Morgunblaðið - 06.04.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.04.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1978 r Attræður: Bjöm Bjömsson stór- kaupmaður í London Gamall og góður vinur, Björn Björnsson kaupmaður í London, er áttræður í dag og vil jeg í því tilefni senda honum og fjölskyldu hans kveðjur og árnaðaróskir. Ekki man jeg nú hvenær við sáumst fyrst, en það mun hafa verið á unglingsárum mínum heima í Reykjavík. Borgin var þá ekki mannmörg og flestir vissu einhver deili á öðrum borgarbúum, og á fyrstu hjúskaparárum Björns vorum við nágrannar í Tjarnar- götu, þar sem þau hjónin, hann og Hulda, bjuggu um skeið með dætrum sínum. Ungur að árum lærði Björn Björnsson kökugerð, fyrst hjá móðurbróður mínum, Axel Schiöth bakarameistara á Akureyri, en síðan hjelt hann til Frakklands til frekara náms í fagi sínu. I Frakklandi kynntist Björn franskri menningu og lærði að tala frönsku ágætlega. Við þessa dvöl fjekk Björn miklar mætur á frönsku þjóðinni, sem hann tók ástfóstri við. Skömmu eftir heimkomuna frá Frakklandi tók Björn við rekstri Björnsbakaríis, sem bar nafn föður hans, Björns Símonarsonar gullsmiðs, sem lengi stundaði iðn sína í sama húsi og brauðgerðin var í, og er enn, en bakarístarf- semin var þá meira undir stjórn móður Björns, Kristínar Björns- dóttur Símonarson, sem var hin mesta dugnaðarkona. Fyrir fjörutíu árum flutti Björn til London með konu sína og dætur og þar hefur fjölskyldan átt heima síðan. Gerðist hann þá kaupmaður og hefur stundað viðskipti og verzlun sína við íslenzka og brezka aðila og gerir enn þrátt fyrir hinn háa aldur. A stríðsárunum var að mörgu leyti erfitt um vik fyrir þá Islendinga, sem þá dvöldu í London svo sem vonlegt var á þeim alvörutímum. Björn gekkst þá fyrir stofnun Fjelags Islendinga í London árið 1943 m.a. í því skyni að auka samheldni landanna þar til gagnkvæmrar aðstoðar ef á þyrfti að halda. Björn varð fyrsti formaður fjelagsins og gegndi því starfi samfleytt í 12 ár. Jeg tók við sendiherrastarfinu í London árið 1951 og var þar næstu fimm til sex ár. Þá hófust kynni okkar Björns á ný og jeg fjekk gott tækifæri til að fylgjast með starfsemi Islend- ingafjelagsins og stjórn þess á þessum árum. Þeir, sem nokkuð þekkja til um átthagafjelög er- lendis, vita hversu erfitt er að halda þeim við lýði, því bæði eru fjelagarnir næsta ósamstæður hópur, og eins er hitt, að fjáragur svona fjelaga er alla jafnan þröngur. Slík fjelög standa því eða falla eftir því hvaða áhuga og. ræktarsemi forustuliðið sýnir fje- lagsskapnum. Um Fjelag íslend- inga í London á þeim árum, sem hjer er um að ræða, get jeg sagt, að starfsemi þess stóð með miklum í dag er einn af þekktustu frímerkjasöfnurum landsins, Sigurður Agústsson, 75 ára. Sigurður ber það ekki með sér, að aldurinn sé orðinn svo hár, því að hann er einn þeirra lánsömu manna, sem ekki skortir viðfangs- efni og áhugamál. Hugðarefni Sigurðar eru marg- vísleg, en þó má segja, að þar sitji frímerkjasöfnun og myndlist í fyrirrúmi. Félag frímerkjasafnara á Sig- urði mikið að þakka. Hann hefur setið í stjórn þess lengur en nokkur annar og þar hefur vissu- lega munað um hans framlag. blóma, og það var án efá fyrst og fremst hinum mikla áhuga Björns Björnssonar á allri starfsemi fjelagsins að þakka, enda þótt fleira ágætisfólk sæti þá líka í stjórn fjelagsins. Jeg minnist sjerstaklega tíu ára afmælis fje- lagsins, sem haldið var með miklum glæsibrag og voru jafnvel fengnir skemmtikraftar að heim- an til að auka fögnuðinn og fjörið á samkomunni. Björn Björnsson vakti yfir velferð fjelagsins eins og bezt varð á kosið, Jeg minnist einnig með ánægju margra góðra funda og samkvæma í Fjelagi Islendinga í London