Morgunblaðið - 06.04.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.04.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1978 31 Finnbjörn Hjartarson prentari: Sjálfstædisflokkurinn á að standa að útf ærslu pólitískrar landhelgi Varað við skrifum Morgunblaðsins Eftir að upp komst um njósnir Rússa í Noregi hefur Morgunblað- ið rifjað lítillega upp athafnir Rússa hér á landi, og rakið er í Reykjavíkurbréfi njósnamál er endaði með brottrekstri tveggja sendiráðsmanna Rússa. Síðan það mál var á döfinni hefur ekkert verið gert til þess að fylgjast með ferðum rússneskra sendiráðs- manna á íslandi. 14 ár eru liðin síðan Lev Dimitriev og Lev Kisilev var vísað úr landi fyrir njósnir. Við það hefur' ekkert breytzt nema að Rússum hefur fjölgað á Islandi og starfsemi þeirra eflst. Má minna á Kleifarvatnstækin í því sambandi. Útfærsla póli- tískrar landhelgi Síðan umrætt njósnamál var á dagskrá, og fyrir og eftir það, hefur Morgunblaðið verið aðal baráttuvettvangur þeirra, sem séð hafa atferli Rússa í réttu ljósi, njósnir þeirra og undirróðurs- starfsemi. Og þá vaknar sú spurn- ing, hvers vegna Sjálfstæðisflokk- urinn standi svo þögull hjá sem raun ver vitni. Ætlar forusta flokksins að eyðileggja aðal„mái- gagn“ og stuðningsblað sitt með aðgerðarleysi og hjásetu, þegar athafnir Rússa hér á landi eru sífellt umhugsunarefni? Er ekki tími til kominn að Sjálfstæðis- flokkurinn taki höndum til við útfærslu hinnar pólitísku land- helgi. Það er ekki minna verk framundan en var við útfærslu fiskveiðilandhelginnar. Menn hafi það í huga, að viðnám og andstaða Breta og annarra þjóða varð ekki vel skiljanlegt, né séð í réttu ljósi, fyrr en íslendingar voru búnir að taka ákvörðun og farnir að framkvæma hana. Svo mun einnig verða um Rússa, þegar farið verður að stugga við þeim. Byrja mætti á því að takmarka ferða- frelsi sovézkra „diplomata" á íslandi, og t.d. leyfa einungis ferðir innan Reykjavíkur. Manni skilst á formanni utanríkismála- nefndar Alþingis, að sendiráðs- menn Rússa séu flestir í verzlunarerindum hér. Er þá nokkuð ljóst, að þeir eiga ekkert erindi út fyrir Reykjavík. Hvorki að Kleifarvatni né upp í Hvalfjörð að nóttu til. Einnig ætti Sjálf- stæðisflokkurinn að fara fram á fækkun í sendimannafylkingu Rússa. Ef hins vegar Sjálfstæðisflokk- urinn ætlar að hundsa varnarbar- áttu Morgunblaðsins, er full ástæða til að vara við skrifum Morgunblaðsins. Vegna þess, að með sofandahætti getur Sjálf- stæðisflokkurinn gert Morgun- blaðið áhrifalaust. Hvert ætlar Sjálfstæðisflokkurinn þá að snúa sér, þegar hann vaknar? Með aðgerðarleysi getur Sjálfstæðis- flokkurinn komið Morgunblaðinu í þá aðstöðu, að blaðið yrði að taka þá hrikalegu áhættu, að horfa aðgerðarlaust á hættuna, sem af starfsemi Sovétmanna stafar og sífellt eykst. Rússar kreíjast arðs Það kemur æ betur í ljós, að Rússar eiga ítök í ýmsum stofnun- um og fyrirtækjum á íslandi og þeir eiga vini og stuðningsmenn víða. Þegar hús það við Laugaveg, sem hýsir starfsemi Máls- og Menningar, var í smíðum, þótti mönnum verkið ganga með ólík- indum. Fékk byggingin fljótlega nafnið „Rúblan" og hefur það, manna á meðal, jafnan verið kallað því nafni síðan. En ítök Rússa ná ekki eingöngu til húsbygginga. Nú um áramótin endaði sú barátta, er sneri að Tímariti Máls og menningar. Sigfúsi Daðasyni var bolað burt, og línukommúnistar og rússadindlar setjast í stjórn blaðs- ins. Og þarf engum að koma á óvart, að til þess að halda um taumana þar voru, að því er virðist, sjálfkjörnir þeir Árni Bergmann og Magnús Kjartans- son. Þessir menn stjórna einnig Þjóðviljanum. Þeir eru í beinum tengslum við Rússa og hafa við þá samráð, og taka ætíð málstað þeirra, á hverju sem gengur. Eftirminnilegt var, á tímum vinstri stjórnarinnar sálugu, þeg- ar Árni Bergmann var kallaður upp í rússneska sendiráð til að eiga þar sjónvarpsviðtal (fyrir ísl. sjónvarpið) við sendiráðsmann, en spurningarnar voru allar útbúnar af Rússum. Enda var „viðtalið" óþverraáróður frá upphafi til enda. Og til er mynd af Magnúsi Kjartanssyni, þar sem hann kem- ur af fundi úr rússneska sendiráð- inu. I þá daga fóru Rússar ekki leynt með þegar þeir kölluðu þý sitt til fundar. Siðan fyrrnefnd mynd