Morgunblaðið - 06.04.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.04.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1978 Frá blaðamannafundi Verkamannasambandsins í gær. Frá vinstri eru> Guðmundur J. Guðmundsson, formaður sambandsins, Karl Steinar Guðnason, varaformaður, Haukur Már Haraldsson, blaðafull- trúi ASÍ, 0(í Þórir Daníelsson, framkvæmdastjóri Verkamannasam- bandsins. _ Ljósm.: RAX — Ef togarar sigla biðjum við um löndunarbann Félagsdómur sker úr í vísitölumálinu Framhald af bls. 48 afhent fréttatilkynning, sem er svo- hljóðandi: „Fundur stjórnar Verkamannasam- bands íslands samþykkti einróma á fundi sínum 3. apríl síðastliðinn að leggja mjög eindregiö til viö félög innan sambandsins, aö þau boöuðu til vinnustöðvunar við útskipun á öllum vörum til útflutnings sem fyrst og eigi síðar en 15. apríl næstkom- andi. í framhaldi af þessari áskorun sambandsstjórnar hafa nú flestar stjórnir og trúnaöarmannaráð aöild- arfélaga Verkamannasambandsins aflað sér heimildar til boðunar slíkrar vinnustöðvunar, auk þess sem nokk- ur hafa þegar boðað hana á sínu félagssvæði. Undantekningar eru * verkalýðsfélögin á Vestfjörðum. Al- þýðusamband Vestfjarða hefur ákveðið viðræðufundi í þessari viku við Vinnuveitendasamband Vest- fjaröa (hér mun átt við Vinnuveit- endafélag Vestfjarða — innskot Mbl.), um nýja samninga. Milli Verkamannasambandsins og Al- þýðusambands Vestfjarða er góð samvinna og ekki að efa, að Vestfirðingar muni grípa til sinna ráöa ef samningar nást ekki, og munu aöilar hafa samband si'n á milli um framvindu mála. Eins og fyrr segir er hér um að ræða bann við útskipun alls þess varnings sem ætlaöur er til útflutn- ings, hverju nafni sem hann nefnist. Undanþegin banninu eru þó þau útflutningsfyrirtæki sem greiða laun samkvæmt kauptöxtum verkalýösfé- laganna, en þau fyrirtæki eru nokkur í landinu. Útskipunarbann þetta er ótímasett og er gert til aö knýja fram aö greitt sé samkvæmt samningum verkalýðs- félaganna eða sambærileg kjör fyrir verkafólk. Rétt er að minna á að kaupliöum kjarasamninganna var sagt upp 1. mars og þeir gengu úr gildi 1. apríl. Samningaviðræður við atvinnurek- endur hafa nú staöiö yfir í meira en mánuö án nokkurs minnsta árangurs og því augljóst, að mati Verka- mannasambandsins, að atvinnurek- endur hyggja ekki á neina samninga. Þess vegna leggur Verkamannasam- bandið í þessar aögeröir. Án aðgeröa sambandsins veröa engir samningar gerðir viö verkafólk.“ Á blaöamannafundinum voru m.a. rædd ummæli forystumanna vinnu- veitenda um verkbannsaögerðir. Guömundur J. Guömundsson kvaö rétt aö þeir heföu látið í þaö skína aö þeir heföu heimild til verkbanns- boöunar. Hann benti hins vegar á, aö VMSÍ hefði ekki boöaö aðgerðir fyrr en um miðjan apríl eða hálfum öörum mánuöi eftir aö uppsögn samninga átti sér stað. Aðgerðir verkamanna stöðvuðu engan atvinnurekstur, en hins vegar gæti verkbann gert það. Þá var borin fram sú spurning, hvort hafnarverkamönnum yrði bætt launatap, sem þeir yrðu fyrir vegna aðgeröanna. Þeir félagar sögöu það vera framkvæmdaatriði, sem tillit yröi tekiö til ef Ijóst yröi aö um verulegt launatap yrði að ræða. Karl Steinar Guðnason, varafor- maður VMSÍ, skýrði frá því að allmörg félög hefðu gert fyrirvara um þátttöku í aðgeröunum, sem væri góö samstaða og að framvindan yrði síðan skoöuð í Ijósi viöbragöa vinnuveitenda. Hann kvað