Morgunblaðið - 12.04.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.04.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1978 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur. Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjöm Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Aðalstræti 6. simi 10100. Aðalstræti 6. simi 22480. Áskriftargjald 1 700.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Breytingar á kosninga- lögum og kjördæmaskipan Framboðslisti Sjálf- stæðisflokksins vegna borgarstj órnarkosn- inganna í Reykjavík Það vekur óneitanlega athygli, að nú á síðustu vikum Þingsins og tveimur mánuöum fyrir almennar þingkosn- ingar hafa verið lögð fram Þrjú Þingmannafrumvörp um breytingar á kosningalögum og kjördæmaskipun. Þessi frumvörp pingmanna benda til Þess, að verulegur áhugi sé til staðar hjá sumum alÞingismönnum a.m.k. á að gera breytingar á kosningafyrirkomulagi og endurspeglar pessi tillöguflutningur pingmanna áreiðanlega áhuga fóiks í sumum landshlutum, á einhverjum breytingum frá Því sem nú er. Fjórir Þingmenn úr Reykjavík og Reykjaneskjördæmi, Þeir Ellert B. Schram, Guðmundur H. Garðarsson og Ólafur G. Einarsson úr Þingflokki Sjálfstæðismanna og Jón Skaftason úr Þingflokki Framsóknarmanna, hafa lagt fram frumvarp, sem miðar að Því að leiðrétta Þaö misvægi, sem orðið hefur á atkvæöisrétti kjósenda frá Því að núverandi kjördæmaskip- an tók gildi haustið 1959 með pví að hlutfallstala við útreikningu uppbótasæta verði felld niður og að fleiri en einn frambjóöandi hvers flokks geti hlotið uppbótaÞingsæti í sama kjördæmi. í greinargerð frumvarpsins kemur fram, að ef petta ákvæði heföi verið í lögum viö kosningarnar 1974 hefði pað ekki haft áhrif á Þingmannatölu flokkanna, en hins vegar hefðu uppbótarsæti í Reykjavík orðið átta í stað fjögurra, m.ö.o. höfuðborgarsvæöið heföi átt fleiri fulltrúa á Alpingi en nú er. í greinargerð segja flutningsmenn ennfremur: „Meirihluti kjósenda getur ekki og vill ekki lengur viö Það una, að atkvæöi Þeirra vegi fjórfalt eöa jafnvel fimmfalt léttara en annarra, eingöngu vegna búsetu.“ Vafalaust eru skiptar skoðanir á pessu frumvarpi, meðal Þingmanna. Margt fólk út á landsbyggðinni er áreiðanlega ekki sammála frumvarpi fjórmenninganna fremur en ýmsir landsbyggöarpingmenn, en nauösynlegt er, að lýöræðislegra fyrirkomulag ríki en nú er t.d. með samblandi einmennings- kjördæma og hlutfallskosninga. Ýmsir halda pví fram, að hæfari frambjóðendur njóti sín betur við slíkt fyrirkomulag en við Þá kjördæmaskipan, sem nú ríkir. Ef farið hefði verið eftir peirri reglu, sem Þingmennirnir fjórir leggja til, hefði kjósendafjöldi að baki hverjum Þingmanni 1974 í Reykjaneskjördæmi verið 2.876 atkvæði og í Reykjavík 2.653 atkvæöi, en t.d. á Vestfjörðum 1.119 atkvæði og á Norðurlandi vestra 1.250 atkvæði. Er Það ekki langt frá Því að vera svipað hlutfall og var við kjördæmabreytinguna 1959. Oddur Ólafsson, einn af Þingmönnum Reykjaneskjördæmis, flytur frumvarp um að skipta Reykjaneskjördæmi í tvö fimm manna kjördæmi og nefnir annað Suðvesturlandskjördæmi og hafi innan sinna vébanda Garðabæ, Kópavog, Seltjarnar- nes og Kjósarsýslu, en hitt Reykjaneskjördæmi, sem Þá nái yfir Hafnarfjörð, Gullbringusýslu, Grindavík, Njarövíkur og Keflavík. Þessi tillöguflutningur Odds Ólafssonar endurspegl- ar Þau viöhorf margra í Reykjaneskjördæmi, að Þaö kjördæmi sé alltof víöfeðmt og innan Þess séu byggöarlög, sem eigi svo ólíkra hagsmuna að gæta að Þau eigi erfitt meö að ná saman og mynda eína samstæða heild. Hefur Þetta komið berlega í