Morgunblaðið - 06.04.1978, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.04.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1978 33 Magnús Þorkelsson skrifar frá Nottingham: Oft er bölvað og raftnað yfir un};u kynslóðinni. Er það af því er virðist allra tíma tákn að þeir eldri kvarti yfir því hvað þeir ynjjri slæpist, mæti ekki í tíma í skólum o.s.frv. Hér í landi Engla ojí Saxa hafa þó risið upp mál í skólum sem virðast slá allt út. Sumt lendir á kerfinu fyrir að standa sig ekki í stykkinu og annað veldur uppblásnum fyrir- sögnum og þvílíku hneyksli að fólk má varla vatni halda. 3 fet í yard eða 4 Hvað vita margir Islendingar hvernig mælieiningar þær, sem eru hér notaðar, skiptast niður. t Bíðum við, það eru tólf tommur í feti og 3 fet í yardi og. . . hellingur af yördum í mílu. Hér í Englandi hefur komið upp vandamái. Það átti smátt og smátt að hverfa frá þessu ágæta kerfi og skipta yfir í metrakerf- ið þar sem allt byggist á 10 og 100. Sumir framleiðendur merkja því vöru sína í grömm- um eða metrum. Aðrir bæði eftir metrakerfinu og því hefð- bundna. En flestir halda sig við það gamla, svona eins og í von um að metrakerfið (sem var löggilt í Frakklandi 1795) sé bara bóla eins og stutt pils og punkrokk og hverfi. En því miður var það löggilt hér líka 1864, þó það heyrði það enginn, og 1965 var gerð 10 ára áætlun um að taka það í notkun smátt og smátt. Henni lauk 1975. Með ekki ýkja miklum árangri. Og þó, því töluverður fjöldi skóla tók upp að kenna það einungis. Arangurinn varð ekki sem bestur og satt að segja er varla annað hægt en að vorkenna unglingum dagsins í dag, því þeir staglast alla daga í því að læra að 100 sm séu í metra og svo frv., en ef þeir fara út í búð og biðja um hálft kíló af kjöti, þá er á þá gónt og jafnvel kallað á lögregluna. Og nú útskrifast kynslóð sem hefur ekki hálfa hugmynd um hversu margir af þessu séu í öðru, hvort kerfið sem talað er um. Þó eru þau skárri í metrakerfinu. Það vakti því undrun mína, þegar skólastjóri eins „metra- skólans" kom frani í sjónvarpi hér og kvartaði yfir því, að nemendur hans töluðu alltaf um fet og pund, en vissu ekki hvernig kerfið skiptist niður. Kom það í ljós að um 80% nemenda skólans gáfu upp hæð og þyngd eftir gamla kerfinu. En 89% 11-13 ára, 78% 14-15 ára og 74% 16 ára vissu lítið sem ekkert um það hvernig það skiptist niður. Þeim hafði verið kennt eftir metrakerfinu en þjóðfélagið, þ.e. búðir, umhverfi og ættingjar, var allt upp á gamla mátann svo engin leið var að nota metrann. Og ruglingur- inn er slíkur að þau sem ekki ætla að halda áfram í skóla geta engan veginn verið fullvirk í atvinnulífinu. Nógu slæmt er það samt. Tala — skrifa Það er augljóst hvernig orð eins og ofsalegt, æði, o.s.frv. hafa orðið „hryllilega“ vinsæl heima á íslandi. Svipað gerist á mörgum stöðum í heiminum. Maður minnist þess vel hvernig barið var í mann í skóla mismunur ritmáls og talmáls í ensku. Og sá sem hefur ferðast til Englands hefur varla komist hjá því að heyra mismun á málfari eftir því hvar fólk hefur alist upp og ekki síst milli þess sem hefur gengið í gegnum langskólanám og þess sem því sleppti. Nú eru unglingarnir farnir að skrifa hver á sinni málýsku og eins og talað er. T.d want to breytist í wanna (langa til). Thank you verður thankyou eða than (þakka þér fyrir) eða bara ta o.s.frv. Er svo langt gengið að talað er um það að InnaiHh- mál unp mnar a Bredanðs- eyjom unglingarnir séu málfatlaðir. Svo hefur nterking orða breyst. Nú er enginn gay (glaður) eða queer (sérkennilegur), heldur hafa þau fengið ákveðnar „kyn- legar“ merkingar. Og oröin nice og got (yndælt og fá) hafa snarhrapað í vinsældum. Nú gildir að breiða great (,,æði“) og good (gott) út um allt. Og í stað punkta eru notaðar kommur svo ein málsgrein milli punkta þekur heilu blaðsíðurnar. Þá hafa stórir stafir hlotið gjör- samlega nýja merkingu. Eru þeir settir þar sem hugmynda- flugið le.vfir, en gleymast þar sem reglan segir að þeir eigi að vera. Svo hafa orð, sem eru með fleiri stöfum en 6 orðið sér- kennileg í útliti. Verður líklega að stytta þau einhvernveginn. En unglingunum er þó ekki alls varnað. I skýrslunni þar sem þessar