vinnuveit- endur nú hafa tækifæri til þess aö ræöa við VMSÍ og nú væri hægt aö leiðrétta óréttlátt launabil í þjóöfélag- inu. Þeir, sem boöuðu aðgerðirnar, væru hinir lægst launuöu. ( Reykjavík hefur Dagsbrún boðað frá og meö miönætti 12. apríl, þ.e.a.s. frá og meö 13. apríl. Búizt er viö aö félögin boði útflutningsbanniö 12., 13., 14. og 15. apríl. Þá voru stjórnarmenn Verka- mannasambandsins spurðir aö því, hverjir þaö væru, sem átt væri viö í fréttatilkynningunni, og greiddu fullar veröbætur á laun. Sögöu þeir aö þar væri um að ræða ýmis fyrirtæki, sem aö meginhluta til væru saltfiskfram- leiöendur, verkendur fisks, sem ekki væru í tengslum við frystihús SH og SÍS, sem virtust leggja blátt bann viö öllum smaningum við verkalýðsfélög- in. Sum þessara fyrirtækja hefðu frá upphafi ákveöið aö greiöa fullar verðbætur, en önnur heföu síðan bætzt í hópinn. Verkamannasam- bandið ætti ekki í neinu stríöi viö þessa aöila og myndi aö sjálfsögöu greiöa fyrir því að þeir kæmu afurðum sínum á markað. Undir lok blaöamannafundarins voru þeir félagar spurðir að því hvort útflutningsbann yrði afboöaö, ef viðræður hæfust viö verkalýðshreyf- inguna. Þeir svöruöu því, að þaö eitt væri ekki nægilegt. Þá var borin fram sú spurning, hvort aðgeröin stefndi að því að fella ríkisstjórnina. Guö- mundur J. Guðmundsson kvaö það ekki vera markmiö þessara aðgerða, þótt margur maðurinn í verkalýðs- stétt myrldi kannsli líta á það sem mikla gæfu færi hún frá. Hins vegar lagði hann áherzlu á, að hér væri um stéttarlega aðgerð að ræða, laun verkafólks þyldu ekki kjaraskerðingu. Karl Steinar Guðnason tók fram í þessu sambandi, aö þeir væru ekki í neinum slíkum hugleiöingum. Hér væri aðeins um faglega baráttu aö ræða. Hins vegar væri þaö takmark margra í verkalýðsstétt að fella ríkisstjórnina í næstu kosningum meö aöstoö hins almenna kjósanda. Ólafur Jónsson, forstjóri Vinnuveit- endasambands íslands, kvaö fund hafa veriö haldinn með fulltrúum Sölumiðstöðvar hraöfrystihúsanna, Sölusambands íslenzkra fiskfram- leiöenda, Útflutningsmiöstöð iðnað- arins og Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga. Ólafur kvaö mestar áhyggjur vegna útflutningsbannsins vera þess eðlis, aö það gæti rýrt markaðsmöguleika okkar erlendis. „Viö höfum ekki enn ákveðið gagn- ráöstafanir," sagöi Ólafur, „viljum sjá, hvernig þetta verður útfært hjá þeim. Verið getur að viö neyðumst til þess aö grípa til þess, en gerum þaö ekki á þessu stigi og ekki fyrr en viö yröum til þess neyddir. Yrði þá um verkbann aö ræöa.“ „Áhyggjur okkar eru vegna mark- aösaöstæöna erlendis og einnig af atvinnuástandinu í landinu," sagöi Ólafur Jónsson. „Þessi aögerð dreg- ur úr krafti fiskvinnslustöövanna, sem geta t.d. stöðvazt tiltölulega fljótt á sumum stöðum. Þá er enn ekki Ijóst, hve aðgeröin er víötæk, Vestfiröir eru t.d. ekki með og Suðurnesin hafa gert sína fyrirvara." Vinnuveitendur munu eiga fund með ríkisstjórn á morgun, föstudag, klukkan 16, en þar munu þeir ræöa síöustu þróun mála og viðræöur sínar við ASÍ, sem óskaö hefur eftir ígildi kjarasamninganna frá í sumar eins og þaö var oröað. Framhald af bls. 48 Ræddi Örn. síöan um fund flug- manna Loftleiöa í gærmorgun, en þeir höfðu sent Mbl. eftirfarandi fréttatilkynningu frá þeim fundi: Flugmenn Loftleiöa hafa á fram- haldsaðalfundi sem hófst kl. 11 í morgun samþykkt að leggja fram tillögu til