Morgunblaðið - 06.04.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.04.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1978 Tízka: Féraud-húsið hlaut gull- fingurbjörgina fyrir hug- myndaríkustu sýninguna ÁRLEGA útnefna helztu tízkufréttaritarar heims „tízkufrömuð ársins“ og hlýtur sá gullfingurbjörg frá skartgripafyrirtækinu Cartier að launum. í þetta sinn varð Louis Féraud sá heppni, en sýningin frá tízkuhúsi hans þótti bera af sakir frumleika og glæsi- leika. Það sem færri vita er kannski sú staðreynd að Louis Féraud er aðeins nafnið á sextugum manni, sem er eigandi tízkuhúss- ins. Hann hefur í sinni þjónustu fjóra teiknara, sem teikna og hanna flest það er kemur fram á sýningum hans. Féraud sjálfur teiknar minnst nú orðið. Einn teiknaranna er Helga Björnsson eins og margoft hefur verið sagt frá hér í Morgunblaðinu og að sögn kunnugra er hún einn sá hugmyndarikasti. Helga sendi Morgunblað- inu nokkrar myndir af Louis Féraud með einni sýningarstúlkna sinna og gullfingurbjörgina góðu. þeim kjólum er helzt vöktu eftirtekt á sýningunum og birtast þær myndir hér. Helga er nýkomin frá Bangkok en þangað fór hún á vegum Féraud-hússins með hluta af sýningunni og það er ekki nóg með það, að hún hafi teiknað flesta kjólana heldur tók hún að sér að sýna þá líka ásamt öðrum teiknara hjá Féraud, þýzkri stúlku að nafni Astrid Girod, ásamt tveimur starfandi sýning- arstúlkum. Sýnishorn af nokkrum kjólum frá Louis Féraud-húsinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.