Ijós, t.d. í hinum víðtæku prófkjörum Sjálfstæðis- manna, Þar sem greinilegt er, aö byggðasjónarmiðin innan kjördæmisins ráða mjög miklu. En Þá ber Þess að gæta, að eigi Þessi rök við um Reykjaneskjördæmi eiga Þau ekki síður viö um ýmis önnur kjördæmi. Loks hefur svo einn af pingmönnum AlÞýðuflokksins, Jón Ármann Héöinsson, flutt frumvarp um aö 5% heildarkjörfylgis nægi stjórnmálaflokki til uppbótarpingsætis og bendir Þingmaðurinn á sem rök fyrir Þessari breytingu, aö í kosningunum 1953 hafi AlÞýðuflokkurinn aðeins fengið einn kjördæmakjörinn pingmann og pá hafi verið hætta á Því, að 15,6% allra greiddra atkvæöa á landinu hefðu fallið dauð og Þeir kjósendur engan fulltrúa átt á Alpingi, og svipuö hætta hafi komiö upp í pingkosningunum 1974. Þetta eru vissulega rök, en á hitt er einnig að líta, að regla af pessu tagi mundi stuðla mjög aö tilveru alls kyns smáflokka og flokksbrota, sem víða hafa valdið miklum erfiöleikum og dregiö úr festu í stjórnarháttum. Öll eru pessi frumvörp athyglisverð og vísbending um, að kosningalög og kjördæmaskipan séu að komast á dagskrá á ný, en Þau hafa lítið verið til umræöu í nærfellt tvo áratugi. Hér er hins vegar um svo veígamikil mál að ræða, að lauðsynlegt er að sem víðtækust samstaða náist um iugsanlegar breytingar. En enginn getur neitaö Því, að jafnari atkvæðisréttur milli landshluta er réttlætismál. Á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, sem haldinn var í gærkvöldi, var gengið frá framboðslista Sjálfstseðisflokksins við næstu borgarstjórnarkosningar. Listinn er þannig skipaður: 1. Birgir ísleifur Gunnarsson, borgarstjóri, 2. Ólafur B. Thors, forstjóri, 3. Albert Guömundsson, stórkaupmaður, 4. Davíð Oddsson, skrifstofustjóri, 5. Magnús L. Sveinsson, skrifstofustjóri, 6. Páll Gíslason, læknir, 7. Markús Örn Antonsson, ritstjóri, 8. Elín Pálmadóttir, blaðamaður, 9. Sigurjón Á. Fjeldsted, skólastjóri, 10. Ragnar Júlíusson, skólastjóri, 11. Hilmar Guðlaugsson, múrari, 12. Bessí Jóhannsdóttir, kennari, 13. Margrét S. Einarsdóttir, ritari, 14. Sveinn Björnsson, kaupmaður, 15. Hulda Valtýsdóttir, húsmóðir, 16. Sigríður Asgeirsdóttir, lögfræðingur, 17. Sveinn Björnsson, verkfræðingur, 18. Valgarð Briem, hæstaréttarlögmaður. 19. Skúli Möller, kennari, 20. Þuríður Pálsdóttir, söngvari, 21. Gústaf B. Einarsson, verkstjóri, 22. Þórunn Gestsdóttir, húsmóðir, 23. Jóhannes Proppé, deildarstjóri, 24. Guðmundur Hallvarðsson, sjómaður, 25. Björgvin Björgvinsson, lögregluþjónn, 26. Sigurður E. Haraldsson, kaupmaður, 27. Anna Guðmundsdóttir, leikari, 28. Gunnar H. Friðriksson, iðnrekandi, 29. Úlfar Þórðarson, læknir, 30. Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra. Sjálfstæðismenn í Reykjavík efndu til prófkjörs 4., 5. og 6. marz sl. og ráða úrslit þess framboðslistanum í aðalatriðum. Úr skýrslu fyrrverandi bankaráðs Alþýðubankans: Bankaráð hrapallega blekkt í sambandi við þróun mála í bankanum haustið 1975 A AÐALFUNDI AlÞýðubankans hf. áriö 1976 flutti Hermann Guömundsson, Þáverandi formaður stjórnar bankans, skýrslu bankaráðs um þá atburði, sem gerst höfðu í bankanum haustiö 1975 og leiddu til Þess að bankastjórarnir Óskar Hallgrímsson og Jón Hallsson voru leystir frá störfum 7. desember s.