Morgunblaðið - 06.04.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.04.1978, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1978 Álafoss hf. í umræðu á Alþingi: Sala á fyrirtækinu eða sérstök löggjöf sett um það — voru meðal efnisþátta í umræðu þingmanna Máleíni íyrirtækisins Ála- foss hf. komu til umræðu f Sameinuðu þingi í gær, er Geir Hallgrímsson forsætis- ráðherra svaraði fyrirspurn- um frá Þórarni Þórarins- syni það varðandi. Taldi forsætisráðherra að vel kæmi til mála að athuga um sölu þess fyrirtækis, sem er í eigu Framkvæmdasjóðs íslands, samhliða sölu á öðrum ríkisfyrirtækjum, er slík athugun næði til. Aðrir töldu eins koma til mála að setja um þetta fyrirtæki sérstök lög og reka áfram f eigu ríkisins, enda kæmu þá mál þess með eðlilegum ha*tti til umfjöllunar Al- þingis á hverjum tíma. Greinargerð framkvæmda- stofnunar rfkisins um Ála- foss hf., sem forsætisráð- herra las upp á Alþingi í gær, fer í heild hér á eftir, ásamt fyrirspurnum Þórar- ins Þórarinssonar. • 1. Af hverju er Álafuss h.f. ríkisfyrirta-ki? Álafoss h.f. er ekki ríkisfyrir- tæki samkvæmt þeim skilningi, sem almennt er í það orð lagður. Ríkisfyrirtæki eru fyrirtæki hins opinbera, sem komið er á fót samkvæmt sérstökum lögum. Því teljast ekki ríkisfyrirtæki þau hlutafélög, þar sem ríkið eða opinberar stofnanir eru eigendur hlutafjárins að meira eða minna leyti. Hins vegar á Framkvæmda- sjóður íslands nú allt hlutafé í A lafossi h.f. og hefir svo verið siðan árið 1971, að hlutafélagið keypti til sín hlut fyrri eigenda. Ástæða þess, að Framkvæmda- sjóður á nú hlutafé félagsins verður rakin til eftirgreindra atvika: Á árunum 1963—1965 lánaði Framkvæmdabanki Islands veru- legt fé til uppbyggingar ullarverk- smiðjunnar á Álafossi. Var byggt nýtt verksmiðjuhús og keyptar nýjar kembi- og spunavélar, en bæði húsakostur og vélar voru mjög úr sér gengin. Framleiðsla verksmiðjunnar var mest megnis fyrir innlendan markað, en nokkuð var um sölu á teppabandi til Danmerkur. Reksturinn gekk erf- iðlega á árunum eftir endurnýjun verksmiðjunnar og lágu til þess ýmsar orsakir bæði innan fyrir- tækisins og vegna óhagstæðra ytri aðstæðna. Á árinu 1968 má segja að félagið hafi verið komið í alger þrot og blasti ekkert annað við en stöðvun rekstrar og gjaldþrot. Að frumkvæði Framkvæmdasjóðs var skipuð sérstök framkvæmdanefnd, er starfaði í umboði stjórnar félagsins um nokkurra mánaða skeið að því að halda í horfinu með rekstur fyrirtækisins, en í apríl mánuði 1969 ákvað stjórn Fram- kvæmdasjóðs að breyta skuldum að fjárhæð 28 millj. kr. í hlutafé í félaginu, enda var þess farið á leit af stjórn félagsins. Árið 1971 var 30 millj. kr. skuld síðan breytt í hlutafé með sama hætti. Það var skoðun stjórnar Fram- kvæmdasjóðs á árinu 1969 þegar séð var að fyrirtækið Álafoss h.f. yrði að hætta rekstri og gjaldþrot var á næstu grösum, að ekki væri einvörðungu hagsmunir Fram- kvæmdasjóðs í hættu heldur mundu slík afdrif fyrirtækisins verða mikið áfall fyrir