Morgunblaðið - 07.04.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.04.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1978 19 — Margrét Framhald af bls. 1. í gær hitti Margrét Snowdon lávarð, en þau eru nú skilin að borði og sæng. Hvorugt þeirra hyggur á lögskilnað vegna barna þeirra tveggja, en það var við fermingu dóttur þeirra sem þau hittust í Windsor kastala í gær. Callaghan forsætisráðherra heldur í kvöld vikulegan fund sinn með Elízabetu drottningu og er fastlega búist við að ráðherrann og drottningin ræði þá miklu umræðu sem verið hefur um einkalíf Margrétar prinsessu. Talsmenn Buckingham-hall- ar sögðu í dag að Callaghan og Elízabet mundu ræða um fjár- veitingar til meðlima konungs- fjölskyldunnar. Á morgun verð- ur tilkynnt hve miklu fé verður varið úr opinberum sjóðum til krúnunnar. — BSRB Framhald af bls. 2 og eru þá meðtaldir félagar í Bandalagi háskólamanna. Krist- ján kvaðst hafa grun um að þetta væri mjög handahófskennd samantekt, þar sem vitað væri um tilfelli, þar sem dregið var frá kennurum í orlofi. Því kvaðst hann ætla að þessi fjöldi væri ofreiknað- ur. Ef verkfallssjóður BSRB stend- ur ekki undir þessum greiðslum, er ætlunin að fjásöfnunin komi til, og nægi hún heldur ekki, hlaupa félagssjóðir aðildarfélaganna og BSRB undir bagga. í verkfallinu síðastliðið haust var greitt úr verkfallssjóðnum 3.120.000 krónur til 107 einstaklinga úr 10 aðildar- félögum upphæðir á bilinu 20 til 50 þúsund krónur eftir fjölskyldu- ástæðum. BSRB mun nýta trúnaðar- mannakerfi sitt til þess að ýta á eftir að menn gefi í verkfallssjóð- inn og hafa gögn verið send trúnaðarmönnum. Er vonazt til að greiðslur til þeirra, sem sækja um styrk í verfallssjóð geti hafizt þegar eftir næstu helgi. Sækja skal um styrkina á skrifstofu BSRB að Grettisgötu 89 og skulu menn leggja fram launaseðil sinn. Menn geta einnig sótt skriflega um og láti þá ljósrit af launaseðli fylgja. Þeir sem vinna hluta úr degi eiga kost á hlutfallslegri greiðlsu í samræmi við vinnu sína. Haraldur Steinþórsson, fram- kvæmdastjóri BSRB, sagði á fundinum, að í Danmörku væri það í lögum, eftir því sem hann vissi bezt, að ekki mætti draga af launum fólks eða sekta það fyrir mótmælaverkfall sem væri skemmra en tveir dagar. Kristján Thorlacius kvað og í lýðfrjálsum og þróaðari löndum það tíðkast mjög að menn mótmæltu á þann hátt, sem launþegasamtökin hefðu gert í marzbyrjun. Hins vegar væru íslenzk lög gömul og túlkuð á mjög þröngan hátt. Hann bætti því við að eflaust væru slík mótmæli einnig bönnuð í Suð- ur-Afríku. Formaður stjórnar verkfalls- sjóðs BSRB er Kristín Tryggva- dóttir, sem jafnframt er ritari stjórnar BSRB. Á fundinum voru einnig tveir stjórnarmenn, Hildur Einarsdóttir frá Starfsmanna- félagi Kópavogs og Bjarni Ólafs- son frá Félagi íslenzkra síma- manna. Einnig eiga sæti í stjórn- inni Sigurveig Hanna Eiríksdóttir frá Starfsmannafélagi ríkisstofn- ana og Ingibjörg Helgadóttir frá Hjúkrunarfélagi íslands. Blaðamannafundur þessi var haldinn í nýjum húsakynnum BSRB, sem sambandið fluttist í fyrir mánuði. Húsið er á horni Grettisgötu og Rauðarafstígs og er Grettisgata 89. Það er eign Starfs- mannafélags ríkisstofnana, sem eiga 32%, Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, sem á 18%, Póstmannafélags, ' sem á 13.5%, BSRB sem á 13.5%, Sambands islenzkra barnakennara, sem á 9%, Landssambands