Morgunblaðið - 12.04.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.04.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1978 13 Oskar Borg lög- frœðingur - Muuúng Fæddur 10. desember 1896. Dáinn 6. aprfl 1978. Nokkur minningarorð Það er hlutskipti okkar, sem komnir eru á efri ár að sjá á bak mörgum góðum vinum og kunn- ingjum, mörgum sem mikill sökn- uður og sjónarsviptir er að. Þetta verður ekki umflúið, og er bótin sú ein, að minningarnar lifa um góða drengi og mikilhæfa menn. í hóp horfinna vina minna hefur nú bæst góðvinur minn Óskar Borg lögfræðingur, sem andaðist að heimili sínu Laufásvegi 5 í Reykjavík 6. þessa mánaðar. Óskar Borg er fæddur í Reykja- vík 10. des. 1896. Hann var sonur hinna mikilhæfu og þjóðkunnu hjóna Borgþórs Jósefssonar verslunarmanns og síðan um langt skeið bæjargjaldkera í Reykjavík og Stefaníu Guðmundsdóttur leik- konu. Bjuggu þau á nokkrum stöðum í Reykjavík áður en þau fluttu heimili sitt 1913 að Laufás- vegi 5, en þar bjuggu þau síðan til dauðadags og börn þeirra eftir þeirra dag. Óskar ólst upp á heimili foreldra sinna ásamt fimm systkinum sínum, er upp komust, en þau voru leikkonurnar Emilía, An.na og Þóra, Áslaug ljósmyndari og Geir framkvæmdastjóri. Þau tóku upp ættarnafnið Borg 1917. Látnar eru nú þær Anna og Áslaug. Óskar lauk stúdentsprófi við Menntaskólann í Reykjavík vorið 1917. Árin 1917—1919 lagði hann stund á hagfræði við háskólann í Kaupmannahöfn. Mun hann á þessum árum hafa varið miklum tíma til að kynnast leiklist og fleiri listgreinum, enda talið að hann hafi þá haft mikinn áhuga á að nema listasögu, en í þeirri grein varð hann mjög fróður. Árin 1920—1921 fór Óskar ásamt móður sinni og systrum sínum Emilíu og Önnu í leikför um byggðir íslendinga í Vesturheimi. Þau komu heim úr för þessari í október 1921. Hóf Óskar þá nám í lagadeild Háskóla Islands. Móðir hans var þá leiðbeinandi hjá Leikfélagi Reykjavíkur, auk þess að hún var sem fyrr einn aðal leikari þess og formaður síðustu árin, sem hún lifði, en hún andaðist í ársbyrjun 1926. Eftir að Óskar kom heim úr leikförinni til Vesturheims og þar til móðir hans andaðist, lék hann í mörgum leikritum hjá Leikfélagi Reykjavíkur og var auk þess aðalaðstoðarmaður móður sinnar við hennar mikla starf fyrir leikhúsið og leiklistina á þessum árum. Varði hann til þessa miklum tíma. Lögfræðiprófi lauk Óskar 18. júní 1929 með góðri II. einkunn. Að loknu prófi gerðist Óskar starfsmaður við Útvegsbanka ís- lands á ísafirði og stundaði jafnframt lögfræðistörf. Árið 1933 hætti hann daglegum störfum í bankanum og gegndi eftir það málflutnings- og lögfræðistörfum á ísafirði, þar til hann fluttist aftur til Reykjavíkur síðla árs 1942. Á þessum árum var hann oft skipaður setudómari á ísafirði. Hann varð héraðsdómslögmaður 1941. Eftir að Óskar kom aftur til Reykjavíkur, stundaði hann ýms lögfræðistörf. Árið 1944 varð hann framkvæmdastjóri Dieseltogara h.f., en ráðst 1952 til Reykjavíkur- borgar sem lögfræðingur félags- málastofnunar borgarinnar. Vann hann þar einkum að framfærslu- og sveitfestismálum og öðlaðist mikla reynslu og þekkingu á því sviði. Óskar hefði, samkvæmt almennum reglum, átt að láta af störfum hjá borginni er hann var sjötugur, en sökum sérfræðiþekk- ingar í framangreindum efnum þótti þá nauðsynlegt, að hann héldi áfram störfum sínum og vann hann hjá borginni sex árum lengur. Oskar vann lögfræðistörf sín, sem önnur störf, af mikilli vand- virkni. í málflutningi — einkum munnlegum málflutningi — naut sín vel góð geind hans og skilning- ur á skipulegri og réttri framsetn- ingu. Var oft mjög auðvelt að leggja dóm á mál eftir að hafa hlýtt á málflutning hans. Hinn 23. júní 1930 steig Óskar Borg mesta heillaspor sitt, en þann dag gekk hann að eiga Elísabetu Flygenring dóttur Ágústar Flygenring útgerðar- manns og alþingismanns í Hafnar- firði og konu hans Þórunnar Stefánsdóttur. Frú Elísabet er ágætlega menntuð fríðleikskona og