iðngreinina sem slíka og fjöldi fólks mundi missa atvinnu sína. Um þær mundir og síðar hefir mikil áherzla verið lögð á eflingu iðnaðarins í landinú og töldu stjórn Framkvæmdasjóðs og bankastjórn Seðlabankans, sem þá hafði með rekstur Framkvæmda- sjóðs að gera, að stöðvun og upplausn fyrirtækisins Álafoss væri stórt skref aftur á bak í sókn fram á við til eflingar íslenzkum iðnaði. Millj. kr. Iðnlánasjóöur 15.5 Iðnþróunarsjóður 99.8 Iðnrekstrarsjóður 19.0 Skandinavian Bank (Engl.) 35.5 Banque Lambert (Belgía) 15.8 Landsbanki íslands 5.0 Seljendur 25.1 Ný lán alls 215.7 - Afborgun eldri lána 109.8 Lán, nettó 105.9 Hlutafé 30.0 Úr rekstri 259.2 Alls 395.1 Eins og yfirlit þetta greinir, hefir fjárfesting félagsins á um- ræddu 7 ára tímabili verið fjár- mögnuð að tveim þriðju hlutum með eigin fé fyrirtækisins, sem reksturinn hefir getað lagt af mörkum til uppbyggingar. _ • 2. Hverjir eru í stjórn Álafoss h.f., hver kýs hana og til «hve langs tíma? Núverandi stjórn Álafoss h.f., er þannig skipuð: Hafsteinn Bald- vinsson, formaður, Guðmundur B. Olafsson, Benedikt Antonsson, Heimir Hannesson, Ragnar Jóns- son. Varamenn: Bjarni Björnsson, Björn Guðmundsson. Stjórn félagsins er kjörin til eins árs í senn af eiganda hluta- fjárins, Framkvæmdasjóði ís- lands. • 3. Hvert er umboð stjórnarinn- ar? — Hér er átt við hvaða valdsvið stjórnin hefur. — Getur hún ákveðið án þess að bera undir aðra fjárfestingar og útflutning á lopa í stórum stíl? Eins og lög um hlutafélög gera ráð fyrir sem og samþykktir félagsins, hefir stjórnin æðsta vald í málefnum féiagsins milli aðalfunda. Rétt er að taka fram, að lopi er ekki fluttur út nema í afar litlum mæli, en hins vegar er flutt út ullarband af ýmsum gerðum. Hitt er annað mál, að Álafoss h.f. hefir aflað sér einka- léyfis á nafninu LOPI, og er ullarband selt undir því merki. í byrjun hvers árs eru gerðar ítarlegar áætlanir um fram- leiðsl3u, sölu og rekstrarafkomu ársins og með hliðsjón af þeim áætlunum svo og af rekstrar- árgangi liðins árs og lánamögu- leikum hjá lánasjóðum iðnaðarins eru teknar ákvarðanir um fjárfest- ingu ársins, innan ramma áætlun- ar um fjárfestingar til lengri tíma. Samsetning sölunnar milli tilbúins fatnaðar, ullarbands, gólfteppa, dúka, værðarvoða og annarra afurða, innanlands og erlendis, ræðst af markaðsaðstæðum og framleiðslukostnaði hverju sinni. • 4. Hvað er hlutafé Álafoss h.f.? Hlutafé Álafoss h.f., eftir þá fjárhpgslegu endurskipulagningu, er lokið var 1971, nam 60 millj. króna, en þar af voru hlutabréf í eigu fyrirtækisins sjálfs 2 millj. króna. Á árinu 1976 og 1977 voru gefin út jöfnunarhlutabréf í félag- inu samkvæmt heimild í lögum að fjárhæð 240 millj. króna og er hlutafé félagsins í árslok 1977 því 300 millj. króna, en fjárútlát Framkvæmdasjóðs hafa, eins og áður segir, numið 58 millj. króna. • 5. Hvaða fyrirgreiðslu hefir ríkið veitt Álafoss h.f. síðan ríkið yfirtók fyrirtækið? Gerð hefir verið grein fyrir hvernig og hvenær Framkvæmda- sjóður