lausnar deilu þeirrar sem er á milli Félags Loftleiöaflugmanna og Loftleiöa h.f. Deilan snýst sem kunnugt er um hvort greiöa skuli fulla framfærsluvísitölu á laun sem greidd er samkvæmt samningi sem undirrit- aður var 28. apríl 1976. Lög þau frá Alþingi um efnahagsráöstafanir taka aðeins til veröbótavísitölu og verö- bótaauka sem gildir fyrir síöustu kjarasamninga ASÍ og annarra félaga sem sömdu á sama tíma. Augljóst má vera aö þaö er samningsbrot aö skipta um vísitölutryggingu, þ.e.a.s. úr framfærsluvísitölu sem síöast var greidd á nóvemberlaun, en samning- ur voru lausir 15. okt. yfir t hálfa veröbótavísitölu á marzlaun, aö flugmönnum forspuröum og þrátt fyrir margítrekaöar aövaranir stéttar- félagsins um aögeröir ef af því yrði. Flugmenn Loftleiða telja sig standa mjög föstum fótum lagalega í þessari deilu og hafa lagt eftirfarandi tillögu fyrir stjórn Loftleiöa til lausnar deilunni: Greiddar veröi umdeildar fram- færsluvísitölubætur á laun flugmanna Loftleiöa samkvæmt kjarasamningi undirrituöum 28. apríl 1976 umsvifa- laust. Deilan veröi síöan lögö í dóm, þ.e. Borgardóm Reykjavíkur. Báðir aöilar munu hlíta þeim dómi. Kvaö Örn Félagsdóm afgreiöa slíkt mál á 1—2 vikum og væri það að mati Flugleiðamanna eðlilegur vett- vangur til aö fjalla um máliö, en hins vegar gæti afgreiösla hjá Borgardómi Reykjavíkur tekið 1—2 ár. Þá rakti Örn nokkur mál sem deilt væri um, en skiptu miklu máli að þeirra mati. Væri þar um að ræöa ágreining innan samtaka flugmanna þar sem stéttarfélag þeirra hefði sundrast í tvö félög og m.a. væri rætt um á vettvangi flugmanna að skipta leiðum með einokunarfyrirkomulagi sem Flugleiöir teldu fráleitt. Þá kvaö hann ágreining um starfsaldursskipt- ingu og væri brýn nauðsyn á aö samræma starfsaldurslista. í því sambandi kvaö hann ákveöiö aö gefa öllum flugmönnum kost á að vera starfsmenn Flugleiða en ekki annað hvort Loftleiöa eða Flugfélagsins og væri miöaö við 1. okt. n.k. Kvað Örn það sjónarmið Flugleiöa að erlendir hlutlausir kunnáttumenn úr röðum flugmanna yröu fengnir til að leysa úr þessu máli, en nánar segir frá þessu atriöi á miðsíöu blaðsins í dag. Þá kvaö Örn ágreining um það meöal flugmanna aö Flugleiöir gáfu flugmönnum á Fokkervélum kost á að sækja um störf á DC-8 þotum Flugleiöa og heföu Flugleiðir ráðið 7 nýja aöstoöarflugmenn á DC-8 af Fokkervélunum og 1 á Fokker og væru námskeið hafin fyrir þessa flugmenn. Þriöja sérmáliö kvað Örn vera ósk Loftleiöaflugmanna um að fá störf við flug á vegum Air Bahama sem væri dótturflugfélag Flugleiöa. Örn kvaö þá vilja vinna að þessu að marki en málið væri viökvæmt og vandmeö- farið því sumir flugstjórar Air Bahama hefðu starfað hjá félaginu í allt að 9 ár. Kvað Örn félagiö vilja miöa við ráöningu um tíma frá 1. okt. n.k. en flugmenn vildu hins vegar ráöningu frá 1. maí n.k. Hins vegar kvað örn stjórn Flugleiöa hafa samþykkt eftirfarandi á fundi t' marz: „Stjórnin samþykkir að íslenzkum flugmönnum verði gefinn kostur á störfum hjá IAB að frágengnum föstum starfsmönnum þess félags og Bahamaborgurum, éKda vérði kjör og skilmálar íslenzkra flugmanna þau sömu og eru ríkjandi hjá IAB hverju sinni. íslenzkir flugmenn muni undir- gangast kvöö um að beita ekki vinnustöðvun eða hvers konar slíkum aögeröum hjá IAB. Jafnframt verði framanskráöri vinnustöövun Loft- leiöaflugmanna 16. þ.m. aflýst." Örn kvað það fullan vilja hjá