Morgunblaðið - 06.04.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.04.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1978 27 - Atti að smygla Framhald af bls. 1. Lögreglan hefur neitað því að upplýsa neitt frekar um málið fyrr en það hefur verið rann- sakað til fulls. Ludmila Agapova var eigin- kona Valentins Agapovs, sem flúði til Svíþjóðar frá Sovét- ríkjunum árið 1974. Henni hefur ekki verið heimilað að flytja til manns síns og er ástæðan sögð sú, að hún hafi haft aðgang að hernaðarleynd- armálum ámeðan hún var verkfræðingur hjá geimvís- indastofnun Sovétríkjanna. Að því er segir í finnskum blöðum reyndi Ludmila Aga- pova að stytta sér aldur í september 1976 eftir að henni var tilkynnt að hún fengi ekki að fara til Svipþjóðar og móðir hennar fór í hungurverkfall til að leggja áherzlu á mál hennar en án árangurs. — Ráðstefna Framhald af bls. 23 Boston Herald segir, að ekki liggi ljóst fyrir hvort Norður-Kórea ætli að viðurkenna Suður-Kóreu, eða hvort Bandaríkjamenn eiga að sitja ráðstefnuna í nafni Suður-Kóreu. Bandaríkin hafa hingað til sagt að viðurkenni Norður-Kóreumenn ekki Suður-Kóreu verði engin ráðstefna haldin. Norður- og Suður-Kórea sam- þykktu í júní 1972 að hefja viðræður um sameiningu ríkjanna tveggja, en þær viðræður duttu upp fyrir ári síðar, er Norðanmenn kröfðust þess að suður-Kórear aflétti lögum gegn kommúnisma. — Hagnaðist um Framhald af bls. 2 væru á ferð sjónhverfingar verð- lagsmálanna. Það gæti verið, að skoðaðar hefðu. verið nótur að fjárhæð um 7 milljónir króna en eitthvað hlyti hluturinn að kosta, og það væri fráleitt að tala um 7 milljóna króna verðlagsbrot í sömu svifum. — Útflutn- ingsbann Framhald af bls. 48 stjórnarinnar hefðu verið nauðsynlegar til þess að tryggja fulla atvihnu og þann kaupmátt launa, sem við höfum hæst notið hér á landi. An þessara ráðstafana hefði atvinnurekstur stöðv- azt og atvinnuleysi blasað við, þannig að kaupmáttur- inn hefði orðið að engu. Afleiðingar aðgerðleysis stjórnvalda hefðu fyrst og fremst komið niður á félög- um í Verkamannasamband- inu. Því er óskiljanlegt, sagði Geir Hallgrímsson, ef verka- menn, en í þeirra hópi eru hinir lægt launuðu, ganga nú fram fyrir skjöldu til þess að berjast fyrir meiri tekju- hækkun hjá þeim, sem hærri hafa launin. Við Islendingar verðum að gera okkur grein fyrir því, sagði Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra, að lokum, að við getum ekki hækkað laun um tugi prósenta í krónutölu á sama tíma og nágrannaþjóðir okkar verða að sætta sig við 1—5% kauphækkun og minnkun kaupmáttar samhliða alvar- legu atvinnuleysi. r — Alyktun Alþýðuflokks Framhald af bls. 21 lögtekinn veröi verðaukaskattur af veröbólgugróöa stóreignamanna. Komið verði í veg fyrir aö einkaneysla sé færð á reikning fyrirtækja, dregið verði úr lögbundnum útgjöldum ríkisins og tryggður verði hallalaus rekstur ríkissjóös. Þá er lagt til, aö almannatrygginga- kerfið verði endurskoöaö frá grunni og komið verði á einum lífeyrissjóði fyrir alla landsmenn. Húsnæðislán verði aukin og lánstími lengdur, og lagt er til að tekin verði upp strax og aöstæöur leyfa ný og verömeiri mynt, sem endurnýi virðingu fyrir gjaldmiöl- inum. — Sparisjóður Framhald af bls. 5. Endurkosnir voru í stjórn spari- sjóðsins þeir Jón Júlíusson og Jón Hjaltested. Stjórnarmaður kosinn af Borgarstjórn Reykjavíkur er Gísli Olafsson. Endurskoðendur kosnir af Borgarstjórn Reykjavík- ur eru Sigurður Hallgrímsson og Guðmundur Ágústsson. — Ný þingmál Framhald af bls. 20 Óskað er skriflegs svars við fyrir- spurninni. Greinargerð Fyrir um það bil 4 árum var samþykkt á Alþingi þingsályktunartil- laga 10 þingmanna af Norður-og Austurlandi um sérstakan opinberan stuöning til þess að efla og treysta byggð á Hólsfjöllum í Norður-Þing- eyjasýslu og Efra-Fjalli í Norður-Múla- sýslu. Landnámi ríkisins var síðan falið að hafa veg og vanda af samræmingu aðgerða í þessu skyni. Tilgangur Alþingis með samþykkt þings- ályktunartillögunnar byggðist fyrst og fremst á skilningi þingsins á sam- fétagslegri nauðsyn þess, að byggö héldist á þessum stöðum, svo og þeirri vitneskju, aö ungt fólk hafði sérstakan áhuga á að búa