Morgunblaðið - 06.04.1978, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.04.1978, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1978 + Móöir okkar EMILÍA K. BJARNADÓTTIR Öldugötu 30 a, lést aö heimill sínu 4. apríl. Fyrir hönd ættingja Bjarni Steingrímaaon Sigríöur Steingrímadóttir. t Eiginmaður minn, faöir og tengdafaöir, FELIX JÓNSSON, fyrrverandí yfirtotlvöröur veröur jarösunginn frá Fríkirkjunni, fimmtudaginn 6. apríl kl. 1.30. Blóm eru vinsamlega afþökkuö Guömunda Jóhannadóttir, Svava Felixdóttir, Hanna Felixdóttir, Þórir Jónaaon, Gylfi Felixson, Jóhanna Oddgeirsdóttir, Grétar Felixson, Guðleug Ingvedóttir, og barnabörn. t ÞORVALDUR EYJÓLFSSON, bifvólavírkjameistari, Rauóageröi 72, veröur jarösunginn frá Bústaöakirkju, föstudaginn 7. apríl kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Sigríöur Kristinsdóttir. Eiginmaöur minn + HARALDUR G. DUNGAL, tannlmknir veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 7. apríl kl. 10.30. Inga Birna Dungal og fjölakylda. t ÁRNI BJÖRNSSON, tryggingafrnöingur, Einarsnesi 21 sem lézt 31. marz sl. veröur jarðsunginn frá Dómkirkjunni, föstudaginn 7. apríl kl. 13.30. Sigríóur Björnsdóttir, Björn Árnason, Sigríöur Sigurðardóttir, Ómar Árnason, Hrafnhildur Kristbjarnardóttir og barnabörn. t Faöir okkar og tengdafaöir SIGURDUR DAVÍÐSSON, kaupmaður á Hvammstanga, sem andaöist á annan í páskum, veröur jarösunginn frá Hvammstangakirkju, laugardaginn 8. apríl n.k. kl. 3 eh. Davið Siguröason, Anna Einarsdóttir, Anna Siguröardóttir, Sören Jónsson, Halldór Sigurðsson, Elísabet Linnet, Garöar Sigurösson, Guömann Heiómar Sigurðsson, Elín Guðbrandsdóttir, Jón Sigurósson, Björn Þórir Sigurósson. Ásta Ögmundsdóttir, + ðllum þeim mörgu, sem sýndu okkur viröingu og vinarhug við andlát og jaröarför JÓNS ÞORKELSSONAR, síldarmatsmanns. Miklubraut 80, Reykjavík, færum viö alúöarþakkir Sigurlaug Daviósdóttir Anna Jónsdóttir Sveinbjörn Egilsson Alda Jónsdóttir Þorsteinn Egilsson Halldóra Jónsdóttir Hannes Baidvinsson Þórdís Jónsdóttir Haukur Hjaltason Helen Þorkelsson Björgvin Leonardsson t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, GUÐMUNDAR ALEXANDERS ÁRNASONAR, frá Neöri-Fitjum. Guö blessi ykkur öll. Guórún Guömundsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Minning: Felix Jónsson fv. yfirtollvöröur Fæddur 26. aprfl 1895. Dáinn 29. marz 1978. í dag er kvaddur í Fríkirkjunni í Reykjavík Felix Jónsson fyrrver- andi yfirtollvörður. Hann var fæddur að Stóru-Hildisey í Land- eyjum i Rangárvallasýslu. Þar bjuggu þá foreldrar hans Jón Þórðarson og kona hans Guðrún Simonardóttir, en fluttu skömmu síðar að Núpum í Ölfusi og ólst hann þar upp til fullorðins ára. A yngri árum stundaði hann öll algeng sveitastörf, eins og þá var venja, á heimili foreldra sinna. Var tvö ár við bókbands-nám í Reykjavík hjá Arinbirni Svein- bjarnarsyni bókbandsmeistara, en stundaði það aðeins í hjáverkum að því loknu. Hann stundaði sjó í nokkrar vertíðir, reri frá Þorlákshöfn og var síðar á togurum frá Reykjavík. Vann við flatningu á fiski í Skotlandi árlangt, og síðar um hálft ár í Þýzkalandi, á flatnings- véla-verkstæði, á báðum stöðum notaði hann frítímana til þess að læra viðkomandi tungumál. 