Morgunblaðið - 06.04.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.04.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1978 17 Danmörk: Lofsamlegir dómar um „Valtý á grænni treyju” ircDcrilialiora Ainla Auls - .................... Islandsk drama — fornem romankunst NorSkM?SrdrfdbOS UdSCnd‘ mcd sl0“ morgenavisen •WlandsPosten 8260 Viby J og der er mange andre ting i Morgenavisen Jyllands-Posten som vil mteressere Dem Skáldsagan Valtrýr á grænni treyju eftir Jón Björnsson kom út í Danmörku í byrjun vetrar, og fyrstu blaðadómarnir hafa nú borizt. í Frederiksborg Amts Avis er fjallað um skáldverkið undir fyrirsögninni: Islenzkur harm- leikur — skáldsagnalist á háu stigi. Athyglisverð bók gefin út með stuðningi Norrænu ráð- herranefndarinnar: Þar segir m.a.: Þegar maður er búinn að flett^a síðustu blaðsíðunni í þessari skáldsögu eftir gamlan íslenzkan kunningja í skáld- sagnaritun, en hún er nýlega komin út á dönsku með stuðn- ingi norrænu þýðingarmiðstöðv- arinnar, hefur maður orðið mikilli reynslu ríkari. í kynningu útgáfunnar á þessari nýju skáldsögu segir að það sé nýtízku íslenzk „saga“. Og það er hún, enda þótt atburðirnir gerist á sögueynni á dögum Struensees. Að því leyti getur hún líka ef til vill orðið gagnleg upprifjun á danmerkur- sögu skólanna, sem hér áður var óneitanlega í nánu sambandi við hið fyrrverandi danska sam- bandsland. Þetta er frásögn um rétt og órétt. Er rétturinn aðeins til í lögbókum og spjótsoddum — eða getur hann verið skoðun almennings á þessu mjög alvar- lega viðfangsefni? Jón Björnsson gefur svarið sjálfur, en á þann hátt sem kemur á óvart, og þó ákaflega mannleg'a. Sýslumaðurinn heldur sig við lögbækurnar og þekkir ekki til neinnar miskunnar. Fyrirmæli Jón Björnsson lögbókanna ber að skilja bók- staflega. Engar skýringar eða túlkanir. í lögbókunum eru málsbætur vegna kringum- stæðna viðvíkjandi glæpnum ekki til. Sýslumaðurinn dæmir aðeins til að dæma í ákafa sínum og án miskunnar vinsæl- an bónda á líkum til dauða fyrir morð á farandsala, sem hann sannarlega á enga sök á. Hinum seka kynnist lesandinn fyrst á síðustu blaðsíðum skáldsögunn- ar. Þessi atburðarás, *sem er einföld i sniðum, er annars ekki ‘aðalatriðið í þessari skáldsögu. Það eru aftur á móti viðbrögð almennings, sem eru sambland af svikum við vini og hræðslu við yfirvöldin. Vinir stórbónd- ans Valtýs og fjölskyldu hans fjarlægjast. Líkurnar eru óneit- anlega sterkar, vald sýslu- mannsins og áhrif og lögin sem hann metur mest af öllu — og loks ótti sýslumannsins sjálfs við yfirboðara sína ráða úrslit- um. En frændur eru frændum verstir og almenningsálitið er uggvænleg staðreynd. Það fá þau stórbóndinn Valtýr, Ingi- björg kona hans og Valtýr yngri sára reynslu af. Mannlegur breyskleiki og hræðsla fólksins við yfirvöldin er kjarninn í þessari skáldsögu, sem í raun er mikilfenglegt íslenzkt drama — ekki éinungis íslenzkt, heldur nær það út yfir tíma og rúm. Þess vegna eykur þessi bók enn meira gildi sitt og er á mörgum sviðum mjög lærdómsrík. Valtýr er dæmdur til