Islands varð eigandi að hlutafé félagsins. Ríkið hefir ekki veitt fyrirtækinu neina fyrir- greiðslu aðra en þá, sem aðrir ullarframleiðendur hafa fengið. Fyrirtækið hefir fengið styrki frá Iðnrekstrarsjóði til markaðs- öflunar, með sama hætti og önnur sambærileg fyrirtæki, svo sem Hilda h.f. og Gefjun, og fé til niðurgreiðslu ullar hefir farið um hendur fyrirtækisins eins og hjá öðrum fyrirtækjum. - 6. Greiðir Álafoss h.f. vexti eða arð af hlutafé? Skuldir Álafoss h.f. bera vexti samkvæmt venjulegum lánskjör- um og félaginu hefir tekizt að standa við sínar skuldbindingar. Félagið hefir ekki greitt út arð af hlutafé, en jöfnunarhlutabréf hafa verið gefin út eins og áður er lýst. Eigið fé úr rekstri hefir verið notað til uppbyggingar í fyrirtæk- inu, enda er það forsenda þess, að lánsfé fáist til nýrra framkvæmda. - 7. Standa fyrir dyrum fjárfest- ingar til þess að auka lopaút- flutning? Stjórn Álafoss h.f. telur eðlilegt að vinna að áframhaldandi upp- byggingu fyrirtækisins með fjár- festingu og öðrum aðgerðum, sem treysta stöðu þess og þeirrar iðngreinar, sem fyrirtækið er hluti af. Hvað fært þykir hverju sinni fer eftir því hver afkoman er og hverjar eru markaðsaðstæður inn- anlands og erlendis. Vélar verksmiðju Álafoss h.f. eru enn sumar hverjar í notkun þótt orðnar séu allt að 30 ára gamlar. Að því mun stefnt að taka Framhald á bls. 34 Lúðvik Jósepsson: Skipulagning á fisklöndun til fiskvinnslustöðva Lúðvík Jósepsson (Abl) hefur lagt fram eftirfarandi tilíögu til þingsályktunan „Alþingi ályktar að fela sjávar- útvegsráðuneytinu að undirbúa löggjöf um skipulag á fisklöndun til fiskvinnslustöðva með það að markmiði, að fiskiskipafloti lands- manna nýtist sem best til þess að tryggja fiskvinnslustöðvum sem jafnast og best hráefni til sam- felldrar vinnslu. Áhersla skal lögð á eftirfarandi meginatriði í hinu nýja skipulagi: 1. Landinu sé skipt í löndunar- svæði í samræmi við samgönguað- stæður og hagkvæm samskipti á milli fiskvinnslustöðva. Endanlegt ákvörðunarvald um svæðaskipt- ingu hafi hagsmunaaðilar á svæð- unum. 2. Yfirstjórn á hverju löndunar- svæði sé í höndum heimaaðila á svæðinu, þ.e.a.s. í höndum fulltrúa fiskvinnslustöðva, útgerðaraðila og sjómanna og fiskvinnslufólks. 3. Stefnt sé að því að miðla hráefni á sem hagkvæmastan hátt á milli fiskvinnslustöðva þannig að vinna geti verið samfelld og hagkvæm í öllum vinnslustöðvum svæðisins. 4. Fiskafli sé fluttur í kældum og lokuðum flutningatækjum á milli vinnslustöðva eftir því sem þörf er á. 5. Að því sé stefnt, að fiskveiði- flotinn, sem veiðir fyrir svæðið, sé í góðu samræmi við afkastagetu vinnslustöðvanna. 