Morgunblaðið - 06.04.1978, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 06.04.1978, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1978 47 I . 4 Þetta var algeng sjón í gærkvöldi. Tveir Framarar hafa sloppið í gegnum götótta vörn Ármanns og Sigurbergur Sigsteinsson skorar. Ljósm MW Rax Staða Ármanns vonlítil eftir tap á móti Frömurum STAÐA Ármanns á botni 1. deildar er orðin býsna alvarleg eftir að liðið tapaði fyrir Fram í Laugardalshöll í gærkvöldi með 18 mörkum gegn 14. Þetta var leikur, sem Ármann varð að vinna til þess að eiga möguleika á því að sleppa við fall niður í 2. deild. í gærkvöldi átti Ármann enga möguleika gegn Fram og eftir leik liðsins að dæma virðist ekkert geta komið í veg fyrir fall. Hins vegar hefur Fram svo gott sem bjargað sér frá falli með þessum sigri. Leikur þessara tveggja fallbar- hálfleik en þá sprungu þeir líka á áttuliða var ákaflega slakur. Framarar tóku reyndar tvo góða spretti hvorn í sínum hálfleiknum og léku þá ágætan handknattleik en þess á milli duttu þeir alveg niður á sama plan og Ármann, sem lék hörmulega illa leikinn út í gegn bæði í vörn og sókn. Ármenning- um virtist fyrirmunað að skora að undanskildum einum manni, Birni Jóhannessyni. Hann skoraði 10 af 14 mörkum liðsins í gærkvöldi. Leikurinn var jafn framan af en síðan tóku Framarar góðan sprett, skoruðu 5 mörk í röð og staðan var 8:2 Ármenningar skoruðu tvö síðustu mörk hálfleiksins og í hlé var staðan 8:4 fyrir Fram. Ármenningum tókst að minnka muninn í tvö mörk, 10:8, þegar 10 mínútur voru liðnar af seinni limminu og Framarar náðu öðru sinni góðum leikkafla í leiknum. Á næstu 15 mínútum skoruðu þeir 6 mörk gegn einu og leikurinn var unninn. Það var eftirtektarvert að þegar Framarar náðu sér verulega á strik í þessi tvö skipti í leiknum skoraði Gústaf Björnsson 8 af 11 mörkum Fram. Hann var mður- inn bak við sigur liðsins í gær- kvöldi ásamt Guðjóni Erlendssyni markverði, sem varði mjög vel. Aðrir leikmenn Fram stóðu þeim nokkuð að baki. Hjá Ármanni var aðeins einn maður, sem stóð upp úr meðal- mennskunni, Björn Jóhannesson. Aðrir leikmenn voru slakir og sumir blátt áfram hörmulega lélegir. Vörn Ármanns var ákaf- lega opin í þessum leik og sóknarleikurinn mjög þunglama- legur og bitlítill. Það var aðeins Björn sem virtist finna leiðina að markinu og flest marka hans voru skoruð eftir einstaklingsframtak fremur en árangur einhvers leik- kerfis. Þá var það ekki til að bæta úr að bekkstjórnin hjá Ármanni var ekki upp á það bezta og semkomulag frekar stirt. Misnotuð vítaskot: Guðjón Erlendsson varði vítakast frá Birni Jóhannessyni. Brottvísanir af velli: Pálma Pálmasyni var vísað af velli í samtals 4 mínútur. Mörk Fram: Gústaf Björnsson 8, Jens Jensson 3, Arnar Guðlaugs- son 3, Pálmi Pálmason 2, Magnús Sigurðsson 1 og Sigurbergur Sig- steinsson 1. Mörk Ármanns: Björn Jóhannesson 10(4v), Jón Ástvals- son 2, Óskar