Morgunblaðið - 07.04.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.04.1978, Blaðsíða 1
32 SHHJR 70. tbl. 65. árg. FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Brezhnev í Vladivostock Moskvu, 6. apríl. AP. LEOINID Brezhnev forseti Sovétríkjanna kom í dag til hafnarborgarinnar Vladivo- stoek á Austurströnd Sovét- ríkjanna á ferðalagi sínu um Síberíu og héruð við land- mæri Kína og Sovétríkjanna. Með Brezhnev við komuna til Vladivostock var Dmitri F. Ustinov varnarmálaráðherra Sovétríkjanna. Yfirmaður sovéska flotans, Sergei G. Gorshkov, tók á móti tvímenningunum við komuna til Vladivostock. Moskvuútvarpið skýrði frá því að Brezhnev hefði átt fund með fulltrúum Kommúnistaflokksins og opinberum embættismönnum í austurhluta Sovétríkjanna í Vladi- vostock. Á fundinum lagði Brezhn- ev áherzlu á frekari iðnvæðingu og undirbúning vorsáningar, að sögn útvarpsins. Af frásögn útvarpsins var ekki hægt að ráða hvort deilur Kínverja og Rússa eða önnur alþjóðamál hefðu verið rædd. Bandarískir embættismenn telja að græddur hafi verið í líkama Brezhnevs raf- einda-hjartagangráður. Heilsufar Brezhnev hefur vakið spurningar og telja embættismennirnir gang- ráðinn hafa verið græddan í Brezhnev þegar hann lagðist inn á sjúkrahús um síðustu áramót. Brezhnev í hópi borgara í Vladivostok við komu hans þangað. Margrét hættir við Llewellyn London, 6. apríl. AP-Reuter. MARGRÉT prinsessa ætlar að gegna áfram opinberum skylduverkum að því er haft er eftir áreiðanlegum heimild- um í dag. Þýðir þetta að prinsessan verður að h'kindum að hætta sambandi sínu við popptónlistarmanninn Roddy Llewellyn, að minnsta kosti opinberlega. Blaðakona, sem er í nánum tengslum við brezku konungs- fjölskylduna, sagði í dag að Margrét hæfi opinber skyldu- störf þegar hún næði sér af flensu sem hrjáir prinsessuna. Staðfesti talsmaður Bucking- ham-hallar þessar fréttir í dag. Frámhald á bls. 19 ísraelsmenn í burtu frá S-Líbanon í næstu viku Sameinuðu þjóðununi, Tel Aviv, 6. apríl. AP. Reuter ÍSRAELSMENN hafa afhent Sameinuðu þjóðunum áætlun um brottf lutning herliðs síns úr suðurhlutum Líbanons, að því er talsmaður Sameinuðu þjóðanna skýrði frá í dag. Að minnsta kosti fjórir ísraelskir hermenn féllu í kvöld í skothríð skæruliða Frelsissamtaka Palestínu (PLO) norðan við beltið í Líbanon sem hermenn Israels hafa enn á sínu valdi. Tilkynning um að ísraelsmenn hefðu afhent áætlunina var birt skömmu eftir að skýrt var frá því að Kurt Waldheim framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna hefði sent Begin forsætisráðherra ísraels skeyti og hvatt ísraels- menn til að hverfa hið fyrsta á brott frá Líbanon eins og Öryggis- ráð S.Þ. samþykkti 19. marz. Mordechai Gur forseti ísraelska herráðsins afhenti S.Þ. áætlun ísraelsmanna um brott- flutninginn úr Suður-Líbanon. Áætlunin gerir ráð fyrir að herafli ísraels hverfi úr Líbanon í tveimur áföngum. Fyrri flutningarnir fara fram 11. apríl. Að fullu hverfur heraflinn síðan 14. apríl. Að minnsta kostí fjórir ísraelskir hermenn féllu í árás PLO í kvöld. Hermennirnir voru sex á ferð í jeppabifreið, ásamt einum óbreyttum borgara, norðan ísraelska svæðisins í Suður- Líbanon. PLO-samtökin skýrðu frá því að í þeirra vörzlu væru lík fjögurra ísraelsku hermannanna og sá fimmti væri í haldi. Enn er saknað tveggja manna úr jeppa- bifreiðinni, en talið er að allir hafi mennirnir særst í árásinni. Vance utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði í dag að hugsanlega hefðu ísraelsmenn Framhald á bls. 19 Handtökur í Moro-málinu Rómaborg, 6. apríl. AP. LÖGREGLA handtók í dag fjóra vinstrisinnaða öfga- Hundruð f anga látn- ir