dauða í gálganum af miskunnarlausum sýslumanni, en verður bráð- kvaddur á aftökustaðnum. Nærri á sama augnabliki, en of seint, kemur förumaður með óræka sönnun fyrir sakleysi hins dæmda. Harmleikurinn myndi ekki vera fullkominn, ef almennings- álitið — sem svo oft er til sölu — hefði ekki í þetta skipti snúizt Valtý og fjölskyldu hans í vil og leitt til sjálfsmorð sýslumanns- ins, eftir að hann er búinn að dæma hinn raunverulega seka í morðinu til daupa og dóminum fullnægt. Söguþráðurinn er beinn og án útúrdúra, persónulýsingarnar nákvæmar og ijómandi skýrar, höfundurinn sýnir mikla mann- þekkingu og danska útgáfan er skrifuð á frábæru máli. Það er, eins og áður er sagt, harmleikur í þessari skáldsögu, sem er á tindinum meðal þeirra íslenzku skáldsagna sem komið hafa á danskan bókamarkað á undanförnum árum. Það er víðsýni og spenna yfir þessum nýja „Islendingi“ á dönskum bókamarkaði. Manni finnst það sjálfsagt að Norræna Ráðherranefndin hafi með stuðningi við bókmenntir nágrannaþjóðanna veitt þýðing- armikla aðstoð til að þessi íslenzka skáldsaga kæmi út á dönsku. sh. í Morgenavisen Jyllands-Posten segir í fyrir- sögn: Gamalt íslenzkt saka- máladrama og síðan segir rit- dómarinn: Islenzk afbrotaskáldsaga frá árunum kringum 1770, tímabil- inu er Struensee sat að vöndum og var steypt af stóli. Hin pólitísku áhrif höfðu ' einnig áhrif á Islandi, og með íslenzka þjóðsögu að baksviði hefur Jón Björnsson samið hrífandi frá- sögn um dómara nokkurn og fastheldni hans við gamlar Framhald á bls. 30. Fréttabréf úr Borgarfirði: Ekkert nýtt ofan á brauð Páskahald Nú er kyrra vika um garð gengin og í dag minnast kristnir menn þess, að Jesús reis aftur upp frá dauðum á þriðja degi eftir að hafa dáið fyrir okkur menninga og tekið syndir okkar á sig. En það er eins og íslendingum sé farið að förlast og ryk tekið að falla á þessa staðreynd, a.m.k. finnst mörgum að nú sé leiðinlegasta og jafnframt Iengst helgi ársins. Frá því á miðvikudagskvöld og fram á þriðjudagsmorgun finnst mönnum þeir hafi lítið við að dvelja. Verzlanir eru lokaðar, skemmtistaðir lokaðir, vínveiting- ar í lágmarki, ríkisfjölmiðlarnir einkennast af þungri og lítt skiljanlegri dagskrá og þar af leiðinlegri fyrir bragðið. En mikil má sú andlega fátækt þessa fólks vera, ef það gerir sér ekki grein fyrir því, hvað sé hér á ferðinni, íhugi það og kynni sér. En þetta þjóðfélag hefur engan tíma til þess háttar ígrundunar, jafnvel þótt svona lítið sé við að vera eins og af er látið. Það er því gaman að vita til þess, að yfir bænadagana dvöldust hér í Borgarfirði hátt á fimmta hundrað ungmenni, sem komu saman, lásu og íhuguðu Orðið og vegsömuðu Guð í samfélagi hvert við annað. Var þetta skólamót hjá Kristilegum skólasamtökum í Vatnaskógi, Hjálpræðisherinn í Ölveri og Ungt fólk með hlutverk að Heiðaskóla og Kleppjárns- reykjaskóla. Er þakkarvert mjög, hvern hlýhug skólayfirvöld við- komandi skóla sýna þessu máli og gera þannig kleift að unnt er að halda þessi mót. Þar fyrir utan þessi mót voru einnig mót í Vindáshlíð og að