Ásmundsson 1 og Friðrik Jóhannesson 1 mark. Leikinn dæmdu bræðurnir Bjarni og Gunnar Gunnarssynir og hefur þeim oft tekist betur udd en í þetta skipti. — SS. Forest hefur svo gott sem tryggt sér meistaratitil NOTTINGHAM Forest sigraði Aston Villa 1>0 í gærkvöldi og á sama tíma tapaði Everton íyrir Liverpool 1>0. Þar með má segja að enski meistaratitillinn sé í höfn hjá Nottingham Forest. REAL meistari DANINN Henning Jensen skor aði tvö mörk fyrir Real Madrid í gærkvöldi þegar liðið sigraði erkióvininn Barcelona 4>0 og tryggði sér þar með spænska meistaratitilinn. Juanito og Santilliana skoruðu hin mörkin. Áhorfcndur að leiknum voru hvorki fleiri né færri cn 120 þúsund! Félagið hefur nú fjórum stigum meira en Everton, sem var helzti keppinauturinn og hefur auk þess leikið þremur leikjum minna. Það fóru aðeins fram tveir leikir í 1. deildinni ensku í gærkvöldi. Á Villa Park í Birmingham mættust Aston Villa og Nottingham og eina mark leiksins skoraði hinn skæði sóknarmaður Nottingham Tony Woodcock fimm mínútum fyrir leikslok. Áhorfendur voru 40 þúsund þar af mjög margir frá Nottingham og fögnuðu þeir óskaplega. Á Goodison Park í Liverpool, leikvelli Everton,.sigraði Liverpool heimaliðið 1:0 og hefur þar með líklega slökkt síðasta vonarneista Everton. Eina mark leiksins skor- aði David Johnson, sem áður lék F. Everton Arsenal Manchester City Liverpool GEIRTAPAÐI ÁMÓTI LÆRI- SVEINUNUM NÆST neðsta lið fyrstu deildar í handknattleik var ekki í vandræöum með að vinna stórsigur á FH, 27—22, í 1. deild karla í handknattleik í Laugardalshöllinni í gærkveldi. með Everton! Má með sanni segja að hann hafi gert fyrri félögum sínum ljótan grikk. Staða efstu liða í 1. deildinni ensku er þessi: Nottingham 34 23 8 3 62:21 54 37 20 10 7 66:39 50 36 18 10 8 53:29 46 Þegar lið FH hljóp inn á völlinn kom í Ijós aö 7 leikmenn, sem leikið höföu með FH í upphafi mótsins, léku ekki með liöinu. Ungu mennirnir fengu svo sannarlega að reyna sig og útkoman var vægast sagt hörmuleg. Lið KR lék á köflum vel en þess á milli var enginn glæsibragur á leik þess, en engu aö síður tryggðu þeir sér 2 dýrmæt stig. I byrjun fyrri hálfleiks léku KR-ingar vel og náðu þriggja marka forskoti, en síðan fór að bera á kæruleysi í leik þeirra og varnarleikurinn var slakur og um leið markvarslan. Upp úr miðjum hálfleiknum náði FH sínum skásta leikkafla og voru þá Ijósir punktar í leik liðsins, Geir Hallsteinsson, þjálfari KR, var tekinn úr umferð allan leikinn, en ekki er gott að segja hvernig farið hefði ef hans hefði ekki notið við. Hann reif sig lausan hvað eftir annað og geröi gullfalleg mörk, og lék samherja sína uppi eins og honum er einum lagið. Geir skoraöi sjálfur 4 mörk en átti alls sex sinnum sendingu á þann sem síðan skoraöi. Gerði hann nemendum sínum svo sannarlega lífiö leitt. Staðan í leikhléi var 12 — 10 KR-ingum í hag. Leikur KR var allur líflegri í síðari