Morgunblaðið - 09.04.1978, Síða 20

Morgunblaðið - 09.04.1978, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1978 -""A T M " Byggingakranar BREIÐFJORÐS 1/ BLIKKSMIÐJA HE SIGTÚN 7 • REYKJAVÍK • P.O. BOX 742. SÍMAR 35557- 35000-35488 Seljum ýmsar gerðir aí nýjum og notuðum byggingakrðnum frá F.B. KR0LL A/S Danmörku. Leitið upplýsinga. VANTAR ÞIG VINNU VANTAR ÞIG FÓLK ÞL ALGLÝSIR L'M ALLT LAND ÞEGAR Þl’ ALG- LÝSIR í MORGUNBLAÐINL — Kópavogur Framhald af bls. 2 vogi, aðallega í þá veru að of margir reynslulitlir menn væru þar framarlega á listanum." Richard sagði ennfremur, að rétt væri að fram kæmi út af ummælum Eggerts Steinsen í Mbl. í gærm um að tillaga hans um að láta niðurstöður prófkjörsins gilda um sex efstu sæti listans, hefði verið felld með 11 atkvæðum gegn 40. „Varðandi tilkomu mín pCrsónulega í framboðslistanum vil ég láta þess getið, að ég hafði ákveðið sl. sumar að fara ekki aftur í framboð til bæjarstjórnar af persónulegum ástæðum. Um þetta ver flokksfélögum mínum og samstarfsmönnum í bæjarstjórn kunnugt. Hins vegar þegar ganga skyldi frá skipan framboðslistans skoruðu mjög margir fulltrúaráðs- menn á mig að taka sæti á listanum og kjörnefnd samþykkti nær einróma tillögu um að biðja mig að gera það. Eg taldi það því flokkslega skyldu mína til að leysa þarna nokkurn vanda og verða við þessu en setti það skilyrði að endanlegt samþykki mitt gæfi ég ekki fyrr en ljóst væri á fundi fulltrúaráðsins, að það óskaði eftir þessu og % fulltrúaráðsmanna greiddu þvi atkvæði á fundi ráðsins." Richard sagðist loks vilja lát það koma fram vegna þess er fleygt hefði verið að hann hefði ekki viljað fara í prófkjörið vegna bæjarstjórnarlistans þar sem hann hefði hlotið svo slæma útreið í prófkjörinu vegna Alþingislist- ans, að hann hefði ákveðið þegar sumarið 1977 að fara ekki í framboð til bæjarstjórnar eða löngu áður en til umræðu hefði komið að hann gæfi kost á sér í Alþingisprófkjörið. „Það ákvað ég að gera sl. haust eingöngu fyrir Verðlaun í áskrifendaleik Dagblaðsins. Láttu ekki happ úr hendi sleppa. BIAÐIÐ írjálst, óhað dagblað Biöur hann þín ? Chevrolet Nova 1978 bíður afhendingar 15. apríl n.k. Sértu áskrifandi, þá andaðu rólega. Ef ekki, þá hringdu strax og pantaðu áskrift að Dagblaðinu í síma 27022. tilmæli félaga míns, Axels Jóns- sonar, alþingismanns. Utreið mín í þessu prófkjöri hér í Kópavogi var nú samt ekki verri en það, að ég hlaut um 60% greiddra at- kvæða í Kópavogi," sagði Richard Björgvinsson. — Á1 til Kína Framhald af bls. 48 hingað þar til ljóst væri hverju fram yndi með útflutningsbannið. Ragnar Halldórsson forstjóri tjáði Mbl. að nýlega hefði skip lestað 3200 tonn af áli til Rotter- dam og ekki væri von á skipi aftur til að ferma ál fyrr en í maí n.k. — 9 fundir Framhald af bls. 48 Antonsson, borgarfulltrúi, Arinbjörn Kolbeinsson, læknir, séra Lárus Halldórsson, Þór Halldórsson, læknir og Haukur Þórðarson, læknir. Einnig mun dr. Gunnlaugur Snædal, læknir, kynna niðurstöðu nýafstaðinnar ráðstefnu lækna um málefni aldraðra. Auk ofangreindra taka þátt í umræðum þau Geirþrúður H. Bernhöft, elli- málafulltrúi, og Sveinn Ragn- arsson, félagsmálastjóri. Mánudaginn 17. apríl verða haldnir þrír fundir um heil- brigðismál, dagvistun barna og húsnæðismál. Fundurinn um heilbrigðismál verður haldinn að Hótel Esju, 2. hæð, og hefst kl. 20.30 eins og hinir fundirnir. Málshefjendur verða Páll Gíslason, borgarfull- trúi, Margrét S. Einarsdóttir, varaborgarfulltrúi, og Skúli Johnsenm borgarlæknir. Um- ræðustjóri verður Ulfar Þórðar- son, læknir. Fundurinn um dagvistun barna verður haldinn í Valhöll, Háaleitisbraut 1, kjallara. Máls- hefjendur verða Markús Örn Antonsson, borgarfulltrúi, Elín Pálmadóttir, borgarfulltrúi, og Björn Björnsson, prófessor. Fjallað verður um húsnæðis- málin á fundi í Valhöll, Háaleit- isbraut 1, 1. hæð. Málshefjendur verða Magnús L. Sveinsson, borgarfulltrúi, Hilmar Guð- laugsson, varaborgarfulltrúi, og Gunnar S. Björnsson, formaður Meistarasambands bygginga- manna. Umræðustjóri verður Skúli Sigurðsson, skrifstofu- stjóri Húsnæðismálastofnunar- innar. Þriðjudaginn 18. apríl verða þrír síðustu fundirnir haldnir og fjalla þeir um íþróttamál, fræðslumál og æskulýðsmál. Fundurinn um íþróttamál verður haldinn í Valhöll, Háa- leitisbraut 1, 1. hæð. Málshefj- endur verða Sveinn Björnsson, varaborgarfulltrúi, Albert Guð- mundsson, borgarfulltrúi, Þórir Lárusson, formaður I.R., og Júlíus Hafstein, framkvæmda- stjóri. Fundur um fræðslumál verð- ur haldinn að Hótel Esju, 2. hæð. Málshefjendur verða Ragnar Júlíusson, borgarfull- trúi, Sigurjón Fjeldsted, skóla- stjóri, og Gísli Baldvinsson, kennari. Æskulýðsmálafundurinn verður haldinn í Valhöll, Háa- leitisbraut 1. Málshefjendur verða Davíð Oddsson, borgar- fulltrúi, Bessí Jóhannsdóttir, varaborgarfulltrúi, og Áslaug Friðriksdóttir, skólastjóri. Um- ræðustjóri verður Hinrik Bjarnason, framkvæmdastjóri. Hefjast fundirnir kl. 20.30.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.