á. Opinber rannsókn hefur nú leitt til málshöfðunar af hálfu ákæruvaldsins á hendur bankastjórunum og fyrrverandi skrifstofustjóra bankans, eins og kom fram í Mbl. í gær. Skýrsla bankaráösins hefur fram til Þessa verið trúnaðarmál og hefur Því ekki birzt opínberlega en hér á eftir mun Mbl. birta Þann kafla skýrslunnar, sem aöallega fjallar um Þetta tiltekna mál og Það áfall, sem bankinn varð fyrir haustuö 1975. Skýrslan var samin af bankaráöinu í sameiningu og samÞykkt til flutnings á aðalfundinum. Millifyrirsagnir eru Mbl.: Þá er komiö aö þeim kafla í þessari skýrslu, sem fjallar um áfall það, sem bankinn hefur oröiö fyrir vegna hinnar óheillavænlegu þróunar í útlánum hans 1975. Um miðjan október óskaði banka- eftirlit Seölabankans aö fá aö gera skoðun á rekstri og fjárhag Alþýöu- bankans hf. og var sú skoðun framkvæmd miðað viö 31. október s.l. Þessi skoðun má teljast hin þriðja í röðinni á þeirri bankastarfsemi, sem alþýðusamtökin hafa staðið fyrir, og er þá meðtalin fyrsta skoðun banka- eftirlitsins í janúarmánuði 1970 í Sþarisjóði alþýðu. Önnur skoðunin er í Alþýöuþankanum í nóvember 1972. Þessar skoðanir bankaeftirlitsins hafa verið hinni ungu bankastofnun mjög mikilvægar og dýrmætar, þar sem stofnunin hefur enn ekki komið sér uþþ eigín endurskoðunardeild. Aðkoman slæm Það er skemmst frá að segja, að aðkoman í bankanum, er. bankaeftir- litsmennirnir komu þangað seinni hluta október-mánaðar, var mjög slæm. í þessari skýrslu bankaráðsins verður ekki staldrað lengi við þetta ástand eða því lýst í einstökum atriðum. Bankaeftirlitinu þótti strax ástæöa til aö skrifa Alþýöubankanum bréf til þess að vekja athygli á ástandinu og krefjast viðræðna og aögeröa bankanum til varnar. Þetta bréf var skrifað 13. nóvember 1975 og verður að láta nægja að lýsa aðkom- unni með eftirfarandi orðum úr þessu bréfi: „Þegar haft er í huga, að Alþýðu- bankinn er stofnun með fá ár að baki og bókfært eigið fé er einungis 56,6 millj. kr. er það mikið áhyggjuefni frá sjónarmiöi bankaeftirlitsins, aö útlánin hafa í vaxandi mæli gengið til fárra stórra lánsaðila, þannig að eðlileg og nauðsynleg áhættudreifing hefur ekki fengist í útlánastofni bankans Mun meira áhyggjuefni er þó sú staðreynd, að stórkostlega hefur vantað á, að greiðslutryggingar væru teknar sam- hliða lánveitingum. Eftir að athugun bankaeftirlitsins hófst í október, var mikiö átak gert til öflunar greiöslu- trygginga, en enn vantar þó mjög verulega á að útlánastofn bankans sé tryggöur á fullnægjandi hátt." Tilvitn- un lýkur. Síðan barst Alþýðubankanum löng og ýtarleg skýrsla um þetta eftirlit frá Seðlabankanum með bréfi dagsettu 19. desember 1975. Við þessar aðstæður tók bankaráö- ið harkalega í taumana varöandi stjórnun og rekstur bankans. Bankaráóiö hélt nokkra fundi í nóvember þar sem bankastjórarnir báðir voru spuröir um þróun mála og beðnir um skýringar og þar sem endurskoðendurnir voru jafnframt spuröir hverju það sætti, að engin viðvörun hefði verið gefin bankaráö- inu. Aö fengnum svörum við þessum spurningum og eftir gaumgæfilega athugun á málinu og skoöun á þeim úrræðum, sem tiltæk voru, ákvað bankaráðið samhljóða hinn 27. nóv- ember 1975 að taka útlánavaldið af bankastjórunum með öllu og setja á laggirnar framkvæmdarnefnd banka- ráðsins, sem færi með útlánavaldið til bráðabirgöa. Meö því að málið var sprungið út í fjölmiðla og þar sem sú varð niður- staðan að hluthafafundur bankans mundi ekki við þessar aöstæður geta haft möguleika á að leysa úr vandan- um, ákvaö bankaráðið aö snúa sér til miðstjórnar Alþýðusambands islands og stjórnar Seðlabankans um aðstoð og stuðning við þær ráðstafanir, sem gera þyrfti til að bjarga bankanum frá alvarlegu tjóni. Bankaráðinu þykir rétt að birta nú í þessari skýrslu sinni orðréttar ákvarðanir sínar í málefnum bankans sunnudaginn 7. desember 1975, en þær hafa að sjálfsögðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.