Morgunblaðið - 06.04.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.04.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1978 23 Nemendur við verkfræði- og raunvísindadeild háskólans í Nikon í Japan smíðuðu þessa einkennilegu flugvél, sem hér sést. Hún er að mestu úr pappír og er stigin áfram líkt og reiðhjól. Vélin flaug í tvær mínútur í tveggja og hálfs metra hæð, en vélin vegur 33.9 kílógrömm. Vænghaf hennar er 19.4 metrar og lengd 7.8 metrar. 29 þingmeim þágu mútur frá Park WashifiKton 5. apríl. Reuter. AP. SUÐUR-kóreanski fjármála- maðurinn Tongsun Park gaf í dag upp nöfn 29 núverandi eða fyrrverandi þingmanna, sem hann hefur greitt stórfé í mútur. Park hefur þverneitað að hann sé útsendari stjórnarinnar í Suð- ur-Kóreu, en Bandaríkjamenn eru sannfærðir um að Suð- ur-Kóreustjórn hafi vitað af mútum Parks. Park sagði þetta við yfirheyrsl- ur hjá þingnefnd bandaríska þingsins. Park heldur því enn fram, að hann hafi greitt þingmönnunum yfir eina milljón Bandaríkjadala (254 milljónir króna) til að greiða fyrir hrísgrjónaviðskiptum sínum. „Ég neita því að ég hafi starfað á vegum stjórnarinnar," sagði Park. Hann bætti við að hann hefði aldrei reynt að hafa áhrif á þingmennina heldur aðeins gert þeim ljósar nokkrar staðreyndir í sambandi við Suður-Kóreu. Það er þingnefndinni mikils virði að úr því verði skorið hvort Park hafi starfað á vegum stjórn- arinnar eða á eigin vegum. Komi í ljós að hann hafi verið útsendari stjórnar Suður-Kóreu er hægt að draga þingmennina, er þágu mút- urnar, fyrir dóm, en annars ekki. Yfirvöld í Suður-Kóreu sögðu í Margrét prinsessa ásamt Malmesbury jarli í síðustu viku. Brezku blöðin hafa sum hver gagnrýnt Margréti fyrir samband hennar við Roddy Llewellyn, en hann er söngvari og er þessa dagana að velja lög á sína fyrstu hljómplötu. urra vikna frí á eyju í Karabiska hafinu. Dvaldist hún þar ásamt Llewellyn. Prinsessan tók saman við Llewellyn eftir að hún skildi við Snowdon lávarð, og hafa þau síðan oft sézt saman á almenna- færi, og nokkrum sinnum hafa skötuhjúin farið til eyjunnar Mustique í Karabíska hafinu. Trúnaðarmaður konungsfjöl- dkyldunnar er sagður hafa sagt um samband þeirra Margrétar og Llewellyns, að „allir í kon- ungsfjölskyldunni verði að taka því, að þeir geti ekki lifað lífinu á sama hátt og venjulegt fólk. Hvort sem það er réttlátt eða óréttlátt verður Margrét að ákveða hvort hún ætlar að lifa í samræmi við hefðir konungs- fjöldkyldunnar eða ekki“. Mótmadadagur í Vestur-Evr ópu París. 5. apríl. Reutcr. VERKALÝÐSFÉLÖG í Vest- urEvrópu efndu til sameiginlegs mótmæladags í dag og kröfðust aðgerða til að draga úr atvinnu- leysi. Dagurinn var valinn með tilliti til þess, að forsætisráðherr ar Efnahagsbandalagslandanna koma til fundar í Kaupmanna- höfn á föstudag. Verkalýðsleiðtogar í París sögðu að þetta væri í fyrsta skipti sem Samband evrópskra verkalýðsfé- laga (ETUC) hefði boðað til slíkra aðgerða er næðu til allra aðildar- landa sambandsins. í flestum löndum einskorðuðust mótmælin við útifundi, áskoranir til ríkis- stjórna og dreifingu flugumiða, en verkamenn á Spáni, Italíu og í Grikklandi lögðu niður vinnu í einn til fjóra tíma. Framkvæmdastjóri franska Sprengjur í bögglum London. 5. aprfl. AP. SAMTÖK hægriöfgamanna, sem kalla sig „Column 88“, héldu því fram í dag, að þau hefðu sent tvo böggla sem sprungu í aðalbækistöðvum brezka kommúnistaflokksins og skrifstofu verkalýðsfélags í London í gær. Scotland Yard varaði við því, að fleiri sprengjur kynnu að hafa verið sendar í pósti í dag og hvatti vinstrisamtök til að vera á verði. Skrifstofa komm- únistaflokksins í York á Norð- ur-Englandi tilkynnti að maður sem kynnti sig ekki hefði varað við sprengjuárás á skrifstof- una. verkalýðssambandsins, CFDT, Ed- mond Maire, sagði á blaðamanna- fundi: „Baráttan í dag á sér enga hliðstæðu. Fimmti apríl mun marka tímamót í uppbyggingu Evrópuverkamanna." Á Spáni var vinna lögð niður í allt að eina klukkustund og samgöngur og flutningar lömuðust og