um sig á Fjallajörðum og setjast þar að til frambúðar. Á þessum grundvelli er þegar búið að framkvæma margt á Hólsfjöllum og í Möörudal undanfarin ár, og þykir fyrirspyrjendum rétt að ríkisstjórnin geri Alþingi grein fyrir málinu nú í lok þessa þings, sem einnig er síöasta þing kjörtímabilsins. Tryggingar íslenzkra eigna erlendis. Albert Guömundsson (S) hefur lagt fram eftirfarandi breytingartillögu við frv. til laga um vátrygginarstarfsemi: Við 22. gr. bætist: Aðilar hér á landi, sem hyggjast tryggja erlendis verðmæti, sem eru íslensk eign að einhverju eða öllu leyti, án milligöngu vátryggingarfélags sem hefur starfsleyfi á íslandi skv. lögum þessum, skulu sækja um leyfi til tryggingamálaráðherra, sem að feng- inni umsögn tryggingaeftirlitsins getur veitt slíkt leyfi til eins árs í senn. Þeir, sem skv. leyfi tryggingamálaráðherra tryggja erlendis án milligöngu íslensks tryggingafélags, skulu árlega senda iryggingaeftirlitinu skýrslu um trygg- ingar sínar, svo sem um væri að ræða íslenskt vátryggingafélag, sbr. 42. gr. laga þessara. Þeir eru og gjaldskyldir til tryggingaeftirlitsins á sama hátt og íslensk tryggingafélög, sbr. 46. gr. laganna. Aðili, sem tryggir erlendis svk. leyfi tryggingamálaráðherra, er söluskatt- skyldur til jafns við að tryggt væri hjá eða fyrir milligöngu íslensks trygginga- félags. Þá er hann og háður þeim reglum, sem á hverjum tíma gilda um ráðstafanir gjaldeyris og gjaldeyrisskil vegna þjónustu sem keypt er erlendis. — íþróttir Framhald af bls. 46. og næmi kostnaður vegna þess meira en hálfri milljón króna. Þó að hann skiptist milli dómara- nefndar og HSÍ þá væri þetta í raun allt sami hiuturinn. tJrsögn nefndarmanna kom mér á óvart, sagði Sigurður. Hann upplýsti að á næstunni myndi landsliðsnefnd skila álits- gerð um landsliðsmálin og þátt- töku landsliðsins f heims- meistarakeppninni. Siðan færi fram ráðstefna með þjálfurum og fleirum og reynt yrði að draga réttar ályktanir að henni lokinni. Stjórn HSÍ mundi síðan ráða til starfa landsliðsþjálfara þvi' ærin verkefni væru framundan. - þr. — Skák Framhald af bls. 19 Rxc7+ - Kf8, 24. He6 - gxf4, 25. Hxc6 - Db8, 26. Re6+ - Ke8, 27. Hc7 - Kf7, 28. Rxf4+ — Kf8, 29. Dc5 og svartur gafst upp. Að lokum skulum við líta á viðureign þeirra Larsens og Horts. Hort tefldi margar mjög heilsteyptar skákir á mótinu, en brást svo gjörsamlega í öðrum. Þessi er ein þeirra síðarnefndu! Hvítti Bent Larsen Svarti Vlastimil Hort Sikileyjarvörn 1. e4 - c5, 2. Rf3 - e6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rc6, 5. Rc3 - Dc7, Be2 - Rf6, 7. 0-0a6, 8. Khl - Be7, 9. Í4 - d6, 10. Be3 - 0-0 (Nú er komin upp algeng staða í Scheveningen-afbrigðinu í Sik- ileyjarvörn, en það afbrigði virðist ekki hæfa hægfara skák- stíl Horts) 11. Del - Bd7,12. Dg3 - Kh8, 13. Hadl - b5, 14. e5! - dxe5, 15. fxe5 — Re8? (Eftir þennan leik verður svarta staðan illverjandi. Flestir aðrir en Hort hefðu vafalaust fremur kosið að freista gæfunnar með 1 Dyp^ 16. Rf3 - Bc8,17. Re4 - Kg8, 18. Bf4 - Rb4 19. Rf6+! - Kh8, 20. Rg5 - Dxc2, 21. Rfxh7 - Bxg5, 22. Rxg5 - Dg6, 23. Bd2! og svartur gafst upp. GLIT GLIT HÖFÐABAKKA9 SÍMI 85411 er hjá okkur á allskonar keramik, skrautmunum og nytjahlutum, kaffi- og matarsettum. í dag og næstu daga er opið frá kl. 9-17. Inngangur frá austurhlið. Ostakynning — Ostakynning í dag og á morgun frá kl. 14—18. Guðrún Hjaltadóttir, húsmæörakennari kynnir m.a. ýmiss konar bakstur meö osti, Reykost, ostasúpur o.fl. Ókeypis uppskriftir. Nýr bæklingur nr. 25. Osta- og smjörbúöin Snorrabraut 54. \fentanlegir vinnir^shafar 4. flokkur Vinsamlega athugið að Happdrætti Háskólans greiðir ekki vinninga á þá miða, sem ekki hafa verið endurnýjaðir. Látið ekki dragast að hafa samband við umboðsmanninn og endurnýja í tæka tíð. Dregió veróur þriójudaginn 11. april. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Hæsta vinningshlutfaU í heimi! 18 @ 1.000.000,- 18.000.000,- 18 - 500.000.- 9.000.000,- 207 - 100.000,- 20.700.000,- 504 — 50.000.- 25.200.000,- 8.316 — 15.000.-. 124.740.000,- 9.063 197.640.000,- 36 - 75.000,- 2.700.000,- 9.099 200.340.000,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.