lausir í Rhódesíu EBE-fund- ur í Kaup- mannahöfn Kaupmannahöfn, 6. apríl. AP. Reuter. LEIÐTOGAR aðildarlanda Efnahagsbandalags Evrópu koma saman til fundar í Kaup- mannahöfn á morgun til að ræða um nýjar leiðir til að auka hagvöxt landanna. Fundurinn á morgun verður fyrsti fundurinn af þremur á næstu mánuðum. Fastlega er gert ráð fyrir að leiðtogarnir ræði meðal annars frekari eflingu samkomulags Evrópumanna um samvinnu í gjaldeyrismálum. Salisbury, Lusaka, 6. apríl. AP. Reuter Bráðabirgðastjórn Rhódesíu tilkynnti í dag að fljótlega yrðu látnir lausir nokkur hundruð pólitískir fangar sem eru í haldi í landinu. Ennfremur var tilkynnt í dag að Bandaríkjamenn og Bretar ætluðu að reyna að koma á fundi allra aðilja Rhódesíudeilunnar 25. apríl til að f reista þess ennþá einu sinni að koma á fullnaðar- sáttum í deilunni. Bráðabirgðastjórnin í Rhódesíu sagði í dag að sú ákvörðun að láta lausa nokkur hundruð pólitíska fanga væri fyrsta skref stjórnar- innar til að fullnægja samkomu- laginu sem var gert um myndun bráðabirgðastjórnarinnar. Sérfræðingar telja að ákvörðun- in muni auka vinsældir stjórnar- innar heima fyrir og færa mönn- um heim sanninn um nauðsyn samkomulagsins. Bandaríkjamenn og Bretar hafa þó sagt að sam- komulagið hljóti ekki alþjóðlega viðurkenningu fyrr en samtök þjóðernissinnaðra svártra skæru- liða gerist aðilar að því. I tilkynningu stjórnarinnar er tekið fram að þeir sem látnir verða lausir verði að vinna þess eið að þeir taki ekki þátt í ólöglegum aðgerðum eða aðgerðum gegn stjórninni í Rhódesíu. Sérfræðing- ar telja þetta benda til þess að meðal þeirra sem látnir verði lausir séu einstaklingar hliðhollir þjóðernissinnuðum skæruliðum. Um svipað leyti og tilkynnt var um ákvörðun bráðabirgðastjórn- arinnar tilkynntu hermálayfirvöld landsins að 14 manns hefðu fallið í síðustu hrinu skæruhernaðar þjóðernissinna í landinu. Meðal hinna föllnu voru bændur og óbreyttir borgarar. Heryfirvöld sögðu sex skæruliða innrásaraðila hafa fallið. Ummæli Davids Owen utan- ríkisráðherra Bretlands um að hernaðarumsvif Rússa og Kúbu- manna í Afríku, þar á meðal í Rhódesíu, stofni heimsfriðinum í hættu, hafa valdið mikilli reiði meðal sendiherra Rússa, Kúbu, Eþíópíu og Sómalíu í Lundúnum. Sendiherrarnir, sem allir voru viðstaddir þegar Owen hélt ræðu sína, hafa mótmælt ummælum hans. Owen sagði í ræðu sinni að afskipti Rússa og Kúbumanna af stríði Eþíópíumanna og Sómala í Ogaden og stríðinu í Angóla og vopnagjafir þeirra til svartra skæruliða í Rhódesíu settu stórt spurningarmerki við framtíð slökunarstefnu Sovétmanna og hins vestræna heims. menn í áhlaupi á íbúð í Napoli í dag. Ahlaupið var liður í leið lögreglu að ítalska stjórnmálamannin- um Aldo Moro sem rænt var fyrir þremur vikum. í íbúðinni fundust skot- vopn, sprengiefni og áróð- ursbæklingar, og að sögn yfirvalda er verið að athuga hvort fjórmenningarnir tengjast Rauðu herdeildinni sem ber ábyrgð á ráni Moros. Áhlaup voru gerð á fleiri hús í Napólí og Genúa vegna leitarinn- ar að Moro, en ekkert kom fram í þeim sem aðstoðar lögreglu við leitina. Luciano Infelisi dómari, sem stjórnar leitinni að Moro, skipaði í dag að látnir skyldu lausir 32 menn sem handteknir voru vegna leitarinnar á mánudag. Meðal þeirra sem látnir voru lausir var ungt par sem talið var viðriðið ránið á Morq, en skýrt var frá að þau hefðu fullgilda fjarvistar- sönnun. Lögregla yfirheyrði í dag 29 ára gamlan vinstri öfgamann, Giovanni De Vita, í sambandi við hvarf Moros. Upp hefur komist að De Vita var höfuðpaur meiri háttar áætlunar um smygl fólks úr fangelsum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.