Morgunblaðið - 07.04.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.04.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1978 orptnr vpriíS prfitt aíS mptn Vivnr nm „Munum aldrei fallast á sameigin- legan starfsaldurslista ótilneyddir,” sagði Skúli Guðjónsson formaður Félags Loftleiðaflugmanna MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær samhand við Skúla Guðjónsson flugmann, formann Félags Loft- leiðaflugmanna, og innti hann álits á hugmyndum Flugleiða um sameiningu starfsaldurslista flugmanna Loftleiða og Flugfé- lags íslands og einnig var Skúli spurður álits á stöðunni í Norður-Atlantshafsfluginu um þessar mundir. Ekki náðist í gær í Björn Guðmundsson flugstjóra, formann Félags íslenzkra atvinnuflugmanna, þar sem Björn var í utanlandsflugi. Skúli kvaðst vilja taka það fram vegna skrifa Flugleiða, að vinnu- stöðvun Loftleiðaflugmanna á þriðjudag hefði eingöngu komið til vegna skerðingar Flugleiða á uppbótagreiðslum vegna vísitölu og kvað hann engin önnur mál hafa fléttast inn í ákvörðun um vinnustöðvunina. Þá kvað Skúli flugmenn Loft- leiða upp til hópa vera á móti því að sameina starfsaldurslista félag- anna. „Við höfum átt í erfiðleikum síðan þessi tvö félög voru samein- uð 1973,“ sagði Skúli, „en þá var flugleiðum Loftleiða fækkað og Flugfélag íslands tók yfir að mestu þær leiðir og að nær öllu leyti nú á síðustu vetrum. Á sínum tíma olli þetta uppsögn 10 flug- manna hjá Loftleiðum. A.m.k. einn þeirra flugmanna sótti um starf hjá Flugfélagi íslands, en fékk synjun að því er bezt verður séð vegna þess að hann var Loftleiðaflugmaður. Hann hafði sótt um starf fyrir 12. marz 1976 vegna auglýsingar sem boðaði engin skilyrði fyrir umsókn, en 18. marz sendu Flugdeild Loftleiða og Flugfélag íslands umsækjanda bréf með skilyrðum sem útilokuðu þennan mann frá starfinu og m.a. miðuðu skilyrðin við hámarksald- ur 30 ár, en þessi maður var þá 31 árs. Á þessu tímabili hefst þessi vandi að vissu marki og þegar flugfélögin voru sameinuð var ekkert hugsað um að sameina flugmenn og störf þeirra. Að ætla að berja okkur saman með góðu eða illu, kann aldrei góðri lukku að stýra og við munum aldrei sætta okkur við þennan sameiginlega lista nema nauðbeygðir eins og mál standa nú. Þá er það ekki til að bæta úr að á meðan verið er að reifa þessi mál og vinna að samningum að þá er unnið á öðrum vettvangi á vegum Flug- leiða að því að sundra þessum hóp enn fremur með ráðningu flug- manna til Loftleiða af Fokker-vél- um á DC-8 þotur. Þá viljum við gera athugasemd- ir við launaútreikninga þá sem Flugleiðir afhentu blaðamönnum sem staðreyndir um laun flug- manna. Það er til dæmis furðulegt að sjá útreikninga hjá þeim þar sem miðað er við 40% vísitölu- hækkun. Ég skil ekki hvernig þeim dettur í hug að reikna launin út eftir þessu og í þessum tölum gera þeir ekki ráð fyrir lögum ríkis- stjórnarinnar um vísitölu- skerðingu þótt þeir hafi nú dregið af launum okkar. Þá var Skúli spurður álits á þeirri vaxandi samkeppni sem á sér stað um þessar mundir í Norður-Atlantshafsfluginu með harðnandi fargjaldastríði. „Það er ljóst," sagði