar eru í landinu. Ráðherra tilnefnir verk- smiðjurnar í Reykjavík, Siglufirði og Vestmannaeyjum og tvær minniháttar verksmiðjur á Snæ- fellsnesi, sem ekki hafi starfsleyfi en sér ekki ástæðu til að minnast á þá verksmiðju sem líklega hefur mest verið kvartað yfir af öllum fiskimjölsverksmiðjum landsins að undanförnu en það er Fiskiðjan í Keflavík, sem ekki hefur haft starfsleyfi síðan 1. sept. 1976. Þessi verksmiðja hefur nú um nokkurt skeið verið starfrækt svo til allan ársins hring og stöðugar kvartanir borist vegna mengunar frá henni, bæði til heilbrigðisyfir- valda á Suðurnesjum og í Reykja- vík. I svarbréfi heilbrigðisnefnda Keflavíkur og Njarðvíkur dags. 8. júlí 1976 við bréfi Heilbrigðis- eftirlits ríkisins dags. 15. júní 1976, þar sem leitað var eftir Framhald á bls. 30. Þakefni Fagertun þakefni gerð SarnafH er plastdúkur (PVC) aðallega ætlaður til notkunar á flöt þök. Sarnafi/ þakefni hefur hlotið viöurkenningu Brunamálastjóra Ríkisins sem þakefni. Sarnafi/ er merki um traust og endingargott þak. Áralöng notkun Sarnafi/ víösvegar í Noregi sýnir að hér er um að ræöa þakefni sem hentar okkar aöstæðum. FRIÐRIK BERTELSEN, LÁGMÚLA 7, SlMI 86266 Nokkur atriði sem mæla með Sarnafi/ ★ Stuttur uppsetningartími þar sem hægt er aö fá Sarnafil sérsniðið á þak yðar. ★ Lagning efnisins er óháð veðri, þar sem lím er ekki notaö. ★ Sarnafil þolir vatnsþrýst- ing, og má því nota á þök án halla. ★ Sarnafil er soðið saman (brætt) með heitu lofti og er því öruggara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.