1. nóv. 1927 hóf Felix störf við tollgæsluna í Reykjavík og vann að tollgæslustörfum frá þeim tíma, sem varðstjóri frá 1938, og yfir- tollvörður frá 1941, unz hann lét af störfum vegna aldurs. Hann vann og nokkuð að félagsmálum, var einn af aðalhvatamönnum að stofnun Tollvarðafélags íslands, enda fyrsti formaður þess. Felix var vel greindur, átti góðar bækur og las mikið ef tími var til, sem oft var af skornum skammti, en sem betur fór breyttist það þótt hægt gengi. Felix var góður og skemmtilegur vinnufélagi og gott að vinna með honum, hann var lagvirkur og útsjónarsamur við öll störf. Felix kvæntist hinn 28. maí 1922 Guðmundu Vilborgu Jóhannsdótt- ur, f. 28. marz 1898, frá Eyrar- bakka, sem lifir mann sinn.Hófu þau það ár búskap í Reykjavík og hafa átt þar heimili síðan. Þau voru einhuga um að byggja sér gott og fagurt heimili, og það tekst, sem tveir vilja. Þau var gott og gaman að heimsækja, bæði létt í lund og allt heimilislíf til fyrirmyndar. Þau eignuðust þrjú börn: Guðrúnu Svövu sem er skrifstofumær í Reykjavík, Hönnu Björgu húsfrú í Garðabæ og Gylfa tannlækni í Reykjavík, auk þess gengu þau í foreldrastað Gétari Felix dóttursyni sínum. Eg hefi sleppt allri ættfærslu, en þeim sem áhuga hafa, vil ég benda á Víkingslækjarætt bls. 223 og Nokkra Arnesingaættir bls. 463. Eg undirritaður þakka Felixi gott og skemmtilegt samstarf, og aðrir starfsfélagar hans senda honum kveðju og þakkir að skiln- aði, og senda Guðmundu ekkju hans samúðarkveðjur, einnig ætt- ingjum hans og vinum. Einnig sendum við ég og kona mín honum sérstakar þakkir fyrir ógleyman- legar samverustundir og góða kynningu og Guðmundu og öllu þeirra fólki innilegustu samúðar- kveðjur. Aðalsteinn Halldórsson. í dag verður til moldar borinn Felix Jónsson fyrrverandi yfirtoll- vörður um árabil, en síðustu árin deildarstjóri hjá því embætti. Kynni fjölskyldna okkar fyrir tæpum þrem áratugum varð strax náinn og á þann vinskap bar aldrei neinn skugga á. Þegar litið er til baka hrannast upp endurminningar frá liðnum árum. Áttum við margar ánægju- stundir hvort heldur var á heimil- inu á Baldursgötu 7 (Garðshorni) eða á ferðalögum og hefir oft verið minnst á þær ánægjustundir og margt rifjað upp frá þeim tíma og þá hlegið að ýmsu grini, sem gerðizt á þeim gömlu góðu árum, svo ég noti orð Felixar. Hann sagði margar skemmtilegar sögur, og húsmóðirin átti ekki síður þátt í því að gera allt svo skemmtilegt t Innilegar þakkir tyrir vinsemd og samúö, sem mér var sýnd viö andlát og jaröarför eiginkonu minnar MARIU JONSDOTTUR frá Kirkjubæ. Sérstakar þakkir færi ég systrum hinnar látnu og systrabörnum fyrir alúö og hlýju sem þau sýndu í veikindum hennar og ómetanlega hjálp mér veitta. Guö blessi ykkur og launi. BaWvjn E Þ6röaraonj Mánagötu 5, ísafirði. + Hjartans þakkir til allra er auösýndu okkur samúð og vinarhug viö andlát og jarðarför okkar elskulega bróöur, fósturbróöur, mágs, frænda og vinar ÞORSTEINS JÓNSSONAR frá Holtsmúla. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á deild 8 sérlega góöa umönnun. í Landspítalanum fyrir Guö blessi ykkur öll. Sigríöur Jónsdóttir, Óskar Jónsson, Ingvar Loftsson. Elías Ingvarsson. Guöný Ólafsdóttir, Guðríöur Þorsteinsdóttir, Marel Þorsteinsson. Elís G. Víborg. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát fööur okkar, broöur, mágs og fósturbróöur, KONRADS ÞORSTEINSSONAR, kaupmanns. Austurbrún 2. Marta Konráösdóttir, Sigrún Konráósdóttir, Steinunn 0*k Konróðsdóttir, Guórún Þorsteinsdóttir, Magnús Hannesson, Hannes Þorsteinsson, Jóhanna Thorlacíus, Kristín Þorsteinsdóttir, Guðlaugur Guömundsson, Unnur Þorsteinsdóttir, Hulda Þorsteinsdóttir, Margrét Jósepsdóttir. með sinni hógværu glettni. Engum hef ég kynnst, sem notið hefur þess betur en Guðmunda að vera í glöðum hóp. Nú hefur orðið á breyting, Felix er horfinn. Svona er lífið: að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. En Feliz var orðinn þreyttur og legan löng. Ég bið Guð að styðja Guðmundu á þessum erfiðu tímamótum, en hún stendur ekki ein, börn hennar umvefja hana öllu því bezta sem þau mega. Guðmunda og Felix eiga vissu- lega barnaláni að fagna, mann- kostafólk sem allt hafa gert til að létta ykkur byrðarnar, elsku Guðmunda mín. Að lokum vil ég og fjölskylda mín þakka af heilum huga alla vinsemd á liðnum árum. Felix höfum við nú kvatt að sinni. Það er okkar trú að við munum hittast hinumegin. Við biðjum honum Guðs blessunar. Sigríður Hannesdóttir og íj. Felix var fæddur að Stóru Hildisey í Landeyjum árið 1895, næstelztur 4 systkina. Þó Felix flyttist úr Landeyjum barnungur, hafði nábýlið við söguslóðir Njálu haft varanleg áhrif á barnssálina. Lestur og söfnun góðra bóka, svo og fróðleik- ur um hinar frægu sögupersónur Njálu veitti honum jafnan ánægju og gleði. Að umgangast góðar bækur kunni hann og átti fallegt safn bóka, sem hann hafði að nokkru bundið inn sjálfur. Foreldrar Felixar fluttust fjót- lega eftir aldainótin að Núpum í Ölfusi. Bjuggu þau á þeirri jörð við annan mann þar til þau fluttust alfarin til Reykjavíkur. Dvölin að Núpum var Felix dýrmætur skóli. Þar var hann á mörkum grösugustu sveitar lands- ins og hins óbyggilega, þar sem grassléttan mikla teygir sig í austur, en hrjóstrug Hellisheiðin gnæfir yfir vestrinu. í suðri var hafið með fengsæl fiskimið og Þorlákshöfn sem lífhöfn suðurs- ins. Það voru þessar andstæður, sem örlögum réðu. Felix dvaldist í heimili foreldra sinna til tvítugs, en þó með nokkrum frátöfum, svo sem við sjósókn og nokkurt nám. A þessum árum fór Felix all- margar ferðir til Reykjavíkur. Þær ferðir voru venjulega farnar á hestum, en vetrarferðir fótgang- andi. Oft urðu þessar ferðir að svaðilförum, og endir þeirra öðru- vísi en ætlað var fyrir marga. Búskapur, eins og stundaður var á þessum árum átti ekki við skapgerð Felixar. Um tvítugsaldur hafði hann róið nokkrar vertíðir frá Þorlákshöfn. Þar kynntist hann nýrri tilveru, framsæknum jafnöldrum, sem sáu hilla undir nýjan tíma, tíma sem krafðist dirfsku og áræðni. ísland var að fá sitt frelsi. Ungmennafélagshreyfingin hvatti margt fólk til dáða með íþróttum og leik. A þessum árum var það viðtekin venja ungra manna úr sveitum landsins að fara á vertíð. Sjóróðr- ar voru stundaðir á árabátum. Frá ÞorJákshöfn reri Felix nokkrar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.