og vii í því sambandi nefna hinar skemmtilegu barnasamkom- ur, sem haldnar voru á hverjum jólum undir myndugri stjórn formannsins. Ekki verður Björns Björnssonar svo minnzt á þessu merkisafmæli hans, að ekki verði jafnframt getið hans ágætu konu. Heimili þeirra hjóna, hans og Huldu, „Allerford" í Purley í útjaðri London, var fallegt og smekklegt með afbrigð- um. Það var alltaf mikið ánægju- efni að koma á þetta heimili og njóta þar gestrisni, og enn er jafn ánægjulegt og gott að heimsækja þau hjónin í London, þótt þau hafi af eðlilegum ástæðum minna um sig en þegar Björn stóð í blóma lífsins. Dætur þeirra hjóna, Inga og Kristín, eru báðar giftar enskum mönnum og eiga falieg heimili í Purley. Þau Björn og Hulda hafa mikla ánægju af að heimsækja dætur sínar og barnabörn þar, og fylgjast með þroska barnabarn- anna og uppvexti. Kona mín og jeg sendum Birni Björnssyni og fjölskyldunni allri innilegar hamingjuóskir í tilefni af áttræðisafmælinu og þökkum þeim hjónunum margra ára góða vináttu. A. Kl. J. Kæri Björn, Enda þótt sá er þetta ritar sé byrjandi í þeirri grein rit- mennskunnar, sem nú skal iðka, þá er vonandi að þú takir viljann fyrir verkið. Það er nefnilega ekki öllum gefið að geta komið frá sér fimm dálka afmæliskveðju án þess að á henni megi greina þreytu- merki (eða þá á kveðjuhöfundi). Kynni okkkar Björns hófust árið 1963, þegar sá er þetta ritar kom í fyrsta skipti til Lundúnaborgar, og gegnum árin hefur sá kunnings- skapur, sem þar stofnaðist orðið að vináttu, sem er mikils virði fyrir höfund þessara lína. Er það og raunar tilgangurinn með þeim að þakka Birni Björnssyni frábæra viðkynningu, hlýhug, vináttu og handleiðslu, sem hann af örlæti sínu hefur látið falla þessum auma skrifara í skaut. Því miður kann sá er þetta ritar lítið sem ekkert fyrir sér í Hann hefur annazt umsjón í herbergi félagsins að Amtmanns- stíg 2 frá því fyrsta og greitt götu fjöimargra, sem þangað hafa lagt leið sína til að fá upplýsingar um frímerkjasöfnun. Það er ekki unnt að rekja öll þau störf, sem Sigurður hefur innt af hendi í þágu íslenzkra frímerkja- safnara í stuttri grein, en víst er, að þau störf munu halda áfram að bera ávöxt til heilla fyrir hina mörgu, sem leggja stund á þessa hojlu tómstundaiðju. Megi Sigurður enn um langa framtíð njóta þeirrar gleði, sem í því er fólgin, að sjá árangur verka ættfræði og allra síst norðlenzkri, en Björn er Skagfirðingur í húð og hár, borinn og barnfæddur á Sauðárkróki. En „krókur“ sá hlaut að verða of lítill — þegar ungir menn lögðu fyrir sig margvíslegt nám valdi Björn iðn, sem ætíð hefur verið talin til hinna göfugri — bakaralistina. Og það var manninum líkt að láta sér ekki nægja þá kennslu, sem völ var að hér heima, heldur hélt hann suður til Frakklands og nam þar fræðin og flutti heim hingað. Eru tvær stofnanir enn við lýði, þar sem Björn kom mjög við sögu: Björns- bakarí, sem óþarft er að fara mörgum orðum um, og svo sjálfur Hressingarskálinn, sem Björn stofnaði og rak eftir þeim sið, sem tíðkaðist meðal menningarþjóða á meginlandinu. Hefur sagt mér gamall viðskiptavinur Björns, að það hafi verið líkast því að koma til útlanda og drekka kaffi og með því á Hressó í þá daga. En síðan hefur mikið vatn til sjávar runnið og engum sem drekkur kaffi á „Skálanum" í dag, dettur í hug, að hann sé staddur í útlöndum! En þrátt fyrir umsvif þessi átti það ekki fyrir Birni Björnssyni að liggja, að inna lífsstarf sitt af höndum hér á Fróni — upp úr 1930 er hann fluttur til Kaupmanna- hafnar og þaðan nokkru fyrir stríð til Englands, þar sem hann og fjölskylda hans hafa átt heima síðan. Það hefur oft verið misvinda- samt í lífi Björns Björnssonar og sjálfsagt komið fyrir að fley