fágæt að mannkostum. Hefur hún verið Óskari mikil heilladís og ástir miklar með þeim hjónum. Börn þeirra eru: 1. Ragnar Borg viðskiptafræðing- ur, framkvæmdastjóri hjá G. Helgason og Melsted h/f í Reykja- vík kvæntur Ingigerði Þórönnu Melsted. Þau eiga 4 börn, Önnu Elísabetu, Elínu, Óskar og Pál. 2. Anna Borg áður verzlunarstjóri hjá tiskuverzluninni Guðrúnu h/f og síðar um tíma starfsmaður hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Hún var gift Stefáni Kristjánssyni byggingameistar á Selfossi, sem er nú látinn. Óskar Borg bar mikil einkenni foreldra sinna og æskuheimilis. Eins og kunnugt er var frú Stefanía móðir hans dáðasta leikkona landsins í áratugi. Borg- þór faðir hans var einnig leikari. Bæði voru þau hjón meðal 19 stofnenda Leikfélags Reykjavíkur 1897 og meðal ötulustu og áhuga- sömustu forvígismanna leiklistar á Islandi. Voru þau um þetta sem um annað mjög samhent. I minningargrein um frú Stefan- íu í Morgunblaðinu segir Valtýr Stefánsson m.a. um hana: „Fædd og uppalin í islenskum smábæ og enda þótt hún væri hér búsett alla æfi var engu líkara en hún væri komin beina leið úr hámenningu erlendra stórborga." í anda slíkrar menningar var heimilið mótað. Á heimilinu ríkti sérstakur menningarbragur og kurteisi og samband foreldra og barna og milli barnanna innbyrðis var afburða gott. Hæst bar áhugann fyrir leiklist- inni og um leið umhyggjuna fyrir hinu unga Leikfélagi Reykjavíkur, sem þá átti oft í miklum erfið- leikum. í minningargrein sinni segir Valtýr Stefánsson m.a. um þetta og með vissu réttilega. „Þegar starfsemi félagsins barst í tal talaði frú Stefánía eins og umhyggjusöm móðir, er leggur fram sína síðustu krafta með ljúfu geði fyrir barn sitt, sem hún óskar bjartrar framtíðar". Þannig var hugsað og unnið, en í hinu mikla starfi frú Stefániu fyrir leiklistina voru þeir feðgar Borgþór og Óskar hennar styrkustu aðstoðarmenn. Elstu systurnar þrjár Emilía, Anna og Þóra urðu og allar þekktar og dáðar leikkonur og elsi sonurinn Óskar var um skeið mikill og þekktur leikari. Óskar var eldri en systurnar og lærðu þær margt af honum eins og Anna Borg segir skemmtilega frá í endurminningum sínum. Eg er ekki dómbær um leiklist, en sum hlutverkin sem ég sá Óskar leika eru mér ógleymanleg og í minni vitund meðal þess áhrifa- mesta sem ég hef séð á leiksviði. Hef ég því ávalt talið, að það hafi verið íslenskri leiklist ærinn skaði, að Óskar skyldi ekki halda lengur áfram á leiksviðinu. Eftir lát frú Stefaníu snéri Óskar sér fyrir alvöru að námi sínu og síðan lífsstarfi og mun lítt eða ekki hafa leikið eftir það. Bar hann og móðir hans mikla virðingu fyrir leiklistinni og mun hafa talið lítt við hæfi að fást við leiklist án þess að geta beitt við það kröftum sínum óskertum. Á Isafjarðarárum sínum var hann nokkrum sinnum leiðbein- andi eða leikstjóri. Fyrir þrábeiðni Önnu systur sinnar var hann Framhald á bls. 22 t Innilega þökkum viö öllum þeim er auösýndu okkur samúö og vlnarhug viö hiö sviplega slys er elsku drengirnir okkar SÆVAR LÁRUS ASGEIRSSON Ofl HÓLMSTEINN BJARNI ÞÓRARINSSON fórust í snjóflóöi 26. marz s.l. Sérstakar þakkir færum viö Bandalagi íslenzkra skáta, björgunarsvelt Slysavarnafélagsins í Neskaupstaö, skátum á Austurlandi og íþróttafélaginu Þrótti í Neskaupstaö. Guö blessi ykkur öll og starfsemi ykkar. Asgeir Lárusson Unnur Bjarnadóttir Þórarinn Sveinsson Hulda Bjarnadóttir og systkini hinna látnu. ÞÚ ERT í ÖRUGGUM HÖNDUM HJÁ OKKUR CHRYSLER ör O (HKVSLKH Plymoutfi SIMCA | Oadgo Suðurlandsbraut 10 (gamla sjálfsþjónustan). Simi 83330 - 83454. ÞEGAR ÞU SELUR EÐA KAUPIR ÞER NÝJAN EÐA NOTAÐAN BÍL. Viö bjóöum upp á einhvern glæsilegasta bílasal borgarinnar, sem liggur I þjóöbraut. Skoðið úrvalið af notuðum bilum og látið okkur selja gamla bilinn fyrir þig. Þú getur hreinsað bílinn þinn inni hjá okkur þér að kostnaðarlausu. Getum bætt við bílum á söluskrá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.