Flugleiöum að leysa þetta mál, því það væri þeirra álit aö þetta gæti skipt sköpum ekki aöeins fyrir flugfélagið heldur einnig fyrir flug- menn, en viö lausn þess yröi að taka tillit til þess að vísitölumálið væri aöeins hluti af mun stærra máli eins og hann heföi getiö um. Siguröur Helgason kvaö liölega 300 strandaglóöa hafa farið frá landinu aftur í gær meö þotum FÍ og þotu frá Finnair sem Flugleiöir fengu til aö lenda hér á leið vestur um haf. Gat hann síðan um tap Flugleiða og minnti á að fyrir nokkrum árum heföu ítalir verið taldir verstir í sambandi viö skyndiverkföll á vett- vangi flugmála, en nú væru íslending- ar meö metiö, og hann kvað þetta hafa mjög slæm áhrif fyrir Flugleiöir, því félagiö væri aö tapa trausti vegna þessarar þróunar. Kvaö hann ferða- skrifstofur erlendis fylgjast mjög náiö meö þessum málum og því væri engin spurning aö um álitshnekki væri aö ræða. Talsmenn Félags Loftleiðaflug- manna tjáöu Morgunblaöinu í gær- kvöldi aö flugmenn heföu fallist á aö láta málið fara fyrir Félagsdóm, en áöur heföi stjórn Flugleiöa ekki viljað ræöa máliö á þeim grundvelli. Kváöu þeir Flugleiöir hafa rætt um aö setja málið í geröardóm, „en“, segir í fréttatilkynningu flugmanna, „gerðar- dómur er ekki skipaöur lögfróöum mönnum aö öllu leyti og þarf ekki aö fara að lögum þar sem hann getur m.a. tekiö tillit til aöstæöna í þjóðfélaginu. Við vildum skýlausan dómsúrskurö í málinu og fórum fram á aö Borgardómur fjallaöi um málið frá beinu lögfræöilegu sjónarmiði og er Félagsdómur því málamiölun þarna á milli sem við féllumst á í þeirri fullvissu aö máliö fái skjóta afgreiöslu þar. Viö vorum frá upphafi tilbúnir til þess aö leggja atriðin fyrir dómstól sem dæmdi einungis eftir lögum og engu ööru og viö óttumst ekki þann úrskurð, en við höfum nú tilkynnt aö viö munum byrja aö fljúga þegar kallaö verður í okkur." — Weizman Framhald af bls. 1. í gæzluliðinu úr 4000 í 6000 hermenn. Þegar eru komnir um 1800 gæzluliðar til Líbanons. Ekki liggur ljóst fyrir hvenær ísraelsmenn hyggjast draga her- afla sinn til baka, en þeir segjast þegar hafa fækkað nokkuð í liði sínu á þessum slóðum. Bandaríkjastjórn létj í ljós þá skoðun í dag að koma ætti á laggirnar meiriháttar samstarfi um aðstoð við flóttamenn í S-Líb- anon en talið er, að um 170 þúsund manns hafi flúið nýafstaðin átök í landinu. Að sögn Douglas Bennet, eins aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafa þau þegar varið 1,2 milljónum dala til aðstoðar flóttafólki á þessum slóðum og eru reiðubúin að leggja fram 3,8 milljónir til viðbótar. — Nær óbreytt Framhald af bls. 1. embættinu sem hann gegndi samhliða forsætisráðherra- starfinu. Fjármálaráðuneytinu verður nú skipt í efnahagsmála- og fjárlagaráðuneyti. Utanríkis- ráðherra hinnar nýju stjórnar verður áfram Louis de Guirin- gaud, Christian Bonnet verður áfram innanríkisráðherra, Yvon Bourges varnarmálaráð- herra og Alain Peyrefitte dómsmálaráðherra. Níu nýir ráðherrar taka sæti í stjórn- inni, en enginn fær til meðferð- ar meiriháttar ráðuneyti utan Andre Giraud, fyrrverandi yfirmaður frönsku kjarnorku- málastofnunarinnar, sem verð- ur iðnaðarráðherra. Sjö af hinum 22 ráðherrum stjórnarinnar eru gaullister, en 10 eru úr röðum Lýðveldisfylk- ingarinnar, flokks Giscards forseta. Aðrir ráðherrar eru óflokksbundnir. Tvær konur eru í stjórninni, þær sömu og í fyrri stjórn