hans hafi borið af leið. En þrátt fyrir allan mótbyr, sjógang og and- streymi hefur hann aldrei látið bugast heldur ætíð lagt aftur á djúpið og gjarnan siglt mikinn. Þykist sá er þetta ritar vita að Huldu konu sinni vilji Björn þakka stuðning og traust liðinna áratuga enda ekki ónýtt að eiga slíkan lífsförunaut að baki sér. En þessi lífssigling Björns Björnssonar er einkennandi fyrir manninn og viðhorf hans; bjartsýni, kjarkur, seigla eru þar áberandi að ógleymdum þeim hæfileikum, sem kannski hefur drýgstur orðið: Að gefast aldrei upp — að byrja alltaf á ný! Það er erfitt að trúa því að afmælisbarnið skuli nú hafa fyllt áttunda áratuginn, þar sem sá er þetta ritar telur sig varla geta greint nokkra breytingu á mann- inum þau 15 ár sem liðin eru frá sinna sem birtist í möguleikum frímerkjanna til að veita ungum sem öldnum ánægju og lífsfyll- ingu. Lifðu heill. Félag frímerkjasaínara. því að fundum okkar bar fyrst saman. Alltaf er Björn jafn hress — já eldhress eins og krakkarnir segja — alltaf jafn gneistandi af áhuga á því verkefni sem hann er að vinna að, og alltaf jafn beinn í baki! Mun það síðasttalda vera að þakka Möllersæfingunum góðu, sem afmælisbarnið iðkar upp á hvern dag að því ógleymdu að afneyta tóbaki. Þannig er Björn unglegasta áttræða afmælisbarn, sem ég þekki. Kæri Björn — bestu þakkir fyrir viðkynninguna, vináttuna og heil- ræðin — og til hamingju með afmælisdaginn! Páll Heiðar Jónsson. í dag 6. apríl er 80 ára Björn Björnsson kaupmaður í London. Það skyldi enginn, sem sér Björn á gangi kvikan og léttan í spori sem ungur maður væri, ímynda sér að þar væri 80 ára maður á ferð. Mér finnst hann hafa breyst svo ótrúlega lítið frá því, að ég kynntist honum fyrst. Það var árið 1925, þegar ég kom til Björns til þess að ljúka hjá honum mínu síðasta ári í bakaraiðn. (Áður hafði ég verið 3 ár við nám hjá Magnúsi Böðvarssyni bakara- meistara í Hafnarfirði). Fyrst skuldi ég vera hjá Birni eins mánaðar reynslutíma. Að þeim mánuði liðnum átti ég tal við Björn um kaup og kjör þetta síðasta námsár mitt. Björn sagði mér, hvað hann borgaði nemum á síðasta námsári. Ég sagði honum, að þetta kaup væri mér ekki nóg, því ég yrði að vinna fyrir mér án aðstoðar annars staðar frá, enda gert það frá fermingu, enda þá búið heima hjá foreldrum mínum í Hafnarfirði, sem ég gæti nú ekki lengur og yrði því mitt framfæri dýrara en verið hefði. Björn spurði mig þá, hvað ég treysti mér til að komast af með í kaup. Sagði ég honum það, þó svo það væri mun meira en aðrir nemar höfðu hjá honum. Björn var skjótur til svars og sagði: „Jæja, kallinn, þá segjum við það. Þú verður að lifa eins og aðrir. Farðu inn á skrifstofu og sæktu kaupið þitt. Ég skal láta gjaldkerann vita þetta." Þessum drengilegu viðbrögðum Björns mun ég aldrei gleyma og heldur ekki allri hans góðu fram- komu við mig og velvilja, ef ég sem unglingur þurfti með eitthvað til hans að leita. Alltaf sömu skjótu viðbrögðin og alltaf jákvæð. Það mun hafa verið árið 1920, sem Björn tók við rekstri Björns- bakarís hér í borg. Hafði þá móðir hans, frú Kristín Síptonarson, rekið bakaríið um þó nokkurra ára skeið. Þegar Björn tók við rekstr- inum var hann nýkominn heim frá námi á Norðurlöndum, Sviss og Frakklandi. Til þess tíma hafði brauð- og kökugerð (konditorí) verið rekin saman hér á Islandi. En nú skyldi Björn á milli, rak brauðgerð sér og kökugerð sér og jafnhliða henni konfektgerð. Var Björn fyrstur til að framleiða páskaegg hér á landi, sem áður höfðu verið flutt inn erlendis frá. Þá held ég að hann hafi verið fyrstur til að framleiða fyrir jólin fjölbreytilegt úrval af alls konar marsipanmyndum, jólasveina úr marsipani með mörgu, mörgu fleiru til skrauts og