framhalds- skólakennara, sem á 9%, og Landssambands lögreglumanna, sem á 5%. Hafa eigendur hússins myndað með sér sameignarfélag, sem nefnist Félagamiðstöðin. — Áfengt öl Framhald af bls. 2 ingar þjóðaratkvæðagreiðslu um, hvort heimila skuli framleiðslu og sölu áfengs öls í landinu". í greinargerð meirihlutans seg- ir: „Um lagan tíma hafa staðið deilur hér á landi um, hvort leyfð skuli framleiðsla og sala áfengs öls. Svo virðist sem flestir lands- menn hafi ákveðnar skoðanir þar á, enda þótt þar skiptist mjög í tvö horn. Undirritaðir nefndarmenn í allsherjarnefnd geta fallist á að eiur atviKum se eoiuegt og tuna- bært að þjóðin fái tækifæri til að tjá sig um afstöðu sína til þessa ágreiningsmáls í almennri þjóðar- atkvæðagreiðslu. Við teljum málið þess eðlis, að kjósendum ætti að vera auðvelt að taka afstöðu og því megi treysta, að sú afstaða verði tekin af ábyrgð og yfirvegun. Því mælum við með samþykkt tillögunnar, með þeirri breytingu þó, að þátttakan verði bundin við þá, sem almennan kosningarétt hafa.“ Undir þetta rita framangreinir alþingismenn. r — Israelsmenn Framhald af bls. 1. brotið vopnasölusamning land- anna með því að nota bandarísk vopn í innrásinni í Líbanon. Talsmaður utanríkisráðuneytis ísraels kvað það skoðun stjórnar israeis ao akvæoi vopnasoiusamn- ingsins hefðu ekki verið brotin með aðgerðunum í Líbanon. Salah Chalef næstæðsti maður PLO sagði í viðtali sem birtist í svissnesku blaði í dag að samtökin væru mjög óánægð með viðbrögð arabískra „harðlínuríkja" við inn- rás ísraela í Líbanon. Chalef sagði að ef til vill væri of snemmt að kalla ríkin „pappírstígrisdýr" en kvað það álit helztu manna PLO að harðlínuríkin hefði skort hug- rekki til að koma samtökunum til hjálpar efir innrás ísraela í Líbanon í marzmánuði. — Chile Framhald af bls. 14 sem trúlega verður leyft að kjósa útlegð fremur en fangelsi ef þeir verða dæmdir. í síðustu viku sleppti stjórnin úr haldi Carlos Lazo Frias, vara- bankastjóra landsbankans á dög- um Allende-stjórnarinnar, og sendi hann í útlegð. Hann afplán- aði 30 ára dóm fyrir landráð og undirróður i hernum. — Amerasinghe Framhald af bls. 14 menn þriggja nefnda ráðstefnunnar semja á grundvelli hinna sex funda ráðstefnunnar. Fulltrúi Mexíkó hefur tilkynnt að strax að lokinni deilunni um Amerasinghe muni Suður-Ameríku- ríkin taka fyrir valdsvið ráðstefnu- forsetans. Suður-Ameríkuríkin vilja breytingar á megintextanum sem verður einnig að samþykkja sam- hljóða og að forsetinn hafi engin áhrif á efni hans. Þóf um þetta gæti tekið þó nokkurn tíma ef ekki verður knúin fram atkvæðagreiðsla. Eruð þér að Lausnin er TERRAZZOPLAST byggt á Desmodur/Desmophen hugsa um efni á gólfið? Rautt/Flögur Nr. 6 Brúnt/Flögur Nr. 3 Grænt/Flögur Nr. 4 . * n. mmm - - f • y, < Gult/Flögur Nr. 7 * v J • • * • ,*• .V ’ ” * • M * ♦ 4 • • ^ r % ‘ • - i •'*. . *» - 4 .spX » * r* Gulgrænt/Flögur Nr. 5 i -f • X I Mógrátt/Flögur Nr. 1 *• , » k*"* Gólftex er mjög fallegt og slitsterkt, tveggja þátta plastefni, ætlað á gólf í heimahúsum, (geymslur, ganga þvottahús, stigahús, baðherbergi, eldhús. bílskúra), verksmiðjuhús- um, skrifstofuhúsnæði og víðar. Hringið eða skrifið og biðjið um nánari upplýsingar. EFNAVERKSMIÐJAN SJÖFN Akureyri . Glerárgata 28 . Sími (96)21400 Reykjavík . Hringbraut 119 . Sími (91)17045

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.