Barres. Önnur er Simone Veil heilbrigðismála- ráðherra, sem nú hefur verið gerð að öðrum varaforsætisráðr herra á eftir Peyrefitte. Hin er Alice Saunier-Seite, sem fer með málefni háskólanna í landinu. — Líbanon Framhald af bls. 1. seta í Miðausturlöndum sagði í dag í ræðu í Atlanta að enn væri nokkur hreyfing á deilumálum í þessum heimshluta þrátt fyrir þá lægð sem nú virtist ríkjandi og ástæðulaust væri að gefa upp alla von um friðarsamninga milli landanna á þessu svæði. — Páfagarður Framhald af bls. 1. yfir leiðtogum Rauðu herdeild- anna var spiluð segulbandsspóla með vitnisburði þess manns sem öðrum fremur stuðlaði að því að leiðtogi samtakanna, Renato Curcio, var handtekinn. Maður þessi, Silvano Girotto að nafni, sagðist hafa bent á Curcio vegna hugmyndafræðilegs ágreinings við hann. Verjendur Curcios hafa sakað lögregluna um að hafa borið fé á Girotto til að fá hann til að láta uppi um Curcio, en hann hefur harðneitað öllum pæningagreiðsl- um í málinu. — Samningar flugmanna Framhald af bls. 25. Þrátt fyrir uppsögn samnings- ins ákvað félagið að greiða flug- mönnum verðbætur miðað við hækkun framfærsluvísitölu hinn 1. nóvember s.l. En jafnframt var skýrt tekið fram, að hér væri um sérstaka ákvörðun að ræða og einungis í þetta sinn. Fyrir síðustu mánaðamót var flugmönnum greint frá því að ákveðið væri að greiða þeim verðbætur á laun í samræmi við lögin um efnahagsráðstafanir lög nr. 3/1978 með sama hætti og öðrum starfsmönnum félagsins. Þessu hafa flugmenn Loftleiða h.f. ekki viljað una og lögðu fyrirvara- laust niður störf í gær. Fulltrúar Flugleiða h.f. vöktu athygli flugmanna á því, að félagið væri reiðubúið að skjóta ágreiningsefni þessu til lögmætra aðila eins og lög gera ráð fyrir. Flugmenn höfnuðu málaleitan þessari — kváðust reiðubúnir til starfa fengju þeir óskerta vísitölu. 5. Verkfallsboðun. Með bréfi dagsettu 3. marz s.l. boðuðu flugmenn Loftleiða h.f. allsherjar vinnustöðvun frá og með 16. sama mánaðar. Astæða fyrir verkfallsboðun þessari kváðu flugmenn vera að ekki hafi verið staðið við samninga varðandi flug Loftleiðaflugmanna á leiðum International Air Bahama. Rétt er að taka fram að enginn samningur hefur verið gerður um flug Loftleiðaflug- manna á leiðum International Air Bahama, hins vegar var gert samkomulag um dagpeninga- greiðslur ef til flugs Loftleiðaflug- manna á leiðum International Air Bahama kæmi. Loftleiðaflugmenn féllu frá ofangreindri verkfallsboðun en tóku jafnframt fram að þeir myndu ekki fljúga leiguflug sam- kvæmt síðastgildandi samningi. 6. Samciginlegur starfsaldurs- listi flugmanna. Með bréfi stjórnarnefndar Flug- leiða h.f. 16. marz s.l. var flug- mönnum tilkynnt sér ákvörðun stjórnar Flugleiða h.f. að frá og með 1. október 1978 taki Flugleiðir h.f. við öllum rekstri flugvéla Fiugfélags íslands h.f. og Loftleiða h.f. og að nú þegar verði hafist handa um sameiningu starfsald- urslista flugmanna, enda verði öllum starfandi flugmönnum beggja flugfélaganna gefinn kost- ur á starfi hjá Flugleiðum h.f. 7. Ráðningar flugmanna. I framhaldi ákvörðunar stjórnar um sameiginlega starfsaldurslista flugmanna var ákveðið að um nýráðningar flugmanna til starfa á DC-8 flugvélar félagsins skyldi farið með þeim hætti, að gefa sex umsækjendum úr hópi Fokker- flugmanna kost á aðstoðarflug- mannsstarfi á DC-8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.