ánægju á jólaborð bæjarbúa. Einnig var hann talinn fyrsti bakarinn hér á landi, sem framleiddt rjómabollur á bolludaginn. Þannig var Björn í fararbroddi innan stéttar sinnar og utan. Hann var lengi formaður Bakarameistarafélags Reykjavík- ur. Árið 1922 var Björn af Kristjáni konungi X (þá konungur Dan- merkur og Islands) sæmdur nafn- bótinni konunglegur hirðbakari, enda hafði hann er konungur kom hingað 1921 selt allt brauð og allar kökur, sem hafðar voru til kon- ungsnota. Árið 1929 stofnaði Björn nýtísku köku- og kaffisölu ásamt sölu á rjómaís og mörgu fleiru góðgæti í húsi Nathan og Olsen (þar sem nú er Reykjavíkurapó- tek). Bár það nafnið Hressingar- skálinn. Þetta húsnæði varð þó brátt of lítið og flutti hann það þá í Austurstræti 20 þar sem það starfar enn, en rekið af öðrum eigendum. Það þótti mikill við- burður í bæjarlífinu, þegar Björn hélt garðveislur (gardenparty) í garði þeim er þá var bak við Hressingarskálann og komust ávallt færri að en vildu. Björn er mikill tungumálamað- ur, en þó held ég, að franskan sé hans uppáhaldstungumál af er- lendum tungum, enda er hann framúrskarandi frönskumaður. Hann hefur hlotið margs konar viðurkenningar fyrir frönsku- kunnáttu, svo og ómetanlega aðstoð, sem hann veitti hér frönskum sjómönnum, sem oft var mikið af hér í bænum fyrr á árum, svo og fyrirgreiðslu við franska ferðamenn, sem hér komu. Ég minnist þess eitt sinn um páskaleytið að hópur af frönskum sjómönnum, ég held einir 14 eða 16, stóðu í kalsaveðri fyrir utan bakarísgluggann og voru að skoða kökurnar og annað góðgæti í glugganum. Strax og Björn varð þeirra var fór hann út og bauð þeim öllum inn og veitti þeim vel og rausnarlega kaffi og margs konar kökur og brauð með. Þetta hefðu ekki aliir gert. Eftir að Björn flutti til London árið 1935 hefur hann verið íslend- ingum, sem þangað hafa komið til lengri eða skemmri dvalar, mikið hjálplegur og greitt götu þeirra og þó þeir væru honum ekkert persónulega kunnugir boðið þeim heim til sín í mat og aðstoðað þá á allan hátt, bara af því að þeir voru íslendingar. Þá var Björn um áraskeið formaður íslendingafé- lagsins í London. Björn kemur hingað til Reykja- víkur minnst einu sinni á ári, stundum oftar í viðskiptaerindum. Hann er þá alltaf vanur að hafa samband við mig. Þó tími hans sé oft naumur reynum við að hittast og rabba saman yfir kaffibolla. Umræðuefnin eru ávallt nóg, að rifja upp ýmsar minningar frá gömlum dögum. Fyrir þessa vin- festi hans er ég honum mjög þakklátur og vona að framhald megi á því verða. Þá þakka ég hinum aldna heiðursmanni fyrir það, hve vel hann kom fram við mig sem ungling, þegar ég vann hjá honum og reyndar ávallt síðan. Það er geymt en ekki gleymt. Kæri Björn, ég sendi þér og fjölskyldu þinni innilegar ham- ingjuóskir frá mér og konu minni á þessum merku tímamótum ævi þinnar. Ég vona, að við eigum eftir að hittast oft ennþá, því Elli kerling virðist eiga langt í land með að festa minnsta fingur á þér. Lifðu heill og lifðu lengi lifðu á góðu brautargengi. Stefán ó. Thordersen. Heimilisfang Björns í London er: London Court, Flat 29, Petty France Westminster, London S.W. 1 Junior Chamber: Kanna mót- tökuskilyrði FÉLAGAR í Junior Chamber Húnabyggð hafa kannað það að undanförnu hvernig fólki í Aust- ur-Húnavatnssýslu líkar við sjón- varpsefni. Hafa í því skyni verið sendir út spurningalistar og fékk þá fjórði hver íbúi sýslunnar. Þá er félagið einnig að undirbúa að kanna móttökuskilyrði útvarps og sjónvarps í héraðinu og verður sendur út spurningalisti þar að lútandi bráðlega. Gert er ráð fyrir að niðurstöður þessara kannana liggi brátt fyrir. Sigurður Ágústsson rafvirki 75 ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.