flestar verksmiðjur stöðvuðust. Verkalýðsleiðtogar í Madrid töldu að allt að fjórar milijónir Spán- verja hefðu orðið við áskoruninni. í Grikklandi lögðu verkamenn niður vmnu í þrjá tíma. Um 20.000 manns, þar af margir atvinnulaus- ir, tóku þátt í friðsamlegri mót- mælagöngu í Róm en enn fleiri lögðu niður vinnu í fjóra tíma í verksmiðjum og skrifstofum. Starfsmenn ETUC segja, að allt að átta milljónir séu atvinnulaus- ar í 18 löndum sem félög sam- bandsins starfa í, þar af sex milljónir í hinum níu aðildarlönd- um EBE. Til þess að draga úr atvinnuleysi vilja verkalýðsfélög sambandsins auka innanlands- neyzlu, stytta vinnutíma og lækka eftirlaunaaldur, auka fjárfestingu á svæðum þar sem atvinnuleysi er mikið og að tryggt verði að aukin tæknivæðing auki atvinnu en dragi ekki úr henni. 5 fórust Perth. Ástralíu 5. aprfl. Reuter. AÐ MINNSTA kosti fimm fórust í ofsaveðri er gekk yfir Vestur-Ástra- líu í gær. Skógareldar kviknuðu víða og flóð ollu miklum skemmdum á húsum. Er áætlað að 500 manns séu heimilislausir eftir fárviðrið. For- sætisráðherra Ástralíu, Malcolm Fraser, sagði í dag að öll fylki Ástralíu yrðu að aðstoða Vest- ur-Ástralíu. Tjónið sem varð er metið á hundruð milljóna króna. Þetta geröist 6. apríl Tongsun Park. dag að þau myndu líklega krefjast þess að Bandaríkin viðurkenndu að njósnað hefði verið um forseta landsins, Park Chung-Hee. Er talið að mútumálið í Wash- ington hafi runnið Suður-Kóreu- mönnum mjög til rifja og að þeir vilji ná sér niðri á Bandaríkja- mönnum á þennan hátt. 1977 — Anwar Sadat Egypa- landsforseti spáir eðlilegum samskiptum ísraels og Araba- ríkja eftir undirritun samnings sem bindi enda á styrjaldar- ástandið í Miðausturlöndum. 1976 — Henry Kissinger lýsir ugg um upplausn NÁTO ef kommúnistar komist í ríkis- stjórnir í Vestur-Evrópu. 1975 — Starfsmenn bandaríska sendiráðsins í Kambodíu fluttir á brott og herlið kommúnista ræðst. á Phom Penh úr 11 km fjarlægð. 1945 — Bandarískar flotadeild- ir vinna stórsigur á Japönum í Kyushu-orrustunni. 1917 — Bandaríkin segja Þýzkalandi stríð á hendur. 1909 — Robert Peary kemst á Norðurpólinn. 1897 — Soldáninn í Zanzibar afnemur þrælahald. 1823 — Frakkar sækja yfir ána Bidossoa og stríð við Spánverja hefst. 1812 — Bretar taka Badajoz á Spáni. 1793 — Almannaöryggisnefnd stofnuð í Frakklandi og fær alræðisvald en.J. Danton ræður lögum og lofum. 1777 — Franskir sjálfboðaliðar Lafayettes koma til Norð- ur-Ameríku að berjast í frelsis- stríðinu. Afmæli í dagi Gustave Moreau, franskur listmálari (1826—1898), Anthony Fokker, þýzkur flugvélasmiður (1890—1939) — Oscar Strauss, austurrískt tónskáld (1870-1954) - Harry Houdini, ungverskættaður töframaður (1874—1936) — Andre Previn, bandarískur tónlistarmaður (1929—). Orð dagsins. Það þarf fólk af öllu tagi til að gera heiminn að því sem hann er — Douglas Jerrold, enskt leikritaskáld (1803-1857). Ráðstefna um fram- tíð Kóreuríkjanna? Boston. Massachusotts, 5. apríl. AP. DAGBLAÐIÐ Boston Herald Ame- rican skýrir frá því í dag, að Nicolae Ceausescu, Rúmeníuforseti, leiti nú eftir stuðningi Bandaríkj- anna við fyrirhugaða ráðstefnu milli Norður og SuðurKóreu um framtfð landanna. NorðurKóreu- menn stungu upp á því við Suð- urKóreumenn árið 1973 að slík ráðstefna yrði haldin. en Suð- urKórea hafnaði hugmyndinni. 1 frétt Boston Heralds segir, að líklega stingi Ceausescu upp á þessu við Carter, Bandaríkjaforseta, er hann kemur til Bandaríkjanna í opinberra heimsókn í næstu viku. Þá segir í dagblaðinu, að Ceausescu hafi nýlega átt fund með norður-kóreönskum sendifulltrúa, sem sagður er hafa verið með skilaboð til Carters frá Norður-Kór- eu. Boston Herald hermir að til þess að til ráðstefnunnar geti komið verði herlið Bandaríkjanna í Suður-Kóreu að hverfa á braut. Ceausescu á samkvæmt frétt blaðsins að hafa sagt að hann vonaðist til að geta rætt við Carter um ráðstefnu Kóreu-ríkjanna sem leitt gæti til stofnunar sambandsríkis á Kóreu- skaga. Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.