staðreyndir eru birtar gerðist það á forsíðu stendur (þýtt:) Hluti 3. Hagg- fræði (Ecconomics). Agi og punk Þetta er samt aðeins byrjun- in. Það vandamál sem hrellir kennarastéttina alverst er aga- vandamálið. Er nú óvíst hvor vekur meiri óhug, kennari eða nemandi. I sumum skólum er vart hægt að halda uppi kennslu, ef einhver mætir á annað borð. í háskólanum í Wolverhampton eru nemendur svo frakkir að fyrirlesarar veigra sér við að reyna að kenna í sumum greinum. Þá gerðist það í Cardiff að ökumenn skólabíla fóru í verk- fa.ll. Ekki vegna lágra launa, heldur hreint og beint út af hryðjuverkum. Voru þeir ásóttir meðan á akstri stóð, og á einn var beinlínis ráðist. Heimtuðu bílstjórarnir að foreldrar barn- anna ferðuðust með til að halda þeim, þ.e. börnunum, rólegum. Ef foreldri var ekki á þeim stað sem hirða átti hin viðkvæma farm, þó fór vagninn án þeirra og þau urðu að ganga. I einu tilfelli mættu börnin hundblaut eftir klukkutíma göngu í snjó og slyddu. Voru þau send beinustu leið heim, — fótgangandi, svo ekki slægi að þeim! Það liggur í augum uppi að það er ekki öll yngri kynslóðin sem er orðin svona óð. Hér er, eins og svo oft, um minni háttar hópa óeirða- seggja sem æsa upp hinn hlutann, eða standa i þessu einir. Þar hefur hin alræmda tíska punkið eða ræflarnir sitt að segja. Lét einn skólastjóri þau orð falla um þá, að „þau þeirra, sem ekki hefðu hætt í skóla, væri meira en velkomin að gera það, — hið fyrsta." „ScandaP Þó er eitt mál sem hefur vakið feikilegan óhugnað meðal þjóð- arinnar. En það eru leynisamtök stúlkna í skóia einum. 30 stúlkur á aldrinum 12—15 ára hafa orðið sér úti um svo mikla reynslu í kynlífi síðastliðin 3 ár, að þegar þær voru yfirheyrðar lá fullhörðnuðum hörkutólum í lögreglunni við yfirliði. Höfðu þeir einkum bækistöð á bónda- bæ einum rétt fyrir utan bæinn sem þær bjuggu í. Einnig fóru þær víðsvegar um bæinn til að veita þjónustu sína, sem fólst í allri mögulegri þjónustu við fýsnir viðskiptavina þeirra, verð frá 10 pensum upp í L5. Gengu viðskiptin svo vel að sagt var að ein hefði haft um £100 til að spandera í jólagjafir. Aðrar greiðslur fólust í sígárettum og áfengi, en eiturlyf virðast, sem betur fer, ekki hafa verið með. En það sem mest er sláandi er vitundarleysi foreldranna um málið. Kom þetta svo flatt upp á þá, að undur mega teljast. Þegar gengið var á foreldrana þá mundi einhver eftir því að rámur eldri maður hefði hringt ansi títt í 13 ára heimasætuná. Og aðrir mundu eftir því að dæturnar virtust hafa óvenju- lega hæfileika til að endurnýja fatakost sinn. Ekki hefur verið gefið upp hverjir stóðu bak við þetta eða hvort slíkt var. Yfirvöld vilja meina að þær hafi verið tældar, en það liggur því miður ekki á hreinu, hver tældi hvern. Þó hafa sex menn verið teknir fastir og fleiri er leitað. Eru þeir ákærðir fyrir flest sem hægt er Framhald á bls. 30. Á frímerkjunum er út koma 2. maí eru myndir af Viðeyjarstoíu og Húsavíkurkirkju og hefur Þröstur Magnússon teiknað. Ný Evrópufrímerki koma út 2. maí PÓST- og símamálastofnunin hefur tilkynnt um útgáfu nýrra frímerkja. Eru þetta Evrópu-frímerki að verðgildi 80 og 120 krónur með mynd af Viðeyjarstofu og Húsavíkurkirkju. Utgáfudagur er 2. maí og eru merkin prentuð með sólprentun hjá Courvoisier S.A. La Chaux-de-Fonds í Sviss. Þröstur Magnússon hefur teiknað merkin. Þá segir í frétt frá Póst- og símamálastofnuninni að tekið verði á móti tilboðum í kílóvöru, notuð íslenzk frímerki, til 1. maí n.k. og verður kílóvaran sem fyrr í 250 gr pökkum. Tekið er fram, að við síðstu úthlutun hafi lægsta tilboð sem tekið var verið kr. 14.750 að viðbættum söluskatti. GOÐAR OG SKEMMTILEGAR FERMINGARGJAFIR Viö kynnum hér nýja gerö af BRAUN krullujárnum, sem er tilvalin og vel þegin fermingargjöf. Eins og smærri myndirnar sýna er þetta krullujárn meö gufu- og hitastilli. Einnig fylgir vegghalda. Enda Þótt fermingardrengir séu flestir skegglitlir Þá er BRAUN rafmagnsrakvél skemmtileg fermingargjöf, pví meö bart- skeranum má snyrta háriö — og skeggiö kemur fyrr en varir! Verö frá ca. 10 búsund krónum. VERSLUNIN SKÓLAVÖRÐUSTÍG.BERGSTAÐASTRÆTI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.