Hólavatni. Það eru því ekki allir Islendingar, sem hafa stressað sig yfir þessari löngu og leiðinlegu helgi. Heldur þvert á móti hópur af ungmennum, sem hefur hlakkað til þessar hátíðar og kunnað að nota sér hana til uppbyggingar og göfgunar. Nokkur ungmenni úr Ungu fólki með hlutverk aðstoðuðu við messu að Síðumúla á skírdag og í Borgarnesi á föstudaginn langa. Mæltist það vel fyrir, þar sem þetta var eins konar poppmessa. Þau sungu létta söngva við gítar- undirleik og vitnuðu um það, sem Guð hafði gert fyrir þau. Og annað nýmæli er einnig, að Hjalti Hugason sóknarprestur Reyk- holtsprestakalls messar í kvöld frammi í kapellunni í Húsafelli. Þar eru um 160 manns, sem dvelja í dvalarhúsum Kristleifs ferða- mannabónda yfir hátíðina og er þar hvert rúm skipað. Hafa þau fengið ágætis veður í Húsafelli, þótt dálítill strekkingur hafi verið, en úrkomulaust að heita má. Það er því ekki unnt að segja annað en hér í Borgarfirði hafi hátíðin náð tilætluðum árangri með þeirri vakningu, sem að framan er getið. Þökk sé Guði þar fyrir og vonandi að svo verði um ókomin ár. Orkumál Smáviðrasamt hefur verið hér í Borgarfirði frá áramótum. En á pálmasunnudagskvöld golaði með útsynning. Fór rafmagnið af á fimmta tímanum um nóttina og stóð svo fram undir 11 um morguninn. En þetta er nú svo sem ekkert nýtt ofan á brauð fyrir okkur Borgfirðinga, þar sem lín- urnar eru orðnar gamlar (flestar frá því um ‘52—‘53). Er þetta bagalegt, þar sem margar kýr eru í fjósi og handmjólka þarf allt. Þó hafa nokkrir komið sér upp vararafstöðvum og enn aðrir geta sett mjaltadæluna í samband við dráttarvélar. En sjaldan fara þær í £ang á veturna og erfitt getur verið að ræsa þær í miklu frosti og fannkomu. I sambandi við afsögn þeirra stjórnarmanna í RARIK í sl. viku hefðu þeir mátt koma hingað upp eftir og sjá bruðlið við aðveitu- stöðina á Vatnshamraholti í Andakíl fyrir Norðurlínuna. Var þar á þriðja tug þúsunda rúm- metra af möl ekið til uppfyllingar. og þegar grandvaralaus skatt- greiðandi innir eftir því, hvers vegna allan þennan malarflutn- ing? Þá er svarið: Mælingamistök. Og enginn er ábyrgur frekar en fyrri daginn. Hin nýja stjórn RARIK mætti gjarnan kynna sér þetta ögn nánar. Og hver veit nema þá komi í ljós víðar, að samhaldssamar hefði nú mátt halda á málum RARIK en bara á Vatnshamraholtinu. — Fréttaritari. HANIMEX VASAMYNDAVÉLIN með eilífðarflassinu og aðdráttarlinsu:_ hentar við allar myndatökur. Hér er allur frágangur í sérflokki. Vönduð linsa tryggir yður skarpar og fallegar litmyndir. Með einu handtaki smellið þér eilífðar- flassinu á vélina og flasskubbar verða algjörlega óþarfir. Já, hún er alltaf reiðubúin Hanimex vasamyndavélin. Hér er eitt enn sem gerir Hanimex vasamyndavélina óviðjafnanlega. Hún er með innbyggða aðdráttarlinslu. Með því að þrýsta áeinn hnapp dragið þér myndefnið tij yðar, án þcss að spretta úr spori. myndiðian KÁSTÞÓRf - I>að cr kominn tími til að skoða HANIMF.X - Hafnarstræti 17 - Suðurlandsbraut 20 - Sími 82733.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.