Morgunblaðið - 06.04.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.04.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1978 ftttfrgmilrlfifrifr Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Ritstjórn og afgreiSsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, simi 22480. Áskriftargjald 1 700.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Verkfall flugmanna og framtíð Atlants- hafsflugs Flugleiða Ný viðhorf hafa skapazt í samkeppni flugfélaga á flugleiðinni milli Evrópu og N-Ameríku. í kjölfar fluglestar Lakers hafa bandarísk og brezk áætlunarflugfélög, sem fljúga á þessari flugleið, nú boðið mjög lág fargjöld, sem eru sambærileg við þau fargjöld, sem Laker hefur boðið undanfarna mánuði. Þessi fargjaldalækkun nýtur eindregins stuðnings ríkisstjórnar Carters forseta í Washington og brezk stjórnvöld hafa fallizt á hana. Hinir svartsýnu telja, að þessi fargjaldalækkun muni valda því, að einhver flugfélaganna muni heltast úr lestinni og verða undir í samkeppninni, en hinir bjartsýnu líta svo á, að hin lágu fargjöld muni leiða flugfélögin inn á nýjan markað og valda því, að stóraukinn fjöldi fólks leggur land undir fót, það muni þýða hagkvæmari rekstur, þrátt fyrir lægri fargjöld. Reynsla Lakers fyrstu 6 mánuðina af hinum lágu fargjöldum styður sjónarmið hinna bjartsýnu. Hins vegar á eftir að koma í ljós, hver niðurstaðan verður eftir að öll helztu flugfélög á Atlantshafsflugleiðinni hafa fylgt í kjölfarið. I u.þ.b. þrjá áratugi hafa Loftleiðir og síðar Flugleiðir rekið flug á Norður-Atlantshafsflugleiðinni, sem byggist á því að flytja útlendinga milli Evrópu og N-Ameríku. Loftleiðir hösluðu sér völl á þessari flugleið með því að bjóða lægri fargjöld og eru brautryðjendur á því sviði, Hins vegar er það staðreynd, sem horfast verður í augu við, að rekstrarafkoma Flugleiða hin síðari ár hefur verið misjöfn, þrátt fyrir það, að sætanýting í vélum félagsins á þessari flugleið hefur verið mjög góð. Bendir það til þess, að möguleikar Flugleiða til að lækka fargjöldin enn og aka þar með þátt í harðnandi verðsamkeppni á þessari flugleið séu afar takmarkaðir. Þetta þýðir, að framtíð Atlantshafsflugs Flugleiða hlýtur að vera í mikilli óvissu. Þótt ástæða sé til að hvetja til bjartsýni og þess að þeirri dirfsku og hugmyndaauðgi, sem gerði Loftleiðum kleift að hasla sér völl á þessum markaði, verði beitt tii fulls frammi fyrir nýjum viðhorfum, verðum við samt sem áður að horfast í augu við þá staðreynd, að svo kann að fara, að Flugleiðir hafi ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að standast hina nýju samkeppni á Atlantshafsflugleiðinni og starfsemi félagsíns á þeim vettvangi dragist saman. Atiantshafsflugið hefur valdið því, að starfsmannafjöldi Flugleiða og umsvif eru margfalt meiri en vera mundi, ef verkefni félagsins væri einungis að flytja íslendinga til og frá öðrum löndum. Það hlýtur að vera mikið hagsmunamál allra starfsmanna félagsins, að Flugleiðir haldi samkeppnisstöðu sinni á þessum vettvangi, því að ella missir þetta fólk vinnu sína. Þegar þær alvarlegu horfur éru hafðar í huga, sem nú blasa við íslenzkri flugstarfsemlá Atlantshafsflugleiðinni vekur það óneitanlega furðu, svo ekki sé meira sagt, að einstakir starfsmannahópar taki sér fyrir hendur að stöðva flug félagsins með þeim hætti, sem nokkrum sinnum hefur gerzt og nú síðast af völdum