Morgunblaðið - 12.04.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.04.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1978 3 „Lít á úrslit prófkjörs- ins sem stuðning við núverandi meiri- hluta hreppsnefndar” — segir Salóme Þorkelsdóttir Midneshreppur: Jón Júlíusson efst ur í prófkjöri Sjálf stæðisflokksins Sandgerði, 11. apríl. SJÁLFSTÆÐISMENN í „MÉR ER efst í huga þakklæti til fólksins, sem veitti mér stuðning í nýaf- stöðnu prófkjöri, þá er ég og afskaplega ánægð meö þann mikla áhuga sem fólk sýndi með mikilli kjör- sókn,“ sagði Salóme Þor- kelsdóttir í Mosfellssveit í samtali við Morgunblaðið í gær, en hún varð sem kunnugt er efst frambjóð- enda í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í Mosfellssveit um helgina og mun Salóme skipa efsta sæti listans við sveitarstjórnarkosningar í vor. Að sögn Salóme tóku 47% atkvæðisbærra manna í Mos- fellssveit þátt í prófkjörinu, og yrði það að teljast einstaklega góð þátttaka. Aðspurð sagði hún, að úrslit prófkjörsins hefðu Salóme Þorkelsdóttir komið sér skemmtilega á óvart.“ Og á úrslitin lít ég sem trausts- yfirlýsingu við núverandi meiri- hluta hreppsnefndar." Miðneshreppi gengust fyrir prófkjöri um síðustu helgi til uppstillingar á framboðs- lista fyrir hreppsnefndar- kosningar í vor. 15 manns voru á prófkjörslistanum. Á kjörskrá í Miðneshreppi eru 636 manns. Alls reyndust gild atkvæði vera 211, en í prófkjöri til síðustu hrepps- nefndarkosninga fyrir 4 ár- um, voru gild atkvæði milli 120 og 130. Prófkjörið var bindandi fyrir 3 efstu sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins. Atkvæðin í prófkjörinu féllu þannig: 1. Jón H. Júlíusson 180 atkvæði í 5 efstu sætin eða 85,3%, 2. Óskar Guðjónsson 130 atkvæði eða 61,6%, 3. Kári Sæbjörnsson 99 atkvæði eða 46,9%, 4. Gunnar Sigtryggsson 114 atkvæði 54%, 5. Jón Erlingsson 93 atkvæði eða 44,1%. í síðustu sveitarstjórnarkosn- ingum í Miðneshreppi fengu Sjálf- stæðismenn 196 atkvæði og 2 menn kjörna. Fréttaritari. Stúdent- ar færri en í fyrra GERT ER ráð fyrir að um 800 stúdentar útskrifist frá hinum ýmsu menntastofnunum landsins á þessu vori og er þetta nokkru minni hópur en útskriíaðist á síðasta vori, en þá voru nýstú- dentar í kringum 900. Arni Gunnarsson deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu gaf Morgunblaðinú ofangreindar upp- lýsingar í gær. Ráðgjafanefnd EFTA: Kannaðar aðgerðir til styrktar iðnaði banda- lagsríkja „Á FUNDI ráðgjafanefndar EFTA, Fríverzlunarbandalags Evrópu, í Genf í fyrradag var samþykkt tillaga efnahags- og félagsmálanefndar EFTA, sem Davíð Scheving Thorsteinsson, formaður Félags íslenzkra iðn- rekenda, hafði mælt fyrir á fundi nefndarinnar 3. marz s.I. um nákvæma könnun á öllum styrkt- araðgerðum ríkisstjórna aðildar- ríkja handalagsins til handa iðnaði“, sagði Pétur Sveinbjarn- arson framkvæmdastjóri Félags íslenzkra iðnrekenda í samtali við Mbl. í gær. „Jafnframt var á fundinum samþykkt að vinna skuli hefjast nú þegar að þessari rannsókn og í framhaldi þess eiga öll aðildar- ríkin að skila skýrslu um allar styrktaraðgerðir í hverju einstöku ríki á fundi efnahags- og félags- málanefndar EFTA sem haldinn verður í maí n.k.,“ sagði Pétur ennfremur. Þá sagði Pétur að formaður EFTA, utanríkisráðherra Austur- ríkis, hafi vikið að þessu máli í setningarræðu sinni og lýst yfir áhyggjum yfir þeim miklu styrkt- araðgerðum sem framkvæmdar væru til handa iðnaði í bandalags- löndunum. Og þar sem ráðgjafa- nefndin hafi þegar samþykkt þessa tillögu um rannsóknina mætti segja að framlagning máls- ins fyrir ráðherranefnd EFTA væru nánast formsatriði, svo langt væri málið komið. 0 ** » KLÆÐNING Alklæöníng á Þök. loft og veggi - úti og inni A/KLÆÐNING HENTAR ALLS STAÐAR! í A/KLÆÐNINGU hefur verið hugsað fyrir hverjum hlut, til að gera uppsetningu einfalda og spara þér tíma og peninga. Framleiddir hafaveriðýmsirauka- hlutir svo sem, gluggakarmar, mænir, vindskeiðar o.fl. sem hefur þurft að sérsmíða fyrir aðrar tegundir klæðninga. A/KLÆÐNING er nýtískuleg lausn - í eitt skipti fyrir öll á veggi, loft og þök. Margar gerðir og fjöldi lita. Leitið upplýsinga. Sendið teikningar og við gefum verðtilboð. Möguleikar A/KLÆÐNINGAR eru fleiri en yður grunar. FULLKOMIN KLÆÐNING TIL SÍÐASTA NAGLA. INNKAUP HE ÆGISGÖTU 7, REYKJAVÍK - SÍMI 22000 - PÓSTHÓLF 1012. TELEX 2025 - SÖLUSTJÓRI: HEIMASÍMI 71400.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.