Skúli, „að hagsmunir okkar flugmanna og flugfélagsins fara saman og við höfum unnið samkvæmt því. Við höfum farið öll þau flug sem þeir hafa beðið um s.l. tvö ár og okkur hefur verið þakkað það í orði, en það hefur ekki verið virt í verki. Það er ugglaust rétt að það sé harðnandi samkeppni á flug- leiðinni vestur um haf, en þessi söngur hefur verið á hverju vori fyrir samninga, alltaf í þá átt að allt sé að fara að kalda kol. Það er að ræða gróða eða ekki á þessu flugi, en hins vegar er ljóst að Flugleiðir hafa grætt mikið á Pílagrímafluginu og það var mikil vinna fyrir flugmenn, en hitt veit ég ekki hvort fargjöldin eru orðin of lág á Atlantshafsfluginu. Fargjaldastríðið spilar mjög inn í flug Loftleiða, en alla vega eru flugvélar Loftleiða smekkfullar síðustu vikur og við höfum heyrt að bókanir í New York séu ekki síðri í sumar en síðasta sumar." Þá kvaðst Skúli vilja vekja athygli á nokkrum rangfærslum í tilkynningum Flugleiða undan- farna daga. M.a. kvað hann talsmenn Flugleiða hafa haldið því fram að flugmenn hefðu rætt um einokun á ákveðnum flugleiðum, en slíkt hetði aldrei komið til tals hjá Loftleiðaflugmönnum. Varðandi umsögn talsmanna Flugleiða um það að flugstjórar hjá Air Bahama hefðu starfað í allt að 9 ár hjá félaginu, þá mætti geta þess að flestir flugmenn Loftleiða hefðu starfað þar í 10-30 ár. Einnig kvað Skúli ástæðu til þess að leiðrétta skrif Flugleiða- manna þar sem þeir segðu að enginn samningur hefði verið gerður við Loftleiðaflugmenn um flug hjá Air Bahama, því slíkur samningur hefði verið undirskrif- aður í des. s.l. og væri nær samhljóða samningi við Loftleiða- flugmenn um flug fyrir Cargolux. Þá kvaðst Skúli vilja vekja athygli á því að í kröfum Loftleiðaflugmanna varðandi sumarorlof væri aðeins farið fram á sumarorlof samkvæmt landslög- um, en flugmenn hafa skemmra sumarorlof en lög mæla fyrir um. Skúli kvað það ekki rétt að hörð viðbrögð Loftleiðaflugmanna hefðu komið fulltrúum Flugleiða algerlega á óvart, því talsmenn flugmanna hefðu margítrekað að ef til skerðingar á vísitöluuppbót- um kæmi þá myndu flugmenn sýna mjög ákveðin viðbrögð. litsjonvarp með eðlilegum litum Myndgæði PHILIPS litsjónvarpstækja eiga tæpast sína líka. Þar séróu alla hluti eins eölilega og hægt er. Rautt er rautt, blátt blátt, grænt grænt o.s.frv. PHILIPS hefur leyst vandamáliö viö villandi og óeölilega liti og þaö er eins og aö vera sjálfur á staönum þar sem myndin er tekin, þegar þú horíir á PHILIPS litsjónvarpstæki. Óþarft er aö koma meö upptalningu á tæknilegum atriöum hér en bendum aöeins á aö PHILIPS er stærsti framleiðandi litsjónvarpstækja í Evrópu, hefur framleitt yfir 40.000.000 sjónvarpstækja. Segir þaö ekki sína sögu? PHILIPS hóf hönnun litsjónvarpstækja áriö 1941 og hefur síöan stefnt markvisst aö tæknilegri fullkomnun. PHILIPS litsjónvarpstæki fást í mörgum geröum, meö skermum frá 14” - 26”. Viö viljum eindregiö hvetja væntanlega kaupendur litsjónvarpstækja til aö kynna sér umsagnir hlutlausra aöila og þá veröur valiö ekki erfitt. Þaö er og veröur PHILIPS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.