Loftleiðaflugmanna. Flugmenn hljóta eins og aðrir launþegar að hlíta lagasetningu Alþingis, en kjarni málsins er þó sá, að með stöðvun á flugi eru þeir í raun og veru að veikja samkeppnisstöðu Flugleiða í Atlantshafsfluginu. Það þýðir auknar líkur á því, að sá mikli fjöldi starfsmanna, sem nú hefur atvinnu af þessu flugi, missi þá atvinnu á næstu árum. Hins vegar ber að fagna því að Loftleiðflugmenn hafa fallizt á að leggja deilumál þessi fyrir hlutlausan dóm. Það sýnir félagsþroska. Það er orðið tímabært, að starfsmenn Flugleiða geri sér fulla grein fyrir þeim alvarlegu horfum, sem blasa við íslenzkri flugstarfsemi og átti sig á því, að hún getur átt eftir að lúta í lægri haldi fyrir öflugri og fjársterkari flugfélögum. í þessu sambandi er einnig vert að vekja máls á því, að Flugleiðir hafa nánast einokunaraðstöðu á flugleiðum til og frá íslandi. Enginn aðili hefur gott af því að búa við einokun og þeir eru fáir ef nokkrir, sem kunna að fara með slí.ka aðstöðu. Því miður verður að segja þá sögu, að öll umgjörð þjónustu Flugleiða við viðskiptamenn hefur drabbast niður á undanförnum árum. Með þessu er ekki verið að kasta rýrð á einstaka starfsmenn félagsins heldur aðeins að vekja athygli á staðreynd, sem stöðugt fleiri viðskiptamönnum félagsins er að verða ljós, ekki sízt þeim, sem haft hafa tækifæri til að bera saman rekstur og þjónustu hins íslenzka flugfélags og flugfélaga í, Evrópu og Norður-Ameríku. Sá samanburður er Flugleiðum mjög óhagkvæmur, svo ekki sé meira sagt. í harðnandi samkeppni getur rekstur og umgjörð allrar þjónustu skipt meginmáli í baráttu Flugleiða fyrir því að halda sínum hlut í Atlantshafsfluginu. Enginn vafi leikur á því, að til þess að við íslendingar höldum þeim hlut, sem við höfum náð á þessum vettvangi og skiptir okkur verulegu fjárhagslegu máli, þarf allt starfslið Flugleiða að standa saman og taka höndum saman við stjórnendur félagsins um að bæta rekstur þess, bæta þjónustu, bæði við íslendinga og útlendinga, og tryggja snuðrulausan rekstur, þannig að við getum a.m.k. með góðri samvizku sagt, ef illa fer að lokum, að það hafi ekki verið af okkar eigin völdum. Greinargerð stjórnarnefndar I „Sundrungflugma vænleg áhrif á h Stjórnarnefnd Flugleiða á blaðamannafundinum í gær. Frá vinstri. Sigurður Helgason, Örn Ó. Johnson og Alfreð Elíasson. Ljósmynd Mbl. RAX Samningar f lugmanna EFTIRFARANDI greinargerð hefur stjórnarnefnd Flugleiða samið um samninga flugmanna. 1. Siðastgildandi kjarasamning- ar flugmanna Flugfélags íslands h.f. og Loftleiða h.f. í fyrstu kjarasamningum eftir sameiningu Flugfélags Islands h.f. og Loftleiða h.f. undir yfirstjórn Flugleiða h.f. þ.e. árið 1974 fór Félag íslenzkra atvinnuflugmanna með samningsmál allra viðsemj- enda flugfélaganna úr flugmanna- stétt og sömuleiðis 1975. I samningunum 1976 hafði samstaða flugmanna rofnað eftir því hjá hvoru flugfélaginu þeir störfuðu. Sundrung flugmanna leiddi til þess að annars vegar var samið við flugmenn Loftleiða h.f. og hins vegar við F.I.A. vegna flugmanna Flugfélags Islands h.f. Gildistími samninganna var hinn sami þ.e. frá 1. marz 1976 til 15. október 1977. Samningarnir voru í megin- atriðum eins þó þannig að frá 1. maí 1977 var kveðið á um launa- tryggingu samkvæmt framfærslu- vísitölu flugmönnum Loftleiða h.f. til handa en flugmenn Flugfélags íslands h.f. fengu frá sama tíma 8% grunnkaupshækkun og 7% grunnkaupshækkun 1. ágúst 1977. Verðbætur launa flugmanna Flug- félags Islands h.f. fór samkvæmt því sem um samdist á almenna vinnumarkaðinum með framreikn- uðum rauðum strikum eftir 1. júní 1977. 