Alþýðublaðið - 23.01.1931, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.01.1931, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ l 3 Beztu tyrknesku cigaretturnar í 20 stk pökkum, sem kosta kr. 1,25, eru: Statesman. Turkish Westmlnster Ciagrettua*. &< ¥. I hverlum pakka ern samskonar fallegar landslagsmyndlr ojfíConamander-elgarettiipökkuiM Fást f ðlluan verzlnnom. Mvað dvelrar atvlnaiilsætisrmar'?' MikiJl fjöldi verkamanna o g sjómanna bíöur eftir pví, að stjórnenduT bæjarins efni orð sín og saniþykt ]>á, sem bæjarstjórn- in gerði 7. ]>. m., að þegar í staö eftir að fjárhagsáætianin hefði verið staðfest skyldi byrjað á þeim verklegu framkvæmdum, sem ákveðnar eru í henm, svo sem greftri fyrir nýrri vatnsæð, gatnagerð, skurögreftii o. s. frv. Á isíðasta bæjarstjórnai'fundi, næstsíðasta fimtudag, taldi Knút- ur borgarstjóri að eins standa á staÖfestingu stjórnarráðsius, en leftir það myndi varla dragast lengi að bærinn fengi bráða- birgðalán, svo. að hægt yrði aö byrja á framkvæmdum. Nú eru þegar liðnir nokkrir dagar síðan stjórnarráðið sam- þykti f járhagsáætiuniina. Samt sem áður bólar ekki á fram- kvæmdum. Hvaö á tengi svo til að ganga? Eru íhaldsráðsmienn- irnir í bæjarstjórninni og borg- arstjóri að draga verkaxnenn á tálar nneð samþyktum og yfiír- lýsingum, sem engir tilbUTðir eru sýndir til að framkvæma? Eða er þetta að eins venjuiegt íhalds- sieifarlag að þurfa heilar árstið- ar til þess að snúa sér að verki? íhaldsráðsmenn í hæjarstjórn- inni! Hve lengi eiga verkaauenn að þurfa að bíða þess enn þá, að þið standLið við þær samþyktir, sem þið greidduð sjálfir atkvæði? Hve lengi ætlið þið enn að láta það dragast að byrjað sé á frarn- kvæmidum? Þurfið þið að velta vöngum ofurlítið enn, bíða nokkra daga enn, sofa á lífsbjörg fjölda heimila noltkrar nætur enn? Eða er ekki nóg komið af þessum drætti? Þið megið reiöa ykkur á, að þúsundir bæjarbúa eru ykkur sár- gramar fyrir þetta endemis-sleif- arlag, þenna undandrátt á fram- kvæmdum dag eftir dag, — þenna drátt á efndum þeirrar samþyktar, sem þið greidduð þó sjálfir atkvæði. ÖU Reykjavík spyr og spyr aftux: Hvað dvelur atvinnubæt- uxnar? Hvenær verður loforðið efnt, sem bæjarstjórn Reykjavík- ur gaf fyrir 16 dögum? nÆSgirAfc tekur S togara, Niundi togarinn siglfff bnrtn meS tvo Varðmenn at Samkvæmt símskeyti, sem stjómarráðið hefir fengið, hefir varðskipið „Ægir“ tekið 8 enska togara, flutt þá til Patreksfjarð- ar og kært þá fyrir ólöglegan umbúnað vei'ðarfæra. 1 fyrra kvöld voru settir tveir varðmenn af „Ægi“ í níunda togarann, sem heitir „Kastoria". Um nóttin,a(?) fór hann burtu með varðmenn- ina og mun hafa farið áleiðis tii Englands. í skeytinu er ekki get- ið um, hverjir varðmennirnir eru, sem hanh hafði á burt með sér. í dag er FB. símað af Patreks- firlii: Togaramir- eru frá Hull og (rrimsby. Lágu þeir fyrir akk- erum út af Dýrafirði. „Kastoria“ er frá Grimsby. Mennirrrir af „'Ægi", sem togarinn fór með, eru Jón Kristófersson og Ólafur Vilhjálmsson. M FáskrraðsfírHi er talaðinu skrifað 20. þ. m.: „Brúiarfoss" kom hingað ki. 8 í morgun. Hann iagðist ©kki að bryggju og til engrar afgreiðfelu kom, nema á póstl Mjög mikill samhugur ríkir hér hjá verka- mönnum. Þeir standa sem eihn mað'ur um það að vukja ekki hársbreidd frá kröfum síraum. 1 verkamannafélaginu eru nú um 150 féiagar og I>©im fjölgar óði- Um.“ Stórbnml i-Danmðrbn. Khöfn, 22. jan. Umted Press- — FB. ■ Mikill eldsvoðd í Holbæk á Sjá- landi lagði í eyði skrifstofuhús, vöraskemmur og komhlöður samvinnufélaganna sjálenzku, svo og kornmylnur og önnur híis. — Kornskemmurnar, sem brunnu, eru 16 talsins, og var hleðslu- rúm í þeim fyrir tvö þúsund smálestir korns. — Tjónið er á- ætlað ein milljón króna. Franska stiórnin fallin. París, 23. jan. United Press.. — FB. Pulltrúadeildin feldi Steeg- stjóunina með 293 atkv. gegn 283, er rætt var um kmflutningstoll á hveitL Búiist er við, að Tamdiieu myndi nýja stjórn. Fpirspnrn til dómsmálaráð- herra. í „Tímanum" á laugardaginn var lofaði dómsmálaráðherra Val- tý flösku, „sömu tegundar" og hann (Valtýr) hefði drukkið með ko.mmúmstum á gamlárskvöld, ef Valtýr fullncegði vissru skilyrði, er þar um var sett. Nú langar mig til að spyrja: Hvemig fer dómsmáiaráðiherra að, ef það hefir verið whisky, sem Valtýr drakk á gamlárskvöld ? Getur Táðherrann staðið við lof- oxð sitt, án þess að brjóta bann- lögin? — Ég bara spyr. Páll. Ör Eeflavífe. Keflavík, FB., 22. jan. Flestix bátar voru á sjó í gær. Afli 2—5 skpd., hokkuð ýsuibor- inn, en 1—2 bátar í Njarðvikum fengu 7—8 skippund af góðum físki. — Frásögnin í síðasta við- tali við Keflavik er ekki réít í öllum atriðum, enda heyrðist illa annað veifið, er viðtalið fór fram. Þar sem getið var um aflann. átti ekki að stanga &mál.„ heldur skpd. (miðað við 600 kg. í skpd, með hau-s og slógi). Stærð bát- anna 1 Ytri-Njarðvíkum er frá 13 .s'málestir hver bátur, sá stærsti' liðl. 20 smál. Áhafnir 2—3 báta komust ekki á land á laugardag, en einn þessara báta fór til Reykjavíkur, til víðgerðar vegna leka, og seldi þar afla sinn. Efdnr eða hákarlar 1 dezember fórst amerískt íerðamaniuiskip skamt frá landi. Vildi slysið þrauhg til, að þrjár sprengingar urðu í vélaríimíinu, og kom gat á skipið. Við spreng- ingarnar braust eldur út og ætl- uöu farþegarnir þá að steypa sér i sjóinn og reyna’ að synda til lunds, en er þeir litu út fyrir borðstokkimn hraus þeim hugur við, því að sjórinn var krökur af hákörlum, sem með gapandi hvoftum syntu í krmgum hið brennandi skip. Skyndilega sprakk benzíngeymir skipsjns og höfðu farþegarnir ]>á ekki um annað að velja en að kasta ser í sjóinn. Fórst þar mikili fjöldi m.anna og munu hákarlarnir hafa gleypt flesta þeirra. Mönnum úr landi tókst að bjarga um 120 skjpverjum. Póstferðlr til Þingvaila. Póstur seadur um 100 km , sem á að fara fæpa 50 km. Sennilega munu fáir trúa því, að póstsendingar frá Reykjavik séu ekki. fluttar til Þingvalla oft- ar en einu sinni á mánuði að vetri til og látnar taka þann krók á sig, að sendar eru fyrst til Kcrtstrandar í ölfusá eða að Selfossi og svo þaðan með auka- pósti upp á Þingvelli; en þó er nu þetta svona. Bréf og blöð frá Reykjavík tii Þing'valla eru þann- ig mánaðargðmul þangað komih og oft 3—5 daga á lei.ðinni, en þyrftu ekki að vera lengur en 3—5 klukkustundir, ef send væiM með báfreið yfir Mosfellsheiði, þegar vegur er akfær. Að dóm*. allra, sem til þekkja, er auka- póstleiðin frá Kotströnd miklu erfíðari og hættulegri en leiðin yfir Mosfellsheiði til Þimgvalla, frá Reykjavík. Eflnust er líka mildu dýrara að senda póstánn um Kotströnd en beina leið tJJ Þiingvalla, jafnvel þó að hann væri sendur vikulega. Einkum er kaflinn frá Grafningnum og upp á Þimgvelli mjög villugjarn og hættulegur. Oft hefir legið við bórð, að póstux yrði úti á þeirri leið. Og nú í vetur kom það fyrir, að póisturinn viltist svo, að horrum seinkaði um hálfan dag. Afleitt er að þurfa að flytja þóstsiendmgar að vetrarlagi í stri.gapokum, sem pósturinn reið- ir undir sér í hnaltknum, eins og aukapósturinn til Þingvalla ger- ir, enda koma pokamir oft renn- blautiir og illa útleiknir og póst- sendingamar lika. Pokarnir era því oft óhæfir undi;r bréf og blöð táil baka. Annars senda Þing- vallasveáitar-búar sjaldan bréf sín óg aðrar sendangar suður í ölf- u.s, sem tii Reykjavíkur eiga að fara, heldur beána leið yfir Mos- fellsheiði, enda er nýi MðWelis- hediðarvegúrinn með beztu heið- arvegum á landiinu. Það, sem af er vetránum, hefir hann alt af verið frer bifreiðum, hvað þá held.ur öðrum faraTtækjum. Er. því óskiljanlegt, hvers vegna, pósturinn er látinn krækja 100 knx. langa leið eðá meira til þess að komast að Þingvöllum, sem eru tæpa 50 km. frá pósthúsinu í Reykjavík. G. D. T rásjntðafélag Reykjauíkur Mundð árshátíð Trésntiðafélags Reykjavíkur í „K.-R.“-húsiinu kl. 81/2 ahnaÖ kvöld. Togararnir. „Skúli. fógeti" kom í morgun úr Englandsför. „Njörð- ur“ kom. til Englands á miðviku- dagsmoxgunánn. Þaðítn fer harrn til Þýzkalands og verður þar sett í hann yfirhitun. SöanulieiÖis verð- ur þar sett yfirbitun í „Tryggva gamll.a".

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.