var birt eru nokkur ár, en eftir þá uppljóstrun, hefur Magnús Kjartansson verið varkárari. Þeir eru ekki margir, sem betur fer, sem leggjast svo lágt í þjónustu sinni við Sovétmenn, eins og þessir tveir. En því miður eru slíkir „föðurlandsvinir" allt of margir í röðum kommúnista. Sá, sem þetta ritar, er stundum að velta því fyrir sér, hvort ekki sé hægt að bjarga Svavari Gests- syni og Kjartani Ólafssyni frá þessum svikavef, sem þeir eru í. Sjá þeir ekki, að þeim er ekki treyst til margháttaðra lykilstarfa sem Árna Bergmann og Magnúsi Kjartanssyni? Þó að Svavar og Kjartan reyni að vera harðlínumenn, ferst þeim það illa, og þeir, sem í fjarlægð standa og velta fyrir sér mann- gerðum þessum, hljóta að sjá, að þeir síðastnefndu eru allt aðrar manngerðir heldur en línu- kommúnistarnir títtnefndu. T.d. eru næsta broslegir tilburðir Kjartans Ólafssonar til að líkjast Magnúsi Kjartanssyni, stælir tals- máta hans og tilsvör með barna- legri hrinfingu. En vita mega þeir, að þeirra hlutur verður aldrei Finnbjörn Hjartarson annar en sá, að vera „nytsamir sakleysingjar" í vélabrögðum hinna rússnesk sinnuðu og mennt- uðu lykilmanna Rússa á íslandi. Ríkisstyrkir til dagblaða Formaður utanríkismálanefnd- ar Alþingis, Þórarinn Þórarinsson, hefur tekið upp þá stefnu í blaði sínu að birta við hlið leiðara síns, áróðursgreinar APN. Þá varknar sú spurning, hvort Þórarinn láti APN borga fyrir birtingu greina eða hvort hann eftirláti Rússum ótaldar ^ síður viku eftir viku endurgjaldslaust og noti þannig ríkisstyrkinn til að hjálpa rússum við áróðursiðju sína og niðurrif. Þeirri spurningu er beint til Þórarins Þórarinssonar, hvers vegna Rússum einum er leyft að HINN nýi flokkur Indiru Gandhi fyrrverandi forsætisráðherra hef- ur beðið ósigur í mikilvægri aukakosningu í Ilayana-fylki samkvæmt lokatölum sem voru birtar í dag. Frú Gandhi hélt því fram þegar úrslitin lágu fyrir, að Janataflokk- ur Morarji Desai forsætisráðherra hefði unnið aukakosninguna með því að hræða kjósendur og meina stéttleysingjum að kjósa. Kosningaósigurinn táknar, að Kongressflokki Indiru Gandhi hefur enn ekki tekizt að fylgja eftir sigrum sínum í tvennum fylkiskosningum á Suður-Indlandi í síðasta mánuði með sigri á Norður-Indlandi þar sem fylgi nota þannig síður Tímans? Ekki verður vart að aðrir fái svipaða fyrirgreiðslu. Vegna þess að Þórarinn Þórarinsson er formaður utan- ríkisnefndar Alþingis, er hann krafinn svara um samskipti við rússnesku fréttaþjónustuna APN. Fær Tíminn greitt fyrir greinar, sem APN birtir í blaðinu? Eða er Framsóknarflokknum um megn aö gefa út dagblað í þeirri stærð sem Tíminn er, án aðstoðar Rússa? Synir sýslumannsins Hvimleiður fylgikvilli veru okk- ar í Atlantshafsbandalaginu er, að ýmsir hentistefnumenn og stefnu- leysingjar, varpa allri ábyrgð á NATO. Með því að t.d. sýna Bretum aulalega stirfni og þver- girðingshátt. Reyna jafnvel strákslegar ögranir, að tilefnis- lausu í ótíma, eingöngu vegna þess, að þeir telja sig geta leikið í skugga valdsins, eins og óþekkir strákar sýslumannsins. Á hinn bóginn kemur þessi ábyrgðarlausi leikur fram í því að sýna Rússum og starfsemi þeirra linkind og jafnvel afsaka umsvif sovézkra njósnara. Þetta eru þeir hinir sömu, sem þykjast vilja veg íslenzkrar utanríkisstefnu sem mestan. Þótt Islendingar hafi gengið, góðu heilli, í Atlantshafsbandalag- ið, var ekki ætlunin sú, að þeir gætu eftir það gefið upp á bátinn ábyrg vinnubrögð að þeim mála- flokkum, sem falla undir utan- ríkismál. Janataflokksins er mest. Mohinder Singh úr Janata- flokknum sigraði aðalkeppinaut sinn í aukakosningunni, sem fór fram í Karnal-kjördæmi, Chiranji Lal Sharma, með 18.379 at'kvæða mun en alls kusu 392.400. Jafnframt lýsti flokkur Moskvu-kommúnista því yfir í fyrsta skipti í dag, að stuðningur hans við neyðarástandslög frú Gandhi 1975—77 hefði verið „mis- tök“. I Hyderabad þar sem óeirðir hafa geisað hafa nýjar tilraunir verið gerðar til að kveikja í stjórnarbyggingum og útgöngu- bannið í borginni hefur verið framlengt. Indíra tapaði í aukakosningu Nýju Delhi. 5. apríl. AP. ítölsku sumarskórnir ra Sergio Rossi komnir C€N§ INGHOLTSSTRÆTI 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.