2. Launakröfur F.Í.A. v/flug- manna Flugfélags íslands h.f. Félag íslenzkra atvinnuflug- manna lagði hinn 9. desember s.I. fram kröfur um breytingar á kaup- og kjarasamningi vegna flugmanna Flugfélags íslands h.f. Engin ákveðin launakrafa var sett fram heldur að í því efni verði stuðst við þá samninga sem gerðir voru á síðasta ári. Meginefni krafnanna fjallaði um: a) Styttingu á hámarksvakttíma b) aukin hvíldartími eftir flug c) verulega aukið orlof þ.e.: — að laugardagar verði ekki taldir virkir við úthlutun orlofs — að orlofsdögum fjölgi verulega — að frídögum fjölgi um tvo á mánuði — að helgarfrí verði tvö í mánuði í stað eins. d) frekari kröfur, sem flestar ganga í þá átt að takmarka nýtingu flugmanna. Næðu kröfur þessar fram að ganga er það augljóst, að ráða þyrfti marga flugmenn til starfa. Haldnir hafa verið nokkrir fundir um ofangreindar kröfur. 3. Launakröfur Félags Loftleiða- flugmanna v/flugmcnn Loftleiða h.í. Félag Loftleiðaflugmanna lagði hinn 9. febrúar s.l. fram kröfur um breytingar á kjarasamningi. Megin kröfur voru sem hér segir: a) orlof flugmanna deilist jafnt á orlofstímabil, þannig að ávallt sé jöfn tala flugmanna í orlofi á hverjum tíma. b) orlofstímabil að sumri styttist um hálfan mánuð c) fjölgun orlofsdaga að sumri d) grunnkaupshækkun á samn- ingstímabilinu þ.e. til 1. febrúar 1979 nemur samkvæmt kröfu 64.8% e) launatrygging óskert fram- færsluvísitala f) bifreiðastyrkur kr. 20.000.- á mánuði. Launak jör flugmanna, starf saldur og kröf ur LAUNASKALI LOFTLEIDAFLUQWJNA 1. MAHZ 1978 LAUNASKALI FLUGMANNA LOFTLEIÐA 1. MARZ 1978 ASAMT FJÖLDA FLUGMANNA I HVERJU ALDURSÞREPI SAMKWMT KRÖFUM Flugst jórar Aöstoöarflugmenn Fiygstjórar AÖstoÖarflugmenn Fjöldi í Fjöldi í Mán.laun Mán.laun Man.laun launaþrepi Mán.laun launaþrepi 1. ár 532.057.- 0 •372.444.- 1 1. ár 801.132.- 560.792.- 2. 548.426.- 0 383.897.- 0 2. " 825.779.- 578.045.- 3. " 572.989.- 0 401.091.- 2 3. " 862.762.- 603.933.- 4. 597.533.- 0 418.277.- 1 4. " 899.720.- 629.80*4,- 5. " 613.903.- 0 429.735.- 0 5. " 924.368.- 647.058.- 6. 630.288.- 0 441.200.- 1 6. " 949.039.- 673.818.- 7. " 646.7 36.- 0 452.717.- 0 7. " 973.805.- 691.402.- 8. 663.032.- 0 464.123.- 2 8. " 998.342.- 708.823.- 9. 679.399.- 0 475.580.- 3 9. " 1.022.986.- 736.550.- 10. " 695.769.- .0 487.041.- 0 10. " 1.047.636.- 754.298.- 11. " 703.948.- 0 492.765.- 5 11. " 1.059.952.- 773.765.- 12. " 712.144.- 0 498.500.- 2 12. " 1.072.293.- 782.774.- 13. " 720.320.- 0 504.224.- 1 13. " 1.084.602.- 791.759.- 14. 728.515.- 0 509.962.- 0 14. " 1.096.943.- 811.738.- 1S. 736.690.- 0 515.684.- 5 15. " 1.109.252.- 820.846.- 16. " 744.892.- 6 521.424.- 3 16. " 1.121.603.- 829.986.- 17. " 753.064.- 2 17. " 1.133.905.- 839.090.- 18. " 761.257.- 6 18. " 1.146.243.- 848.220.- 19. " 769.437.- 3 19. " 1.158.560.- 20. " 777.623.- 1 ' 20. " 1.170.885.- 21. 793.994.- 2 21. " 1.195.535.- 22. " 810.355.- 2- MeÖallaun flugstjóra 793.915.- 22. " 1.220.171.- 23. " 826.741.- 0 1.244.844.- 24. " 843.107.- 1 aÖst.flugm. 24. " 1.269.486.- 2S. " 859.481.- 0 25. " 1.291.141.- 29. " 876.668.- 7 Sanvanvegiö 648.469.- 29. " 1.320.021.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.