6. Tryggt sé í væntanlegri lög- gjöf, að ríkissjóður leggi fram nokkurt fé til að koma skipulagn- ingunni á og til þess að standa undir hluta af rekstri nauðsyn- legra flutningatækja. Heimilt verði að taka nokkurt gjald af öllum lönduðum fiski á svæðinu til þess að standa undir sameiginlegum kostnaði." Því var ákveðið að freista þess að koma fyrirtækinu á réttan kjöl og efla það svo sem tök væru á. Fengnir voru í byrjun erlendir sérfræðingar í tæknilegum mál- efnum ullariðnaðarins til að gera úttekt á verksmiðjunni og fram- leiðsluháttum og leggja á ráðin um úrbætur. Fyrirtækinu var fengin ný forysta og gagnger endurskipu- lagning fór fram á flestum sviðum rekstrarins. Leitazt var við að búa fyrirtækið að beztu skilyrðum nútímalegs rekstrar og á það jöfnum höndum við um endur- skipulagningu fjármála, stjórnun alla í fyrirtækinu, bæði yfirstjórn og í framleiðslu, kostnaðareftirlit, bókhald og skýrslugerð og skipu- lagningu og uppbyggingu mark- aðsmála. Kostnaður þessu sam- fara var greiddur af fyrirtækinu sjálfu. Síðan árið 1969 hefir rekstur Álafoss h.f. skilað hagnaði að undanskildum árunum 1971 og 1973. Frá árinu 1971, að endur- skipulagning fyrirtækisins fór fram, hefir fyrirtækið fjármagnað frekari uppbyggingu með fé úr eigin rekstri að viðbættum stofn- lánum, er fengizt hafa úr lánasjóð- um iðnaðarins og þá fyrst og fremst Iðnþróunarsjóði. Á árunum 1970 til 1976 að báðum árunum meðtöldum námu fjárfestingar Álafoss h.f. 395.1 millj. króna og voru þær fjár- magnaðar með eftirgreindum hætti: Heildarrisnufrádrátt- ur atvinnurekstrar 1977 rúmar 300 m.kr. Það kom fram í svari fjár- málaráðherra, Matthíasar Á. Mathiesen, við fyrirspurn frá Ragnari Arnalds, að ætla mætti að risnufrádráttur í heildarút- gjöldum allra skattskyldra fé- laga og fyrirtækja á árinu 1977, hefði legið á milli 300 og 350 m. kr. Ríkisskattstjóri lét gera úr- tak, sem náði til 10. hvers framtals skattskyldra aðila í þremur stærstu skattumdæm- unum: Reykjavík, Reykjanesi og Norðurlandsumdæmi eystra. I reynd varð þó úrtakshlutfall í Reykjavík 11,6% í stað 10%. Niðurstaða úrtaksins sýndi 343 m. kr. sem útgjöld vegna risnu hjá skattskyldum félögum á öllu landinu og var þá risnukostnað- ur í öðrum skattumdæmum, en nefnd voru hér að framan, áætlaður með sama hlutfalli milli risnukostnaðar og hreinna tekna og fram kom í tveimur nefndum umdæmum. Taldi vararíkisskattstjóri, Ævar ís- berg, í svari sínu til ráðherra, að heildarrisnuútgjöld skatt- skyldra félaga við álagningu 1977 hafi legið á milli 300 og 350 milljóna króna, með tilliti til framanritaðs og annarra fyrir- liggjandi gagna. Þá kom fram í svari ráðherra að í 2. málslið H-liðar 27. gr. reglugerðar nr. 245 frá 1963 um tekjuskatt og eignaskatt, væri að finna ákvæði um risnufrá- drátt, svohljóðandi: „Það má draga frá risnu vegna atvinnu- rekstrar eftir mati skattstjóra, enda verði hún talin sem skyldu- kvöð eða óhjákvæmileg til öfl- unar teknanna." — Gjaldaliður- inn félli undir ákvæði A-liðar 11. gr. laga um tekjuskatt og eignaskatt sem fjallar um rekstrarkostnað atvinnurekstr- ar. Hér er um að ræða matsatr- iði, sem erfitt er að setja reglur um, þó stuðst sé í leiðbeiningum við úrskurði ríkisskattanefndar sem fordæmi. Þar hefur komið til álita eðli atvinnurekstrar, umfang, velta o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.