hálfleik og náðu þeir brátt fimm marka forystu. Björn Pétursson skoraði lagleg mörk með undirskotum og Jóhannes Stefánsson fékk gott svigrúm á línunni og notfærði sér það vel og skoraði hvert markið af öðru eftir góðar sendingar félaga sinna. Miðjan í vörn FH var mjög opin og greið leiö í gegn. Losarabragur kom á leikinh í lokin, kæruleysi í sendingum og skotum, enda var sigur KR aldrei í hættu. Sókn FH í þessum leik var fálmkénd og ráðleysisleg, mikið um niðurstungur og lítil ógnun og ekki bætti varnarleikurinn úr skák. Þar af leiðandi náðu markverðir liðsins sér ekki á strik. Besti maður FH var Geir Hallsteinsson, bar hann af eins og gull af eir. KR-ingar kræktu sér í tvö dýrmæt stig með þessum sigri. Lið þeirra á að geta meira en það sýndi i þessum leik og verða þeir ekki auðunnir t' næstu leikjum. Bestu menn KR voru þeir Jóhannes Stefánsson og Björn Pétursson. Miirk FHi Geir Hallsteinssun 4, Guðmund- ur Maxnússon 4, Júlíus Pálsson 4 (3v), Tómas Hansson 2. Theódór Sinurósson 2, Valtíardur Valgarósson 2. IlelRÍ Ragnars- son 2, Jónas Sigurðsson 1 og Magnús markvörður Ólafsson 1. Mörk KRt Jóhannes Steíánsson 7. Haukur Ottesen 6 (2v), Björn Pétursson 6 (2v). Sfmon llnndórsson 2. Sigurður óskarsson 2. Ingi Steinn Björgvinsson 2, Þorvarður Höskuldsson 1. ( stuttu málii (slandsmótið 1. deild. LauKardalshöll. 5. apríl, KR - FH 27.22 (12.10). Brottvfsanir a( leikvelli. Jóhannes Stefánsson ok Sigurður Óskarsson KR í 2 mín. Erling Kristinsen FH í 2 mín. Misheppnuð vftaköst. Sverrir Kristjáns- son varði á 29. mfn. vftakast frá Hauki Ottesen ok Emil Karisson varði frá Júlíusi Pálssyni á 58. mfn. Dómarari Árni Tómasson ok Haukur Hallson og eins ok Kengur eru skiptar skoðanir um einstaka dóma en f hcild dæmdu þeir sæmileKa. STAÐAN Staðan í 1. deild (slandsmótsins er þessi cftir leikina f Kærkvöldi. Víkingur 11 7 3 1 240.202 17 Ilaukar 12 fi 4 2 246.218 16 Valur 11 6 2 3 224.210 14 FH 12 5 2 4 235,220 12 Fram 12 4 3 5 246,250 11 ÍH 11 3 3 5 214.210 9 KR 11 3 2 6 232,237 8 Ármann 12 2 1 9 218.260 5 Markhæstu leikmenn, Björn Jóhanness. Árm. 72 Andrés Kristjánss. Ilaukum 70 Jón H. Karlsson Val 62 Brynjólfur Markússon ÍR 59 Haukur Ottesen KR 55 Næsti leikur er á lauKardag. ÍR — KR í l.aiiKardalshöll kl. 15.30 ok á sunnudags- kvöld leika á sama stað klukkan 20.10 Víkingur — Fram, Valur — Ármann. Meistararnir töp- uöu fyrir Brasilíu og Finnar lágu 102 ALLMARGIR vináttulandsleikir í knattspyrnu fóru fram í gærkvöldi og vöktu tveir leikir langmesta athygli. í Hamborg sigraði Brasilía heimsmeistara Vestur-Þjóðverja 1:0 og í Yerevan í Armeníu máttu Finnar Þola 10:2 tap fyrir Sovétmönnum. 35 18 9 8 65:41 45 34 19 6 9 49:29 44 MCLINTOCK HÆTTIR Frank McLintock, fram- kvæmdastjóri Leicester, tilkynnti í gærkvöldi aö hann væri hættur störfum hjá félaginu. Hann hóf þar störf s.l. haust en síðan hefur allt gengið á afturfótunum og er Leicester svo gott sem fallið í 2. deild. Leicester vildi ekki endur- nýja samninginn við McLintock og tók hann þá pokann sinn og fór. • A Volkspark Stadium í Hamburg horfðu 61 búsund áhorfendur á leik heimsmeistara Vestur-Þjóðverja gegn fyrrverandi heimsmeisturum Brasilíu. Brasiliumennirnir voru mun betri í leiknum og góður einleikur peirra og stórgóðar sendíngar vöktu hrifningu. Hins vegar voru Þjóðverjarnir mjög óákveðnir og leikur beirra var lengst af í molum. Brasiliumenn áttu tvö skot í stöng, Rivelino á 25. mínútu og Edinho á 63. mínútu, en á 76. mínútu kom sigurmarkið. Joao Nunes, sem komið hafði inn sem varamaður skömmu áður fyrir Rivelino, skoraði með góðu skoti, sem Maier réð ekki við. • FINNAR TAPA 10:2 Sovétmenn höfðu ótrúlega mikla yfirburði yfir Finna og tap Finna er eitt hið mesta í landsleik síöan ísland tapaði 14:2 fyrir Dönum um árið. Mörk Sovétmanna skoruðu Blokhin 4, Kolotov 2, Konkov, Kipiani, Chesnokov og Petraköv. Mörk Finna skoruðu Heiskanen og Neiminen.* Staðan í hálfleik var 4:0. • TÚNIS — HOLLAND 0:4 Túnismenn, sem komnir eru í úrslit í Heimsmeistarakeppninni, fengu Hol- lendinga í heimsókn í gærkvöldi og töpuðu 4:0. Það voru 35 þúsund áhorfendur á leiknum. Mörk Hollands skoruðu Hanniga, . Leewen og Vermaulen. • ÍRAN — JÚGÓSLAVÍA 0:0 íran, sem einnig er í úrslitum Heimsmeistarakeppninnar, - lék viö Júgóslava í gærkvöldi. í afar lélegum leik var íran betri aöilinn en góð markvarzla júgóslavneska markvarðar- ins Kartalinic og lánleysi framlínumanna írans kom í veg fyrir sigur liðsins. • MEXIKÓ — BÚLGARIA 3:0 Mexikó undirbýr sig að kappi fyrir lokakeppni HM í knattspyrnu og í gær léku Mexikanar vináttulandsleik viö Búlgaríu. Það voru 35 þúsund áhorf- endur í Guadaljara, þar sem leikurinn fór fram og voru þeir ánægðir með sína menn sem unnu 3:0 eftir að hafa haft yfir 2:0 í hálfleik. Mörkin skoruðu Ortega, Mendizabal og Lugo. • POLLAND — GRIKKLAND 5:2 Enn eitt úrslitaliðið í HM, Pólland, lék vináttulandsleik í gærkvöldi við Grikk- land í Poznan í Póllandi, og vann örugglega 5:2 eftir að hafa haft yfir 4:0 í hálfleik. Lato skoraði fyrsta markið, Deyna annaö, bakvörðurinn Zmuda þriðja markiö og Deyna skoraöi síðan fjórða markið skömmu fyrir lok lok fyrri hálfleiks. Boniek kom Póllandi í 5:0 snemma í seinni hálfleik en Grikkirnlr skoruðu tvö mörk undir lokin og var Karvitas þar að verki. Pólland leikur sem kunnugt er með íslandi í riðli í næstu Evrópukeppni. • ÍRLAND — TYRKLAND 4:2 Ray Treacy var á skotskónum þegar þessar þjóðir mættust í vináttulandsleik í Dublin í gærkvöldi. Hann skoraði tvö mörk í 4:2 sigri íranna yfir Tyrkjum. Johnny Giles og Paul McGee skoruðu einnig fyrir ira en Onder og Cemil fyrir Tyrki. 12 þúsund áhorfendur vonuöu innilega að Treacy skoraði eitt mark til viðbótar þegar hann tók vítaspyrnu en hann brást vonum þeirra og brenndi gróflega af.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.